Þjóðviljinn - 24.09.1985, Síða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Þriðjudagur 24. september 1985 219. tölublað 50. árgangur
UOÐVIUINN
Bensínhœkkunin
Spilað á vísitölukerfið
Bensíngjaldið hœkkar um 40%. Skattheimta ríkisins af bensíni aldrei meiri.
5000 króna viðbótarreikningur á hvern bifreiðareiganda.
Hækkun á bensíngjaldi um rúm
40%, sem mun þýða um
11,5% hækkun á bensínverði um
næstu mánaðamót, gefur ríkis-
sjóði ríflega 400 miljónir kr. í
tekjur umfram þann tekjumissi
sem hlýst af lækkun innflutnings-
gjalda á bifreiðum og snjósleð-
um. Þennan 400 miljón króna
skattreikning kallar fjármálaráð-
herra slétt skipti því hann hefur
engin áhrif á framfærsluvfsitölu
vegna þess að kaupverð á bifreið
vegur þar mun þyngra en bensín-
reikningur.
„Ég hugsa að það hafi mörgu
meira verið logið“, sagði Hösk-
uldur Jónsson ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu er Þjóðvilj-
inn bar undir hann í gær hvort
ráðherra og ráðuneyti væru ekki
að spila á vísitölukerfið með því
að taka 400 miljónir í aukaskatt
af bifreiðaeigendum og kalla það
slétt skipti miðað við vísitölu.
Hækkun bensíngjalds úr 6,80 í
9,54 kr. á hvern lítra, sem er rúm-
lega 40% hækkun, leiðir jafn-
framt til hækkunar á söluskatti á
bensíni þannig að opinber gjöld á
hverjum bensínlítra hækka í
20,90 kr. sem eru tæp' 60% af
bensínverði. Skattheimta ríkisins
á bensíni hefur aldrei áður verið
hlutfallslega jafn mikil.
Þessi nýjasta skattheimta fjár-
málaráðherra mun hækka ár-
legan bensínreikning á hvern
meðalbíl um rúmlega 5000 kr.
Það eru hin sléttu skipti ráðherr-
ans sem gefa ríkissjóði á árs-
grundvelli 400 miljónir í auknar
skatttekjur.
-lg-
Þór Magnússon þjóðminjavörður, Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og dr. Jón Steffensen. Mynd: Sig
Nesstofa
Lækningasafn opnað 1986?
Viðgerð ávesturhlutanum að Ijúka. 750þús. kr. variðtil endurbótaíár.
Stefnt er að þvf að opna lækn-
ingasögulegt safn í Nesstofu á
Seltjarnarncsi á næsta ári, en
unnið hefur verið að viðgerð
hússins allt frá árinu 1969. í gær
skoðuðu fulltrúar á aðalfundi
Læknafélags Islands Nesstofu en
félagið mun ætla að styrkja við-
gerð hússins fjárhagslega.
Það er Þjóðminjasafn íslands
sem annast endurbyggingu Nes-
stofu og hefur Þorsteinn Gunn-
arsson arkitekt og leikari umsjón
með henni. Síðustu tvö árin hefur
verið unnið þar eins og fjár-
veitingar leyfa en á sama tíma
hefur Viðeyjarstofa verið í al-
gerri biðstöðu. Að sögn Þórs
Magnússonar þjóðminjavarðar
hefur alþingi veitt 750 þúsund
krónum á ári nú og í fyrra sam-
eiginlega í þessar byggingar og
hefur því öllu verið varið í Nes-
stofu. Þá hefur Seltjarnamesbær
lagt hönd á plóginn, Rotary-
hreyfingin á íslandi hefur lagt fé
til að standsetja þar lækninga-
stofu Bjama Pálssonar og Jón
Steffensen fyrrum landlæknir og
mikill áhugamaður um stofnun
safnsins hefur einnig lagt fram
drjúgan skerf.
Þór Magnússon sagði að Nes-
stofa hefði í fyrra verið tekin fram
fyrir Viðeyjarstofu þar sem hún
hefði verið farin að leka illilega á
sama tíma og Viðeyjarstofa var
orðin vel fokheld. Þá væri Nes-
stofa minna hús og því viðráðan-
legra með tilliti til fjárveitinga og
búið væri að ákveða til hvers hús-
ið yrði nýtt.
„Nú er að mestu búið að gera
við það sem hægt er og það er von
mín að vesturhlutinn verði tilbú-
inn á næsta ári“, sagði Þór. „Hins
vegar er enn búið í austurhlutan-
um, þannig að hann bíður síðari
tíma“.
