Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 8
MENNING Kristín Jóhannesdóttir / Islenskar kvikmyndakonur Róska Kristín Pálsdóttir Guðný Halldórsdóttir Margarethe von Trotta Margarethe von T rotta þykir nú einn af athyglisveröustu kvikmyndaleikstjórum í Þýskalandi. Hún er fædd í stríöinu miðju, árið 1942, í Berlín, af rússneskum aðal- sættum í móðurlegg. Kröpp æskukjör, skrifstofuvinna, kynntist kvikmyndaheimi sem ópera hjá franskri fjölskyldu í París. Fórum háskólaí leikhús, giftist og hóf kvik- myndaleik á síðari hluta sjö- unda áratugarins, lék meðal annarsí GrötterderPest ettir Fassbinder. Skildi og tók saman við leikstjórann Volker Schlondorff. Þau unnu í félagi að nokkrum kvikmyndum, meðal annars Glataðri æru Katrínar Blum eftir sögu Heinrich Böll. Hún gerði fyrstu mynd sína árið 1978, Der zweite Erwachen der Christa Klages / Christa Klage vaknar öðru sinni (sýnd á hátíðinni nú). Næstu myndir Margrétar hafa báðar verið sýnd- ar á Listahátíð, Schwestern oder die Balance des Glúcks / Systurn- ar eða hið hverfanda hvel og Die bleierne Zeit / Blýöld frá 1979 og 1981. Síðasta mynd von Trotta er Heller Wahn / Algert óráð, 1981, upphafsmynd hátíðarinnar nú. Hún hefur fengið ýmsa viður- kenningu fyrir kvikmyndir sínar, meðal annars feneyska Gullljón- ið fyrir Blýöldina og helstu kvik- myndaverðlaun vestur-þýsk fyrir Christu Klage. Margrét vinnur nú að nýrri mynd, Rosa L. sem byggð er á ævi þýska sósíalistans Rósu Luxemburg. Agnes Varda Agnes Varda er talin einn merkasti kvikmundurfrakka, og úr upphafshópi nýbylgj- unnar á sjötta áratugnum. Hún fæddist 1934 í Brússel, af grísku faðerni, en ólst upp í fiski- þorpi á suðurströnd móðurlands síns. Eftir háskólanám í bók- menntum og listasögu gerðist hún ljósmyndari hjá Parísar- leikhúsinu TNP, og gerði fyrstu mynd sína 1954, La pointe courte sem vakti mikla athygli kvik- myndamanna en var stimpluð framúrstefna meðal almennings. Agnes vann þrjú ár vestanhafs og gerði þar auk tveggja heimildar- mynda Lion’s Love / Ljónsást árið 1969. Á löngum ferli liggja eftir Agn- esi Varda einungis átta leiknar myndir í fullri lengd, en að auki fjöldi stuttmynda og heimildar- ræmna. Frægasta mynd hennar er frá 1977, L’une chante, l’autre pas / Onnur syngur, hin ekki. Agnes er þess utan margverð- launuð, meðal annars með Gulll- jóninu frá Feneyjahátíðinni. Á Kvikmyndahátíð kvenna verða sýndar eftir hana myndirn- ar Sans toit ni lois / Án þaks, án laga frá þessu ári, Résponse de femme / Svar kvenna (stuttræma, 1975), Ulysse / Ódysseifur (stutt- ræma, 1983) og Daguerrotypes (heimildarmynd, 1975). Kvikmyndir Margarethe von Trotta: Er það ekki eðlilegt að ég geri kvikmyndir um konur? Ljósm.: Sig. Eg er til finninga manneskja segir Margarethe vonTrotta, kvikmyndaleikstjóri og gesturd Kvikmyndahdtíð kvenna „Ég held það hafi verið rétt mynd á réttum tíma“, sagði Margarethe von T rotta kvik- myndaleikstjóri til skýringará verðlaunum og vinsældum fyrstu myndar hennar Önnur vitundarvakning Christu Klages. Margarethe von T rotta er stödd hér á landi sem gestur Kvikmyndahátíð- arkvenna. „Myndin um Christu Klages var sýnd á kvikmyndahátíð í Berlín 1978. Á þeim tíma var frelsun konunnar mikið til umræðu og karlmenn í kvikmyndaheiminum voru tilbúnir til að gefa konum tækifæri. Við vorum tvær konur sem sýndum okkar myndir á hát- íðinni og karlmennirnir hugsuðu sem svo: loksins konur. Pað var því meira rétta stundin heldur en sjálfmyndin. Auk þess vorum við tvær og fengum því jákvæðari viðbrögð en ef við hefðum komið