Þjóðviljinn - 13.09.1985, Page 1
GLÆTAN
HEIMURINN
UM HELGINA
S-Þing.
„Aldeilis
hreint
há-
bölvað“
Skárri tíð síðustu
daga. Sumirhafa
hent heyi
„Tíðarfarið hér í sumar hefur
verið aldeilis hreint hábölvað,
rignt blátt áfram vikum saman.
Fyrir tveimur - þremur dögum
skipti loksins um og nú er kominn
sunnan þurrkur.“ Þannig fórust
Þorgrími Starra bónda í Garði i
Mývatnssveit orð, er blaðið hafði
tal af honum í gær.
„Þó hefur heyskapartíöin verið
illskárri hér í Mývatnssveitinni eri
í dölunum,“ sagði Starri. „Ég veit
ekki betur en að í Aðaldal og
kannski víðar, hafi menn blátt
áfram orðið að henda heyi í tals-
verðum mæli, það var bara orðiö
ónýtt. Og auðvitað er það meira
og minna lélegt fóður, sem þó
næst upp nú. Menn eru nú að
reyna að ljúka heyskap en það
verður úrtakasamt því göngur og
sláturtíð eru á næsta leiti.
Þrátt fyrir þessar hremmingar
er ég ekki viss um að bústofns-
fækkun verði mikil þegar á
heildina er litið, því fyrningar frá
fyrra ári eru víða talsvert miklar.
Hinsvegar heltast alltaf einhverj-
ir bændur úr lestinni og er það
ekki líka stefnan hjá háyfirvöld-
unum?
Þeir dilkar, sem ég hef séð,
sýnist mér vera lélegir og kemur
þar eflaust til úrfellið og kuldinn.
En jörðin lítur allsekki illa út. Þú
mátt svo bæta því við, að bændur
hér binda miklar vonir viið
samtök sauðfjárbænda."
- mhg.
Þingflokkur Ah.
Tillaga um afnám kvóta
Skúli Alexandersson: Efnúverandi kvótakerfi verður ekkiafnumið má búast við algjöru hruni
í íslenskum sjávarútvegi. Heildarkvóta verði ekki skipt á milli einstakra skipa
Skúli Alexandersson lagði í gær
fram tillögu um það á þing-
flokksfundi Alþýðubandalagsins
að kvótakerfið yrði afnumið 1.
október nk. Skúli lagði fram til-
lögur í fjölmörgum liðum um
stjórnun fiskveiða á þessu ári og
því næsta og eru þær nú í athugun
hjá þingflokknum.
„Það er ljóst að grípa þarf til
aðgerða strax til að varna því að
núverandi kvótakerfi leiði til al-
gers hruns í sjávarútveginum.
Þessar tillögur eru enn á umræð-
ugrundvelli en hafa fengið nokk-
uð jákvæðar undirtektir," sagði
Skúli í stuttu samtali við blaðið að
loknum fundi í þingflokknum. í
gær.
I tillögum sínum segir Skúli að
afnema þurfi aflakvótakerfið 1.
október nk. Hann vill að sá
mannskapur sem nú hefur eftirlit
með aflamagni verði notaður til
að hafa eftirlit á meðferð afla.
Bátar hafi ekki veiðarfæri í sjó frá
föstudagsmorgni til laugardags-
kvölds. Þorskveiðitúrar togara
verði ekki lengri en 6 sólarhring-
ar. Löndunarfrí togara verði
lengd og að veiðar verði ekki
stundaðarfrá 19. desember til 31.
sama mánaðar.
Ennfremur leggur Skúli til að á
árinu 1986 verði heildarkvóta í
engu skipt á milli einstakra skipa,
en ákvörðun um leyfilegt heildar-
aflamagn verði tekin á svipaðan
hátt og verið hefur undanfarin ár.
í stað þess að skammta hverju
skipi kvóta verði dregið úr sókn
með reglum um veiðistöðvanir á
ákveðnum árstímum og í kring-
um helgidaga.
-gg-
Grímur Sæmundsen fyrirliði Vals fagnar fslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu, með brotið nef en bros á vör. A innfelldu myndinni
lyftir hann fslandsbikarnum eftirsótta. Myndir: E.OI.
