Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 13
Sjórán Verða ræningjar framseldir? Róm og víðar - ítölsk yfirvöld hyggjast draga sjóræningjana fjóra sem rændu farþega- skipinu Achille Lauro fyrir dóm en bandaríska stjórnin hefur lýst því yfir að hún muni krefjast þess að fá þá fram- selda. Palestínumennirnir eru nú í haldi í herstöð á Sikiley. Eftir að nokkurs ruglings hafði gætt f gær um það hvar ræningj- arnir fjórir væru niðurkomnir bárust bandaríkjamönnum njósnir um að þeir væru um borð í egypskri farþegaflugvél sem fór frá Kaíró í fyrrakvöld áleiðis til Alsír eða Túnis. Bandaríski flug- herinn sendi fjórar herþotur af gerðinni F-14 Tomcat í veg fyrir egypsku vélina og neyddu þær flugstjóra hennar til að lenda á sameiginlegri herstöð ítala og bandaríkjamanna í Sigonella á Sikiley. Yfirmaður herlögreglunnar í Sigonella sagði fréttamönnum að ræningjamir hefðu verið settir í gæsluvarðhald í herstöðinni. Bettino Craxi forsætisráðherra Ítalíu sagði að öðrum farþegumj vélarinnar yrði gert að mæta fyrir rétt sem vitni. Meðal þeirra er sagt að sé Abul Abbas leiðtogi Friðarverðlaun Reagan forseti á næsta leik Genf - Heiðursforsetar Sam- taka lækna gegn kjarnorkuvá, læknarnir Bernard Lown frá Bandaríkjunum og Jevgení Tsjazof frá Sovétríkjunum, voru í Genf í Sviss að halda upp á flmm ára afmæli samtak- anna þegar þelm var borin fréttin um að samtökin hefðu fengið friðarverðlaun Nóbels. Þeir glöddust að sjálfsögðu og féllust í faðma og Lown sagði við blaðamenn: „Við læknar bjóðum upp á einfaldan lyfseðil... Hættið öllum kjarnorkusprengingum. Við gleðjumst yfir því að sovét- menn skuli hafa hlustað á okkur og hætt að sprengja", sagði Lown og vísaði þar til fimm mánaða stöðvunar sovétmanna á til- raunasprengingum. „Bandaríkjamenn hafa nú gullið tækifæri til að stöðva vopnakapphlaupið með einu pennastriki. Ég vona að landar mínir taki frumvkæðið sem býðst þeim og stöðvi tilraunaspreng- ingar um alla framtíð. Reagan forseti á leikinn núna og enginn annar. Hann getur núna stöðvað þróun sem gæti orðið byrjunin á endalokunum. Það er engin ástæða til að hætta ekki tilrauna- sprengingum núna. Sem læknar lýsum við því sem forgangsmáli", sagði Bemard Lown. PLF sem ræningjarnir voru fé- lagar í. Maður sem lét ekki nafns síns getið en kvaðst tala fyrir hönd PLF las í síma yfirlýsingu frá samtökunum fyrir starfsmenn fréttastofu í Beirut. Þar sagði að enginn hefði verið drepinn um borð, ítölsk yfirvöld voru hvött til að sleppa PLF-mönnunum fjór- um og Bandaríkjastjórn var vöruð við því að ef hár yrði skert á höfði þeirra myndu Bandaríkin þurfa að greiða það dýru verði. Samningar eru í gildi milli ítala og bandaríkjamanna um framsal sakamanna en talið er ólíklegt að bandaríkjamönnum verði ágengt í því að fá fjórmenningana fram- selda. í fyrsta lagi var afbrot þeirra framið um borð í ítölsku skipi og þar með innan ítalskrar lögsögu. í öðru lagi eiga fjór- menningarnir yfir höfði sér dauðarefsingu í Bandaríkjunum en hún hefur verið afnumin á ítal- íu. Egypska stjórnin mótmælti ráni egypsku farþegavélarinnar í gær og kvaðst harma atferli Bandaríkj amanna. Thatcher hefur úhyggjur af atvinnuleysi Blackpool - Breski forsætis- ráðherrann, Margaret Thatc- her, ávarpaði í gær íhalds- menn á lokadegi flokksþings- ins sem staðið hefur í Black- pool þessa viku. Þar sló hún þvf föstu að stjórn hennar hygðist ekki veita fjármagni ríkisins til þess að efla atvinnulífið og draga úr atvinnuleysi. „Okkur er stundum sagt að fólk gæti hugsað sér að búa við meiri verðbólgu og minna atvinnuleysi. En það er ekki hægt að velja á milli verðbóigu og atvinnuleysi“, sagði Thatcher og bætti því við að atvinnuleysi ylli henni og samráðherrum hennar miklum áhyggjum. í ræðu sinni réðist Thatcher harkalega að Verkamanna- flokknum sem hún kvað vera á valdi vinstri öfgamanna auk þess sem flokkurinn vildi veikja varnir landsins. REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Einvígi Minn elskulegi Tolja er í vöm Adorjan hinn ungverski rœðir við áskorandann Kasparof þegar heimsmeistaraeinvígið er hálfnað. Kasparof: Vil ógjarnan rœða fyrirbærið C.ampomanes Gríski dómarinn Vladas Mikenas setur klukkuna í gang í fyrstu einvígisskák þeirra Kasparofs (t.v.) og Karpofs í Tsjaíkofskí-höllinni í Moskvu. Austur f Mosvku er nú háð einvígi um heimstmeistaratitilinn í skák þar sem þeir etja kappi sovétmennirnir Anatolí Karpof heimsmeistari og áskorandinn Garrí Kasparof. í dag, laugardag, verður 15. skákin af 24 tefld í Tsjaíkofskí- salnum og staðan