Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 6
 ÍÞRÓTTIR Atta lands- leikir hér í desember! Alþjóðlegt mót í janúarlok Það verða háðir hvorki meira né minna en 8 A-landsleikir hér á landi í desembermánuði. Lands- lið Vestur-Þjóðverja, Spánverja og Dana koma hingað - Vestur- Þjóðverjar leika 3 leiki 6.-8. des- ember, Spánverjar tvo 13. og 15. desember og Danir þrjá 27.-29. desember. Þá vefrða hér á landi fimm landsleikir í janúar og febrúar. Alþjóðlegt mót verður haldið í tilefni af 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar og þar taka þátt ís- land, Frakkland, Bandaríkin og Pólland. Mótið hefst 31. janúar og lýkur 2. febrúar. Norðmenn koma svo hingað um miðjan febr- úar og leika þrjá landsleiki. Það er lokaátakið fyrir heimsmeistar- akeppnina í Sviss sem hefst í iok febrúar. Þarna eru ótaldir fimm leikir sem landsliðið leikur í Danmörku 15.-19. janúar. Þá tekur það þátt í Baltic-keppninni og andstæðing- arnir þar verða án efa sterkir að vanda. -VS Kristján Arason og félagar í landsliðinu í handknattleik hafa í meira en nógu að snúast fram yfir heimsmeistarakeppnina í Sviss. England Gray rekinn Eddie Gray var í gær rekinn úr starfi sem framkvæmdastjóri en- ska 2. deildarliðsins Leeds Unit- ed. Leeds hefur enn ekki unnið heimaleik í 2. deildarkeppninni í haust þrátt fyrir að liðinu hafí verið spáð góðu gengi og er í 14. sæti deildarinnar. Gray hefur verið í herbúðum Leeds um árabil. Hann var leik- maður á „gullöld“ félagsins fyrir 10-15 árum og tók síðan við sem framkvæmdastjóri. Honum hef- ur ekki tekist að koma Leeds á réttan kjöl eftir að liðið féll í 2. deild og nú var biðlund stjómar- mannanna á þrotum. - VS. Eddie Gray. V-Þýskaland Jafntefli í Dusseldorf Einn leikur var leikinn í vest- og Schalke gerðu þá jafntefli í ur-þýsku Bundesligunni í knatt- Dússeldorf, 1-1. spyrnu í fyrrakvöld. Dússeldorf 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. október 1985 Handbolti Jón Ámi nýr í hópi Bogdans Leikið viðþrjú „íslendingalið“ ogtekiðþáttísterku alþjóðlegu móti Einn nýliði er í landsliðshópn- um í handknattleik fyrir keppnis- ferðina til Vestur-Þýskalands og Sviss sem hefst í næstu viku. Það er hornamaðurinn Jón Árni Rún- arsson úr Fram, reyndur leik- maður sem lék fjölmarga ung- lingalandsleiki fyrir nokkrum árum. Landsliðshópur Bogdans Jón Árni Rúnarsson - nýliöi í landsliðinu. Einn nýliði er í vestur-þýska landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir HM-leikinn við Portúgal næsta miðvikudag - Thomas Al- lofs frá Kaiserslautern. Allofs, bróðir hins kunna Klaus Allofs bjá Köln, er í hópi markahæstu leikmanna Bundesligunnar og hefur gert 7 mörk í fyrstu 10 leikjunum. Uwe Rahn frá Munchen- gladbach er valinn í hópinn á ný en hann missti sæti sitt fyrir leikinn við Svía á dögunum. Hópurinn er skipaður eftir- töldum leikmönnum: Markverð- ir: Toni Schumacher og Uli Stein. Aðrir leikmenn: Klaus Augent- haler, Thomas Berthold, Andre- as Brehme, Karlheinz Förster, Mathias Herget, Ditmar Jakobs, Karl Allgöwer, Hans-Peter Bri- egel, Felix Magath, Norbert Mei- er, Uwe Rahn, Olaf Thon, Thomas Allofs, Pierre Littbar- ski, Frank Mill, Karl-Heinz Rummenigge og Rudi Völler. Vestur-Þjóðverjar eru þegar komnir í lokakeppni HM en þeir hafa aldrei tapað leik í undan- keppni HM - eina þjóðin í heimi sem getur státað af slíku - og er mikið kappsmál að halda því. Allt bendir til þess að Karl Allgöwer, miðjumaðurinn snjalli frá Stuttgart, leiki nú sinn fyrsta landsleik í þrjú ár. Hann er mark- ahæstur í bundesligunni með 9 mörk og hefur aldrei leikið betur. Kowalczyks er annars þannig skipaður: Markverðir: Brynjar Kvaran, Stjörnunni Einar Þorvaröarson, Tres de Mayo Kristján Sigmundsson, Víkingi Aðrir leikmenn: Alfreð Gíslason, Essen Atli Hilmarsson, Gunsburg Bjarni Guðmundsson, Wanne-Eickel Geir