Þjóðviljinn - 27.09.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 27.09.1985, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur 27. september 1985 221. tölublað 50. örgangur DJOÐVIUINN Skattadeilan Banabiti ríkisstjómarinnar Finnur Ingólfsson formaður SUF: Skattaágreiningurinn getur orðið þessari ríkisstjórn aðfalli. Leggjum að þingflokki að halda stóreignaskatti til streitu. Nota á skattakerfið til tekjujöfnunar. Agreiningurinn í skattamálun- um gæti að mínu mati hugsan- lega orðið banabiti þessarar ríkis- stjórnar. Mér fínnst full ástæða til að ganga út úr þessari ríkis- stjórn ef Framsóknarflokkurinn kemur hugmyndum sínum í skattamálum ekki í framkvæmd, sagði Finnur Ingólfsson formað- ur Sambands ungra Framsóknar- manna og aðstoðarmaður Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra og varaformanns Fram- sóknarflokksins í samtali við Þjóðviljann í gær. „Ráðherrar Framsóknar- flokksins voru andsnúnir því að leggja söluskatt á matvæli og komu í veg fyrir að það yrði gert en Sjálfstæðisflokkurinn beygði þá þegar kom að stóreignaskatt- inum. Samband ungra Fram- sóknarmanna hefur lagt fram til- lögur um að leggja á sérstakan stóreignaskatt, leggja söluskatt á allt, þarmeð talin matvæli, og auka skattaálögur á þá sem hæst- ar tekjurnar hafa. Við höfum lagt að þingflokki Framsóknarflokks- ins um að leggja fram frumvarp á þingi um að lagður verði á stór- eignaskattur og ég er sammála Stefáni Guðmundssyni alþingis- manni um að Framsóknarflokk- urinn hafi óbundnar hendur hvað þetta snertir. Ef slíkt frumvárp verður lagt fram hef ég þá trú að það verði gert af einurð og þá er ekki ólíklegt að fari að draga til tíðinda innan stjórnarinnar, þar sem vitað er að Sjálfstæðismenn eru andvígir slíku. Það er eitt af grundvallaratriðunum í stefnu- skrá Framsóknarflokksins eins og allra annarra flokka utan Sjálfstæðisflokksins, að nota skattakerfið til að jafna lífskjörin í landinu. Ef flokkurinn heldur stóreignaskattinum ekki til streitu eru þingmenn á vissan hátt að bregðast þessu grundvallaratr- iði, nema eitthvað annað í fjár- lögum muni réttlæta að leggja stóreignaskattinn til hliðar. Þing- menn flokksins verða að vera reiðubúnir að mæta harðvítugri andstöðu Sjálfstæðismanna ef stóreignaskatturinn fer inn á þing. Hvaða leiðir viljið þið ungir Framsóknarmenn fara að því markmiði að nota skattakerfíð til jöfnunar lífskjara í landinu? „Við viljum leggja söluskatt á allt, afnema allar undanþágur. Tekjurnar sem þannig fengjust inn væri síðan hægt að nota til að endurgreiða því fólki sem við verst lífskjör býr, t.d. með barn- abótum. I stað þess að afnema tekjuskatt viljum við auka álögur á þá sem mestar hafa tekjurnar. Það eru gloppur í þessu tekju- skattskerfi, en þær er hægt að leiðrétta í stað þess að afnema kerfið eins og það leggur sig. Síð- ast en ekki síst má nefna stór- eignaskattinn, sem við leggjum mikla áherslu á“, sagði Finnur. -gg Bókmenntir Konráð skrifaði eigið dánarvottorð Ný bók með bréfum Konráðs Gíslasonar í útgáfu Aðalgeirs Kristjánssonar Þessi útgáfa á sér nú langan aðdraganda“ sagði Aðal- geir Kristjánsson skjalavörður í samtali við Þjóðviljann í tilefni þess að út er komin bók með bréfum Konráðs Gíslasonar próf- essors og eins Fjölnismanna og sá Aðalgeir um hana cn Stofnun Árna Magnússonar á Islandi gef- ur út. „Ég kynntist þessum bréfum fyrst í Kaupmannahöfn 1955 þar sem ég dvaldi í nokkur ár og þá þegar