Þjóðviljinn - 13.09.1985, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 13.09.1985, Qupperneq 15
ÍÞRÓTTIR íslandsmeistarar Heima á Hlíöarenda! Valur íslandsmeistari á eigin heimavelli, fyrst Reykjavíkurliða. Sigurgegn KR, 1-0, tryggðititilinn. Guðmundur skoraði eftir undramarkvörslu Stefáns. Hörkuspennandi í lokin undir þungri KR-sókn Heima á Hlíðarenda tóku Vals- menn við íslandsbikarnum laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi - og urðu þar með fyrsta Reykja- víkurliðið til að hampa honum á eigin heimavelli. Með 1-0 sigri þeirra á KR er spennandi keppni til lykta leidd, þetta var fyrsti leikurinn í síðustu umferð ein- hvers mest spennandi og skemmtilega íslandsmóts um ára- raðir. En auðvelt var það ekki, þeir rauðklæddu máttu hafa fyrir þessum sigri og enginn Valsari á svæðinu leyfði sér að fagna fyrr en lokaflautið gall. Þó KR-ingar væru án tveggja lykilmanna sinna og sá þriðji stigi ekki í báða fætur jafnheila þá veittu þeir Vals- mönnum harðvítuga keppni, og undir lokin sóttu þeir það stíft að Valshjörtun voru við það að missa úr slag. Og strax á þriðju mínútu mun- aði engu að taugaóstyrk meistar- aefnin brytu eigið fjöregg. Magni Pétursson átti þá óskiljanlega sendingu að eigin marki, boltinn fór í þverslána og út! Fyrsti hálfleikur var hnífjafn en frekar lítið fyrir augað og liðin sköpuðu sér varla umtalsvert marktækifæri. Nema þegar Valur náði fallegri sókn á 20. mínútu. Heimir Karlsson átti skemmti- lega hælsendingu á Hilmar Harð- arson, hann sendi fallega inná markteig þar sem Guðmundur Þorbjörnsson skallaði í opnu færi, en beint í Stefán Jóhannsson markvörð. Taugaslappleiki Vals- manna var gífurlegur, þeir áttu í vandræðum með einföldustu hluti og náðu sjaldan að byggja upp markvissar sóknir. Guð- mundur og Heimir voru þó virkir og duglegir frammi en ekkert gekk. En mínútu fyrir hlé kom mark- ið. Og það var við hæfi að Guð- mundur sæi um það, maðurinn sem þarna varð Islandsmeistari með Val í fjórða sinn ásamt Grími Sæmundsen. Hann skallaði úr dauðafæri, Stefán varði á ótrú- legan hátt en lá bjargarlaus þegar Guðmundur fékk boltann aftur við marklínuna og gat ekki annað en skorað, 1-0. Strax í byrjun seinni hálfleiks var greinilegt að markið hafði haft góð áhrif á Valsmenn. Þeir höfðu aftur fengið trú á sjálfa sig og strax á 47. mínútu hirti Guð- mundur boltann af varnarmanni KR útvið hliðarlínu, lék að enda- mörkum og sendi á Heimi sem skaut framhjá af markteig. Og á 67. mínútu var Heimir aftur í færi eftir sendingu Guðmundar, sem nú skallaði til hans eftir horn, en nú fór boltinn hátt yfir. KR sóttu þó öllu meira í hálf- leiknum en gekk illa að skapa sér færi þrátt fyrir talsverða pressu á köflum. Valsmenn voru mun beittari - á 72. mín. tók Þorgrím- ur Þráinsson mikla rispu upp hægri kantinn og sendi á Val Valsson, sem skaut af vítateig en í stöngina og út. Og tveimur mín- útum síðar æddi Þorgrímur sjálf- ur uppað teignum en skaut hár- fínt framhjá. Hilmar Harðarson var í góðu færi á 83. mínútu en skaut í varnarmann og í horn. Síðustu fimm mínúturnar voru Guðmundur Þorbjörnsson skorar markið sem tryggði Val islandsmeistar- atitilinn. Stefán Jóhannsson markvörður er bjargarlaus, en á innfelldu mynd- inni sést hvernig hann ver skalla Guðmundar stórkostlega andartökum áður. Myndir: E.