Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 5
INN SÝN Hann byrjaði ekki glæsilega ferill hinnar nýju ríkisstjórnar, ef menn leyfa sér að tímasetja byrj- un hennarsl. þriðjudag. Svo virð- ist sem forsætisráðherra hafi gerst ósannindamaður eða þá hitt að um svo hrapalegan mis- skilning hafi verið að ræða af hálfu Þorsteins Pálssonar og Steingríms Hermannssonar, að stappar nærri skilningsleysi. En hvar eru mörkin milli misskilnings og mistaka? Eru hér á ferðinni mistök sem munu kosta hina nýju skipshöfn rúmið fyrr en varir? Og hverjir eru þá höfundar mistakanna? Ekki fer hjá því að flokksmenn þeirra Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar muni telja þá ábyrga fyrir mistökunum, - jafnvel þótt þeir vísi til óvæntra tiltækja Al- berts Guðmundssonar fráfarandi fjármálaráðherra. Þeir kynntust Albert ekki í vikunni, - þeir hafa þekkt hann lengi, lengi. Þeir hafa enga afsökun. Fjandsamlegt andrúmsloft Hvort sem hér er á ferðinni „misskilningur" eða ósannindi, þá er hitt ekki síður umhugsunar- vert með hvaða hætti samskipti innan ríkisstjórnarinnar og Sjálf- stæðisflokksins eru, - eftir til- kynningu um breytingar á stjórn- inni alveg eins og áður. Það hefur ekkert breyst í því efni. Formað- ur Sjálfstæðisflokksins og tilvon- andi fjármálaráðherra „mis- skilur" (amk.) flokksbróður sinn og samstarfsmann um mjög mikilvægt atriði. Og annað til; að flokksbræðurnir og samstarfs- mennirnir treysta hver öðrum ekki betur en svo, að þeir þurfa að kalla til vitni um samræður sín á milli. Áttar fólk sig á því að hér er um væntanlega samráðherra að ræða? Þannig er ljóst, að and- rúmsloftið innan ríkisstjórnar- innar verður þegar frá upphafi hið fjandsamlegasta. Það mun auðvelda harðvítugri stjórnar- andstöðu á alþingi að veita ríkis- stjórninni aðhald og steypa henni þegar þar að kemur. ekki sé hægt að koma á neinum nauðsynlegum breytingum „á ís- lensku stjórnkcrfi og pólitík í samstarfi við Framsóknarflokk- inn“. Það er í meira lagi undarlegt hvernig leiðtogi nýkrata hamast við að undanskilja Sjálfstæðis- flokkinn - láta eins og sá flokkur hafi ekki verið við stjórnvölinn. Auðvitað er öll efnahagspólitík í landinu á ábyrgð beggja stjórnar- flokkanna. Og þó Framsókn sé vondur flokkur, þá er Sjálfstæðis- flokkurinn ekki síður við stjórnvölinn í landinu. En hvaða tilgangi þjónar þessi framsetning Jóns Baldvins? Einhverjir gætu haldið að þetta væri einungis rödd formannsins og Alþýðuflokkurinn væri allur á öðru máli, hann vildi vinstra sam- starf og einhvern valkost við sam- stjórnir Sjálfstæðisflokksins. En því er ekki að heilsa. í fréttavið- tali útvarpsins við Eið Guðnason í fyrrakvöld tók hann í sama streng og Jón Baldvin; Alþýðuflokkur- inn er hættur við að leggja fram vantrauststillögu á stjórnina, sem samþykkt var að gera í Borgar- nesi á dögunum. Þetta væri ný stjórn sem ætti að gefa tækifæri! Hvað er að gerast? Er Alþýðu- flokkurinn að biðla enn á ný til Sjálfstæðisflokksins? Það er alla- vega erfitt að draga aðra ályktun en þá að niðurskurðarhugmyndir Þorsteins, sem eiga eftir að velgja „kröfugerðarhópum" undir ugg- um eins og hann segir sjálfur muni njóta stuðnings kratanna. Saman hafa Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðufíokkurinn á þingi ekki meirihluta til að koma fjár- lagafrumvarpinu í gegn, en í slíkri stöðu hefði Framsóknarflokkur- inn góða og gilda ástæðu til að slíta stjórnarsamstarfinu. Reiði fólksins Þó Alþýðuflokkurinn láti eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki komið nærri ríkisstjórninni og að það sé komin „ný“ stjórn, þá veit. almenningur betur. Og byrjun Þorsteins Pálssonar í vik- unni með „misskilninginrí' bend- ir ekki til þess að neitt hafi breyst. Þetta er sama stjórnin. Oskar Guðmundsson. í ræðu sem Þorsteinn Pálsson hélt á Varðarfundi í fyrrakvöld kallaði hann mjög á „samstöðu og einingu" innan Sjálfstæðis- flokksins þannig að hann óttast átökin framundan í flokknum í kjölfar stólavíxlanna. Ekki má gleyma því að innan Sjálfstæðisflokksins er formaður flokksins að fara inn í ríkisstjórn- ina á efnislegum pólitískum for- sendum. Þær forsendur eru sam- kvæmt réttlætingarkenningum valdamannanna, að fjárlögin séu handónýtt plagg. Og vitna þeir til þess, að niðurstöður þjóðhagsá- ætlunar hafi ekki verið ljósar fyrr en eftir að þingflokkurinn hafði samþykkt frumvarpið. Þetta er að sönnu rangt hjá flokksforystu Sjálfstæðisflokks- ins. Þjóðhagsáætlunin er gerð samkvæmt fyrirsögn Þorsteins Pálssonar, Steingríms Her- mannssonar og ríkisstjórnarinnar allrar. Allt frá því í ágústmánuði