Þjóðviljinn - 18.09.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 18.09.1985, Side 5
Kinnarstaðasystur í Reykhóla- sveit eru orðnar hálfgerð goðsögn og þær urðu landsfrægar þegar Omar Ragnarsson gerði þátt um þær í sjónvarpinu þar sem Ólína Magnúsdóttir var í fyrirsvari. Þær hafa rekið myndarbúskap á Kinnarstöðum áratugum saman °g byggt upp jörðina svo að til fyrirmyndar er. Um áraskeið ráku þær einnig greiðasölu á Kinnarstöðum. Þær eru þrjár saman, Guðrún, Guðbjörg og Ólína, sú elsta um nírætt en sú yngsta 81 árs gömul. Og enn reka þær búskap af fullum krafti og ganga til allra verka, sem sum hafa verið talin karlmannsverk, þó að þær séu teknar að slitna töluvert. Blaðamaður Þjóðvilj- ans gisti hjá þeim fyrir skömmu og átti merkar samræður við Olínu. Það var samt af og frá að hún fengist til að láta taka mynd af sér en dró upp úr pússi síu gamla mynd. Hún sagði að nóg væri að gert í þeim efnum. Það sem liggur Ólínu fyrst og síðast á hjarta er íslenskt mál en hún var kennari I Geiradalshreppi í meira en fjóra áratugi. Hún segir: Kinnarstaðir í Þorskafirði. Ljósm.: GFr. Væri þokkalegt að sjá túnið óslegið Viðtal við Ólínu Magnúsdóttur á Kinnarstöðum í Reykhólasveit en hún hefur um áratugaskeið rekið myndarbú ásamtsystrum sínum. Þær eru allar á níræðisaldri Myndin af Ólínu sem hún léði okk- ur en ekki var við það komandi að tekin yrði ný mynd af henni. Hún var búin að fá nóg af svo góðu. - Mér finnst íslensku máli hraka. Það vaða uppi vitleysurn- ar og þulirnir í útvarpinu eru ekki alltaf bestir. í morgun lét einn þeirra út úr sér: að bera sigur úr býtum. Þarna ruglaði hann sam- an tveimur orðtökum, að bera eitthvað úr býtum og fara með sigur af hólmi. Svo máttu gjarnan koma með þetta sem nú er að festa rætur og allir tala um. Það er „að spá í eitthvað“ í merkingunni að hugsa um. Og svo þetta margþvælda orð „allaveganna" í merkingunni að minnsta kosti. Þetta lætur menntað fólk og gáf- að fólk út úr sér. Þetta er ókærni. Menn geta vanið sig af því að blóta og eins að fara með vitleysu í íslensku máli. Og svo er það orðfæðin. Það koma mörg, góð íslensk nýyrði og svo er staglast á þeim þangað til þau verða leiði- gjörn. Til dæmis „að mínu mati“. Það gæti verið til tilbreytingar „að mínum dómi“. „Til að byrja með“ glymur líka hjá öllum eða „kemur til með að“. Að ég nú ekki tali um að „gera könnun, staðsetja og skapa grundvöll". - Telurðu að unglingar tali verra mál nú en áður? - Við höfum lítið haft af ung- lingum undanfarin ár en mér skilst að málinu sé að hraka. Hins vegar er eðlilegt að börn og ung- lingar skilji ekki málið til fulls. í gamla daga þurftu unglingar líka að fá skýringar á ýmsu. - Ert þú alin upp við lestur Is- lendingasagna? - Venjulega var einhver þeirra lesin á hverjum vetri en það er nú skömm að því að ég hef ekki lesið þær lengi en hlusta þess í stað á þær í útvarpi. - Lestu mikið? - Mér finnst miklu meira gam- an að lesa en horfa á sjónvarp. Það er heimskuvottur að horfa stöðugt á sjónvarp. Ég horfi á fréttir, íslenskt efni og náttúrul- ífsmyndir. Ég hlustaði um daginn á prestinn í Bolungarvík tala um daginn og veginn og þar fékk sjónvarpsglápið fyrir ferðina. Hann sagði að mikið af efninu væri engilsaxneskt tros. Það þótti mér vel að orði komist. Annars er það dálítið bagalegt að góðar, ís- lenskar myndir eru of seint fyrir okkur gamla fólkið. - Farið þið snemma í háttinn? - Við göngum til náða klukkan 10 og förum á fætur rétt fyrir 7. - Nú eruð þið allar komnar á nírœðisaldur. Farið þið ekki brátt að draga saman seglin í bú- skapnum? - Það hlýtur að gerast. Ég er með 140 fjár og er ekki mann- eskja til að sinna svo mörgu. - Og þið eruð með kýr líka? - Já, þær áttu að vera þrjár sem mjólka svolítið. En það er svo erfitt að fá, þær halda ekki, eru