Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Kvótinn Nær 200 fiskiskip að stöðvast Ríflegafjórðungurflotans búinn með kvótann eða kominn á hættumörk. 4 togarar búnir og 13 á hœttumörkum Ríflega fjórðungur fiskiskipa- flotans er nú ýmist búinn með fiskveiðikvóta sinn í ár eða komin á svokölluð hættumörk, þ.e. skipin eiga minna en 10% af afla- kvótanum óveiddan. 41 skip er þegar búið með sinn kvóta og 135 skip eru komin á hættumörk. Síldveiðarnar Demantssíld útaf Vestfjörðum Undanfarna daga hafa nokkrir bátar verið að vciða mjög stóra og feita sfld út af Vestfjörðum, sem tæplega getur flokkast undir það sem kallað er Suðurlandssfld. Þessi Vestfjarðasíld er mun stærri og feitari en Suðurlands- sfldin. Þess eru dæmi að sfldarnar áafl verið hálft kfló sem er mjög stór sfld. Þessir bátar landa flestir í Sandgerði og Kcflavík. Annars virðast sfldveiðarnar vera að glæðast og er búið að salta í um 24 þúsund tunnur, sem er um 10% af fyrirframseldri salt- sfld. Sfld hefur verið söltuð á öllum söltunarstöðvum ffá Hornafirði til Vopnafjarðar og sem fyrr segir í Sandgerði og Keflavík. Aðalveiðisvæði sfld- veiðibátanna er nú í Héraðsflóa en í gær veiddist mikið af sfld inní Seyðisfirði út af Brimnesi. - S.dór. aður eða að stöðvast eru 87 frá vertíðarstöðvum suðvestanlands, 17 frá Vestfjörðum, 32 af Norð- urlandi og 21 af Austfjörðum. -lg- Bœkur Bókasafna- vika 1985 Vikuna 14.-20. október verður haldin Bókasafnavika 1985. Til- gangur hennar er að minna á hlutverk bókasafna sem mennta-, tómstunda- og upplýsingastofn- ana. Það er kynningarnefnd bóka- safna sem stendur að þessari kynningu og sér um að skipu- leggja hana á almennum vett- vangi. Hafa í þeim tilgangi verið hönnuð og framleidd veggspjöld, barmnælur, plastpokar og töskur meðal annars með textanum: Ég er bókaormur. Reynt hefur verið að haga því svo að hvert bókasafn taki þátt í vikunni með einhverjum hætti. Fyrir dyrum stendur að endur- skoða lög um almenningsbóka- söfn og þykir því tímabært að koma þeirri tilfinningu að hjá fólki að bókasöfnin komi þeim við. Laugardaginn 19. október kl. 13.30 til 17.30 verður haldin í há- tíðasai Háskóla íslands ráðstefna um málefni Þjóðarbókhlöðu. Ráðstefnan er öllum opin. Að sögn Jakobs Jónssonar hjá Fiskifélaginu eiga einhver af þeim skipum sem eru búin von í viðbótarkvóta frá öðrum skipum en 4 skip sem völdu sóknarkvóta eru alveg stopp. Af togaraflotanum eru 5 búnir með sinn kvóta og 13 aðrir togar- ar eru komnir á hættumörk. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans eru það Akureyrin EA, Drangey SK, Runólfur SH, Sigurfari SH og Hafnarey SU sem eru búin með sinn kvóta. Akureyrin og Drangey eiga von í viðbótar- kvóta, Sigurfari er kominn í eigu Fiskveiðasjóðs og er í slipp en hinir togararnir tveir eru að stöðvast. Af þeim togurum sem eru að stöðvast eru 6 frá Suðvesturlandi, 4 frá Vestfjörðum, 5 frá Norður- landi og 3 frá Austfjörðum. Af bátaflotanum sem er þegar stöðv- Erna Egilsdóttir, María S. Gunnarsdóttir og Hildur G. Eyþórsdóttir eru í kynningamefnd bókasafna. Ljósm.: Sig. Sjálfstœðisflokkurinn Egla en ekki Njála Ummœli Friðriks í öðru samhengi „Það fer ekki vel að setja brennukaflann úr Njálu inní eitthvert átakaatriði í Eglu“, sagði Friðrik Sophusson í tilefni af frétt Þjóðviljans á forsiðu í gær, þar sem sagt var frá ummæl- um hans „Og þá er bara að hætta þessu“ í lok þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins í fyrradag. Friðrik kvað þessi ummæli sín hafa fallið við kollega um allt annað mál og að hann