Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.08.1985, Blaðsíða 8
MANNLÍF Guðrún Hjartardóttir húsmóðir f Krossavík í Vopnafirði við rekaviðarstafla. „Við gætum hitað upp húsið allt árið með því að brenna rekavið í lurkakatlinum". Ljósm. GGÓ. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. ágúst 1985 Mannlíf á Jökuldal í gamladaga voru Skjöldólfsstaöaböllin alveg spes Vopnafjörður Friðarmál og unglinga- starf Foreldrar tóku sig saman um að fara eftir útivistarlöggjöfinni blómakrans á höfðinu til baka. Svo er dansað og drukkið kakó og í lokin er borinn fram rabar- baragrautur og flatbrauð með hangiketi. Feikilega skemmti- legt. Svo eru haldin haustball kvenfélagsins og ungmennafé- lagsins og þorrablót. Hér í gamla daga voru Skjöldólfsstaðaböllin alveg spes, þá var setið með harmónikku á skólaborði í kennslustofunni og dansað með- an orkan entist! Hér spila milli 20 og 30 manns bridge allan vetur- inn, karlar og konur, ungir og gamlir. Er mikið um aukabúgreinar á Jökuidal? - Hér eru þrjú nýleg refabú, en silungsveiðin í vötnunum er kannski mesta nýlundan. í vetur var veitt undan ís. Það þarf að grisja silunginn, hann er of smár. Hér mætti vel veiða 10-15 þús. stykki á ári. Hvernig er silungurinn verk- aður? - Það er allt flakað og ýmist selt reykt eða frosið. Það sem ekki hefur verið nytjað heima hefur allt selst hér fyrir austan sagði Jón Víðir. Þess má geta til gamans að Kvenfélagið í Jökuldal gaf Vig- dísi forseta reyktan silung úr Matbrunnavatni þegar hún fór þar um fyrr i sumar. -GGÓ Þetta voru orð Guðrúnar Hjartardóttur kennara og húsmóður í Krossavík í Vopnaf irði, en hún er í frið- arhópnum á Vopnaf irði sem nú í vor hélt 50 manna fundsemm.a.sendi áskorun til utanríkisráð- herra, þar sem ratsjár- stöðvum var mótmælt og lýst andstöðu við allan víg- búnað. Hver voru tildrög þessa fund- ar? - Okkur ofbauð hreinlega að heyra ummæli Steingríms Her- mannssonar. Það var ekki hægt að sitja undir slíku. Því vildum við gera eitthvað. Hér ætia menn sér ekki að þiggja mútur. Annars er fólk andvaralaust og oft vili siðferði peninganna ráða. En konur skrifuðu hér vel undir friðarávarp kvenna í sumar. Það sýnir hvað þær vilja. Skemmtanir án áfengis Guðrún dvaldi um skeið í Sví- þjóð og lauk þar tveggja ára námi sem tómstundaleiðbeinandi. Þegar hún kom til Vopnafjarðar stofnaði hún ungtemplarafélag og var fyrsti formaður þess. Hvað með tómstundarstörf unglinga í Vopnafirði? - Mér finnst mikilvægast að fólk kynnist því að hægt er að skemmta sér án áfengis og vímu- efna. Það verður mikil pressa á unglingana um fermingaraldur- inn með að prófa að drekka vín. Þau hafa þetta fyrir sér. Því seinna sem þau byrja, því betra, bæði fyrir andlegan og líkam- legan þroska. Ungtemplárafé- lagið er fyrir 7. bekk og eldri. í vetur var stofnuð hér fé- iagsmiöstöð í skólanum. For- eldrafélagið lagði fram fé til tækjakaupa og hreppurinn kostar starfsmann til að skipuleggja starfsemina og vera yfir henni. Þetta var vel sótt í vetur. Hvað fleira gera unglingar hér í frítíma sínum? - Þau stunda iþróttir, einkum á sumrin. Svo er bíó tvisvar til þri- svar í viku. Annars hanga þau gjarnan í Kaupfélagsskotinu á kvöldin, en foreldrar einhverra árganga tóku sig saman í vetur um að fara eftir útivistarlöggjö- finni og það tókst vel, sagði Guð- rún að lokum. -GGÓ næsta sumar. Hér er þjálfari í sumar og fólk kemur með börnin allt frá 7 ára aldri, tvisvar í viku til að æfa frjálsar íþróttir og fót- bolta. U.í.A. hátíðin á Eiðum er mikill hvati. Þið stundið skógrækt hér? - Já, skógrækt og garðrækt hef- ur aukist hér undanfarin ár. Ár trésins varð mikil hvatning. Eftir það var gróðursett á flestum bæj- um hér í sveitinni. Fegrunar- nefnd. Ungmennafélagsins ferð- ast um og veitir verðlaun. Þetta fellur nú misjafnlega vel í kram- ið! Nú í vor gaf Skógrækt ríkisins Kvenfélaginu Öskju og Ung- mennafélagi Jökuldæla plöntur sem gróðursettar voru ofan við íþróttavöllinn á Skjöldólfsstöð- um. Við gróðursettum barrtré, reyni, birki, ösp og lerki, en þetta er líklega um 200 m yfir sjó og því talsvert snjóþungt þarna. Á Vað- brekku sem er hér ofar í dalnum í 320 metra hæð er skógrækt. Hvað er að frétta af starfsemi kvenfélagsins? - Það eru fengnir leiðbeinend- ur og haldin námskeið í ýmiss konar handavinnu, s.s. búta- saumi, leðurvinnu eða jóla- föndri. Á hverju sumri er haldið barnaball alveg eins og í gamla daga. Þá er kosin leikjanefnd og farið í leiki og íþróttir og blómin í fjallinu skoðuð og allir koma með Við urðum reið hér í Vopna- firði þegarforsætisráð- herra sagði að það væri allt í lagi þótt menn mótmæltu radarstöð á Langanesi. Vopnfirðingar vildu gjarnan slíka stöð hjá sér, því þá fengju þeirveg um Hellis- heiði yfirá Fljótsdalshérað. Á Hvanná á Jökuldal búa hjónin Guðbjörg Kolka og Jón Víðir Einarsson. Blaða- maður Þjóðviljans tók Guð- björgu tali og spurði hana frétta af mannlífi á Jökuldal. - Ungmennafélagið hér verður 60 ára nú í ágúst. Þá verður gefið út afmælisrit og vígður nýr íþróttasalur við skólann á Skjöld- ólfsstöðum, sagði Guðbjörg. Nýr íþróttavöllur verður tilbúinn Guðbjörg Kolka í blómagaröinum á Hvanná. „Ár trésins varð mikil hvatning. Eftir það var gróðursett á flestum bæjum hér í sveitinni". Ljósm. GGÖ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.