vaknaði með mér sú löngun að gefa bréfin út. Ég gaf svo út úrval úr bréfunum í smárit- um Menningarsjóðs, bók sem heitir Undir vorhimni. En önnur verk töfðu fyrir, ég var upptekinn við bréf og ævisögu Brynjólfs Péturssonar til ársins 1972. Þá gat ég einbeitt mér að því verki að safna bréfum Konráðs og skrifa þau upp. En það gekk ákaflega illa að fá þetta útgefið og bréfin eru búin að liggja hjá fleiri en einum útgefenda, sem allir hafa heykst á þessu. Það varð svo Árnastofnun sem tók við bréfunum og gaf út, enda má segja að Konráð hafi átt svo- litla hönk upp í bakið á þeirri stofnun, því hann arfleiddi hana að öllum sínum eigum og gögn- um. Það er nú margt bæði merki- legt og skemmtilegt í bréfum Konráðs, því hann tók upp á ýmsu og var mjög fyndinn í bréfum. En meðal annarra gagna frá honum þá má sjá að hann rit- aði með eigin hendi sitt dánar- vottorð og miðað við rithöndina þá hefur það verið skrifað a.m.k. nokkrum árum fyrir dauða Kon ráðs.Hann hefur ekki treyst kell- ingunni, - ráðskonunni og ein- ungis skilið eftir dagsetninguna til útfyllingar og mér sýnist sem það muni hafa verið Guðmundur Þorláksson sem hefur stælt rit- hönd Konráðs, en hann vakti yfir honum í andlátinu. En það vantar auðvitað bréfin til Konráðs. Þau þyrfti að gefa út, en nú eru þau til sum hver hér og þar í bókum. Það kemur m.a. í ljós að Konráð skrifaðist á við marga merkustu fræðimenn þessa tíma, og hefur verið tengi- liður við þá. En Konrad Maurer er ekki í þeim hópi, enda skrifað- ist hann á við Jón Sigurðsson. Það lætur nærri að Konráði hafi ekki verið jafn illa við nokkurn mann eins og Jón Sigurðsson, þegar verst lét og í bókinni eru m.a. bréf frá Konráði til Jóns þar sem hann er að skrifa Jóni og spyrja hvað líði ákveðnu verki, einungis til þess að angra hann vegna þess að hann vissi vel að Jón hafði ekkert gert í þessu“. -pv Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður með bókina nýju innihaldandi bréf Konráðs Gíslasonar. Ljósm.: Sig. Bókaþing Niðurfelling söluskatts! Bókaþing 1985 haldið í Borgar- nesi um helgina skorar á ríkis- stjórn íslands að fella niður sölu- skatt af íslenskum bókum og stuðla þannig að því að bækur geti að nýju skipað þann sess sem þeim ber í íslensku þjóðlífí. Þetta segir meðal annars í á- lyktun bókaþings 1985 sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Fé- lag íslenskra bókaverslana stóðu fyrir í Borgarnesi um síðustu helgi. Á þinginu var staða bókar- innar skoðuð frá fjölmörgum hliðum. Meðal annarra ályktana var skorað á ríkið að draga ekki greiðslu til handhafa höfundar- réttar vegna fjölföldunar í skól- um. Gerðardómur féll í því máli í maí 1984 og var ríkissjóður dæmdur til að greiða 11,2 milljónir króna. Þá var samþykkt að stofna samtök sem hafi það að markmiði" að vinna að sameigin- legum hagsmunamálum þeirra er starfa við bækur og bókaútgáfu. -aró Tónlist Islendingur hlýtur bandarískan styrk Hljómborðsleikarinn Kjartan Valdimarsson, Reykholti í Mosfellssveit hefur hlotið 1400 dollara námsstyrk frá Berklee tónlistarskólanum í Boston, fyrir námsárið ’85-’86. Styrkurinn er veittur árlega þeim nýju námsmönnum skólans sem sýnt hafa bestan árangur á tónlistarsviðinu hverju sinni. í fréttatilkynningu segir að Kjart- an sé vel metinn einleikari með jasshljómsveitum bæði í Reykja- vík og New York og hafi sýnt ótvíræða hæfileika sem tónlistar- maður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.