Þjóðviljinn - 24.09.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 24.09.1985, Page 4
LEIÐARI Snjósleðar lækka í verði Þegar Þjóöviljinn spurði Albert Guömunds- son fjármálaráðherra um bensínhækkunina á laugardaginn, kvaöst ráöherrann telja hækkun- ina viðbrögð við neyðarástandi. Og það er hverju orði sannara, að ríkisstjórnin er ábyrg fyrir neyðarástandi sem hún hefur komið á í rekstri heimilanna í landinu. Það er ekki vegna þess að illa hafi aflast eða erfiðlega gangi á mörkuðum, þvert á móti, það er vegna þess að illa hefur verið haldið á stjórn efnahagsmála í landinu. Bensínið hækkar nú úr 31,40 kr. hver lítri í 35 krónur. Hlutur ríkisins er nú orðinn nær 60% af bensínverðinu og hefur aldrei verið hærri. Hvort sem mönnum líkar nú betur eða verr er bifreið orðin að miklu leyti nauðsynjahlutur. Forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hafa löngum haldið langar ræður um hátt bensínverð. Nú hækka þeir hlut ríkisins meira en nokkru sinni áður og það er gert með gerræðislegum bráðabirgða- lögum. Þessi táknræna stjórnarathöfn, útgáfa bráða- birgðalaga til hækkunar á bensínverði, hefur þær afleiðingar að framfærsluvísitalan fer langt upp fyrir rauða strikið, sem ríkisstjórnin var búin að lofa við síðustu samninga að ekki yrði farið fram yfir. En nú átti ríkisstjórnin undursamlegan leik í pókerspili sínu við hagstærðir. Hún ákvað að falsa vísitöluna með því að lækka tolla á bílum og snjósleðum. Þarmeð sló ríkisstjórnin tvær flugur í einu höggi, hún falsaði vísitöluna og vann sér inn velvilja hjá bifreiðainnflytjend- !um, sem er fámennur og áhrifamikill hópur innan Sjálfstæðisflokksins. Bifreiðainnflutning- ur hefur dregist verulega saman vegna neyðar- ástandsins sem fjármálaráðherrann viðurkenn- ir að ríki. Bifreiðar lækka því í útsölu um allt að 10% og má gera ráð fyrir að meira verði flutt inn af bílum. Það hefur hins vegar þær afleiðingar að viðskiptajöfnuður verður enn óhagstæðari og er þá útkoman orðin eins og annað á vegum ríkisstjórnarinnar, - þjóðhagslega óhagkvæmt. I Hvaða máli skiptir það að mati ríkisstjórnarinnar sem heldur áfram að dansa trítldans á rauðu striki? - henni tókst að falsa vísitöluna. Stjórnvöld hafa ekki látið þar við sitja, að hækka bensínið. Síðastliðinn fimmtudag er gef- in út tilskipun um hækkun á kindakjöti til neytenda um 14%. Það kostar nú 220 krónur kílóið, og er orðið jafn dýrt og nautakjöt í algeng- asta verðflokki. Það er svo einnig táknrænt að á síðustu tveimur árum, frá því að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins, seítist að völdum, meðan launin hafa að meðaltali hækkað um 60%, hefur kindakjötið hækkað um 140%. Það er ekki vegna þess að laun til bænda hafi hækkað svo mikið á tímabilinu, - það eru aðrir sem maka krókinn á þessum tím- um. Þegar tilkynning berst um að leggja eigi 2 miljarða á fólk í gegnum tollabreytingar, vöru- gjald og svo framvegis eru margir sem halda að þetta komi ekki til með að bitna á þeim. Þá áttar fólk sig ekki á því að með skattlagningu einsog bensínhækkun er verið að taka frá almenningi fjármagn og færa það í aðrar áttir. Það erum við sem borgum og fáum ekki bætt í launum. Þegar ríkisstjórnin hefur nú gengið fram af fjölda fólks með því að skerða ferðafrelsi þess með bensínhækkunum, með því að þrengja að íslenskum landbúnaði og neysluvenjum íslend- inga með því að hækka kindakjötið, þá á ríkis- stjórn eina huggun fyrir kjósendur Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins. Einhverjir kjósendur þeirra mega koma á kjörstað í næstu kosningum og votta þeim hollustu sína - renn- andi á snjósleðum. Sleðarnir hafa lækkað um 10%. Þannig hefur ríkisstjórnin brugðist við neyðarástandi í íslensku efnahagslífi sam- kvæmt lögmáli hins óvænta. Það er samfelldur vetur, Lurkur, í efnahagslífi þjóðarinnar. Ríkis- stjórnin bregst við með því að lækka verð á snjósleðum. -óg KUPPT OG SKORIÐ Vonbrigöi Erlendar fréttir eru ekkert sér- lega uppörvandi þessa daga. Hvorki að því er varðar það sem gerist né heldur það sem menn búast við að gerist á næstunni. Margir voru til dæmis að vona, að líkur væru töluverðar fyrir því, að risaveldin næðu nokkrum ár- angri í afvopnunarviðræðum í Genf eða á þeim fundi Reagans og Gorbatsjofs sem fyrirhugaður er áður en langt um líður. Nú þykir flestum einsætt að af þessu verður ekki. Og vísa þá til ummæla Reagans forseta á blað- amannafundi í fyrri viku. Þar vís- aði forsetinn á bug með ótví- ræðum hætti öllum hugmyndum um að hrófla við SDI áætlun sinni, einatt kenndri við Stjörn- ustríð. Og þar með, segja fréttaskýr- endur, geta samningamenn pakkað saman og farið heim til sín, og fundur Reagans og Gor- batsjofs verður varla annað en meiningarlítill fjölmiðlahasar. Leið var til Sérfræðingar hafa þóst geta komið auga á málamiðlunarleið um