fyrir hana er jöfn: báðir keppendur eru með 7 vinninga. Haldist sú staða óbreytt, þ.e. verði keppendur jafnir að loknum 24 skákum, heldur Karpof titlinum en Kasparof verður að hafa amk. '/2 vinning í forskot til þess að verða yngsti heimsmeistari skáksögunnar, aðeins 22 ára gamall. Það er ekki vanalegt að keppendur í svo mikilvægu einvígi gefi blaðamönnum kost á viðtali meðan á því stendur. Það sjaldgæfa gerðist hins vegar þegar einvígið var hálfn- að að áskorandinn Kasparof féllst á beiðni ungverska skákmeistarans Andras Adorj- an um viðtal og birtist það í þýska blaðinu Welt am Sonntag í byrjun vikunnar. Hér verður gripið niður í spjalli þeirra Adorjan og Kasparofs á nokkrum stöðum. Fyrirbærið Campomanes Kasparof segir að vissulega sé það ekki vanalegt að gefa viðtöl í miðju einvígi og stafi það einkum af því að keppendur eru ekkert æstir í að kalla yfir sig truflanir í svo krefjandi viðureign. „Þess vegna vil ég ógjarnan segja álit mitt á fyrirbærum á borð við Florencio Campomanes forseta Al- þjóðaskáksambandsins FIDE. Ég hef eytt nógu mikilli orku og of miklum tíma í að útkljá öll þessi fáránlegu ágreiningsmál sem upp hafa komið. Þau tóku mestallan tíma minn fyrir einvígið og voru reyndar ekki útkljáð fyrr en þremur dögum áður en það hófst. Fyrir bragðið gat ég ekki einbeitt mér af neinu viti að skákinni fyrr en í fimmtu eða sjöttu skák.“ Eftir að hafa rætt um undirbúning áskor- andans fyrir einvígið spyr Adorjan hvernig honum líði þegar það er hálfnað. Hef haft frumkvæðið „Takk, mér líður virkilega vel, og það segi ég ekki bara til að sýnast bjartsýnn í fjölmiðlum. Mér finnst ég vera líkamlega vel á mig kominn og þakka það íþróttaæf- ingum sem voru liður í undirbúningnum. Mér finnst að í þessu einvígi eins og í því fyrra (sem var háð sl. vetur og endaði með því að Campomanes sleit því að ósk Karp- ofs) hafi mér tekist að ráða ferðinni í flest- um skákunum. Ég var sammála aðstoðar- mönnum mínum um að mér bæri að sýna varkámi í byrjun einvígisins, það var álykt- unin sem við drógum af gangi fyrra einvígis- ins (þá ætlaði Kasparof sér um of og var fjórum vinningum undir eftir 9 skákir). En hvað gerist? Eg tek mig til og vinn fyrstu skákina án teljandi áreynslu! Sennilega hef- ur enginn orðið meira undrandi en ég á þessari draumabyrjun. í annarri skákinni hafði ég einnig fmmkvæðið og var nærri því að komast í 2-0, en þegar mest gekk á sást mér yfir ýmis afbrigði sem hefðu getað tryggt mér sigurinn. Eftir það snemst hlut- irnir við og eftir jafntefli í þriðju skák var mér í þeirri fjórðu refsað fyrir rangt stöðu- mat. Og fimmtu skákinni tapaði ég eftir gróf mistök sem kostuðu mig dýrmætt peð á miðborðinu og þar með alla von um sigur. En í 7., 9. og 10. skák náði ég alltaf betri stöðu. 110. skákinni gerðum við báðir ýmis mistök og hún lognaðist út af í jafntefli. En það hefur ósköp lítið upp á sig að ergja sig yfir glötuðum tækifærum. Ég get ekki gert kröfu til þess að heppnin sé alltaf með mér. Keppnisskákir á þessu plani eru mikið puð, og þegar málið snýst um sjálfan heimsmeistaratitilinn gerir maður sig óhjá- kvæmilega sekan um ónákvæmni og mis- tök. Og þau mistök eru oft þannig að það er ekki hægt að útskýra þau með ónógri þekk- ingu á sjálfri skákinni heldur eiga þau sér sálrænar ástæður. Það er eina skýringin sem ég hef á því hvers vegna mér hefur ekki tekist að kreista nema hálfan vinning út úr hverri skákinni á fætur annarri þótt ég hefði sterkari stöðu og prýðisgóða sóknarmögu- leika. En ég held áfram að nudda og ég verð þess var að minn elskulegi Tolja (Tolja er stytting á Anatolí) er kominn í vörn.“ - En í 11. skákinni tókstþér að sigra, segir Adorjan. „Já, en það hafði nú legið í loftinu í heila viku. Og nú þegar 12 skákir eru eftir finnst mér ég eiga góða möguleika á að verða næsti heimsmeistari.“ Skákborðið eini vígvöllurinn í lokin á viðtalinu kvaðst Kasparof vera mjög ánægður með að nú væri einvígið háð í sönnum íþróttaanda. „Ég er viss um að hver sem úrslitin verða þá muni gervallur skák- heimurinn njóta ávaxtanna af erfiði okkar: þeirra skáka sem við teflum í Tsjaíkofskí- salnum. Og þegar allt kemur til alls er það einmitt það besta sem við skákmeistarar getum lagt af mörkum til heimsfriðarins: með því að etja kappi án blóðsúthellinga á 64 reitum veitum við fagurt fordæmi. Ég á mér þann stóra draum að einn góðan veður- dag verði skákborðið eini vígvöllurinn í heiminum,“ sagði áskorandinn Garrí Kasparof. - ÞH endursagði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.