Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 14
HEIMURINN LAUSAR STOÐUR HiÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Dagh./leiksk. Rofaborg, nýtt heimili í Árbæ. Fóstru og starfsmannastöður eftir hádegi. Aðstoð í eldhús. Starfsmann í skilastöðu. • Dagh./leiksk. Ösp í Asparfelli. Fóstrustaða allan daginn. Starfsmaður hálfan daginn. • Dagh./leiksk. Hraunborg v/Hraunberg. Starfsmenn allan og hálfan daginn. Afleysingar- fólk. • Leiksk. Barónsborg, Njálsgötu 70. Afleysingafólk. • Leiksk. Árborg, Hlaðbæ 17. Starfsmann eftir hádegi. • Dagh. Völvuborg, Völvufelli 7. Starfsmann hálfan daginn Aðstoð í eldhús. • Dagh. Hamraborg v/Grænuhlíð. Fóstrustaða allan daginn. • Dagh. Vesturborg, Hagamel 55. Fóstrustaða allan daginn. • Fóstra, sjúkraþjálfi eða annað starfsfólk með aðra uppeldislega menntun til þess að sinna börn- um með sérþarfir. Uþplýsingarveitaframkvæmdastjóri og umsjónar - fóstrurá skrifstofu dagvistar í síma 27277 og for- stöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sér- stökum umsóknareyðiblöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 21. október 1985. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboði í að byggja Reykjaæð 1., endurnýjun 4. áfanga, nýr stokkur á brú yfir Elliðaá. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22. október 1985, kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 LAUSAR STÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Uppeldisfulltrúar við Meðferðarheimilið, Kleifar- vegi 15. Upplýsingar veitir Ævar Árnason, aðstoðarfor- stöðumaður, í síma 82615. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 21. október 1985. ái Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboö SÍMI 46711 Indíánakona í Xingu. Brasilía Indíánar læra áróðurstækni Beita ýmsum brögðum til að verja landréttindi sín Eftir að hafa þolað ágang og kúgun hvíta mannsins í fimm aldir eru Indíánar í Amasón-héruðum Brasilíu farnir að læra tækni hans í almannaviðskiptum og beita henni til að reyna að bæta kjör sín. (lok ágústmánaðar buðu þeir í fyrsta skipti þremur ráðherrum úr stjórn landsins til að koma á hina árlegu „kuarap-hátíð", sem er sorgarhátíð fyrir hina látnu, og þegar þeir voru búnir að fá athygli ráðherranna, ráku þeir grimman áróður fyrir landréttindum og vernd svo að þeir gætu varðveitt lífshætti sína. Ekki er seinna vænna, því að nú eru ekki nema um 220.000 indíánar í Brasilíu af þeim fjórum eða sex miljónum, sem voru þar þegar Portúgalir komu fyrst til landsins árið 1500, og verða þeir að heyja harða bar- áttu við kúreka, landnema og landkönnuði til að halda í það litla land, sem þeir ráða enn. Þegar tveggja hreyfla flugvél úr flugher Brasilíu flaug yfir frumskóginn með farþegana í átt til lendingarstaðar í Efri-Xingu, blasti vandamál Indíánanna við augum þeirra: allt í kringum svæði frumbyggjanna voru stórir búgarðar, þar sem' búið var að ryðja allan skóg. Meðal gest- anna, sem voru hundrað að tölu, voru Aluiso Pimenta, menn- ingarmálaráðherra, Ronaldo Dosta Couto, innanríkisráð- herra, og Almir Pazzianotto, at- vinnumálaráðherra. Jose Sarney, forseti landsins, gat ekki verið viðstaddur, en hann sendi tals- mann sinn. Eintrjáningar og segulbandstœki Gestgjafinn var höfðingi Yawalapiti-þorps, Aritana að nafni, sem talaði góða portú- gölsku, og með honum voru einn- ig boðsmenn úr nærliggjandi Indíánaþorpum, þar sem ýmsar ólíkar þjóðir búa. Indíáni einn, sem starfar við menningarmála- ráðuneyti landsins, bauð gestina velkomna og sagði að tilgangur boðsins væri sá að auka virðingu fyrir Indíánum og koma á betri tengslum milli þeirra og stjórnar- innar. Þegar gestirnir komu, var búið að kveikja bál vegna næturksild- ans, böm voru í hengirúmum, en fullorðnir Indíánar voru að mála sig fyrir hátíðina, svo og hvem þann hvítan mann, sem vildi taka þátt.