Stjörnustríðsáformin, en eins og menn vita miða þau að því að koma fyrir í geimnum vígbúnaði, sem grandað getur eldflaugum andstæðingsins áður en þær kom- ast í skotmark. Sá tilgangur hljómar ekki illa við fyrstu sýn, en ótrúlega mörgum ber saman um að hér sé um feikna dýrt skref í vígbúnaðarkapphlaupi að ræða, sem geti í raun ekki gefið það öryggi sem lofað er - heldur þvert á móti gert sambúðarveður ris- anna enn vályndari en er. Stjörnustríðsáætlunum má skipta í fjóra áfanga. Fyrst er um að ræða vísindalegar grundvall- arrannsóknir, þá tilraunir með stjörnustríðstækni, í þriðja lagi eru stjömustríðsvopn smíðuð og betrumbætt og í fjórða áfanga er þeim komið fyrir úti í geimnum. Bent er á það, að erfitt sé að banna rannsóknir á þessu sviði og fáir munu efast um að Sovétmenn eru líka á slíku róli. Það er varla hægt að komast hjá því að risa- veidin rannsaki hverjar gætu orð- ið afleiðingarnar af tækniþróun í næstu framtíð. Þau munu.hvort um sig vilja reyna að koma í veg fyrir að andstæðingurinn hafi allt í einu náð nýjum tæknilegum áfanga sem veiti honum mikla einhliða yfirburði. Hér við bæt- ist, að ekki er hægt með njósna- hnöttum að fylgjast með því hvað vísindamenn eru að reikna út hver hjá sér. Hins vegar, segja þeir sérfróðir menn sem hér er vitnað til, er hægt að koma við banni á næstu þrem áföngunum með samningagerð milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Reagan neitar En á þeim fréttamannafundi sem fyrr var nefndur sagði Reag- an að tilraunir með geimvopn og framtíðarþróun þeirra væri „lög- mætur partur af rannsókna- starfseminni“. Hann útilokaði samninga við Sovétríkin um þessi efni. Hann tók það fram, að þetta yrði sín afstaða eins þótt Sovét- menn byðust til að skera niður eldflaugabirgðar sínar í staðinn fyrir frystingu á sviði Stjörnu- stríðs. En Gorbatsjof hafði ný- lega í viðtali við Time gefið til kynna að það kæmi vel til greina. Gorbatsjof hafði sagt þar sem svo, að Sovétmenn gætu fyrir sitt leyti fallist á undirstöðurann- sóknir á sviði geimvopna en nema yrði staðar við tilraunir og banna þær. Gorbatsjof vísar um leið í samning frá 1972 milli risa- veldanna sem bannar „smíði, tii- raunir með og uppsetningu" vopnakerfa sem beint er gegn at- ómsprengjueldflaugum og stað- sett úti í geimnum. Reagan er ekki aldeilis á sama máli. Hann segir að í fyrr- greindum samningi frá 1972 sé smugur að finna sem leyfi Banda- ríkjamönnum að smíða og prófa geimvopnakerfi. Hörð gagnrýni Weinberger hermálaráðherra, Casey forstjóri CIS og ystahægrið í Bandaríkjunum er sjálfsagt ánægt með ummæli forsetans. En þau sæta líka andúð mikilli og gagnrýni í Bandaríkjunum sjálf- um að ekki sé talað um Evrópu- lönd. James Schlesinger, fyrrum vamarmálaráðherra og nú pró- fessor við Center for Strategic and International Studies segir um þetta mál: „Forsetinn segir að hann vilji halda áfram með SDI og fá um leið eftirlit með vígbúnaði. En ef við höldum áfram með SDI hafa Sovétmenn enga hvöt til að skera niður sóknarvopn sín. Þetta þýðir að samningar í Genf munu ekki leiða til samkomulags. Forsetinn getur ekki náð báðum markmið- um í senn. Við eigum að semja um SDJ við Sovétmenn.“ Paul Warnke, sem var aðal- samningamaður Carter-stjórnar- innar um SALT-samningana hef- ur þetta að segja: „Nú er eftirlit með vígbúnaði úr sögunni. Leiðtogafundurinn verður stórslys. Það mun ekkert miða í samkomulagsátt í við- ræðum við Sovétmenn meðan Reagan er forseti... Það á að taka afstöðu Sovétmanna alvarlega vegna þess að hún byggir á ein- földum rökum: Sovétmenn hafa ekki efni á að skera niður vígbún- að sinn ef við höldum áfram með Stjömustríðsáformin. “ John Steinbrunner, yfirmaður utanríkispólitískra rannsókna við Brookings Institution, kemst svo að orði: „Við stefnum beint til átaka við Sovétmenn. Ef að ummæli (forsetans) endurspegla yfirveg- að mat og eru endanleg yfirlýsing þá bíður okkar ekki annað en takmarkalaust vígbúnaðar- kapphlaup“. DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóóviljans. Rlt8tjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéóinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigriður Pótursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrlta- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjór1: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. ÚtbreiÖ8lu8tjóri: Sigriður Pótursdóttir. Auglý8lnga8tjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir. Guðbergur Þorvaldsson, Clausen. Afgrei&slustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttit, Kristín Pótursdóttir. Sfmavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Bílstjórl: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. nina Varö * ,ausa8Ö,u: 35 kr. ug Sunnudagsverð: 40 kr. Áakriftarverð á mánuði: 400 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.