Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 2
Samningsupphæðin við Veitingamanninn hljóðar upp á 1.8 milijónir á mánuði. Það er svipuð upphæð og reksturskostn- aður eldhúss Kópavogshælisins hefur verið á undanförnum mán- uðum.“ Þegar sagði Símon Steingrímsson, formaður Ríkis- spítalanna þegar Þjóðviljinn spurði hann um útboð það sem fram fór nýlega á tilbúnum mat á Kópavogahælið. Gengið var að tilboði Péturs Sveinbjarnarsonar í Veitingamanninum h.f. Aðspurður um það hvers vegna hefði þá gengið að þessu tilboði Péturs sagði Símon að Eldhúsið á Kópavogshæli væri ekki nógu gott. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar sagði að eld- húsið hafi verið úrelt, þar hefði einnig verið ákaflega kalt og vinnuaðstaðan hefði verið orðin ömurleg. Fólk hefði lengi vel iifað í von um að til kæmi nýtt eldhús. Reist hefði verið nýtt hús til þeirra not. Aldrei hefði hins vegar komið til að sú nýbygging væri notuð undir nýtt eldhús. Á endanum hefði nýbyggingin verið tekin undir iðjuþjálfun, en eldhúsið hefði hins vegar drabbast niður. Aðalheiður sagði að nú væri búið að loka eldhúsinu og hefðu kon- unum sem störfuðu þar verið boðið annað starf en ekki hefðu allar þáð það. IH/ÁI Þarf nokkurn kvóta þegar skip- in stöðvast? FRETTIR Kópavogshœlið Utboð á tilbúinn mat var 1.8 miljónir Svipað og rekstrarkostnaður eldhússins hefur verið. Eldhúsið er látið drabbast niður ■TORGIÐ' Séra ðm Bárður fékk Grindavík Séra Örn Bárður Jónsson hef- ur verið kjörinn prestur í Grinda- vík og séra Sigurður Ægisson hef- ur hlotið kosningu sem prestur á Djúpavogi. Atkvæði úr prestkosningum í Grindavík og á Djúpavogi voru talin á Biskupsstofu í gær. í Grindavík voru þrír prestar í kjöri. Séra Baldur Rafn Jónsson hlaut 182 atkvæði, séra Önundur Björnsson hlaut 295 atkvæði og séra Örn Bárður Jónsson hlaut 561. Á kjörskrá í Grindavík voru 1411 og kusu 1039. Kjörsókn á Djúpavogi var því nær 62%. ig- Hraðfrystihús Keflavíkur 900 tonna kvóti keyptur Næg vinnafram í október. 80mannsíhúsi. Merkilegnýjung: námskeið fyrir starfsfólk um vinnsluferilinn Hraðfrystihús Keflavíkur hf keypti nýlega 900 tonna kvóta en togarar fyrirtækisins, Áðalvík og Bergvík, höfðu fullnýtt sína kvóta. Jóhann Arason yfirverk- stjóri taldi þetta myndu nægja til að tryggja atvinnu fram í miðjan nóvember í húsinu, en þar starfa nú um 80 manns. Jóhann greindi einnig frá þeirri nýlundu, að fyrirtækið býður nú starfsfólki sínu upp á námskeið, þar sem greint er frá þýðingu hráfnisgæða og góðra vinnslu, frá markaðssetningu og hvernig var- an er meðhöndluð á markaði og öðru slíku. „Þetta er feyki vin- sælt,“ sagði Hóhann. „Við notum myndbönd frá sjávarútvegsráðu- neytinu, tökum fólkið inn í svona 10 til 12 manna hópum í hvern tíma og menn eru mjög ánægðir með þetta.“ Jóhann kvaðst ekki vita til þess að fleiri hús hefðu slík námskeið í gangi en taldi bráð- nauðsynlegt að fleiri sigldu í kjöl- farið. -ÖS FRÉTTASKÝRING Hagkaupshöllin Albert með 40 miljónir á borðið? Fjármálaráðherra hjálpar litla manninum. Keypti 11 OOferm. undir áfengisútsölu í Hag- kaupshöllinni. Nýbyggingu Á TVR íMjódd- innifrestað ístaðinn. Lífgjöf íhallarœvintýr- ið. Dýrasta verslunarpláss ílandinu Eftir mjög trega sölu og lítinn áhuga meðal kaupmanna á að festa sér verslunarpláss í Hag- kaupshöilinni í nýja Miðbænum fóru hjólin snögglega að snúast ótrúlega hratt og höllin þýtur nú upp úr mýrinni. Ástæðan fyrir þessum skjótu umskiptum er ákvörðun Alberts Guðmunds- sonar fjármálaráðherra að greiða nærri 40 miljónir á borðið til Hagkaups fyrir um rúmiega 800 ferm. pláss undir nýja áfeng- isútsölu í tilvonandi verslunarm- iðstöð. