Þjóðviljinn - 27.09.1985, Síða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1985, Síða 5
VIÐTAUÐ Friðarbarátta Kvíðinn er verstur Guðmundur Georgsson í viðtali við Pjóðviljann um försína tilJapan á vegum japanskra friðarsamtaka „Ég var yfir Hiroshima cigin- lega á sama tíma dags og banda- rísku hermennirnir sem fjörtíu árum áður vörpuðu kjarnorku- sprengju á borgina, 6. ágúst, og þá læddist að mér sú hugsun, hvort ég hefði verið maður til að gera það sem þeir gerðu,” sagði Guðmundur Georgsson læknir í samtali við Þjóðviijann um Jap- ansför hans í byrjun ágúst- mánaðar á þessu ári. Guðmundi var sem fulltrúa Samtaka herstöðvaandstæðinga boðið til Japan til að vera við- staddur friðaraðgerðir þar í ti- lefni af því að nú eru fjörtíu ár liðin frá því Bandaríkin frömdu þann glæp gagnvart mannkyni, sem aldrei mun gleymast, vörp- uðu kjarnorkusprengjum á jap- önsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Sprengjurnar ollu dauða tugþúsunda og áhrifanna gætir enn í dag. „Við komum til Hiroshima þann 6. ágúst. Hiroshima er fal- leg borg við sjávarsíðuna, stend- ur á undirlendi en í grenndinni eru skógivaxnar hæðir og lág fjöll. íbúar eru um hálf milljón. Ég var þarna í boði japanskra friðarsamtaka ásamt fjölmörgum öðrum útlendingum og það er svolítið merkilegt að þau friðar- samtök sem þarna stóðu að sam- eiginlegum aðgerðum til að minna á atburðina fyrir fjörtíu árum höfðu náð samstöðu í fyrsta sinn í talsvert langan tíma. Þetta voru 11 samtök og milli þeirra stærri hafði lengi verið ágreining- ur, en hann var lagður til hliðar í þetta sinn.” Kerti á ánni „í Hiroshima voru ýmiss konar aðgerðir í gangi allt frá öðrum ágúst, en ég kom þangað á síðasta degi. Þá um kvöldið var athöfn sem mér verður eflaust alltaf minnisstæð. í gegnum borgina renna sjö ár, og þegar sprengjan féll á borgina leitaði fólkið unnvörpum í þessar ár, skað- brunnið, og í þessum ám fórust margir. Síðan hefur það verið siður þeirra að minnast fórnar - lambanna með því að fleyta kert- um á ánum. Þeir höfðu útbúið þetta eins og ljósker og þarna flutu þau í margvíslegum litum. Þessi athöfn kallaði fram í huga mér sjálft tilefnið og mér fannst þessi fórnarlömb standa mér svo greinilega fyrir hugskotssjónum. Fulltrúar fjölmargra þjóða sendu kerti til Hiroshima þennan dag og þarna flutu m.a. kerti frá Sól- heimum.” Minnti borgin á atburðina sem urðufyrir 40 árum? „Víða um borgina má sjá blómaskreytingar við misstóra minnisvarða. Sumir þessara minnisvarða áttu að minna á fólk sem varð óþekkjanlegt fyrir áhrif sprengjunnar, stundum var ekk- ert annað eftir til að minna á hinn látna en beltissylgja. Á samkomu sem haldin var í Hiroshima þenn- an dag ávörpuðu fórnarlömb sprengjunnar gesti, fórnarlömb bæði fyrstu og annarrar kynslóð- ar, bein fórnarlömb og óbein. Og það sem sker mann kannski mest er þessi kvíði, þessi ótti afkom- enda þeirra sem voru í Hiroshima og Nagasaki 1945. Óttinn við erfðagalla vofir yfir þessu fólki og það er kannski miklu erfiðara að afbera þann ótta, en líkamlega ágalla. Þetta undirstrikar auðvit- að siðleysi þessara vopna og þeirra sem þeim beittu. Það er vaxandi tilfinning ungs fólks í heiminum að það eigi sér enga framtíð í þessu ógnarjafnvægi, það er ótti og kvíði. Eitt af því sem friðarsamtök eru að berjast fyrir í Japan er ein- mitt löggjöf um aðstoð við þessi fórnarlömb, sem kölluð eru „hi- bakusha” á japönsku.” Hernaðarhyggja Nakasone „Það vakti athygli mína í göng- unni í Hiroshima, að mikill fjöldi óeirðalögreglu fylgdist með framferði göngumanna. Ég spurðist fyrir um orsakir þess og fékk þá skýringu á, að þetta væri fyrst og fremst vegna nærveru Nakasone forsætisráðherra í borginni. Ekki bar á þessari óeirðalögreglu við friðaraðgerðir í Nagasaki, enda Nakasone ekki staddur þar á þeim tíma. Þess má geta, að friðarhreyfingar í Japan hafa miklar áhyggjur af sívaxandi hernaðarhyggju Nakasone og stjórnar hans. Samkvæmt stjórnarskrá Japana má „aðeins” verja einum hundraðshluta af þjóðartekjum til hernaðarmála og Nakasone er nú að nálgast það mark.” Hápunktur í Nagasaki „Dagana 8.-9. ágúst var ég í Nagasaki og var þar viðstaddur heimsfund andstæðinga kjarn- orkuvopna sem verður að teljast hápunktur aðgerðanna þessa daga. í Nagasaki voru mættir til leiks heimamenn frá öllum lands- hlutum og sumir komnir geysi- lega langt að, jafnvel fótgangandi um hundruð kílómetra veg. Þarna voru einnig um 100 er- lendir gestir frá 39 þjóðlöndum, öllum hugsanlegum löndum. Þetta voru fulltrúar frá Kyrra- hafslöndum, Vestur-Evrópu, Ameríku, Asíu, Ástralíu, Nýja- Sjálandi, mikil breidd. Á heimsfundinum var athöfn sem orkaði mjög sterkt á viðstadda. Sprengjunni var varpað á Naga- sakió. ágústkl. 