Þjóðviljinn - 08.09.1985, Side 13
ríður, „hann var t.d. mjög góður
hjá Svíunum".
„En mér fannst,“ segir Guðný
Björk, „varðandi sýninguna í
heild, að Svíarnir og Finnarnir,
sérstaklega Finnarnir, væru með
metnaðarfyllstu verkin. Sérstak-
lega fannst mér sýningin sem
finnskir leiklistarnemendur voru
með á Beðið eftir Godot, vera
góð. Sú sýning fannst mér hrein-
lega vera toppurinn á þessari há-
tíð, frábær sýning".
„Kannski hefur þetta fólk ver-
ið betur undirbúið en við fslend-
ingar sem fórum á þessa hátíð,“
segir Guðný Björk. „Sjálfsagt
hefur það verið aðstoðað meira
og betur við undirbúning sinn
heldur en hjá okkur. Við erum
síst að lasta það sem fyrir okkur
var gert. Öðru nær. Við erum
mjög þakklát þeim aðilum sem
gerðu okkur það kleift að fara í
þessa ferð. Það sem vantar hins
vegar hér á íslandi er að lista-
menn geti leitað til einhvers aðila
sem sæi um undirbúning og fram-
kvæmdahlið sýninga. Eins og
þetta er núna, og kom kannski
fram á þessari hátíð, þá stjórnast
allt af happa og glappa aðferð-
inni. Allt er svo tilviljanakennt
varðandi alla skipulagningu. Við
stöndum í öllu þessu sjálf. “
Skari gerður
að stjörnu
„Það má nefna það sem dæmi
um þessi mál,“ segir Guðný, „að
það var japanskur kennari í
skólanum síðasta vetur, sem
sagðist aldrei hafa kynnst því
áður að þurfa að gera allt í sam-
bandi við sýningu sína, hann býr í
Berlín og er vanur því að þurfa
ekki að standa í því að senda til-
kynningar til fjölmiðla, setja frí-
merki á bréf, borga leigu á sal
o.þ.h. Þetta þykir hins vegar
sjálfsagður hlutur hér heima“.
Aðspurð um það hvemig þeim
hefði verið tekið í fjölmiðlum þar
úti sögðust þau hafa dálítið óljósa
hugmynd um það enn sem komið
væri. „Það var gerð kvikmynd um
þessa hátíð og það má búast við
að hún verði sýnd hér heima í
vetur,“ sagði Sara. „Nú, svo var
Skari gerður að stjörnu um leið
og hann mætti á svæðið. Sjálfs-
mynd hans var yfirleitt birt í blöð-
um þegar verið var að kynna há-
tíðina. Svo tók sænska sjónvarpið
viðtal við hann. Annars vorum
við yfirleitt ógurlega feimin. Á
blaðamannafundinum í upphafi
hátíðarinnar gengum við næstum
því með veggjum, við í einu horn-
inu og Grænlendingarnir í hinu.
Jæja, en svona í alvöru, þá vorum
við ósköp tómlát fyrir því að
koma okkur á framfæri, yfirleitt
þurfti að leita okkur uppi“.
„Og við héngum auðvitað ekk-
ert á sýningunni allan tímann,"
segir Guðný Björk. „Við gáfum
okkur ofurlítinn tíma til að skoða
skemmtanalífið". „Já, dans-
mennt Svíanna var t.d. dálítið
sérstök," segir Kristbergur. „Á
diskótekum dönsuðu Svíarnir
t.d. allir í takt, allir á dansgólfinu
voru í sama takti. Þegar við ís-
lendingarnir réðumst inn á gólfið
í okkar óskipulagða bægslagangi
stoppaði plötusnúðurinn músik-
ina og skipaði okkur að hafa okk-
ur hæg. Dansa skipulega takk.“
En hvað tekur svo við hjá þess-
um nýútskrifuðu nemendum?
„Það er nú mismunandi. Skari
fer í kvikmyndaskóla í London,
National Film & Television Scho-
ol, Georg Guðni fer til Maasticht
í Ffollandi, í Jan Van Eyck Aka-
demie. Svanborg fer e.t.v. í þann
sama skóla. Sara fer til Oslo, í
Statens Kunst Akademie, Krist-
bergur fer til Amsterdam, í Aka-
demie van Beeldende Kunsten.
Anna Sigríður, Ásgerður, Leifur
og Guðný Björk fara hins vegar í
brauðstritið hér heima. Sú síð-
astnefnda er reyndar á kafi í leik-
myndagerð fyrir Alþýðuleikhús-
ið og Nemendaleikhúsið. Öll
auglýsa þau hér með eftir stórri
og rúmgóðri vinnuaðstöðu.
Frá Norræna
félaginu í Kópavogi
Aðalfundur Norræna félagsins í Kópavogi verður
haldinn í Þinghól þriðjudagskvöldið 10. septemberog
hefst klukkan 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Frá
Tónlistarskóla
Kópavogs
Innritunferfram 10.-14. september, að báðum dögum
meðtöldum kl. 9-12 og 16-18. Innritað verður á sama
tíma í forskóladeildir. Nemendur eru beðnir að láta
stundaskrárfylgja umsóknum. Athygli skal vakin á því
að meðal annars verður kennt á óbó, horn, básúnu og
kontrabassa. Ekki verður tekið á móti umsóknum í
gegnum síma. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans
Hamraborg 11 annarri hæð.
Skólastjóri
Framandi menning
í framandi landi
• Ert þú fædd/ur 1968 eða 1969?
• Viltu auka þekkingu þína á umheiminum?
• Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóða?
• Viltu búa eitt ár í framandi landi?
• Viltu verða skiptinemi?
Umsóknarfrestur er til 9. okt. Opið daglega milli kl. 14 og 17.
Ef svarið er já, hafðu samband við:
élffS á íslandi
Hverfisgötu 39, P.O. Box 753 - 121 Reykjavík.
Sími 25450.
Rannsóknastyrkur
Menntastofnun íslands og Bandaríkjanna (Fulbright-
stofnunin) vill bjóða íslenskum fræðimanni styrk til að
stunda rannsóknir í Bandaríkjunum í 2-3 mánuði á
námsárinu 1986-1987. Umsóknir ásamt staðfestingu
á rannsóknastöðu við mennta- eða rannsóknastofnun
í Bandaríkjunum skulu berast stofnuninni fyrir 22. nóv-
ember n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu
stofnunarinnar, Garðastræti 16, sem eropin kl. 13-17,
sími 10860.
Citroén Axel árgerð '86 kostar nú
aðeins 285.000,- kr. Það er afar
hagstættverðfyrirjafn góðan bíl.
Frá því að Axel var kynntur í
sumar hefur jafnt og þétt komið
í Ijós hvílíkur kostagripur hann er.
Framhjóladrifið skilar honum yfir
erfiða hjalla og sjálfstæð fjöðrun
á öllum hjólum skapar þægindi í
G/obuse SÍMI81555
akstri. Axel er sterkbyggður og
öruggur fararskjóti í umferðinni,
sætin eru sérstaklega þægileg og
útsýni úr bílnum er gott.
Pú gerir varla betri bílakaup.
285.000,- kr. fyrir ósvikinn
Citroén - ryðvarinn, skráðan
og með fullan bensíntank.
Einnig er mögulegtaðfá 35%
afkaupverði lánað í allt að
átta mánuði.
langstærsta bifreiðastöð borgarinnar
með flesta 7 farþega bíla
Fljót og góð afgreiðsla. Stæði um allan b