ein og ein. Konur hafa átt erfitt með að koma sér á framfæri sem kvik- myndastjórar sem sést best á því að margar erum við um fertugt þegar við gerum okkar fyrstu mynd en karlmennirnir byrja flestir 25 ára. Það þarf mikið hug- rekki til að koma sér inní þennan heim. Þegar ég fór til Parísar 18 ára gömul og sá myndir eftir Berg- mann, Fellini og Pasolini upp- götvaði ég hvað kvikmyndir gátu verið og var staðráðin í að verða kvikmyndaleikstjóri. En þegar ég kom aftur til Þýskalands blasti það vandamál við mér að konur fengust ekki við kvikmyndaleik- stjórn. Ég varð því að fara króka- leið að markinu gegnum leik- konuferil. Ég gerði sjö myndir í samvinnu við manninn minn Volker Schlöndorf ýmist lék ég í myndunum, skrifaði handrit eða var aðstoðarleikstjóri. En ég vissi hvað ég vildi strax frá byrjun, og það var að sýna konur í öðru ljósi en þær eru sýndar í kvikmynd- um. „Myndir mínar fjalla allar um konur, já. Það er mín veiki, ást- ríða eða hvað á ég að kalla það? Af hverju ætti ég að breyta því? Karlmenn búa alltaf til kvik- myndir um karlmenn og enginn spyr þá af hverju. Er það ekki eðlilegt að ég geri kvikmyndir um konur sem ég þekki og hef auk þess meiri tilfinningu fyrir. Kon- ur þekki ég út og inn en karlmenn aðeins á yfirborðinu. Þegar ég skrifa handrit ákveð ég ekki að úr verði einhver kvenpersóna en innsæi mitt leiðir yfirleitt til þess. Það er líka skylda mín að gera myndir um konur því fáar konur hafa fengið tækifæri til að gera kvikmyndir eða ráða yfir miðli til að tjá sig og ég lít á mig sem full- trúa þeirra.“ Margarethe hefur nýlokið tökum á mynd um Rósu Luxem- burg sem verður frumsýnd í mars á næsta ári. Næsta mynd? „Ég er búin að skrifa handrit en ég veit ekki hvort ég fæ peninga til að kvikmynda. Þegar ég var að vinna að myndinni um Rósu varð ég hrædd við allt það efni sem hlóðst upp og vissi ekki hvað ég ætti að gera við það. Þess vegna ýtti ég því öllu til hliðar og skrif- aði annað handrit, mjög persónu- legt um þrjár konur og karlmenn og eftir að hafa skrifað það var úr mér rokinn allur ótti og ég gat haldið áfram við myndina um Rósu Luxemburg. En það er erf- iðara að gera kvikmyndir núna í Þýskalandi en fyrir tveim til þremur árum. Ástæðan er meðal annars sú að innanríkisráðherr- ann sem einnig hefur fjárveiting- ar til kvikmyndagerðar á sinni könnu er í sama flokki og Strauss og er afskaplega hægrisinnaður svo ég segi ekki afturhaldssamur og lítið hrifinn af þeim kvikmynd- um sem við erum að gera. Hann er til dæmis að reyna að fá sam- þykkt lög sem gerir okkur erfið- ara fyrir að fá peninga til kvik- myndagerðar." Nú hafa myndir þínar hlotið ógrynni verðlauna nema síðasta myndin Hellar Wahn - Algjört óráð. Hvers vegna? „Gagnrýnendur rökkuðu myndina niður. Þeir urðu hrædd- ir þegar þeir sáum hve gífurleg áhrif náin vinátta tveggja kvenna getur haft. Þeim fannst á þá ráðist og svöruðu með því að ráðast á myndina. Vinátta kvennanna í myndinni er meiri og sterkari en þessi venjulega vinátta þar sem konur hittast og tala saman um börnin og bú. Karlmennirnir urðu óöruggir og fylltust þess vegna árásargirni." Þrátt fyrir það eru myndirnar sem þú hefur gert mjög vinsælar. Skýring? „Ég er tilfinningamanneskja og tilfinningar hafa áhrif á áhorf- endur. Á öld tölva, tækni og ein- angrunar hefur fólíc þörf fyrir til- finningar og það er ekki það að ég sé að stæra mig af þessu, ég er bara svona.“ - aró. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Uugardagur 12. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.