Þjóðviljinn - 23.08.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 23.08.1985, Qupperneq 5
Okurverð Gífurlegur verðmunur á unninni kjötvöru Búsýslan gerði verðsamanburð á unninni kjötvöru. Það munar207 krónum á kílóinu á lambasnitsel þarsem það er ódýrast og dýrast. Það munar244 krónum á kílóverði nautalunda. Kaupmenn kaupa kílóið afl. flokks dilkaskrokki á 172.69 krónur og stjörnuflokk af nauti á 211.03 krónur. Það munar 207 krónum á kíl- óinu á lambasnitsel þar sem það er dýrast og ódýr- ast. A kílóverðinu á nauta- lundum munar 244 krónum. Þetta kemur f ram á töf lunni hér fyrir neðan, en Búsýsl- an gerði verðsamanburð á unninni kjötvöru í nokkrum kjötverslunum. Áður en ég hringdi í búðirnar hafði ég samband við Búnaðarfé- lagið og Verðlagsstofnun til að fá einhverjar viðmiðunartölur. Þar var mér tjáð að slíkar tölur væru ekki til, þar sem verðlag var gefið algjörlega frjálst þann 1. mars 1984. Búnaðarfélagið hafði undir höndum heildsöluverð á heilum lamba- og nautaskrokkum, og látum við þær tölur fylgja sem einhvers konar viðmiðunartölur. Kílóið af 1. flokks dilkaskrokki er á 172.69 kr., 2. flokkur á 157.39 kr. og úrvalsflokkur á 180.03 kr. Kílóið af 1. flokks nautaskrokki er á 188.86 og hinn svo kallaði stjörnuflokkur er á 211.03 krón- ur. Samkvæmt þessum tölum kost- ar það hvorki meira né minna en 265.11 krónur að láta sneiða lær- isneiðarnar niður, 452.31 að út- búa lambasnitsel og svo mætti lengi telja en látum töfluna tala sínu máli. Einar Ólafsson hjá Búnaðarfé- laginu sagði að neysla lambakjöts hefði dregist mikið saman undan- farið og hefði færst yfir á nauta- og hænsnakjötið. „Við hjá Bún- aðarfélaginu erum ekki ánægðir með þessa þróun,“ sagði Einar að lokum. -sp Kjöthöllin Víðir Kjöt og fiskur Kjötbúðin Borg Kjötbær Kjötmiðstöðin J.L. Vörumarkaðurinn kg. lambasnitsel 570.00 625.00 495.00 — 564.00 418.00 548.00 485.00 kg. nautasnitsel 550.00 695.00 550.00 — 595.00 499.00 587.00 650.00 kg. kindalæri 298.00 299.00 290.00 321.50 294.00 299.00 312.90 307.50 kg. miðlæri - 399.00 410.00 — 424.00 327.00 — — kg kótilettur 310.00 275.00 281.00 272.00 271.00 265.00 264.00 283.25 kg. lærisneiðar 370.00 399.00 310.00 369.00 — 327.00 324.80 437.80 kg. grill pinnast. — stk. 98.00 stk. 75.00 — — stk. 80.00 450.00 400.00 kg. kjúklingakj. 286.00 259.00 287.00 248.00 276.00 258.00 262.50 268.00 kg. nautalundir 760.00 848.00 605.00 — 783.00 667.00 835.00 849.00 kg. svínabógur 310.00 275.00 270.00 — 318.00 295.00 310.00 310.00 kg. nautahakk 331.00 298.00 299.00 342.50 309.00 215.00 295.00 280.00 kg lambahakk 247.00 195.00 194.00 277.00 168.00 222.00 210.00

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.