Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 9
MENNING Tónlist Norrœnir tónlistardagar 1986 Akureyri Listahátíð eyfirskra kvenna Á norrænu tónlistardögunum sem haldnir verða í Reykjavík haustið 1986 verða flutt um 40 verk stór og smá eftir nor- ræn tónskáld. Þar á meðal eru þrjú íslensk tónverk eftir Atla Ingólfsson, HafliðaHallgríms- son og John Speight. Norrænir tónlistardagar eru stærsta hátíð norrænnar tónlistar og haldnir annað hvert ár í ein- hverri höfuðborg Norðurlanda. Yfirdómnefnd tónlistardaganna sem einn fulltrúi frá hverju landi skipa, valdi tónverkin sem flutt verða úr 130 verkum sem samin hafa verið á Norðurlöndum síð- ustu tíu árin. Eyfirskar konur ætla að leggja sitt af mörkum til að gera loka- ár kvennaáratugar eftirminni- legt og munu meðal annars taka sér frí frá störfum 24. okt- óber til að ræða kjör sín og úrbætur þar sem þeirra er þörf. Þetta segir meðal annars í frétt a- bréfi Samstarfshóps ’85 og „til að vekja ærlega athygli á konum og þeirra verkum verða vikurnar á undan ýmsar sýningar á list kvenna aðallega eyfirskra. Flest- ar verða sýningarnar síðustu vik- una fyrir kvennafrídaginn, 19,- 24. október. Á sýningunum munu konur einnig koma fram og flytja tónlist, lesa ljóð og fremja gjörninga. Punkturinn yfir i-ið verður svo kvennafrídagurinn sjálfur. Þá verður opið hús í Al- þýðuhúsinu á Akureyri frá kl. 9 um morguninn. Ýmislégt verður þar til skemmtunar og fróðleiks en hápunkturinn verður fundur um kjör kvenna. í dag opnar fyrsta sýningin sem er einkasýning Þóru Sigurðar- dóttur í Dynheimum. Sýningin opnar kl. 14 og flytja konur tón- list við opnunina. Bœkur Sjósókn Jón Thorarensen Innesjamenn SJÓSÓKN Endurminningar Erlends Björnssonar útvegsbónda, formanns, sjósóknara og hreppstjóra á Breiðabólsstöðum á Álftanesi. 2. út- gáfa. Nesjaútgáfan Reykjavík 1985. Nýlega er komin út 2. útgáfa endurminninga Erlends Björnssonar á Breiðabóls- stöðum á Álftanesi, en fyrsta útgáfa kom út árið 1945, en mun nú löngu uppseld. Skrá - setjari er séra Jón Thoraren- sen. Séra Jón er svo kunnur áhuga- mönnum um þjóðlegan fróðleik, að óþarft er að kynna hann sér- staklega, enda hafa bækur hans jafnan notið mikilla vinsælda. Séra Jón segir svo í formála: „Það var dr. Jón E. Vestdal, sem kom til mín nokkru eftir að ég fluttist til Reykjavíkur og vakti máls á því við mig, hvort ég væri fáanlegur til þess að skrifa endur- minningar föður síns, Erlends Björnssonar, hreppsstjóra á Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Ég vissi, að Erlendur var gam- all og reyndur útvegsbóndi og formaður. Ég fann við nánari íhugun, að þetta var gott tækifæri fyrir mig, til þess að auka við þekkingu mína á hinni gömlu út- gerð, því að sjálfur er ég alinn upp við hana hjá fósturforeldrum mínum í Kotvogi. Auk þess hafði ég safnað þjóðháttum frá sjávar- störfum frá 1927 og notið þar ömmu minnar, Herdísar Andrés- dóttur skáldkonu og Odds Odds- sonar, fræðimanns á Eyrarbakka og Hjalta Jónssonar, skipstjóra í Reykjavík, en báðir stunduðu þessir tveir síðastnefndu og fróðu menn sjóróðra fyrir aldamótin síðustu frá æskusveit minni í Höfnum á Suðurnesjum.