11.02ogáfundin- um var þögn þessar mínútur til að minnast þess. í Nagasaki heimsóttum við safn um þessa atburði. Þar voru myndir, og munir sem fundist höfðu í rústum borgarinnar. Áhrifamestar fundust mér Kröfuspjöld Japana voru öll mjög litrík. Þarna halda japönsk ungmenni á kröfuspjaldi sem Guðmundur bar í göngu í Nagasaki: „fsland vill ekki kjarnorkuvopn". Erlendir og japanskir félagar með hollenskan kröfuborða. Minnisvarði um barn sem fórst af slysförum við bandaríska herstöð í Nagoya, vegna lélegs frágangs á rafmagnslögnum. teikningar barna sem höfðu lifað af árásina. Teikningar af brenn- andi fólki og húsum. Þetta er svo persónubundið, en annað skilur maður e.t.v. síður. Á þessu safni var einnig blóði drifin einkunna- bók 7 ára skólastráks sem hafði verið á leið í skóla þegar spreng- jan sprakk. Þetta hafði fundist í rústunum og sömuleiðis beltissyl- gja heimilisföður, sem var það eina sem fannst af honum. Þetta sló mann mikið. Frá Nagasaki fórum við er- lendu gestirnir til borgar sem heitir Nagoya. í Nagoya búa tvær milljónir íbúa og er hún staðsett norðan við Nagasaki, þar sóttum við fundi með friðarhópum sem eru starfandi í borginni og skoð- uðum bandaríska herstöð, eina af fjölmörgum sem staðsettar eru í Japan.” ísland og Japan Eru aðstœður íslendinga og Japana kannski að einhverju leyti svipaðar hvað þetta snertir? „Staða Japans og íslands er að mörgu leyti hliðstæð. Það er bundið í stjórnarskrá þeirra að Japan skuli verna kjarnorku- vopnalaust og að skip sem búin eru kjarnorkuvopnum skuli ekki koma til hafnar þar. En þeir hafa jafnframt herstöðvasamning við Bandaríkin. Það kom fram í máli heimamanna, að meðan svo er hafi Japanir enga tryggingu fyrir því að ekki séu kjarnorkuvopn í landinu. Sama máli gegnir um okkur. Við höfum yfirlýsingu utanríkisráðherra á Álþingi og samþykkt Alþingis um að bannað sé á allan hátt að flytja kjarn- orkuvopn hingað til lands. Þar með verðum við að líta svo á að við séum, eða eigum að vera, kjarnorkuvopnalaust svæði og stefna okkar er þá áþekk stefnu Nýsjálendinga í þessum málum. Japanir hafa feykilegan áhuga á þessari stefnu okkar og hún er m.a. ástæðan fyrir því að ég var fenginn þangað út. Það sem var mjög áberandi í máli heima- manna frá ýmsum landshlutum og mismunandi friðarsamtökum var baráttan gegn bandarískum herstöðvum í Japan. Það má segja að það hafi verið megininn- takið í mörgum ræðum. Þeir segja að meðan aðstæður eru svona hafi þeir enga tryggingu fyrir kjarnorkuvopnaleysi lands- ins, og sama gildir um okkar. Enda fullyrða þeir að þetta bann hafi verið brotið margsinnis. Jap- anir og eyþjóðir í Kyrrahafi sýna baráttu okkar og Norðurlanda mikinn áhuga og fulltrúar japan- skra friðarhreyfinga voru m.a. viðstaddir síðasta fund friða- rsambands Norðurhafa sem hald- inn var í Bergen í ágúst.” Kisho Pýskalands „Okkur var afskaplega vel tekið í Japan og ýmis sómi sýnd- ur. Það eina sem skyggði á voru tungumálaerfiðleikar Japana, þeim er margt annað betur til lista lagt en að tala erlend tungu- mál. Til merkis um það má nefna að eitt sinn eyddi ég heilu kvöldi í blaðaviðtal, eingöngu vegna tungumálaerfiðleika. En Japanir glöddust mikið ef einhverjum hinna erlendu gesta tókst að koma frá sér einni setningu á jap- önsku. Okkur var stundum fagn- að með þeim hætti að maður hálf skreið inn í skel sína af feimni. Ég spurði hvort skýringin á þessu gæti verið sú að Japönum þættu þeir svo einangraðir frá öðrum þjóðum eða hvort þetta væri bara sú einlæga kurteisi sem Japönum er eiginleg. En svarið var á þá leið að Japanir væru svona veikir fyrir Vesturlandabúum, og þótt skömm væri frá því að segja mætu þeir þá meira en granna sína. Borgarstjóri Imuyama var með móttöku okkur til heiðurs, en sá hafði nýlega undirritað samþykkt þess efnis að borgin ætti að vera kjarnorkuvopnalaus. Þetta er mjög falleg borg og um hana rennur áin Kisho sem þeir nefna gjarna „Rín Japans”. Þeir höfðu gaman af því þegar ég hafði orð á því við þessa móttöku að ég ætl- aði að koma því á framfæri við vini mína Þjóðverja að þeir væru full sæmdir af því að kalla Rín „Kisho Þýskalands”. Japanir eru mjög forvitnir og áhugasamir um ísland, og ánægðir með þá almennu and- stöðu sem er á Islandi gegn kjarn- orkuvígbúnaði. Þetta er indæl þjóð.” -gg Föstudagur 27. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.