Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 15
Baksfða „Assins", stærsta íþrótta-
dagblaðs Spánar, var helguo nýja
„víkingnum" hjá Hercules.
IÞROTTIR
Pétur Pétursson
Héfcuies abte qsta noche et torneo de Cartágena
Petursson ya es
jugador blanquiazul
ti Hércufos abrlii esta oocho ei tarnootUi
Cartágsna jugando ctm e! eiquipo
dcpartomcntal cn el cstadlo dc El
Armarjat. Mðflána so crifrent»tá ái
Nh nctuftrá Pclutsíxftn porqitc marcha boy-
a Islcndis a rcctigpr 3 su tamilia pucsto
que ái'istarwJés ya es íugodnr bíáhpuíaiut.
PHatnii 28
En los campeonatos de Espana
de Cielismo en pista
EI aticantino José Tomás
Canté, medaltas de
oro v piata
„Besti útlendi framherjinn
sem Spánverjar geta fengið
segir Munoz landsliðsþjálfari Spánar um Skagamanninn
Pétur Pétursson hefur fengið mjög góðar um-
sagnir í spænskum blöðum eftir að hann fór þangað
til að leika með Hercules. Landsliðsþjálfari Spán-
verja segir að hann sé mikill fengur fyrir liðið og það
hafi komið mörgum á óvart að Hercules hafi tekist
að krækja í þennan eftirsótta leikmann sem hefur
skorað fjöldann allan af mörkum og leikið 25 lands-
leiki.
Miguel Munzo landsliðsþjálfari segir að Pétur sé
„besti útlendi framherjinn sem Spánverjar geta
fengið".
Pétur lék með Hercules gegn Alicante í síðustu
viku og skoraði tvö mörk í þeim leik. í umsögn um
leikinn er sagt að Pétur hafi hleypt lífi í sóknarleik
liðsins og alltaf verið þar sem hlutirnir vóru að ger-
ast. Pétur hafi sþilað hraðan og einfaldan fótbolta
og haft mjög góð áhrif á liðið.
aró/gg
England
Webb rekinn
David Webb, fyrrum varnar-
maður hjá Chelsca, varð í gær
fyrsti framkvæmdastjórinn í
ensku knattspyrnunni til að missa
stöðu sína á nýhöfnu keppnis-
tímabili. Lið hans, Torquay, hef-
ur tapað tveimur fyrstu leikjum
sínum og það var dropinn sem
fyllti mælinn eftir að félagið hafði
hafnað í neðsta sæti 4. deildar sl.
vetur. Webb verður þó áfram í
starfi hjá Torquay og sér um
fjármái félagsins.
-VS/Reuter
Svíar unnu
Svíar sigruðu Pólverja 1-0 í
vináttulandsleik í knattspyrnu
sem háður var í Malmö í fyrra-
kvöld. Það var Andreas Ravelli
sem skoraði sigurmarkið 16 mín-
útum fyrir leikslok.
-VS/Reuter
Bikarúrslitin
Stefnir í skemmti-
legan úrslitaleik
Fram-ÍBK á Laugardalsvellinum á sunnudag
Þeim bar saman um það, leikmönnum, þjálfur-
um og forráðamönnum Framara og Keflvíkinga, á
blaðamannafundi nú í vikunni að enginn vafi væri
á að úrslitaleikur félaganna í bikarkeppni KSÍ á
sunnudaginn yrði opinn, fjörugur og skemmti-
legur - og örugglega jafn og tvísýnn.
Það er óhætt að taka undir þessi orð þeirra.
Fram og Keflavík eru með tvö af skemmtilegustu
liðum 1. deildarinnar í dag og það má segja að þau
mætist á miðri leið. Framarar byrjuðu mjög vel í
sumar en lentu síðan í öldudal sem þeir hafa ekki
náð sér fyllilega uppúr. í liði Keflvíkinga hefur
hinsvegar verið mikil stígandi síðustu vikurnar og
þeir eru við það að blanda sér í baráttuna um
Islandsmeistaratitilinn.
Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvellinum
á sunnudaginn og hefst kl. 14. Skólahljómsveit
Árbæjar og Breiðholts leikur fyrir vallargesti við
inngönguhliðin og í leikhléi skemmta Jón Páll Sig-
marsson og félagar hans með nýstárlegum hætti.
Miðar eru seldir við verslunina Víði í Austurstræti
frá kl. 12-18 í dag og á Laugardalsvelli kl. 11-16 á
morgun og frá kl. 11 á sunnudag.
í blaðinu á morgun verður heil síða helguð bik-
arúrslitaleiknum í knattspyrnu 1985.
-VS
Holland
Cruyff
bannað að
þjálfa?
Knattspyrnuþjálfarafélag Hol-
lands hefur kvartað til knatt-
spyrnusambandsins þar í landi
yflr því að Johan Cruyff skuli
vera við þjálfun hjá meisturum
Ajax. Snillingurinn gamli hefur
ekki tilskilin þjálfararéttindi en
hann segist ekki þjálfa lið Ajax,
veiti aðeins ráðgjöf varðandi
leikaðferðir. Cruyff sagði nýlega
við fréttamenn að ef þessum ásök-
unum linnti ekki myndi hann
hætta störfum hjá Ajax.
-VS/Reuter
Knattspyrna
Stórsigur Anderlecht
Bikar - 1. fl.
Anderlecht vann stórsigur á
Liege, 4-1, í 3. umferð belgísku 1.
deUdarinnar í knattspyrnu í
fyrrakvöld, og situr sem fyrr í ef-
sta sæti. Liege var númer tvö fyrir
leikinn. Anderlecht og Beerschot
hafa 5 stig hvort en Antwerpen og
Beveren koma næst með 4 stig.
Feyenoord og Den Bosch eru
efst í hollensku 1. deildinni eftir
aðra umferðina sem leikin var í
fyrrakvöld. Feyenoord vann
Heracles 5-1 heima og Den
Bosch vann óvæntan sigur á PSV
Eindhoven, 2-0. Hvort lið hefur 4
stig. Ajax hefur reyndar ekki
heldur tapað stigi en lék ekki í
fyrrakvöld. -VS/Reuter
Rummenigge
fær ekki frí
ítalska liðið Inter Miiano hefur
neitað að leyfa Kari-Heinz Rummen-
igge að leika vináttulandsieik með
Vestur-Þjóðverjum gegn Sovét-
mönnum í næstu viku. Talsmenn Int-
er segjast þurfa á honum að halda í
bikarieik gcgn Cesena. Verona á að
leika í bikarnum sama kvöld en ekkert
hefur heyrst um hvort liðið gefi Hans-
Peter Briegel lausan í landsleikinn.
-VS/Reuter
Karl-Heinz Rummenigge fær ekki að
leika með Vestur-Þjóðverjum gegn
Sovétmönnum.
Valur
Valsmenn urðu í gær bikar-
meistarar í 1. flokki karla, unnu
Kr-inga á Valsvelii 2-1.
Sigurður Helgason skoraði
Reykjavíkurfélögin KR og Val-
ur halda á morgun, laugardag,
hátíðiegan KR-dag og Vals-dag.
Á félagssvæðum þeirra verður
vann
fyrir KR í fyrri hálfleik, en Vals-
menn urðu sér úti um bikarinn í
seinni hálfleik með mörkum
Magnúsar Péturssonar og Kri-
stins Bjömssonar.
mikið um að vera síðdegis á
morgun, fjörið byrjar á KR-
veUinum kl. 13.30 en á Valsvellin-
um kl. 14.
Laugardagur
KR-dagur - Vals-dagur
Föstudagur 23. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15