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var hart þrýst á fráfarandi fjármálaráðherra af ýmsum for- ystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins að leggja Hagkaupsmönnum lið með því að fjárfesta í stóru plássi í höllinni. Nær ekkert hafði gengið að selja þá 12 þús. ferm. sem ætlaðir eru undir ýmis konar verslunararekstur og menn voru orðnir svartsýnir á framhaldið og framkvæmdir voru við það að stöðvast. En greiði fjármálaráð- herrann gerði sannarlega sitt gagn. Á aðeins nokkrum vikum er búið að selja um 70% þessara 12 þús. ferm. og eftirspurnin er meiri eftir verslunarplássi en for- ráðamenn Hagkaups höfðu nokkru sinni vonað. „Það er frek- ar að eftirspurnin sé of mikil“, segir Ragnar Atli Guðmundsson en hann hefur yfirumsjón með uppbyggingu Hagkaupshallar- innar. „Salan tók mjög við sér seinni part sumars og því er ekki að neita að kaup ríkisins höfðu veruleg áhrif á söluna“, sagði Ragnar. 5 fotbolta- vellir Hagkaupshöllin verður full- byggð um 28 þús. fer. að gólffleti. Það samsvarar því að raðað væri saman 5 knattspyrnuvöllum, svo menn átti sig betur á umfangi byggingarinnar. Af þessum 28 þús. ferm. fara 6000 ferm. undir yfirbyggð bílastæði. Hagkaup tekur undir eigin starfsemi 7000 ferm. fyrir verslunarpláss sem er helmingsstækkun á þeirri að- stöðu sem fyrirtækið hefur nú í Skeifunni og til viðbótar eru um 3000 ferm. undir skrifstofuhúsn- æði. Þá eru eftir um 12000 ferm. sem er ætlað fyrir aðra verslunar- þjónustu við yfirbyggt markað- storg. Verslunarplássin eru frá 28. ferm. upp í um 800 ferm. og Allt á fullri ferð í Kringlumýrinni og Hagkaupshöllin þýtur upp enda ríkissjóður búinn að leggja fram dágóðan skerf. Mynd. E.ÓI. eitt allra stærsta plássið keypti Albert undir áfengisútsölu og staðgreiddi. En það er ekki að- eins verslunarplássið sjálft sem kaupmenn þurfa að borga fyrir, heldur einnig stóran hluta af sam- eign. Þannig keypti Albert ekki einungis tæpa 800 ferm. undir áf- engisútsölu, heldur samtals um 1100 ferm. með sameign. Öllu frestað í Mjóddinni Það sem vekur undrun á þess- um kaupum fjármálaráðherra er að ríkið stendur sjálft í bygging- arframkvæmdum í Mjóddinni ásamt Pósti og síma en þar á sam- kvæmt fyrri áætlunum að opna yfir 1000 ferm. áfengisútsölu auk þess að vera með lager fyrir ÁTVR. Þjóðviljinn fékk það staðfest í fjármálaráðuneytinu fyrir skömmu að búið væri að slá framkvæmdum í Mjóddinni á frest, vegna þess að mönnum hefði boðist svo gott og heppilegt húsnæði í Hagkaupshöllinni! Oýrasta verslunarplássið Kaupverðið í Hagkaupshöll- inni er langt yfir því sem almennt þekkist með fokhelt verslunar- húsnæði á góðum verslunarstöð- um annarsstaðar í borginni. Fast- eignasalar sem Þjóðviljinn hefur haft samband við segja að Hag- kaupsmenn selji sitt húsnæði allt að helmingi hærra verði en þekk- ist annars staðar. Snorri Olsen fulltrúi í fjármálaráðuneytinu ját- aði því í samtali við Þjóðviljann að mönnum þætti plássið í Hag- kaupshöllinni nokkuð dýru verði keypt. En hvað gerir fjármála- ráðherra ekki fyrir vini sína? Talsmenn Hagkaupa segja að meðalsöluverð á fermetra í nýju höllinni sé um 43 þús. kr. Aðrir heimildamenn Þjóðviljans segja hins vegar að ferm. sé seldur á allt að 70 þús. krónur ef miðað sé einvörðungu við eiginlegt versl- unarrými. Þar til viðbótar komi mikill kostnaður við innréttingar og fullnaðarfrágang á aðstöðu- nni. Þegar upp verði staðið sé hér um að ræða langdýrasta verslun- arpláss sem um getur hérlendis. Seinþakkaður vinargreiði En hvað rekur þá á eftir mönnum að fjárfesta í svo dýru húsnæði. Jú þar skiptir staðsetning áfengis- útsölu sköpum. Þessi útsala verð- ur sú fyrsta hérlendis með sjál- fsafgreiðslu og slík verslun mun tryggja að mati kauphéðna mikla umferð um verslunarmiðstöðina. Þar til viðbótar gerði framlag fjármálaráðherra Hagkaups- mönnum kleift að keyra bygg- ingaframkvæmdir áfram á fullum hraða og það eitt að þegar er farið að móta fyrir höllinni í mýrinni hefur ýtt mjög við mönnum um að festa sér pláss. Hagkaups- menn geti því seint þakkað vini litla mannsins greiðann. Það er ekki bara að allt sé að verða upp- selt heldur benda allar líkur til þess að sögn fróðra manna miðað við söluverðið að Hagkaups- menn komi til með að eignast sinn hlut i byggingunni fyrir nán- ast ekki neitt. ~*g- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.