Þjóðviljinn - 27.09.1985, Page 9
HEIMURINN
Punjab
Kosningasigur
hægfara Sikha
Urslitin eru ósigur aðskilnaðarsinna
Chandigarh - Flokkur hægfara
Sikha, „Akali Dal“, fékk í kring-
um tvo þriðju þingsæta í kosn-
ingunum i Punjab-fylki á Ind-
landi í fyrradag og komst aftur
inn á þjóðþingið í Nýju Delhi.
Samkvæmt tölvuspám, sem
indverska sjónvarpið gerði í gær,
var jafnvel talið líklegt að flokk-
urinn kynni að vinna upp undir 80
af hundraði sæta í fylkisþinginu
(sem alls er 155 sæti), og sex af
þrettán sætum fylkisins á þjóð-
þinginu. Er þetta í fyrsta skipti
síðan 1977, sem flokkurinn kemst
inn á þjóðþingið, en hann þurrk-
aðist út í þeirri bylgju sem kom
Indíru Gandhi aftur til valda
1980.
Kína
Leiðtogi
varar við
spillingu
Peking - Einn af elstu leið-
togum kínverskra kommún-
ista varaði í gær við þeirri
stefnu að „opna“ landið: sagði
hann að sú stefna leyfði „kap-
ítalískum hnignunarkenning-,
um“ að smeygja sér inn í Kína
og hefði ýtt undir spillingu,
klám og ósiðlæti.
Þessi áminning leiðtogans
Chens Yun, sem er áttræður,
birtist daginn eftir að skýrt var frá
nýrri fimm ára efnahagsáætlun
stjórnvalda, þar sem gert var ráð
fyrir að landið yrði opnað enn
meir en verið hefur hingað til.
Kínverska fréttastofna hafði
eftir Chen Yun, sem er formaður
stjórnmálanefndar kommúnista-
flokksins, að menn þyrftu að vera
mjög árvökulir til að koma í veg
fyrir spillingaráhrif kapítalískrar
hugmyndafræði. Hélt hann því
fram að félög sem flokksforingj-
ar, börn þeirra og embættismenn
ríkisins hefðu sett á fót væru flækt
í fjárglæfra, mútur, smygl, svik
og fjárkúgun og sölu á klám-
myndböndum. „Sú hnign-
unarhugmynd kapítalsismans að
setjast peninga ofar öllu veldur
nú alvarlegri spillingu í flokknum
og þjóðfélaginu“, sagði hann.
Nýlega komst upp að embætt-
ismenn á eynni Hainan við suður-
strönd Kína höfðu keypt 570
miljónir dollara á svörtum mark-
aði til að kaupa meira en 89.000
bfla og ýmsan annan varning, og
var þetta allt selt ólöglega víða
um Kína. Kínversk blöð telja að
ríkið hafi tapað 1,6 miljörðum
dollara vegna fjársvika og skatt-
svika síðustu tvö ár.
Erlendur sendimaður taldi að
Chen Yun væri ekki andvígur
þeirri stefnu að opna landið, en
hefði miklar áhyggjur af því að
hún leiddi til allskyns brasks.
Vegna þess hve stefnan væri ný
hefðu margir ekki enn skilið
muninn á framtaki og spillingu.
Úrslit þessara kosninga eru
mikill ósigur bæði fyrir aðskiln-
aðarsinna Sikha - þótt ekkja eins
þeirra, sem sakaðir voru um
morðið á Indiru Gandhi, hafi náð
kjöri, - og einnig fyrir Kongress-
flokkinn, sem fer með völd á Ind-
landi. Er greinilegt að Akali Dal
flokkurinn hefur nú fengið um-
boð kjósenda til að koma á friði í
Punjab-fylki, þar sem Sikhar eru
í meirihluta. Leiðtogi flokksins,
Surjit Singh Barnala, sem talið er
líklegt að verði forsætisráðherra
fylkisins, taldi að kosningarnar
væru sigur fyrir samkomulagið
um frið, sem Rajiv Gandhi hefur
undirritað, og áfall fyrir öfga-
menn, sem hvöttu menn til að
greiða ekki atkvæði.