Sjá bls. 15
Ljóðlist
Hátíðin,
gengur vel
Fjölmennt í Norræna
húsið
Norræna ljóðlistarhátíðin hef-
ur gengið mjög vel og verið fjöl-
sótt.
Skáldin hafa lesið ljóð sín á
frummálinu og mætir menn lesið
ljóð margra þeirra í þýðingum. Á
ljóðakvöldunum hefur líka
troðið upp einn íslenskur ein-
leikari, en á daginn hefur verið
rætt um ljóðlist á tækniöld, ís-
lenska nútímaljóðlist og erlendar
þýðingar hennar kynntar og rætt
hefur verið um ljóðlist á Norður-
löndum.
í kvöld er síðasta ljóðakvöldið,
sem erlendu gestirnir taka þátt f
og hefst það klukkan 20.30. Þá
lesa ljóð sín Lars Forell, Uffe
Harder, Lars Huldén, Matthías
Johannessen, Mimmo Morina og
James Tate. Ásdís Valdimars-
dóttir lágfiðluleikari sér um tón-
listarhlið mála í kvöld. - pv.
Fjárlagagatið
Beðið eftir stjóminni
Matthías Bjarnason: Tek ákvörðun um að sitja eða segja afmérþegar égsé hvernig málfara.
Ólafur G. Einarsson: Ríkisstjórnin íheild verðurað takaámálinu
ingflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins tók enga efnislega afstöðu
til deilna ráðherra um fjárlaga-
gatið í gær og sagði Olafur G.
Einarsson formaður þingflokks-
ins að menn teldu ekki tímabært
að fjalla um einstaka efnisþætti
fyrr en ríkisstjórnin hefði komið
sér saman um endanlegar til-
lögur. Ríkisstjórnarfundur verð-
ur haldinn í dag kl. 16 en þing-
flokkur Framsóknarmanna kem-
ur saman árdegis.
„Það var engar niðurstöður þar
að hafa,“ sagði Matthías Bjarna-
son, heilbrigðis- og samgöngu-
ráðherra eftir þingflokksfundinn.
„Málið er í höndum ríkisstjórnar-
innar og til umfjöllunar hjá ráð-
herrum.“
Hann kvaðst ekki vita hvort
dregið yrði úr fyrirhuguðum nið-
urskurði á verklegum fram-
kvæmdum. „Nei, ég er ekkert
vongóður og ekkert bjartsýnn",
sagði hann. „Ég er ákaflega
ósáttur við þetta allt saman, enda
þótt ég sé ekki að kenna neinum
sérstökum um. Því er ekki að
leyna að það er erfið staða í ríkis-
fjármálum öllum og hefur verið í
nokkur ár og farið versnandi.“
- Má skilja þau orð þín i Morg-
unblaðinu að ekki komi til greina
meðan þú sitjir í embœtti að skera
vegamálin niður við trog, þannig,
að þú munir segja af þér verði sú
niðurstaðan?
„Það er ákvörðun sem ég tek
þegar ég sé hvernig mál fara. Þau
má þó ekki skilja þannig og
reyndar á hvorugan veginn,"
sagði Matthías.
Olafur G. Einarsson lagði
áherslu á að ríkisstjórnin hefði
sett sér ákveðinn ramma m.a. um
erlendar lántökur, jafnvægi í
tekjum og gjöldum ríkisins og
væri með ákveðið prógramm í
skattamálum. „Það þýðir að fjár-
málaráðherra getur ekki orðið
við óskum allra fagráðherra um
fjárveitingar," sagði hann, „sem
þýðir aftur að nkisstjórnin í heild
verður að taka á málinu“.
-ÁI
Sönglist
Imelda syngur
fyrir Marcos
Manila — Imelda, eiginkona Ferdinands Marcosar forseta Filippseyja,
heiðraði mann sinn á 68 ára afmæli hans í fyrradag með því að semja og
flytja honum þakkarsöng. í fréttatilkynningu frá forsetahöllinni segir
að í söngnum hafi Imelda lýst „þeim árangri sem stjórn Marcosar hefur
náð í að efla réttlæti, frelsi og lýðræði sem stuðli að velferð hins
óbreytta filippseyings“. Sagt er að forsetinn og frú hans skiptist iðulega
á söngvum og ljóðum, einkum þegar þau eiga afmæli.