hafa meginniðurstöður legið ljós- ar fyrir. Páll Pétursson þingflokksformaður Framsókn- arflokksins hefur bent á þetta í blaðaviðtali við DV, enda er það og í samræmi við tíðkuð vinnu- brögð á Þjóðhagsstofnun. Hvað úm það, - á næstunni mun Þorsteinn Pálsson mæla fyrir því frumvarpi sem hann hefur lýst sem gjörónýtu piaggi, og þá munu hefjast ný átök. I fyrsta lagi milli stjórnar og stjórnarand- stöðu og hins vegar milli stjórnar- flokkanna - og það sem meira er innan Sjálfstæðisflokksins. Þessi átök munu snúast um þá hugmyndafræði sem Þorsteinn Pálsson leggur upp með í ráð- herradómi sínum; niðurskurð á niðurskurð ofan. Hótanir Þorsteinn Pálsson er ekki bara formaður Sjálfstæðisflokksins heldur er hann og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands fslands. Úr þeim herbúðum hefur kveðið í síbylju ein lausn allra efnahagsmála síð- an frjálshyggjan komst á skrið; skerið niður félagslega þjónustu, skerið niður velferðarkerfið. Engu er líkara en almannavilji, einnig innan Sjálfstæðisflokks- ins, hafi ekki náð eyrum for- mannsins. Fólk er ekki lengur reiðubúið að fórna neinu af því sem kallað er velferðarkerfi en þetta skilur flokksformaðurinn greinilega ekki - og enn einu sinni er farið á gagnrýnislaust „niðurskurðarflipp". Þorsteinn sagði á Varðarfund- inum í fyrrakvöld samkvæmt frá- sögn Morgunblaðsins, „að hann ætti von á því að kröfugerðarhóp- ar þjóðfélagsins myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir fyrirhugaðan samdrátt ríkisútgjalda". Þetta hljómar allt í fljótu bragði eins og hann ætli að fækka möppudýrum í ráðuneytum, en auðvitað er hér verið að tala um enn eina aðför- ina að menntakerfinu, heilbrigð- iskerfinu, samneyslunni og sam- stöðuþjóðfélaginu. Þetta er hót- un af hálfu Þorsteins um að hann sé til í stríð við fólkið. Millileikur Framsóknar- flokks í umræðum undanfarna daga í gamni og alvöru um stólavíxl og Þorstein Pálsson hefur flokkur nokkur í samstjórn með íhaldinu gleymst. Það er Framsóknar- flokkurinn. Hann hefur kyngt öllu sem frá Sjálfstæðisflokknum hefur komið án þess að hósta eða humma af hræðslu við hugsan- iegar kosningar. En í samhengi við niðurskurð- aráform Þorsteins og Sjálfstæðis- flokksins er rétt að hafa í huga margítrekaðar yfirlýsingar manna í Framsóknarflokknum, til dæmis Páls Péturssonar þing- flokksformanns í viðtali við Þjóð- viljann fyrir skömmu, að hans flokkur þyldi engan frekari niðurskurð á félagslegri þjónustu eða velferð í landinu. Þetta þýðir, þar sem fjárlaga- frumvarpið verður búið til að nýju í meðförum alþingis, að Framsóknarflokkurinn gæti (svona til tilbreytingar) staðið á sinni meiningu. Hann gæti neitað Sjálfstæðisflokknum um þann niðurskurð sem Þorsteinn fer fram á. Vert er að vekja athygli á þeim pólitíska möguleika sem Fram- sóknarflokkurinn hefur til að slíta þessu stjórnarsamstarfi og hugsanlega reyna þannig að vekja traust einhverra sem hafa snúist frá Framsóknarflokknum vegna samsektar hans með Sjálf- stæðisflokknum í niðurskurði og aðför að lýðræðinu og félagslega kerfinu. Ef mál snúast svo, að Fram- sókn ætli að reyna að vera sam- kvæm sjálfri sér í meðförum þingsins á fjárlagafrumvarpinu gæti ný staða skapast. Þá má reikna með að Alþýðubandalag- ið hafi forgöngu á þingi um and- stöðuna við hugmyndafræði niðurskurðarins og að Framsókn- arflokkurinn komi í humáttina, - og öll stjórnarandstaðan, - eða hvað? Hnjáliðamýkt í krötum Nú hefðu menn haldið að Al- þýðuflokkurinn hefði eitthvað lært eftir háloftafylleríið í skoð- anakönnunum fyrr á árinu. Að Jón Baldvin hefði áttað sig á því, af því hann er líka tækifærissinni, að markaðskreddur og niður- skurðarpólitík, svo sem rekin hefur verið af ríkisstjórninni, væri ekki líkleg hér eftir fremur en hingað til, tii að skila árangri, - eða fylgi til krata. En eftir viðbrögðum hans að dæma í Morgunblaðinu í vikunni hefur hann ekki kunnað að draga þá lærdóma af þróun mála und- anfarna mánuði. Þar lofar hann Þorstein og tekur undir niður- skurðarhugmyndafræðina: „Verkefni Þorsteins verður að standa við stefnuyfirlýsingar sjálfstæðismanna um niðurskurð á bákninu. Þá er eins gott að það sitji ekki heimaríkir hundar á hverjum stól, sem fyrst og fremst hugsa um að verja báknið41. Þannig lætur Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins eins og hann sé ákafasti stuðningsmaður niðurskurðar- hugmyndafræðinnr sem Sjálf- stæðisflokkurinn gengur fyrir. Hins vegar lýsir hann því yfir í viðtalinu eins og svo oft áður að stjómin Þetta er sama Laugardagur 12. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.