Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kauphækkun handa öllum! Þjóöin er vægast sagt aö veröa agndofa yfir skrípaleiknum í ríkisstjórninni. Dag eftir dag verða menn vitni að innbyrðis óöld og illdeilum. Ráðherrarnir segja eitt í dag og annað á morg- un, og virðast treysta fjölmiðlum mun betur fyrir gjörningum sínum helduren hvoröðrum. Sam- skiptaörðugleikarnir eru slíkir, að Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Al- bert Guðmundsson fráfarandi fjármálaráðherra virðast með engu móti geta gert sig skiljanlega hvorn við annan. Menn á þeirra bæ virðast ekki lengur geta talað við hvorn annan nema annað hvort í dylgjutón og undir rós, eða þá með tveimur hrútshömum. Þannig lýsir Þorsteinn því yfir, eftirá, að hann hafi „misskilið" Albert varð- andi kauphækkun opintserra starfsmanna, og er auðvitað að gefa í skyn að Albert hafi farið á bak við hann. Sama er uppi á teningnum hjá Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra. Hann lýsir því blákalt yfir, að það sé rangt hjá Albert Guð - mundssyni.að hann hafi gert sér grein fyrir þeim launahækkunum sem um var að tefla í samn- ingnum við BSRB. Þessa ásökun heldur forsæt- isráðherra fast við, þrátt fyrir að Kristján Thor- lacius, vammlaus verkalýðsforingi, lýsi því yfir að hann hafi heyrt Albert skýra forsætisráð- herra frá samningum. „Ég var staddur inni hjá fjármálaráðherra Albert Guðmundssyni þegar hann ræddi við Steingrím Hermannsson og skýrði honum frá því að við værum að skrifa undir samninga og ég fullyrði að Steingrímur Hermannsson gaf samþykki sitt fyrir því að gengið yrði frá samningnum". Þetta voru orð Kristjáns Thorlacius í Þjóðviljanum í gær. Málið er einfaldlega það, að formenn stjórn- arflokkanna gerðu sér ekki grein fyrir því, að auðvitað myndu réttlátar hækkunarkröfur ann- arra verkalýðssamtaka fylgja í kjölfar BSRB- hækkunarinnar. Þegar þær kröfur komu svo fram braust fram svo mikil reiði á meðal niður- skurðarmanna í báðum stjórnarflokkunum sem halda að það sé lausn allra mála að halda laununum sem allra lægstum, að Þorsteinn og Steingrímur gripu til þess lúalega ráðs að halda því fram að þeir hefðu annaðhvort „misskilið“ Albert Guðmundsson, eða þá hann hafi farið á bak við þá. Sér er nú hver hreystin í þeim hetju- bræðrum! Hitt er aftur lýsandi fyrir ástandið undir þess- ari ríkisstjórn, að þegar fólk fær loksins lúsar- hækkun, þá lýsir formaður stærsta stjórnmálaflokksins því nánast yfir, að það hafi verið „misskilningur". Er það bara ekki misskiln- ingur að vera yfirleitt að borga fólki iaun? Það mætti helst ráða af málflutningi Sjálfstæðis- flokksins í dag. Auðvitað er það fullkomlega sjálfsagt mál, að sú kauphækkun sem BSRB-menn fengu nú, gangi yfir alla launþega í landinu. Kjararýrnunin er orðin svo ofboðsleg fyrir tilstilli núverandi stjórnvalda, að menn eru einfaldlega að kikna. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ og Björn Þórhallsson varaforseti ASÍ hafa allir sett fram þau viðhorf opinberlega, að sjálfsagt sé að félög innan ASÍ fái sömu leiðréttingu á launum og BSRB. Það er í hæsta máta eðlilegt að taka undir þá kröfu. Réttmæti hennar sést ef til vill best þegar kaupmáttur í dag er skoðaður með tilliti til kjarasamninganna sem gerðir voru síð- asta vor. Þá var gert ráð fyrir ákveðnum verð- lagsforsendum og ákveðinni kaupmáttarþróun. Þær forsendur standast hins vegar ekki í dag. Kaupmátturinn í dag er nefnilega tveimur prósentum lægri en hann á að vera sam- kvæmt samningunum í vor. Þess vegna er fullkomlega réttmætt, að öll verkalýðshreyf- ingin fái sömu kauphækkun og BSRB fékk, og það undir eins! - ÖS. Ó-ÁLfT NOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergman, össur Skarphéðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson. Frótta8tjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. litlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Siaríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrif8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbrelðslustjórl: Sigríður Pótursdóttir. Auglýslngastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglý8ingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. I AfgreiÖ8lustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýslngar, ritstjórn: Siðumula 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.