teldi bæði rangt og villandi að setja þessi ummæli í það samhengi sem Þjóðviljinn gerði; nefnilega að blaðið dró þá ályktun að ummæl- in hefðu fallið í tilefni af átökun- um á fundinum um BSRB- kauphækkunina. -óg. Bónussamningur Felldur Bónussamningur VSÍ og VMSÍ var kolfelldur í atkvæðagreiðslu fiskvinnslufólks á Neskaupsstað á flmmtudaginn. í frystihúsinu greiddi enginn atkvæði með samningnum, en þrír seðlr voru auðir. í saltfiskvcrkun hafði samningurinn þó meira fylgi, en felldur engu að síður. Að sögn Sigfinns Karlssonar formanns verkalýðsfélagsins á Neskaupsstað var meginástæðan þess að samningurinn var felldur, sú, að fólkið telur nýtinguna meingallaða. - gg. Útgáfufélag Þjóðviljans Knálegar umræður um stefnu Aframhaldaðalfundi Útgáfufé- lags Þjóðviljans í fyrrakvöld urðu miklar umræður um rit- stjórnarstefnu Þjóðviljans. í lok langs fundar voru samþykktar tvær ályktanir, og eru starfs- mönnum Þjóðviljans í báðum á- lyktunum þökkuð ferskleg vinnu- brögð á undanförnum misserum. Meðal ræðumanna um rit- stjórnarstefnu blaðsins voru Ás- mundur Stefánsson, Hilmar Ing- ólfsson, Kjartan Ólafsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Guðmundsson, Svavar Gestsson og Össur Skarphéðinsson. Um- ræður voru hinar knálegustu, tal- að af hreinskilni og stundum með hita um blaðið, afstöðu þess til Alþýðubandalagsins og verka- lýðshreyfingarinnar, og hlutverk þess sem málsvara og umræðu- vettvangs vinstrimanna. Að fluttri ræðu sinni lagði Ólafur Ragnar fram tillögu þar sem lýst var yfír stuðningi við rit- stjórnarstefnu blaðsins og lögð áhersla á að þröngir stundarhags- munir mættu ekki standa þar í vegi. Nokkrirfundarmanna töldu að afgreiðslu á tillögunni gæti valdið misskilningi og báðu hann að draga tillögu sína til baka. Flutningsmaður varð við þeim tilmælum en síðar á fundinum voru samþykktar tvær aðrar til- lögur svipaðs efnis. I báðum ályktunum er fagnað ferskri ritstjórnarstefnu undan- farið. í annarri er lögð áhersla á víðsýni og hollustu við þær hug- sjónir sem blaðið er málgagn fyrir, og í hinni segir að mikilvægt sé að Þjóðviljinn sé lýðræðislegur vettvangur fyrir umræður og áhugaefni vinstrimanna í landinu. Fyrri tillagan fékk nær samhljóða samþykki, og hin síðari með miklum meirihluta at- kvæða. Á fundinum í fyrrakvöld var kosin stjórn fyrir Utgáfufélagið. Fjögur framboð bárust auk níu- manna tillögu frá uppstillingar- nefnd. Fóru leikar svo að stjórnin er öll skipuð að tillögu uppstill- ingarnefndar, en í varastjórn sitja þeir sem stungið var uppá á fund- inum. í stjórn Útgáfufélagsins eru eftirtaldir, atkvæði innan sviga: Kristín Á. Ólafsdóttir (48), Ólafur Ragnar Grímsson (48), Valþór Hlöðversson (41), Skúli Thoroddsen (39), Svavar Gests- son (38), Kjartan Ólafsson (36), Adda Bára Sigfúsdóttir (30), Helgi Guðmundsson (29), Ragn- ar Árnason (28). Varastjórn skipa: Hilmar Ingólfsson (27), Mörður Árnason (26), Ásmur.d- ur Ásmundsson (20), Guðni Jó- hannesson (20). Á fundinum var ákveðið að stofna sérstaka rekstrarstjórn til ráðuneytis um rekstur blaðsins og málefni starfsmanna. - m. Rauða risið Opið á morgun sunnudag frá kl. 14.00 Silja Aðalsteinsdóttir les úr verkum kvenna. Kvenréttindi - jafnrétti -forrétt- indi. Hvað viljum við? Margrét Björnsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir reifa málin og ræða við kaffihússgesti. Kaffi-menning-kökur-pólitík! Tónlistog fullt af fólki í Rauða risinu Hverfisgötu 105, 4. hæð alla sunnudaga. Húsið opnað kl. 14.00. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.