Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 15
Þrír Smith-fjölskyldumeðlimir: Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir önnum kafin við - að Ijúga? Þjóðleikhúsið Með vifið í lúkunum Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu ó föstudag Föstudaginn 18. október frumsýnir Þjóðleikhúsið breskagamanleikinn Með víf ið í lúkunum eftir Ray Co- oney. Árni Ibsen hefur þýtt leikinn, Benedikt Árnason er leikstjóri, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir gerði leikmynd og búninga og Kristinn Daníelsson annaðist lýs- inguna. Með hlutverkin í sýning- unni fara Örn Árnason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Skúlason, Randver Þor- láksson og Þorgrímur Einarsson. Þjóðleikhúsið sýndi „Með vífið í lúkunum“ í leikför um Norður- og Austurland á liðnu sumri og tókst sú leikför með miklum ágæt- um. Með vífið í lúkunum er farsi eins og breskir farsar gerast best- ir. Það er í rauninni illmögulegt að segja nokkuð um innihald þessa gamanleiks án þess að eyði- Íeggja ánægjuna fyrir væntan- legum áhorfendum. Þó er óhætt að láta þess getið að í leiknum segir af all óvenj ulegri uppákomu í Smith-fjölskyídunni, sem býr í London. Heimilisfaðirinn, hann John Smith, er svo óheppinn að fá höfuðhögg og þá kemst lög- reglan að því- fyrir hreina slysni - að það er eitthvað meira en Íítið gruggugt við Smith-fjölskylduna. John Smith neyðist þá til að grípa til örþrifaráða og verður að beita allri sinni kænsku við að ljúga fjölskyldu sína út úr vandræðun- um, en lyginni fylgir sá ókostur eins og fyrri daginn, að hún skapar fleiri vandamál en hún leysir. Loks er ástandið orðið svo slæmt og flækjan orðin svo flókin og lyfavefurinn orðinn svo þétt- riðinn, að aumingja John Smith neyðist til að ljúga sig út úr lyg- inni líka og þá fyrst hættir lögregl- an að trúa honum, og það er held- ur engin lygi. Satt að segja þá veit enginn hvað snýr upp og hvað snýr niður þegar upp er staðið - og það er ef til vill besta lausnin fyrir Smith-fjölskylduna furðu- legu. Frumsýningin verður sem fyrr segir föstudaginn 18. október, önnur sýning verður sunnudag- inn 20. október og þriðja sýning þriðjudaginn 22. október. Skammdegi endursýnt Löggulíf frumsýnt í desember Endursýningareru nú hafnar á kvikmyndinni Skammdegi í Nýja bíói í Reykjavík, en aö þeim sýningum loknum liggur leið myndarinnar á kvikmynd- ahátíðir erlendis. Aðalleikararnir i Skammdegi hlutu mikið lof fyrir frammistöðu sína, en myndin fjallar um þrjú systkini sem búa saman á Vest- fjörðum á jörð sem athafnamenn fyrir sunnan vilja kaupa og nota undir fiskeldisstöð. Systkinin vilja hvergi fara en þá kemur til skjalanna mágkona þeirra sem er búsett erlendis en á hálfa jörðina. Hún kemur til landsins og vill selja sinn hluta, jafnvel þótt það þýði að systkinin verði að hrökkl- ast burt. Hún kemur vestur í svartasta skammdeginu og eftir að hún kemur fara dularfullir at- burðir að gerast. Ragnheiður Arnardóttir leikur aðkomustúlkuna, en systkinin )rjú leika María Sigurðardóttir, Hallmar Sigurðsson og Eggert Þorleifsson. Handrit myndarinnar er eftir Þráin Bertelsson og Ara Kristins- son sem einnig annaðist kvik- myndatöku. Tónlist er eftir Lárus Grímsson, en hljóðið við mynd- ina er unnið í Dolby-Stereo. Framleiðandi fyrir Nýtt líf er Jón Hermannsson en Þráinn Bertels- son er leikstjóri myndarinnar. Hjá Nýju lífi er nú unnið af kappi við eftirvinnslu á fjórðu kvikmynd fyrirtækisins, sem heitir Löggulíf og er sjálfstætt framhald kvikmyndanna Nýtt líf og Dalalíf. Löggulff verður frum- sýnd í Nýja bíói laugardaginn 21. desember næstkomandi. í aðal- iilutverkum eru Karl Ágúst Olfs- son og Eggert Þorleifsson og einnig Lilja Þórisdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Flosi Ólafsson, Sigurveig Jónsdóttir, Guðrún Stephensen, Bríet