Þjóðviljinn - 08.09.1985, Side 16

Þjóðviljinn - 08.09.1985, Side 16
LEHDARAOPNA Hvert stefnir í málefnum Samningar Verkakvennafélagsins Framsóknar: 17. flokkur A (Fiskvinna og almenn skreiöar- vinna): Fyrstaáriö: dv. 90.75 kr.Vika: 3630.00 kr. Eftir 15 ár: dv. 101.79 kr.Vika: 4071.60 kr. 18. flokkur A (Aðgerðarvinna, spyrðing og upphenging skreiðar, vinna við saltfisk og saltsíld): Fyrsta árið: dv. 90.76 kr.Vika: 3630.40 kr. Eftir 15 ár: dv. 104.23 kr.Vika: 4169.20 kr. fiskverkunarfólks? Fólk og forysta áhugalaus Jón Kjartansson formaður verkalýðsfélagsins íVestmannaeyjum: Allt gert til að grafa undan fiskvinnslunni Fiskverkunarfólk, kjör þess og aðbúnaður hef- urlöngumveriðtilum- ræðu meðal stjórnmála- manna, verkalýðsleið- toga, atvinnurekendaog almennings. Gera má ráð fyrir að flestir viti að kjör fiskverkunarfólks eru bágborin, sumir segja niðurlægjandi og engumsæmandi. En þeir eru líka til sem segja að þessu sé öfugt farið. Hvað sem allri umræðu líður, kröfugerð verka- lýðshreyfingarinnar fyrir hönd þessa fólks og samningsgerð; fiskverk- unarfólk er reitt og óá- nægt með kjörin sín. Hvereru kjörfiskverkun- arfólks? Hefurfiskverk- unarfólk mannréttindi á við aðra þegna þessa lands eða eru þetta ann- ars eða þriðjaflokks þegnar? Er þetta fólk reiðubúið að rísa upp gegn þeim sem beita það rangindum? Jón 'Kjartansson: Fiskverkunarfólk verður að berjast fyrir hærri launum og mannréttindum. Það liggur fyrir að fiskvinnslu- fólk flýr þessa atvinnugrein hver sem betur getur einfald- lega vegna þess að launin eru allt of lág fyrir þessa erfiðu vinnu og að auki er atvinnu- ástand og aðbúnaðurfyrir neðan allar hellur, sagði Jón Kjartansson formaður Verka- lýðsfélagsins í Vestmannaeyjum í samtali við Þjóðviljann. „Það er forvitnileg staðreynd, að þjónustugreinarnar sem lifa á gjaldeyrinum sem fiskurinn skapar geta borgað miklu hærri laun en fiskvinnslan. Þetta er fár- ánlegt fyrirkomulag og á rætur sínar að rekja til þess að þjón- ustugeirinn í VSI ræður þar lögum og lofum, en atvinnurek- endur í undirstöðuatvinnuvegun- um mega sín nánast einskis. Fisk- verkendur sjá auðvitað og skilja að laun fiskverkunarfólks eru allt of lág og gera sér flestir grein fyrir afleiðingum þessarar launastefnu en VSÍ heldur bara öllum hækk- unum niðri. Fiskverkendur hafa ekki bolmagn til að brjótast út úr því. Einn fiskverkenda sagði eitt sinn við mig að þeir hafi fallið í þá gryfju að borga þessu fólki allt of lág laun og það talar sínu máli.“ Þú segir að fískverkendur séu sumir hverjir farnir að gera sér grein fyrir afleiðingum láglauna- stefnunnar. Hverjar eru þær í stuttu máli? „Afleiðingar þess að þjálfað fólk flýr atvinnugreinina eru þær að frystihúsin eiga mun minni möguleika á að fá sem mest verð- mæti fyrir aflann. Stjórnun fisk- veiða er með þeim hætti að afla er mokað á land án nokkurs tillits til afkastagetu vinnslunnar og þá er aflinn unninn í ódýrar og stund- um ódýrustu pakkningar. Þar með fæst ekki nema brot af því verði sem hægt er að fá fyrir vöru sem unnin er á hagkvæmasta hátt með þjálfuðu fólki á mannsæm- andi launum. Siglingar með afla færast einnig í aukana og allt mið- ar þetta að því að grafa undan greininni.“ Mönnum hefur verið ljóst um langan tíma að fiskverkunarfólk hefur allt of lág laun, en þetta virðist ekkert vera að breytast. Hversvegna? „Þetta fólk hefur lent utan- garðs af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi er allt skipulag verka- lýðshreyfingarinnar úrelt og það má vera að innan hennar sé leiðtogakreppa. Ég held að það sé svo í mörgum tilvikum að leið- togar þessa fólks eru hættir að skilja hvað um er að ræða. Hins vegar er fólkið sjálft gjörsamlega áhugalaust. Það man ekki stétta- , baráttu fyrri tíma og margir halda að það sem þegar er í höfn hafi komið af sjálfu sér fýrir góðvild atvinnurekenda. Því er innprent- að að verkalýðsbarátta sé af hinu vonda. Þessu þarf að snúa við.