Rajiv Gandhi: þótt Kongress-flokkurinn hafi tapað eru úrslitin sigur fyrir mála-
miðlunarstefnu hans.
Kongressflokkurinn, sem
hafði áður 63 sæti í fylkisþinginu
og meirihluta, fær nú aðeins um
25 þingsæti. Leiðtogi flokksins í
Punjab sagði að það sem skipti
mestu máli við þessar kosningar
væri, að þær hefðu farið friðsam-
lega fram, en ekki sigur Akali
Dal. Um það bil sextíu af hundr-
aði greiddu atkvæði.
,Rainbow WarrioP
Heimildarmenn ákærðir
París - Fimm franskir her-
menn, þar á meðal ofursti í
frönsku leyniþjónustunni og
fyrrverandi foringi „víkinga-
sveitar", sem ætluð var til að
berja á hryðjuverkamönnum,
voru í gær ákærðir fyrir að hafa
gefið fréttamönnum upplýs-
ingar um „Rainbow Warrior"
málið. Samkvæmt heimildar-
mönnum voru þeir ásakaðir
um að hafa skýrt frá nöfnum
þeirra leynilögreglumanna,
sem flæktir voru í málið,
Einn hinna ákærðu, Paul Barr-
il höfuðsmaður, er allþekkt per-
sóna í Frakklandi. Vegna sér-
stakrar þjálfunar sinnar var hann
gjarnan kvaddur á vettvang, þeg-
ar glæpamenn eða hryðjuverka-
menn höfðu náð gísium á sitt
vald, og síðar var honum falið að
stjórna sérstakri deild í forseta-
höllinni, sem sá um baráttu gegn
hryðjuverkamönnum. Sú deild
var að lokum leyst upp eftir ýmis
hneykslismál og deilur við innan-
ríkisráðherrann, og skýrði Barril
þá frá afstöðu sinni í þessum mál-
um í bók, sem vakti töluverða at-
hygli.
Fréttaskýrendum ber saman
um að Laurent Fabius, forsætis-
ráðherra Frakklands, hafi tekið
mikla pólitíska áhættu, þegar
hann skýrði frá því í fyrradag að
Hernu, fyrrverandi landvarna-
málaráðherra, bæri ábyrgð á
sprengjutilræðinu við „Rainbow
Warrior" ásamt Lacosta, fyrrver-
andi yfirmanni leyniþjónustunn-
ar. Telja menn að hann hafi gert
þetta til að verja sig og Mitter-
rand forseta, en svo virðist sem
menn leggi ekki trúnað á orð
hans, og telji að hann hafi sjálfur
vitað um málið miklu fyrr en
hann vill viðurkenna. Vikuritið
„L’Express" hefur einnig
gagnrýnt að þeir, sem skýrðu frá
málinu, skuli hafa verið ákærðir,
en hinir, sem földu sannleikann
eins og þeir gátu fyrir stjórninni
og öðrum, skuli alls ekki hafa
verið teknir á beinið.
Eftir að hafa viðurkennt þátt
sinn í sprengjutilræðinu gegn
„Rainbow Warrior“ hafa Frakk-
ar einnig samþykkt að greiða
þeim skaðabætur, sem urðu fyrir
tjóni þegar skipið sökk. Portú-
galskur ljósmyndari, sem var
tveggja barna faðir, lét lífið í
„Rainbow Warrior".
Frakkar
Geta nú
framleitt
nifteinda-
sprengjur
París - Franski herinn hefur í
fyrsta skipti staðfest opinber-
lega að i kjarnorkuvopnakerf-
inu, sem verður tilbúið árið
1992, verði nifteindasprengj-
ur. Þessar fréttir birtust í opin-
beru tímariti hersins, og sögðu
heimildarmenn að samkvæmt
þeim kynnu Frakkar að verða
fyrstir til þess að setja þessi
umdeildu vopn upp í Vestur-
Evrópu.
