Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 1
HEIMURINN MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Hagkaupshöllin Rfkissjóður kom til bjargar Fjármálaráðherraborgaðinœr40milj. áborðiðfyrir 1100 ferm. áfengisútsölu. Fjármálaráðherra lagði nær 40 miljónir á borðið fyrr í sumar þegar hann ákvað að kaupa eitt stærsta verslunarplássið í nýju Hagkaupshöllinni í Kringlumýri undir áfengisútsölu. Þessi kaup voru ákveðin eftir mikinn þrýsting frá ýmsum forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins á fjármálaráðherra, til að bjarga Hagkaupsmönnum fyrir horn með nýbygginguna en nær ekkert hafði gengið fram að því að selja versiunarpláss í höllinni. Eftir að fjármálaráðherra gekk frá þessum kaupum hefur verið mikill skriður á byggingunni og nær allt verslunarrýmið er að verða uppselt. Sam- kvæmt upplýsingum fasteignasala er verslunar- plássið í Hagkaupshöllinni það dýrasta sem þekkist hérlendis og kostar ferm. allt að 70 þús. kr. en við Laugaveginn kostar hver ferm. í verslunarhúsnæði á bilinu 20-50 þús. kr. eftir staðsetningu. Sjá nánar fréttaskýringu um Hagkaupshöllina bls. 2. Fjársvik Vikið úr starfi hjá SS Fyrrum framkvstj. Blindrafélagsins sagt upp hjá SS. Fyrrum framkvæmdastjóra Blindrafélagsins sem kærður hef- ur verið fyrir miljóna fjárdrátt úr sjóðum félagsins á liðnum árum hefur verið vikið úr starfi hjá Sláturfélagi Suðurlands. „Þegar ég hafði fregnir af því að þessi maður væri hér í vinnu þá fannst mér sú starfsráðning óráðleg eins og hans mál standa. Ég geri það sjaldan að grípa inn í mannaráðningar en mér fannst þetta mál vera sérstaks eðlis“, sagði Jón H. Bergs forstjóri Slát- urfélagsins í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Mál framkvæmdastjórans fyrr- verandi hefur verið til athugunar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins undanfarna mánuði en eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá er þetta fjársvikamál mun um- fangsmeira en menn héldu í fyrstu. Skýrsla rannsóknarlög- reglunnar verður send saksókn- ara á næstu dögum. -Ig. Vestmannaeyjar ísfélagið semur Samkomulag hefur tckist milli ísfélags Vestmannaeyja og þess farandverkafólks sem hjá frysti- húsinu vinnur í þeirri deilu sem staðið hefur yfír að undanförnu milli farandverkafólks og frysti- húsanna í Vestmannaeyjum. Fæðiskostnaður verður ekki lækkaður en allur aðbúnaður verkafólksins bættur til mikilla muna og sættir farandverkafólk- ið sig við þá lausn enda var að- búnaður þess eitt af deilumálun- um. Vinnslustöðin og Fiskiðjan neita hinsvegar öllum samning- um og er margt af farandverka- fólki sem hjá þessum stöðvum starfaði þegar farið uppá land, en hinir fara nú um helgina, að sögn Sævars Halldórssonar varafor- manns Verkalýðsfélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum. Heimamenn eru flestir argir útí farandverkafólkið og eru á móti þeim kröfum sem það hefur gert um lægri fæðiskostnað og mun það spila inní þvergirðingshátt Vinnslustöðvarinnar og Fisk- iðjunnarí garð farandverkafólks- ins. -S.dór Nóbel Friðarsamtök fá friðarverðlaun I gær tilkynnti norska Nó- belsnefndin að hún hefði ákveðið að veita Samtökum lækna gegn kjarnorkuvá friðarverðlaun Nó- bels í ár. Á baksíðu laugardags- blaðsins segir frá þessum atburði og rætt er við Ásgeir Haraldsson formann íslandsdeildar samtak- anna. —ÞH Sjá baksíðu. Blaðamennska Til hamingju Guðjón! „Þetta er mikill heiður og óvæntur“, sagði Guðjón Frið- riksson blaðamaður á Þjóðviljan- um eftir afhendingu móðurmáls- verðlauna blaðamanna úr Minn- ingarsjóði Björns Jónssonar rit- stjóra í gær. Guðjón hlaut viðurkenning- una, 25 þúsund krónur, fyrir „góðan stíl og ljóðrænar mannlífsmyndir". Hannertíundi handhafi verðlaunanna og hinn fyrsti í rúman áratug. Aðrir verð- launamenn frá stofnun sjóðsins árið 1943 eru: Karl ísfeld, Loftur Guðmundsson, Helgi Sæmunds- son, Bjarni Benediktsson, Matt- hías Johannesen, Indriði G. Þor- steinsson, Skúli Skúlason, Magn- ús Kjartansson og Eiður Guðna- son. Guðjón Friðriksson hefur starfað við Þjóðviljann í rúman áratug og sinnt þar ýmsum störf- um, skrifað fréttir, stýrt Sunnu- dagsblaði, annast menningarmál og athugað mannlíf í dálki sínum Bœjarrölti. Hann er nú í leyfi við önnur ritstörf. Þjóðviljinn óskar Guðjóni innilega til hamingju með verðs- kuldaða viðurkenningu. —m Sveinn Skorri Höskuldsson afhendir Guðjóni verðlaunin í gær. „Þetta er hávaðasöm tíð stórra orða og fyrirsagna", sagði Sveinn Skorri. „Öll ofnotkun orða kallar á gengisfall þeirra, og þá er gott að leggja eyrum við lágværari tóni, Ijóðrænni og sannari. Slíkan tón í máli og stíl á Guðjón Friðriksson". Mynd: Sig. Vestmannaeyjar Heimablöðin þegja Gunnar Kári blaðamaður á Fréttum hefur sagt upp störfum þarsem einn eigenda blaðsins vildi hafa hönd íbagga meðþvíhvað hann skrifaði um mál farandverkafólks væri frjálst og óháð en það kom í ljós þarna sá algildi sannleikur að ef blaðamaður skrifar um eitthvað sem eigandanum ekki líkar, þá á hann tveggja kosta völ að kyngja blaðamannsheiðri sín- um eða hætta og ég valdi síðari kostinn, sagði Gunnar í samtali við Þjóðviljann í gær. Þess má geta að lokum, að þessi eigandi Frétta er fram- kvæmdastjóri Samfrost hf. -S.dór að vekur athygli að hvorugt vikublaðanna í Vestmanna- eyjum, Dagskrá eða Fréttir hafa sagt stakt orð um þá deilu sem verið hefur uppi milli farand- verkafólks og fiskvinnslustöðv- anna í Vestmannaeyjum. I fyrra- dag gerðist það svo að blaðamað- ur af Fréttum Gunnar Kári Magnús sagði upp störfum vegna þess að einn af eigendum blaðsins settist að honum og vildi hafa hönd í bagga með því hvernig hann segði frá málinu og hvað hann segði. Sló í brýnu milli þeirra, sem endaði með því að Gunnar sagði upp. Ég hafði fylgst vel með málinu frá upphafi og ætlaði að skrifa frétt um það, þegar þessi eigandi settist að mér og vildi hafa hönd í bagga með skrifum mínum. Ég leit á þetta sem algert vantraust á mig og sagði upp eftir snarpa orðasennu við manninn. Ég hef staðið í þeirri trú að þetta blað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.