Þjóðviljinn - 27.09.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 27.09.1985, Qupperneq 2
_____________FRETTIR_________ Réttarríkið Misbeiting ákæruvaldsins Stjórn BSRB ályktar: Alvarlegt áfallfyrir íslenskt réttarfar og árás á starf stéttarsamtaka Sjóbirtingur Eldi reynt áður í tilefni af frétt Þjóðviljans í gær um sjóbirtingseldi hjá Olunn á Dalvík hafði lesandi samband við blaðið og benti á, að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem sjóbirt- ingur væri alinn í sláturstærð hér á landi. Tungulax hf. hefði gert það með ágætum að Öxnalæk í Ölfusi og sömuleiðis hefði Sig- urður St. Helgason að Húsatóft- um við Grindavík framleitt um eitt til eitt og hálft tonn af sjóbirt- ing, 1-1,5 kíló að þyngd, á sínum tíma. Það hefði sömuleiðis geng- ið mæta vel, og sjóbirtingurinn vaxið mjög hratt. _ ÖS. Stjórn BSRB ítrekar stuðning heildarsamtakanna við mál- stað starfsmanna Ríkisútvarps- ins, hljóðvarps og sjónvarps, vegna mótmælaaðgerða þeirra í byrjun októbermánaðar 1984, þegar ríkið neitaði að greiða ríkisstarfsmönnum laun fyrir- fram, eins og lög mæla fyrir um. Sú misbeiting ákæruvaldsins sem átt hefur sér stað í málum vegna kjarabaráttu samtakanna haustið 1984 er alvarlegt áfall fyrir íslenskt réttarfar og árás á starf stéttarsamtaka í landinu. Til þess að leggja aukna áherslu á stuðning heildarsam- takanna við starfsmenn útvarps og sjónvarps og stéttarfélög þeirra ákveður stjórn BSRB að greiða kostnað vegna varnar ákærumálsins fyrir dómstólum. Þessi ályktun var samþykkt samhljóða. STÓR- ÚTSAÚ H efur þú hugmynarum H -útsöluna i H - húsinu Auðbrekku 9, Kópavogi Hvað gerir H — Rann upp sá dagur að Dagur stæði undir nafni. Jafnrétti Nomæn ráðstefna „Á ráðstefnunni var fjallað um skýrslu Sameinuðu þjóðanna um jafnréttismál sem var samþykkt á ráðstefnunni í Nairobi, og það hvernig Norðurlöndin eigi að fylgja henni eftir“, sagði formað- ur Jafnréttisráðs, Elín Flygen- ring. Rætt var um spurningar eins og atvinnumarkað, menntunarmál, félags- og heilsufræðimál, rann- sóknir og hvernig opinberar stofnanir sem fjalla um jafnrétti . kynjanna eigi að starfa. Á ráðstefnunni í Nairobi voru samankomnir fulltrúar frá flest- um ríkjum heims en í menningar- legu tilliti eru Norðurlöndin mjög ólík til dæmis löndum Afríku. Því var ákveðið að Jafnréttisnefnd norrænu ráðherranefndarinnar beitti sér fyrir ráðstefnu um jafnrétti á Norðurlöndum og henni valinn staður á íslandi. A ráðstefnunni ræddu starfshópar ýmsar tillögur um það hvernig Norðurlöndin geti unnið saman að framkvæmdaáætlun Samein- uðu þjóðanna frá Nairobi- ráðstefnunni. - aró. Við seljum umframbirgðir frá verksmiðjum, heildsölum og verslunum á eins hagstæðu verði og hugsast getur alít árið um kring. SANNUR SPARNAÐUR Hér erum við Opid alla daga fra kl. 10 til 20 PLUS Sími 44440 Handklæði Sængurverasett Teygjulök Skór Skyrtur • Peysur Snyrtivörur Gallabuxur Nærfot Sokkar Barnafot Skartgripir Sælgæti Blussur Leikföng Búsahöld o fl. PLÚS Akureyri NýrDagur Fyrsta dagblað utan Reykjavíkur. „Það er verulegur hressleiki í mannskapnum, allir ákveðnir í að láta þetta ganga“, sagði Her- mann Sveinbjörnsson, ritstjóri Dags á Akureyri, þegar Þjóðvilj- inn spjallaði við hann í gærdag. En Dagur er einmitt að verða að raunverulegu dagblaði þessa dag- ana, því fyrsta utan Reykjavíkur, og mun nú koma út fimm daga í viku. „Við höfum bætt við einum fimm mönnum á ritstjórninni“, sagði Hermann, „og erum nú 11 talsins. Það er kannski helst nýj- unga að við erum með fastan fréttaritara í fullu starfi á Húsa- vík. Við leggjum alla áherslu á að vera með fréttir úr byggðarlögun- um hér fyrir norðan og upplýsa um gang mannlífsins á þessum slóðum. Við erum sannarlega hress, því þetta er voða gaman“, sagði Hermann. - Er ekki Dagur Framsóknar- blað? „Blaðið fylgir hugsjónum sam- vinnu en það eru engin formleg tengsl við Framsóknarflokkinn. En þú mátt svo sem segja að það sé ákveðinn framsóknarblær á skoðunum ritstjórans", sagði Hermann ritstjóri að lokum og hló holum framsóknarhlátri í símann. - ÖS. 2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.