Þjóðviljinn - 23.08.1985, Page 8
GLÆTAN
Hljómborðsleikarinn MickTalbot og Paul Weller, bassa-, gítarog hljóðgerflaleikari og aðalsöngvari S'tyle Council.
Róttækni undir
sléttu yfirborðinu
The Style Council er rúmlega
tveggja ára gamall dúett Bret-
anna Micks Taibot og Pauls Well-
er sem nú fyrir stuttu gáfu út sína
aðra breiðskífu: Our Favourite
Shop (sú fyrri heitir Café Bleu.)
Af plötualbúminu utanverðu að
dæma gæti maður haldið að hér
væri ort og sungið um gamla ung-
linga og sjöunda áratuginn, þar
sem þeir Style Council tvímenn-
ingar standa inni í verslun um
ýmislegt poppdót frá þeim tíma.
Oðru máli gegnir þegar kíkt er
inn í albúmið og á textana; hér er
á ferð hvatning til ungs fólks að
notfæra sér ár æskunnar, vera
virkt í samstarfi í ýmsum fé-
lögum, t.d. þeim sem reyna að
gera eitthvað fyrir atvinnulausa;
textarnir fjalla um eymdina, ó-
réttlætið og kynþáttahatrið sem
atvinnuleysi fylgir.
Að framansögðu gæti margur
haldið að The Style Council væru
öskrandi reiðir nýbylgjurokkar-
ar, jafnvel pönkarar...eða gamlir
hippar ennþá á Dylan-flippi, en
öðru er nú.nær. Þetta er hin ljúf-
asta danstónlist fyrir alla. aldurs-
hópa, einskonar poppdjassfönk'
með sveiflu, og ágætar melódíur.
Og þeir félagar hugsa um að
kaupandinn fái vel fyrir sinn
snúð, heil 14 lög eru á skífunni.
Paul Weller var, eins og marg-
ur veit, aðalsprauta hljómsveitar-
innar Jam og urðu margir aðdá-
endur þeirrar sveitar og breskir
blaðamenn ferlega fúlir út í hann
þegar hann ákvað að leggja Jam
„niður.
„Ég varð hræddur við hvað
Jam var orðin föst í sessi, við
hefðum getað haldið áfram 10 ár í
viðbót og orðið sífellt frægari.. -
sem sagt orðið eins og allir þessir
þekktu...Rolling Stones og Who,
sem eru búnir að vera lengur í
þessum bransa heldur en þeir
voru velkomnir“, sagði Paul
Weller í október 1982 þegar hann
sagði frá upplausn Jam. Og fyrstu
plötur Style Council fengu ekki
uppörvandi dóma: Hann hugsar
svo mikið um merkingu orðanna
og mikilvægi textans að hann hef-
ur gleymt að hugsa um hvað
hljómar vel og hvað ekki...ég
vildi að Paul hætti þessum pæl-
ingum og sleppti sínum sanna
krafti lausum.
Ekki tökum vér á Þjóðviljan-
um undir þessi fýlupokaorð hvað
My Favourite Shop snertir. Þeir
félagar eru ljómandi hljóðfæra-
leikarar og söngvarar og fá þar að
auki til liðs við sig vant fólk.
Platarrer-mjög létt og áheyrileg
en leynir mjög á sér-T. texta-
deildinni, eins og áður segir. Best
finnst mér vera lagið og textinn
Homebreakers sem segir frá
þriðja syni hjóna úti á landi serry
Stevie White trommar með Style Council og deilir með þeim skoðunum um tilgang tónlistarinnar: Það þarf meira en
músikina.
er að fara að heiman í atvinnuleit.
í>á er gott lagið sem hvetur fólk til
að verða Internationalist, al-
þjóðahyggjufólk, sem hugsar
mannúðlega á heimsvísu.
Þetta er sem sagt hin mesta
hugsjónaplata og unnin í svipuð-
um dúr og lagið Nelson Mandela
Special Aka að því leyti að mús-
ikin er mjög aðgengileg entext-
arnir róttækir og fást við líðandi
stundu: Dansmúsik með boð-
skap.
Vinsældalistar Þjóðviljans
Fellahellir (-) 1. Tarzan Boy- Baltimore (-) 2. Into the groove- Madonna (2) 3. Peeping Tom - Rockwell (1) 4. Animal instinct- Commondores (7) 5. All fall down - Five Star (-) 6. We don’tneedanotherhero- Tina Turn- er (-) 7. Stronger together- Shannon (5) 8. Dare me- Pointer Sisters (3) 9. Your are my heart you are my soul - Modern Talking (-) 10. Head over heals- Tears for fears Grammið (1) 1. Low life- New Order (2) 2. Kona- Bubbi Morthens (3) 3. Talking Heads - Little creatures (5) 4. Skemmtun - Meö nöktum (-) 5. Screaming, Jay Hawkins- I put a spell on you (7) 6. Nico + the Faction - Camera obscure (4) 7. Nick Cave and the bad seed- The first- born is dead (6) 8. Cult- Dream time (9) 9. How will the wolf survive - Los Lobos (-) 10. Pat Metheny Croup- First circle Rás 2 1. (3) Into the Groove - Madonna 2. (5) We Don’t Need Another Hero - Tina Turner 3. (1) Life is Life - Opus 4. (2) Money for Nothing - Dire Straits 5. (6) Tarzan Boy - Balti Mora 6. (7) Á rauðu Ijósi - Mannakorn 7. (10) Hitt lagið - Fásinna 8. (4) There Must Be an Angel - Eurythmics 9. (12) Endless Road - Time Bandits 10. (8) Keyleigh - Marillion
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. ágúst 1985