ÓI. óheyrilega langar fyrir stuðnings- menn Vals. KR pressaði stans- laust, boltinn dansaði um í víta- teig Vals hvað eftir annað en sterk vörnin stóð fyrir sínu, sem og Stefán Arnarson markvörður. Og þegar Sveinn Sveinsson flautaði til leiksloka var stríðsdansinn stiginn. Það veðjuðu margir á Val sem meistara í vor en flestir voru orðnir vondaufir þegar mótið var hálfnað. En hægt og sígandi unnu þeir á, nýttu sín tækifæri til fullnustu þegar fyrst Fram, síðan ÍA og svo aftur Fram klúðruðu sínum og fyrir vikið standa þeir í dag uppi sem íslandsmeistarar 1985. Heilsteypt lið sem hefur Valur-KR 1-0 (1-0) ★ ★★ Mark Vals: Guðmundur Þorbjörnsson 44. mín. Stjörnur Vals: Guðmundur Þorbjörnsson ** Guðni Bergsson * Heimir Karlsson * Stefán Arnarson * Sævar Jónsson • Þorgrímur Þráinsson * Stjörnur KR: Ágúst Már Jónsson * Björn Rafnsson * Hálfdán Örlygsson * Jósteinn Einarsson * Stefán Jóhannsson * Dómari Sveinn Sveinsson ** Áhorfendur 2000 styrkst með hverjum leik. Vörnin sú sterkasta í deildinni og fékk aðeins 12 mörk á sig í sumar, þar af einungis tvö á Hlíðarenda. Sæ- var og Guðni besta miðvarðapar landsins og sjálfsagðir í lands- leikinn við Spán og Þorgrímur og Grímur traustir bakverðir. A miðjunni hefur hinn ungi Ingvar Guðmundsson sprottið upp sem einn okkar betri miðvallarspilara og það var dýrmætt fyrir liðið að fá Heimi um mitt sumar. Hann og Guðmundur hafa náð vel saman undanfarið og Guðmundur hefur verið hreint óstöðvandi í síðustu leikjum. KR-ingar stóðu sig með sóma í gærkvöldi. Þeir veittu Val harða keppni þótt þeir hefðu að engu að stefna og geta verið sáttir við sína frammistöðu í sumar. Gordon Lee hefur gert góða hluti og er greinilega á réttri leið með liðið. „Ross hélt í okkur trúnni“ „Þetta var erfitt hjá okkur framanaf sumri,“ sagði Grímur Sæmundsen fyrirliði Vals, nef- brotinn eftir átökin en í besta skapi. „Við fundum ekki taktinn lengi vel en eftir 1-0 sigurinn á ÍBK fóru þjólin að snúast. Þarna lék okkar frábæri þjálfari, Ian Ross, stórt hlutverk. Hann við- hélt trú okkar á að við gætum orðið meistarar, hann hefur þessa langtímasýn sem svo marga skortir og spyr að leikslokum. Þegar Framarar gáfu eftir vissum við að röðin var komin að okkur. Þetta var erfitt í kvöld, við vorum óstyrkir í fyrri hálfleik, en eftir markið var tilfinningin allt önnur,“ sagði Grímur. „Síðasti titillinn minn? Best að hafa sem fæst orð um það, ég sagðist nú vera hættur í fyrra!“ „Aldrei smeykur“ ,JÉg var aldrei smeykur, ég vissi að við myndum ná að skora og sigra,“ sagði Heimir Karlsson sem þarna varð íslandsmeistari í þriðja skiptið á fimm árum. „Þetta er búið að vera skemmti- legt sumar, góður hópur og það var erfitt að koma inní hann til að byrja með. En ég hef sjaldan kynnst jafn góðum og jákvæðum anda og ríkir í Valsliðinu,“ sagði Heimir. „Sýndu karakter“ Rólegastur allra í öllum fögn- uðinum var Ian Ross, þjálfari Vals. Eins og Guðmundur Þor- bjömsson áréttaði við ljós- myndarana: „Þetta þarna er þjálfarinn, hann er svolítið hlé- drægur!“ Og Ross sagði eftir leikinn: „Þetta var erfiður leikur og mínir menn voru of óstyrkir lengi vel. En ég var aldrei í vafa um að þeim tækist þetta, þeir sýndu mikinn karakter og ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd.“ -VS Staóan f 1. deildarkeppninni eftir sigur Vals i gærkvöldi: Valur 18 11 5 2 28-12 38 Fram 17 10 4 3 35-23 34 (A 17 10 3 4 34-18 33 Þór A 17 10 2 5 27-20 32 KR 18 8 5 5 32-26 29 fBK 17 8 2 7 28-21 26 FH 17 5 2 10 22-35 17 Þróttur 17 3 4 10 16-29 13 Víðir 17 3 4 10 18-36 13 Víkingur 17 2 1 14 15-35 7 Markahæstir: Guðmundur Þorbjörnsson, Val.......12 ÓmarTorfason, Fram................12 Hörður Jóhannesson, lA............11 GuðmundurSteinsson, Fram..........10 Ragnar Margeirsson, IBK...........10 Á morgun, laugardag, ráðast úr- slitin um fall og Evrópusæti. í A og Þór eru að berjast um Evrópusætið, ÍA leikur við Fram á Laugardalsvellin- um kl. 14 og á sama tíma mætast Þór ogFHá Akureyri. Verði Þór í þriðja sæti á eftir Fram fer liðið f UEFA- bikarinn og það sama gildir að sjálf- sögðu með ÍA sem þó þarf sigur til að tryggja sig. Víðir og Þróttur leika hreinan úrslitaleik um áframhaldandi sæti í 1. deild kl. 14 f Garðinum. Á sunnudag lýkur svo íslandsmótinu meðviður eign Vfkings og ÍBK kl. 14. Föstudagur 13. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.