Þjóðviljinn - 19.10.1985, Síða 4
LEIÐARI
Borgarstjóm gegn bættri þjónustu
Það er fróðlegt að sjá, hvernig meirihluti Sjálf-
stæðisflokksins eyðileggur hvert málið á fætur
öðru sem snertir aukna og bætta þjónustu við
borgarbúa. Á borgarstjórnarfundinum í fyrra-
kvöld kom þetta einkar vel í Ijós.
Þar voru meðal annars til umræðu tillögur um
að komið yrði upp svokölluðum öldum, eða
hraðahindrunum, við skóla í borginni. Erlendis
er sýnt með ótvíræðum dæmum að slíkar öldur
stórlækka umferðarhraða og slysum fækkar að
sama skapi. Öldur sem þessar yrðu því veruleg
öryggisbót, og auvitað er það hagsmunamál
allra foreldra og barna að draga sem allara mest
úr slysahættu. Að óreyndu myndu flestir gera
ráð fyrir því, að borgarstjórn myndi taka fagn-
andi svona tillögum. Allir stjórnarandstöðu-
flokkarnir í borgarstjórn stóðu saman að tillög-
unum um öldurnar. En þrátt fyrir svipuð tillaga
hefði verið samþykkt í umferðarnefnd Reykja-
víkur, þá greip meirihluti Sjálfstæðisflokksins til
þess óyndisúrræðis að stinga þessa þarfatil-
lögu stjórnarandstöðuflokkanna svefnþorni
með því að senda hana til borgarráðs. En það
jafngildir í rauninni dauðadómi.
Þetta er þeim mun furðulegra sem vitað er að
víða hafa foreldrar safnað undirskriftum til að
hvetja borgaryfirvöld til að setja upp hraða-
hindrunaröldur til að draga úr slýshættu. Fyrir
þrýsting stjórnarandstöðunnar fyrst og fremst
var á sínum tíma skipuð sérstök starfsnefnd til
að huga að þörfinni á öldunum. í júlí árið 1984
lagði hún til við borgaryfirvöld að 83 öldur yrðu
byggðar. í dag hafa þau eigi að síður ekki sam-
þykkt nema tæpan fjórðung þeirra.
Staðreyndin er sú, að af óskiljanlegum
ástæðum eru borgaryfirvöld á móti hraðahindr-
unum af þessu tæi, þrátt fyrir ótvíræða kosti
þeirra við að draga úr slýsum. Þau skirrast ekki
við að nota leiðitama borgarstarfsmenn til að
eyða málinu með skrifræði og pappírsflóði og
dæmi væri hægt að taka því til sönnunar. Sá
grunur læðist ósjálfrátt að fólki, að andstaða
Sjálfstæðisflokksins við þessar ágætu hug-
myndir til slysafækkunar stafi af því einu, að það
voru stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn
sem lögðu þær fram.
Annaðdæmi um hvernig meirihluti Sjálfstæð-
ismanna neitar að koma til móts við óskir um
bætta þjónustu var sú ávkörðun þeirra að fella
tillögu Alþýðubandalagsins um að gefa fram-
haldsskólanemum kost á að kaupa afsláttarkort
hjá SVR. Fyrir fundinn höfðu þá fulltrúar fram-
haldsskólanema í Reykjavík afhent forseta
borgarstjórnar hátt á annað þúsund áskoranir
um að tillagan yrði samþykkt. Það er í annað
sinn sem slíkar áskoranir eru afhentar íhaldinu.
Rökin fyrir því að skólafólk fái kost á slíkum
afsláttarkortum eru fjölmörg. í ályktun frá stjórn
Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík er þannig
bent á, að:
• Námsmenn eru einn fjölmennasti hópurinn
sem ferðast með SVR enda eiga þeir sjaldnast
möguleika á öðrum farkostum.
• Námsmenn hafa yfirleitt ekki tök á að vinna
nema lítinn hluta úr ári, og hafa því lítið fé um-
leikis.
• Jafnframt spara samgöngur á borð við
SVR þjóðarbúinu stórfé og því eðlilegt að við-
skiptavinir þeirra fái að njóta þess.
Við þessu skelltu auðvitað borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins eyrum skolla. Þeir eru ekk-
ert að hugsa um fólkið í borginni. Þeirra ær og
kýr eru að fella niður gatnagerðargjöld fyrir stór-
ibísana og annað í þeim dúr. Málefni einsog
hraðahindrunaröldur til að draga úr slysahættu
við skóla eða gefa framhaldsskólanemum kost
á afslætti í strætó eru mál sem íhaldið gefur lítið
fyrir.
Þess vegna þarf að fella það í kosningun-
um í vor.
-ÖS
DJQÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjórl: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar
Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla*
son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór-
unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlft: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Simvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Ágústa Þórisdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Bflatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrif8tofuatjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðalustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglysingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Augiýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Olga Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglysingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prontsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsblað: 40 kr.
Áskrift á mánuði: 400 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVtLJlNN' Uugardagur 1«. október 1985