-ÁI
Norðurlönd
Kjarnorkuvopnalaust svæði
ífyrsta skiptisamvinna norrœnnaþjóðþinga íutanríkismálum. Fulltrúarallra
þinganna á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í nóvemberlok.
r
Igær var tilkynnt
' --
á blaða-
mannafundi í Kaupmannahöfn
að þjóðþing allra Norðurlanda
hefðu ákveðið að halda ráðstefnu
um Norðurlönd - kjarnorku-
vopnalaust svæði, í lok nóvember
næstkomandi. Á ráðstefnunni
verða einnig fulltrúar Grænlands
og Færeyja.
Svavar Gestsson alþingismað-
ur og Ólafur G. Einarsson alþing-
ismaður hafa fyrir hönd alþingis
setið í undirbúningsnefnd fyrir
þessa ráðstefnu sem tilkynnt var
um í Kaupmannahöfn í gær.
Á annað hundrað þingfulltrúar
munu sitja ráðstefnuna, þeirra á
meðal átta fulltrúar allra
stjórnmálaflokka sem eiga sæti á
alþingi íslendinga. Ákveðið hef-
ur verið að framsögumenn á ráð-
stefnunni verði frá Noregi og Sví-
þjóð. Formaður undirbúnings-
nefndarinnar er Anker Jörgensen
leiðtogi danskra jafnaðarmanna.
Norræn samvinna um utan-
ríkismál og öryggismál hefur ekki
verið til umfjöllunar á vettvangi
Norðurlandaráðs og mun þetta
vera í fyrsta skipti sem þjóðirnar
hafa samvinnu með viðlíka hætti
um þennan viðkvæma málaflokk
og þykja því mikil tímamót. -óg
Dilkakjöt
Hækkun
um tæp
146%
á kílóverði dilkalœris ’83-
’85.
Þann 19. september hækkaði
kindakjöt um 15%, slátur og inn-
matur hækkuðu um 6,8% og
naugripakjöt um 8%. Astæður
hækkunarinnar eru m.a. sagður
vera hækkun ýmissa kostnaðar-
liða í heildsöluverði, s.s. slátur-
kostnaður og heiídsölukostnað-
ur.
Við lauslega athugun kemur í
ljós að kílóverð á dilkalæri hefur
hækkað um 146,7% á árunum
1983-1985. Á sama tímabili hafa
laun hækkað um u.þ.b. 60%.
Á árinu ’83-’84 hækkaði kíló-
verðið á dilkalærinu um 45% og
árið eftir um 70,1%. Það árið var
smásöluálagningin gefin frjáls á
dilkalærum.
Kvikmyndir
Hrafninn
flýgur víða!
Hrafninn flýgur, mynd Hrafns
Gunnlaugssonar, gerir það gott
vfða um lönd. í frétt frá sænsku
kvikmyndastofnuninni segir að
þegar sé búið að selja myndina í
14 löndum og að hún hafi verið
sýnd á 7 kvikmyndahátíðum. Þar
segir einnig að myndin gangi enn
á kvikmyndahúsi í Stokkhólmi
við góða aðsókn og sé búið að
selja miða fyrir meira en eina
miljón sænskra króna.
Þá hefur EMI upptökufyrir-
tækið gert samning um að dreifa
Hrafninum á vídeóspólum og
hafa viðtökurnar verið frábærar.
Þegar er búið að gera 1.500 ein-
tök af myndbandinu og að sögn
sænskra eru viðtökur svo góðar
að jafna verður við sölu á allra
eftirsóttustu kvikmyndunum.
Útvarp
Einar frá
Hermundar-
felli hættur
Jónas Jónasson: Eldra
fólk mun ekki gleymast
Nokkurrar óánægju hefur gætt
meðal eldra fólks með þá ráðstöf-
un Ríkisútvarpsins að hætta út-
sendingum á þætti Einars Krist-
jánssonar frá Hermundarfelli,
Mér eru fornu minnin kter. Þátt-
urinn var mjög vinsæll og nú ótt-
ast menn að ráðamenn útvarps
gleymi þeim dygga hlustendahópi
sem eldra fólk er.
Jónas Jónasson forstöðumaður
RÚVAKS sagði að svo væri alls
ekki og fólk þyrfti ekkert að ótt-
ast gleymsku. Einar Kristjánsson
hefði verið með sína ágætu þætti í
5 ár og gert um 140 þætti og þar
sem nú stæði yfir endurskipu-
lagning og uppstokkun á dagskrá
Ríkisútvarpsins þá hefði
mönnum þótt ástæða til þess að
reyna eitthvað nýtt á þessu sviði.
Hjá RÚVAK hefði Haraldur
Ingi Haraldsson verið ráðinn til
þess að sjá um þátt á svipuðum en
þó nýjum nótum. „Hann er ung-
ur maður og þetta er viðleitni til
þess að byggja brú yfir hið marg-
umtalaða kynslóðabil, því ungir
og aldnir geta talast við og eiga að
gera það“ sagði Jónas Jónasson á
Akureyri. -pv