“ Séra Jóni hefur svo sannarlega tekist að semja mjög fróðlega bók um sjósókn horfinna kyn- slóða, og þar með hefur hann forðað frá glötun þýðingarmikl- um þáttum úr atvinnusögu þjóð- arinnar. Séra Jón býr yfir frá- sagnarhæfileikum, sem fáum eru gefnir, og ég lagði annað lesefni frá mér, meðan ég las þessa bók. í bókinni eru fjölmargar mynd- ir af því fólki, sem kemur við sögu. Auk þes prýða bókina teikningar af veiðarfærum og ýmsum búsáhöldum, skinnskóm o.fl. eftir listmálarana Eggert Guðmundsson og frú Marianne Vestdal. Guðmundur Benjam- ínsson klæðskerameistari hefur gert snið af skinnklæðum. Síðast en ekki síst vil ég benda á tvö kort, sem Steinþór Sigurðsson mag. scient. hefur gert af býlum á Álftanesi og af fiskimiðum í Fax- aflóa. Ég vil færa séra Jóni bestu þakkir fyrir þessa ágætu bók um leið og ég hvet fróðieiksfúsa les- endur um lífskjör og atvinnuhætti horfinna kynslóða til að eignast bókina og lesa. Sigurður Baldursson Starfsemi Kanaríklúbbsins hefst í nóvember með sérlega hagstæðum ferðatilboðum. Nú er stutt í að starfsemi hefjist í einum skemmtilegasta klúbbi landsmanna. Tilgangur starfsins verður enn sem áður að njóta lífsins á Kanaríeyjum og vegna hagstæðra fargjalda má búast við blómlegu starfi í vetur. Sértilboð á fyrstu ferðum 13. nóvember er fyrsta brottför í 5 vikna ferð. Verð pr. mann í tvíbýli er aðeins kr. 35.000.- og í þríbýli kr. 32.270.-. 20. nóvember er önnur brottförin í 4 vikna ferð, verð pr. mann í þríbýli í þá ferð er aðeins kr. 29.700.- og í tvíbýli kr. 32.000.-. í báðum ferðunum er heimkoma 17. des. Gist verður í hinum vinsælu smáhýsum San Valentino Park á Playa del Inglés. Verðdæmi fyrir hjón með eitt barn, 2-6 ára: aðeins kr. 27.180,- pr. mann í 5 vikna ferð (án flugvallarskatts). Beint í sólina í beinu leiguflugi í brottförunum 13. og 20. nóv. er flogið út í áætlunarflugi en heim í leiguflugi. Eftir það bjóðum við bæði ferðir í áætlunarflugi um London og beinu leigu- flugi. Beint út og beint heim! Þeir sem þekkja leiguflugið vita hve þægilegt það er að þurfa ekki að millilenda og skipta um vél. smátíma fyrir sóiböðin! Kynnisferð- irnar, skemmtanimar, íþróttirnar og veitingahúsin taka jú sinn tíma. Frábær fararstjórn Fyrir reynda Kanarífugla nægir að segja að Auður Sæmundsdóttir og Klara Baldursdóttir séu farar- stjórar. Nýir félagar Kanarí- klúbbsins mega treysta því að Auður og Klara eru sérlega hjálpsamar og gera vel við sína. Það er beðið eftir okkur á Kanarí Veðurguðirnir hafa verið varaðir við komu okkar. Hótelin eru stífbónuð og fægð. Ströndin og sjórinn hreint yndisleg, svo nú er ekki til setunnar boðið. í vetur verða höfuðstöðvar Kanarí- klúbbsins á Playa del lnglés. Þar geta allir fundið gistingu við sitt hæfi á einhverju hótelanna eða í smáhýs- um. Á Playa del Inglés eru ótæm- andi möguleikar á útiveru og dægra- styttingu - mundu bara að gefa þér Mikill afsláttur fyrir börn og unglinga Nú geta heilu fjölskyldurnar gengið í klúbbinn því fjöiskylduafsláttur er óvenju mikill. Börn á aldrinum 2-6 ára greiða aðeins kr. 19.000.-, 7-11 ára fá kr. 6.500 - í afslátt og börn og ungiingar 12-16 ára fá kr. 4.500.- í afslátt. Brottfarir í leiguflugi eru 17. des., 7. jan., 28. jan., 18. feb., 11. mars og 1. apríl. lnnifaiið í verði er flug (án flugvallar- skatts), gisting, ferðir að og frá flug- velli á Kanarí og fararstjóm. ÚRVAL ÚtsÝm Samvinnuferdir-Landsýn FLUGLEIDIR Gott fólk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.