Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Föstudagur 13. september 1985 210. tölublað 50. örgangur
MÓOVmiNN
Frjálshyggja
Hafna tekjujöfnun
S US-þingið áAkureyri hafnar tekjujöfnun sem þjóðfélagslegu
markmiði. Vilja stóriðju. Atvinnuleysistryggingarnar búa til
iðjuleysingja. Innra öryggi ríkisins áhyggjuefni. Ráðstafanir til að
útsendarar erlendra ríkja grafi ekki undan öryggi íslenska ríkisins
Ungir sjálfstæðismenn hafna
þeirri stefnu að tekjujöfnun
sem slík sé þjóðfélagslegt mark-
mið til að keppa að, segir m.a. í
ályktun SUS-þings sem háð var á
Akureyri um mánaðamótin.
í ályktunum þingsins ber mjög
á frjálshyggjunni og sjónarmið-
um sem fram að þessu hafa helst
verið eignuð þröngum hópi innan
Sjálfstæðisflokksins. Flestar til-
lagnanna voru samþykktar án
nokkurs mótatkvæðis á þinginu.
í stjórnmálaályktun þingsins er
m.a. vikið að óvinsældum ríkis-
stjórnarinnar. „Karp einstakra
ráðherra er með öllu óþolandi og
hefur grafið stórlega undan
trausti manna á þessari ríkis-
stjórn".
Þar er einnig kveðið á um að
nýta beri alla „ábatasama stóriðj-
ukosti án kröfu um meirihlutaað-
ild íslendinga".
í kafla um velferðarmál er við-
urkennt að skattheimta hérlendis
sé minni en í mörgum Evrópu-
löndum, en engu að síður er
kvartað undan henni, þar sem
hún dragi m.a. „úr vinnuvilja og
verðmætasköpun".
„Sérstaklega ber að reyna að
koma í veg fyrir að félagsleg að-
stoð verði fjárhagslega hagkvæm
þannig að það borgi sig að verða
hjálparþurfi“. í kafla um „félags-
lega öryggisnetið" segir m.a.:
„Atvinnuleysistryggingar gefa
allmörgum tækifæri til þess að
búa við betri kjör í iðjuleysi en
vinnu".
Lítið er fjallað um kaupgjalds-
mál öðruvísi en undir formerkj-
um lægri verðbólgu, en viður-
kennt að á stjórnartímabilinu
hafi kaupmáttur tímakaups
nokkurra starfshópa lækkað um
25%. f landbúnaðarmálum er
lagt til að innleiða frjálsan og
óheftan markaðbúskap með því
m.a. að leggja niður kjarnfóður-
gjald, niðurgreiðslur og útflutn-
ingsbætur.
I kafla um utanríkis- og örygg-
ismál er lýst yfir fullum stuðnirigi
við hernaðarframkvæmdir á ís-
landi og Geir Hallgrímsson.
Þá segir: „Huga þarf að örygg-
inu inn á við og gera þarf
nauðsynlegar ráðstafanir til þess
að erlend ríki eða útsendarar
þeirra grafi ekki undan öryggi ís-
lenska ríkisins og sjálfstæði þjóð-
arinnar.“
-óg
Sjá bl. 6.
Askja
Eldfjallið
bráðlifandi
„Askja gengur upp og niður, ég
veit ekki hvernig ég á að botna
það,“ sagði Eysteinn Tryggvason
í Norrænu eldfjallastöðinni þegar
Þjóðviljinn innti hann eftir hreyf-
ingum og landsigi á Öskjusvæð-
inu nýlega.
„Það eru áberandi hreyfingar
þarna en það er ekkert nýtt, und-
anfarin 10 ár hefur landsigið ver-
ið um 10 cm á ári og stöðugt í
sömu áttina. En okkar mælingar
eru takmarkaðar og þetta er stórt
svæði svo það er ómögulegt að
segja til um hvað þetta þýðir.