Sveinsson, Val Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Hans Guðmundsson, Canteras Jakob Sigurðsson, Val Jón Árni Rúnarsson, Fram Kristján Arason, Hameln Páll Ólafsson, Dankersen Sigurður Gunnarsson, Tres de Mayo Valdimar Grímsson, Val Þorbergur Aðalsteinsson, Saab Þorbjörn Jensson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Eins og sjá má koma landsliðs- mennirnir víða að - frá Spáni, Knattspyrna Vignir í Breiðablik Breiðablik, sem vann sér sæti í 1. deildinni í knattspyrnu á dög- unum, hefur endurheimt hinn leikreynda miðjumann Vigni Baldursson. Vignir þjálfaði og lék með Austra á Eskifirði sl. sumar en ætlar að taka sér hvíld frá þjálfuninni og leika í 1. deildinni á næsta keppnistímabili. - VS. „Portúgalar leika með aðeins einn framherja svo það er hægt að bæta við manni á miðjuna. Ekki er verra að geta þá leitað til markaskorara á borð við Allgöwer", segir Franz Becken- bauer landsliðseinvaldur. -VS/Reuter Karate NM um næstu helgi Norðurlandameistaramótið í karate verður haldið í Laugar- dalshöllinni laugardaginn 19. október. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðamót í þessari íþróttagrein er haldið hér á landi. Norðurlöndin hafa verið fram- arlega í karate og á mótinu keppa núverandi og fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistarar. Þetta verður því sterkasta karate- mót sem haldið hefur verið á ís- landi. Finnar, Norðmenn og Sví- ar senda keppendur en Danir verða ekki með - voru heldur ekki meðal þátttakenda á síðasta Norðurlandamóti. Vestur-Þýskalandi og Svíþjóð, og að sjálfsögðu eru enn eftir nokkrir sem leika með íslenskum félögum. Liðið fer út á fimmtudaginn kemur og leikur fyrst þrjá æfinga- leiki við „íslendingalið" í Vestur- Þýskalandi. Gegn Lemgo, liði Sigurðar Sveinssonar, Wanne- Eickel, liði Bjarna Guðmunds- sonar, og gegn Hameln, liði Kristjáns Arasonar. Síðan verður farið til Sviss og tekið þátt í alþjóðlegu móti sem hefst miðvikudaginn 23. október. Þar verður leikið gegn A-liði Sviss, Rúmeníu, Austur- Þýskalandi, Svíþjóð og 21-árs liði Sviss. Liðið mun einnig æfa stíft í ferðinni. -VS Skotland Stúka ber nafn Steins Austurhlið stúkunnar á Hampdcn Park, stærsta knattspyrnuleikvangi Skota sem er í Glasgow, verður gefið nafn Jock Stein, fyrrum landsliðs- einvalds Skota, sem lést í síðasta mán- uði. Stein fékk hjartaáfall rétt fyrir lok HM-lcik Skotlands og Wales í Cardiff. Hann var einn þekktasti og virtasti framkvæmdastjóri á Bret- landseyjum og náði frábærum árangri, bæði með félagslið og lands- Uð. -VS/Reuter Þjálfarar Tveir hjá Sheff. Wed. Tveir knattspyrnuþjáifarar frá ÍK, Helgi Þórðarson og Grétar Bergsson, eru á förum til Englands þar sem þeir fylgjast með æfingum hjá Sheffield Wednesday, Uði Sigurðar Jónssonar. Þeir munu dvelja hjá félaginu um tíu daga skeið. Helgi og Grétar eru báðir þjálfarar yngri flokka hjá ÍK. Firmakeppni ÍK Ljósver vann Ljósver h.f. sigraði Hafskip 1-0 í úrsUtaleiknum í firmakeppni ÍK í knattspyrnu utanhúss sem fram fór á VaUargerðisvelli í Kópavogi 5. og 6. október. Það var sjálfur forstjóri Ljósvers sem skoraði sigurmarkið á lokamínútunum í hörkuspennandi leik. Sex lið komust í undanúrslit keppninnar, auk Ljósvers og Haf- skips voru það Sól hf. Hagvirki, Sparisjóður Kópavogs og Þjóðviljinn. Framarar Herrakvöld Herrakvöld Knattspymufélagsins Fram verður haldið á veitingahúsinu Þórscafé fimmtudaginn 17. október. Margt verður til skemmtunar, heiðursgestur verður Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra og veislustjóri Ragnar Bjarnason. Miðar era víða seldir, m.a. í Framheimilinu við Safamýri, símar 34792 og 35033. AUur hagnaður af herrakvöldinu rennur beint í framkvæmdir við nýja FramheimUið sem senn verður fok- helt. Vestur-Þýskaland Einn nýliði Allgöwer loks í liðinu á ný?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.