Héðinsdóttir og Rúrik Haraldsson. Aftdáendur Alþýðuleikhússins mega hafa sig alla við að fylgjast með hvar sýningar á Ferjuþulum Valgarðs Egilssonar fara fram. Verða næstu sýningar í Gerðubergi á sunnudag kl. 20.30 og á mánudag kl. 17.00. Alþýðuleikhúsið hefur ekki lagt flakkið alveg á hilluna því hópurinn er eftir sem áður tilbúinn til að f lytja sýninguna á vinnustaði, skóla eða aðrar stofnanir. þ.e. hvert sem fólk vill fá sýninguna. Skrifstofa Alþýðuleikhússins er i litlum skúr við Óðinsgötu og þar er miðasala allan sólarhringinn i sima 15185 og svo auðvitað á sýningarstað. Ferjuþulur eru um 40 mínútur i flutningi og miðinn kostar 250 krónur. I að 80-150 manna veisi- u'rnar og árshátiöirnar eru haldnar á Hótel Hofi . að veislumaturinn, kaffið, 'meðlætið og þaö allt er til reiöu? þér er óhætt aö eöa koma og fá upþ- hringja lýsingar? RAUÐARÁRSTIG 18 SÍMi 28866 að viö eigum Minning Berent Magnússon fæddur 26. desember 1899 - dáinn 5. okt. 1985 í dag, laugard. 12. okt., verður til moldar borin frá Hvalsnes- kirkju einn elsti og þekktasti bóndi á Suðurnesjum, Berent í Krókskoti, og verður lagður við hlið konu sinnar, Kristínar, sem dó fyrir 18 árum síðan. Ber- ent átti skammt í 96 ára afmæli sitt, og fyrir svo sem tveim árum síðan sáum við vinir hans fátt því til fyrirstöðu að hann gæti orðið 100 ára, svo ern var hann þá enn. Þau hjón eignuðust 7 börn, sem öll komust til fullorðinsára, en tvö þeirra eru nú látin. Eftir lifa 5 börn, sem hafa eignast 16 afkomendur, en barnabarna- börnin eru enn fleiri, og hann gladdist síðustu árin einlæglega yfir afkomendahópnum. Um það leyti sem Kristín dó, var hann farinn að draga mjög úr búskaparumsvifum, og hætti með öllu skömmu síðar. Enn dvaldi hann þó um skeið í Krókskoti, og annaðist Indíana dóttir hans heimilið, þótt hún ætti þar mjög óhægt um vik; og til hennar í Keflavík flutti hann frá Króks- koti og dvaldi um nokkurt skeið, þar til hann fór að elliheimilinu Garðvangi í Garðinum. Þar átti hann góða vist til æviloka, og var þakklátur sambýlisfólki sínu, sem margt voru góðir vinir hans og gamlir sveitungar, en þó ekki síst starfsfólkinu þar, sem annað- ist hann vel, og þó best síðustu mánuðina sem hann lifði. Þau Berent og Kristín stofnuðu fyrst heimili í Reykjavík, en fluttu árið 1919 suður í Krókskot, og tók hann þar við búi af móður sinni, og keypti jörðina. Næstu 20 ár stundaði hann bæði sjó- mennsku og fiskverkun jafnframt búinu, en síðar búskapinn ein- göngu. Um tíma hafði hann all - stórt búpg ávallt afurðagott, svo efni voru sæmileg, enda var farið vel með alla hluti. Kristín var dugleg kona og einbeitt, komin af góðum bændaættum undan Eyja- fjöllum, og hefði hvar í sveit sem var verið talið rnikil búkona, þrifin og umhyggjusöni, og sem betur fór gat hún í Krókskoti rækt þá höfðingslund sem henni var meðfædd. Og þar, sem á öðrum sviðum voru þau hjón samhent. Það er auðvelt að lýsa í fáum orðum skapferli Berents. Hann var fremur fámáll, og jós ekki skoðunum sínum yfir aðra. En greindur þótti hann og kíminn; verkalýðssinni var hann eindreg- inn, og þá allmjög af „gamla skólanum" mundu margir segja, og þá kanski með öðrum orðum. Hann starfaði að ýmsum málum bæði fyrir sveitarfélag og kaupfé- lag, og vann þar af alhug, eins og reyndar að öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Berent var fram á áttræðisald- ur vel á sig kominn líkamlega, og andlega til síðasta dags. Hann gaf sér tíma til að hvílast og lesa, þeg- ar annir daganna gáfu honum grið. Kynslóð hans er nú öll til moldar gengin, en vinir hans og afkomendur sakna góðs föður, afa, langafa, og ekki síst tengda- föður. Við munum öll heiðra minningu hans, - og þeirra hjóna, meðan okkur endist aldur. Jón Einarsson. Laugardagur 12. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.