Þeir sögðu einnig að tilraunir
með þessi vopn væru nú á loka-
stigi. Nifteindasprengjan á að
bana fólki með mikilli geislun án
þess að valda tjóni á mann-
virkjunr. Ekki hefur enn verið
skýrt frá neinni pólitískri ákvörð-
un um að framleiða þessi vopn og
koma þeim upp.
Bandaríkjamenn framleiða
nifteindasprengjur, en þeir
geyma þetta hafurtask heima hjá
sér, vegna útbreidds ótta við að
hætta á allsherjarkjarnorkustyrj-
öld kunni að aukast verði það sett
upp í Evrópu. Að sögn áætlana-
gerðarmanna Atlantshafsbanda-
lagsins eiga þessar sprengjur að
vernda Vestur-Þýskaland gegn
hugsanlegri skriðdrekaárás úr
austri.
Aðalþáttur þessa nýja kjarn-
orkuvopnakerfis Frakka verður
hinar svonefndu „Hades“-eld-
flaugar, sem heita eftir guði
dauðra í grískri goðafræði, og
munu þær koma í staðinn fyrir
Plútó-eldflaugar, sem franski
herinn hefur haft til umráða í tut-
tugu ár. Að sögn tímaritsins eru
hinar nýju eldflaugar þrisvar
sinnum langdrægari en hinar fyrri
og fara auk þess miklu hraðar.
Tékkneskir riUiöfundar
gagmýna stjóm landsins
Vínarborg - Tékkneskir útlagar
í Vínarborg fengu frétta-
mönnum í hendur í gær skjal,
sem sjö kunnir tékkneskir rit-
höfundar höfðu samið, og var
stjórn Tékkóslóvakíu þar borin
þeim sökum að hún væri að
eyðileggja „allt mikilvægt gildi
sjálfstæðrar þjóðmenningar".
Skjalið var ætlað menningar-
málaráðstefnunni, sem halda á f
Búdapest næsta ár og er fyrsta
ráðstefnan um Helsinkisáttmál-
ann sem haldin er austantjalds.
Rithöfundarnir, þeirra á meðal
nóbelsverðlaunahöfundurinn
Jaroslav Seifert, héldu því fram,
að stefna stjórnarinnar í menn-
ingarmálum, síðan innrásin var
gerð 1968, hefði verið jafnvond
og stefna stalínska tímabilsins byrjuðu að brjóta miskunnar-
upp úr 1950 eða enn verri. „Þeir laust niður öll þau fyrirbæri
sem komust þá til valda rufu allt menningarlífsins, sem voru ekki í
andlegt samhengi þjóðarinnar og samræmi við stjórnmálakröfur".
REUTER
Umsjón:
EÍNAR MÁR JÓNSSON
London
Dollarinn á niðurieið
Lœgsta staða síðan í mars 1984
London - Dollarinn heldur
áfram að síga, og í gær var
hann lægri en hann hefur
nokkurn tíma verið síðastiiðið
eitt og hálft ár.
Þessi lækkun dollarans hófst
eftir að Bandaríkjamenn, Japan-
ir, Vestur-Þjóðverjar, Bretar og
Frakkar höfðu gert með sér sam-
komulag á sunnudaginn um að
samræma aðgerðir sínar í fjár-
málum, og hefur dollarinn nú
fallið um átta af hundraði
gagnvart japanska jeninu á tæpri
viku. Talið er að Japansbanki
hafi mjög stuðlað að því að fella
dollarann á gjald-
eyrismörkuðum, og sig hans í gær
varð eftir að japanskur banka-
maður hafði lýst því yfir að doll-
arinn væri enn of hár gagnvart
jeninu.
Þegar bankar lokuðu í Japan í
gær, var dollarinn seldur á 222,80
jen, en í Evrópu lækkaði hann
enn, og var að lokum kominn
niður í 219,40 jen. Það er lægsta
staða hans síðan í marsmánuði
1984.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9