( henni. Þeir gerðu merki á húðina með hörðum trékömb- um, báru á hana gulan lit úr úrúkú-fræjum og dökkan lit úr viðarkvoðu genipap-trés. f hárið settu þeir stundum einnig rauðan lit, svo að það varð stíft. Bandarískur mannfræðingur sagði þessu til skýringar, að það tæki indíána lengri tíma en okkur að verða sparibúnir, en að því loknu virtust þeir enn vera berir. Ættbálkurinn safnaðist saman með miklum ópum og flugelda- sprengingum, og vísuðu gestgjaf- arnir aðkomumönnum til vegar með eldum: nágrannarnir komu í vörubíl, fótgangandi, í eintrján- ingum og á reiðhjólum, og báru sumir þeirra risastór segulbands- tæki, sem virtust ekki í miklu samræmi við annan undirbúning. „Við tileinkum þessa kuarap- hátíð ættbálkum Brasilíu, eink- um hinum gleymdu þjóðum Amason-héraða, og hinum kúg- uðu Patako, Guarani og Kaingang-Indíánum," sagði Yanocula Rodarte, varastjórn- andi Indíánalandsins í Xingu. Sorg og glíma f miðju þorpinu stóðu sex tré- skurðarmyndir, sem áttu að tákna þá, sem látist höfðu á ár- inu, þ.á m. tveggja mánaða dótt- ur Aritana höfðingja. Eftir næt- urlanga sorgarhátíð var myndun- um kastað í fljót til að frelsa sálir hinna framliðnu, svo að þær gætu komist til himna. Þrátt fyrir hátíðina gleymdu indíánarnir ekki ástæðunni fyrir því að þeir höfðu boðið hvítu mönnunum. Einn höfðinginn kvartaði við innanríkisráðherr- ann undan hvítum mönnum sem höfðu ráðist inn í land ættbálksins og vegið menn. „Ég hef ekki bol- magn til að heyja styrjöld,“ sagði hann og benti á að herforingja- stjórnin sem nú hefur farið frá völdum hefði tekið 15 km breitt belti af landareign ættbálksins. Innanríkisráðherrann fullvissaði hann um að hann fengi skaðann bættan. Þegar nýr dagur rann eftir harmagrát næturinnar og ýtinn áróður við ráðherra, breyttist andrúmsloftið: þá átti að hefjast húka-húka glímukeppni og jafn- framt áttu að koma fram í dags- ljósið hreinar meyjar, sem dvalist höfðu allt að þremur árum í ein- angrun. Glímukapparnir þyrluðu upp miklu ryki og veltu hver öðrum um koll með undarlegum skrækj- um. Aritana höfðingi var sigur- vegari, en hvítu gestirnir treystu sér þó ekki til að dæma um, hvort keppnin hafði verið háð í alvöru eða hvort sigur höfðingjans hefði verið ávöxtur pólitískra hrossa- kaupa. Síðan komu menn sem léku á tveggja metra langar flautur og leiddu fram hreinu meyjarnar: þær voru ljósar af innilokun, með afmyndaða ökkla undan hlekkjum og heytuggu á bakhlutanum. „Þetta er aðeins til skrauts,“ sagði indíáni nokkur, „eins og fjaðrir á hatti.“ „Þetta er menningarlegur fjár- sjóður,“ sagði innanríkisráð- herrann, og menningarmálaráð- herrann bætti við „í brasilískum anda“. „Ég er djúpt snortinn,“ sagði atvinnumálaráðherrann. „Nú höfum við séð að indíánar eru hreinir og þurfa rúm til að veiða,“ sagði einn af yfirmönnum þessa Indíánalands, og lofuðu ráðherrarnir, áður en þeir flugu aftur, að í stjórnarskránni, sem semja á næsta ár, skyldi eignar- hald indíána á löndum sínum verða rækilega skrásett. En við ramman reip er að draga þar sem eru námufélög og búgarðs- eigendur: telja þeir að það jafn- gildi „efnahagslegu sjálfsmorði" að leyfa indíánunum að halda þeim löndum sem þeir búa á. (Reuter) 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.