kálfalausar. Það er eitthvað við- komandi sæðingunni. Sæðið er slæmt og mennirnir sem fram- kvæma misjafnir. - Hvernig gengur heyskapur- inn í sumar? - Hann hefur gengið betur en í fyrra. Sumir eru búnir, það eru þeir sem eru með flatgryfjur. Við, sem þurrkum, erum á eftir, bæði sem erum fáliðaðir og svo tekur það sinn tíma að heyið þorni. Tvö seinustu sumur voru alveg hroðaleg og ólíkt hvað jörðin er þurrari og skemmtilegri nuna. - Fáið þið hjálp? - Já, við höfum ágætan ungling og stúlku. Svo er maður með sumarbústað hér á landar- eigninni og hann hefur hjálpað okkur við að hirða. Við erum að verða ónýtar. Seinustu sumur fóru ákaflega illa með okkur. Að nenna ekki að slá bæjarhólinn - Er ykkar ætt búin að vera lengi á jörðinni? - Pabbi tók við jörðinni árið 1902, hann var frá Múla í Þorska- firði en ólst upp að nokkru leyti hjá gömlu hjónunum sem bjuggu hér áður. Hann var leiguliði en svo keyptum við jörðina. - Er þetta góð jörð? - Hún var ákaflega slægnalítil og þurfti að fá slægjur að og það á reginfjöllum. Þeir sem lánuðu slægjurlánuðusem lengst í burtu. Áður fyrr vissi maður ekkert hvert átti að fara til að fá gras en nú veður allt í grasi. Gamla túnið er óheppilegt að því leyti að það þarf að slá mikið með orfi og ljá sem er erfiðara fyrir okkur. Þetta eru brekkur og hólar. - Og þið sláið enn með orfi og Ijá? - Já, bæði er oft besta grasið á þessum brekkum og hólum og svo væri þokkalegt að sjá túnið óslegið. Það er staðreynd að þeg- ar kúnum er hleypt á túnið fara þær ekki í það sem er óslegið. Það er orðið trénað. - Það hafa orðið miklar breytingar á búskap síðan þið voruð ungar. - Engin kynslóð hefur lifað aðrar eins breytingar. Það væri lítill heyskapur ef bara ætti að heyja með gömlu aðferðinni. Til eru bændur sem skammast sín fyrir að bera ljá í gras, finnst það ómenning. Svo er það leti líka. Að nenna ekki einu sinni að slá gamla bæjarhólinn. - Hvernig líst þér á framtíð sveitanna hér? - Ég reyni að hugsa sem minnst um hana en vona að hún verði góð. Það eru komnar óskemmti- legar eyður í fjörðinn minn, Þor- skafjörð, 5 bæir farnir í eyði: Hlíð, Þórisstaðir, Hjallar, Kolla- búðir og Skógar þar sem Matthí- as fæddist og ólst upp. - Þið systur höfðuð greiðasölu hér um árabil? - Það er varla hægt að segja. Rútan átti að stoppa hér en ekk- ert grennslast eftir því hvort við vildum taka á móti fólki. Það var bara þessi vani að úthýsa ekki fólki en greiðasölu er varla hægt að tala um. Stöðugt jókst fólk- straumurinn og við fórum að kvarta við þingmenn. Einn þeirra sagði: Því er fólkið að hafa þetta úr því að það getur ekki hýst alla sem þurfa? Nú er Bjarkarlundur gistihúsið og getur iðulega ekki hýst alla sem koma. -Þið haldið dálítið ígamlasiði? - Já, já eftir bestu getu. - Sastu yfir þegar þú varst lítil? - Já og það voru engir gleðitím- ar fyrir mig. Ég fór að orga þegar lamb var tekið frá móður sinni. Gimill mælti og grét við stekkinn. Nú er hún móðir mín mjólkuð heima. - Mér leiddist ekki á fjöllum en ég var svo kjarklaus að ég hélt að ég týndi fénu. Þess vegna var það plága á mér. - Hvar sastu yfir? - Aðallega á tveim stöðum. Frammi hjá Vaðalfjöllum og í svokölluðum Villingadal. Hann tilheyrði Skógum en pabbi fékk að hafa féð þar því að Kinnar- staðir eru landlítil jörð. - Var lengi fœrt frá hér á Kinn- arstöðum? - Ég fermdist 1918 og þá var enn fært frá og það hefur verið síðustu árin. - Lesið þið kannski húslestra ennþá? - Nei, en þeir voru alltaf lesnir. Við hlustum á guðsorð og passíu- sálma í útvarpi. Við hlustum mikið á útvarp eftir því sem við getum og finnst það gott. Samt er miklu skemmtilegra að lesa fróð- lega og skemmtilega bók. En ég get ekki fengið mig til að glápa á sjónvarp. -GFr Miðvtkudaaur 18. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.