“ Hvernig? „Ég tel að fiskverkunarfólk þurfi að bindast sérstökum sam- tökum til að koma sínum málum til leiðar. Það verður kannski erf- itt því auðvitað vill forystan engar breytingar og það má ekki hrófla við smápungakerfinu þar. En einhvern veginn verður að lyfta þessu fólki upp og gera því grein fyrir að það er að vinna mikilvæg störf. Það verður að berjast fyrir hærri launum óg mannréttindum á borð við aðra.“ gg Hlífðarfatnaður „Atvinnurekendur skulu greiða verkafólki í fisk- vinnu kr. 88.80 á viku, miðað við fulla dag- vinnu, vegna hlífðarfatakostnaðar og hlutfalls- lega sé um skemmri dagvinnutíma að ræða.“ LEIÐARI Bónusverkfall á mánudag Meðal fiskverkafólks hefur um langt skeið verið mikil óánægja með launakjör, ekki síst bónusálag. Allt frá því í vor hafa verið viðræður í gangi um bættan bónus, en hvorki gengið né rekið, atvinnurekendur hafa þráast við og ætla greinilega ekki að hækka laun við fólkið sem heldur uppi fiskvinnslunni, og þar með þjóðar- búinu. Svona getur þetta auðvitað ekki gengið lengur, og til að leggja áherslu á kröfur sínar um bættan bónus, þá mun fiskverkafólk á mörgum stöðum vítt um landið fara í bónusverkfall strax á mánudaginn. Það er mála sannast, að í dag er útreikningur- inn á bónusnum svo flókinn, að þess eru dæmi að í heilum plássum sé ekki nokkur maður sem geti skýrt út fyrir fólki, hvernig hann er reiknaður út. Þess vegna er ein meginkrafan af hálfu þeirra sem standa í bónussamningunum sú, að bónuskerfið verði gert miklu einfaldara. Þess utan hefur verið sett fram höfuðkrafa um 30 króna bónusálag fyrir hverja vinnustund, auk annarra smærri krafna. Atvinnurekendur nota gjarnan það bragð til að draga úr samstöðu með fiskverkafólki, að bónusinn sé þegar svo mikill, að fólkið sem hans nýtur sé í rauninni með alveg nógu hátt kaup. Þeir dreifa því, að um allt land og í öllum frystihúsum séu „bónusdrottningar” sem hafi laun á við meðal aflakóng. Þetta er alrangt. Auðvitað má segja, að í aflahrotum, þegar unn- ið er heilar og hálfar nætur og stundum helgar líka, þá hafi fólk sæmileg heildarlaun. En bak við þau er þá gífurleg vinna, fólk er gersamlega úrvinda og eftir sig eftir þvílíkar lotur. Staðreyndin er sú, að það er vafamál hvort eigi að viðhalda bónuskerfinu. Það hefur sýnt sig í vísindalega unnum könnunum, að bónus- inn veldur gífurlegu sliti á fólki, einkum og sér í lagi konunum, sem bera hitann og þungann af bónusvinnunni. Sannað er, að á einu ári þurfa yfir 70 af hundraði kvenna sem vinna í bónus í fiski, að leita læknisráða sökum slitmeina, sem rekja má beint til bónusþrældómsins. Þess- vegna hlýtur að vera spurning, hvort ekki eigi hreinlega að ýta bónuskerfinu út í hafsauga. Sú spurning verður enn áleitnari, þegar haft er í huga, að bónusinn verður sífellt minna hlut- fall af laununum. Fólk er einfaldlega að keppast við í stöðugum þrældómi, án þess að uppskera í nokkru samræmi við framlag. Þess vegna eru nú settar fram kröfur um bónusálag, og það er vert að undirstrika, að fiskverkafólk er upp til hópa friðsemdarfólk. Það er seinþreytt til vand- ræða og grípur ekki til aðgerða nema í nauðir sé rekið. Það fólk sem nú íhugar að taka slaginn gegn atvinnurekendum er langreitt og lang- þreytt á framkomu atvinnurekenda. Menn skulu ekki gleyma að fiskvinnslan á nú þegar í erfiðleikum vegna þess að vant fólk hefurflúið unnvörpum úrgreininni sökum hrika- legra kjara. Sumarfólk úr skólum bjargaði sumr- inu í frystihúsunum, en á allra næstu dögum mun það hverfa til náms á nýjan leik. Þrátt fyrir aðstoð þess vantaði eigi að síður milli eitt og tvö þúsund manns í húsin í sumar. Hver verður þá staða fiskvinnslunnar, ef enn á að hrekja vant fólk í stórhópum úr greininni með því að skirrast við að borga því réttlát laun? Við slíkar aðstæð- ur er auðvitað ekki nema eitt svar, og það svar munu atvinnurekendur víðs vegar um landið fá á næstu dögum. í öllum átökum við atvinnurekendur er það samstaðan sem gildir. Án hennar næst ekki árangur. Það er lífsnauðsyn að fiskverkafólk sem hyggst grípa til aðgerða fái stuðning ann- arra. Einungis samstaða allra sem vilja bætt kjör í landinu getur skilað árangri. -ÖS 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.