Svæðið fyrir norð-vestan vatnið
hefur sigið um hálfan meter á síð-
astliðnum 13 árum miðað við
landið 3 kflómetra fyrir austan
vatnið samkvæmt síðustu mæl-
ingum, og vestast um 10 cm á 500
metra svæði við Öskjuop. Við
sjáum á þessu að eldfjallið er
bráðlifandi og það má búast við
öllu, það gæti orðið gos á morgun
en alveg eins eftir 20 ár. Afkom-
endur okkar eiga örugglega eftir
að sjá gos í Öskju, en hvenær get-
um ekki sagt neitt um“. -vd.
BÚR
Rólegt
í gær
Dagsbrúnarmenn í Bæjarút-
gerðinni voru hinir slökustu og
lausir við alla streitu þegar Þjóð-
viljinn leit þar inn i gær. Þeir voru
komnir í bónusverkfall og fóru
sér hægt. Samúðarvinnustöðvun
Dagsbrúnar hófst á hádegi í gær
og nær til allra frystihúsa í borg-
inni. Auk þess hófst bónusyerk-
fall á Stöðvarfirði í gær. I dag
bætast Norðfjörður, Hornafjörð-
ur, Þorlákshöfn, Þórshöfn, og
Verkakvennafélagið Framsókn í
Reykjavík í hópinn. Á myndinni
eru talið frá vinstri: Jóhann Fil-
ippusson, Haraldur Björnsson,
Friðrik Rafnsson, Jón Ólafur
Guðnason og Ragnar Vernharðs-
son. Ljósm. E.ÓI.
gg
Sættir
Tillagan
kolfelld
Iðnaðarmenn í Áburðarverk-
smiðjunni kolfelldu sáttatillögu
sáttasemjara ríkisins í gær. Til-
lagan hljóðaði upp á 5% hækkun
umfram það sem samningarnir
frá í júní gáfu af sér, en var felld
með öllum atkvæðum í gær.
Verkfallið í Áburðarverk-
smiðjunni mun því halda áfram
og hefur nú staðið í rúman mán-
uð, hófst 10. ágúst sl. Sáttasemj-
ari á næsta leik í deilunni, en eng-
inn fundur hefur verið boðaður af
hans hálfu.
-gg
Fylgjandi refsiaðgerðum
Eg er fylgjandi viðskiptabanni á
Suður-Afríku, og vona að
stjórnvöld muni fara að þessum
óskum kirkjunnar. Mín skoðun
er sú að við verðum að beita
ölium tiltækum ráðum gegn því
sem er að gerast þarna úti svo
fremi sem aðgerðir eru friðsam-
legar, sagði Árni Bergur Sigur-
björnsson prestur í Ásprestakalli
í samtali við Þjóðviljann í gær.
„Þetta er sú leið sem flestar
aðrar þjóðir okkur tengdar hafa
farið og ég sé ekki í augnablikinu
að við getum skipt okkur af
ástandinu þarna á annan hátt“.
Ef stjórnvöld þverskallast við
þessari ósk kirkjunnar, er þá ekki
komið að almenningi að forðast
vörur frá Suður-Afríku?
„Jú, það er vissulega möguleg
leið fyrir almenning til að hafa
áhrif á gang mála“.
Ertu þeirrar skoðunar að
kirkjan eigi að skipta sér af
stjórnmálum?
„Ég tel það sjálfsagt og eðlilegt
að kirkjunnar menn rétt eins og
aðrir hafi skoðanir á stjórnmál-
um og mannréttindamálum“,
sagði Arni.
gg
Fagna ályktuninni
Auðvitað verður kirkjan og
þjónar hennar að gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að
óréttlæti og ójöfnuður verði af-
numinn. Kirkjan á ekki að láta
sér neitt mannlegt óviðkomandi,
sagði Ólafur Skúlason vígslubisk-
up í samtali við Þjóðviljann í gær.
„Utanríkisnefnd kirkjunnar
fjallaði einmitt um þetta mál í
vor. Þá var haft samband við
utanríkisráðuneytið og því bent á
að kirkjur Norðurlanda væru að
leita eftir samstöðu á Norður-
löndum um aðgerðir gegn stjórn
Suður-Afríku. Ráðuneytisstjór-
inn lofaði því þá að þetta mál yrði
athugað gaumgæfilega. Ályktun
biskupanna núna kemur því í
beinu framhaldi af þessari um-
fjöllun og þessu starfi í vor og
henni ber að fagna“. gg