Þjóðviljinn - 19.10.1985, Page 6
ÍÞRÓTTiR
Valsmenn
1. nóvember
Fjarvera Bryan Robson veikir vænt-
anlega lið Man.Utd.
Grindavík
Nýtt hús
í notkun
Grindvíkingar taka í notkun nýtt
íþróttahús nú um helgina. Á morgun,
sunnudag, mætast þar lið Grindavík-
ur og Reynis Sandgerði í 1. deild karla
í körfuknattleik og hefst lcikurinn kl.
14. Þetta er stór áfangi í íþróttamálum
Grindvíkinga og ekki síst mikil bylt-
ing fyrir körfuknattleiksmenn staðar-
ins sem náð hafa góðum árangri síð-
ustu misserin þrátt fyrir aðstöðuleysi
heima fyrir. Grindavík á m.a. tvo ís-
landsmeistara í yngri flokkum og leik-
menn í yngri landsliðum íslands.
-VS
Kreditkort sl. hafa ákveðið að veita Badmintonsambandi Islands
fjárhagsstuðning á þessu starfsári og auk þess gefur Kreditkort sf.
landsliði fslands í badminton búninga. Á myndinni þakkar Vildís K.
Guðmundsson, formaður BSÍ, markaðsstjóra Kreditkorta, Grétari Har-
aldssyni, stuðninginn. Á myndinni eru einnig Sigríður M. Jónsdóttir og
Sigfús Ægir Árnason úr stjórn BSÍ.
s
Urvalsdeildin
Njarðvík á toppinn
Höfðu ÍR í hendi sér og unnu með 18 stigum
íslandsmeistarar Njarðvíkur
tóku á ný forystuna í úrvalsdeild-
inni í gærkvöldi þegar þeir sigr-
uðu ÍR nokkuð örugglega á sínum
heimavelli. Njarðvíkingar höfðu
leikinn alltaf í hendi sér og unnu
102-84.
ÍR ógnaði á kafla í byrjun
seinni hálfleiks og náði þá eins
stigs forystu, mest fyrir kæruleysi
hjá Njarðvíkingum og að Helga
Rafnssyni, lykilmanninum í
vörninni, var skipt útaf. ísak tók
mikla rispu og kom UMFN yfir á
ný og eftir það var aldrei spurning
um úrslit.
Man. Uíd-Liverpool
Robson
ekki með
Enski landsliðsfyrirliðinn Bry-
an Robson leikur ekki með Man-
chester United í toppleik 1.
deildar ensku knattspyrnunnar
gegn Liverpool í dag.
Robson meiddist í landsleik
Englendinga og Tyrkja á mið-
vikudagskvöldið, tognaði þá illa
og haltraði af leikvelli. Svo gæti
farið að hann missti líka af leik
Manchester Utd við Chelsea á
útivelli næsta laugardag. Man-
chester Utd er með 34 stig í 1.
deild en Liverpool og Chelsea
koma næst með 24 stig hvort.
- VS/Reuter
ísak var allt í öllu hjá Njarðvík
og lék mjög vel. Helgi var ó-
hemju sterkur í vörninni og hirti
mikið af fráköstum. Valur sýndi
ekkert sérstakt en hitti ágætlega
og skilaði sínum skammti af stig-
um.
Ragnar Torfason var besti
Njarðvík 18. okt.
UMFN-ÍR 102-84 (39-33)
9-6, 21-9, 39-33, 44-45, 66-56, 80-65,
102-82, 102-84.
Stig UMFN: Valur Ingimundarson 24,
Isak Tómasson 23, Helgi Rafnsson
16, Árni Lárusson 15, Ellert Magnús-
son 9, Kristinn Einarsson 8, Jóhannes
Kristbjörnsson 7.
Stig IR: Ragnar Torfason 26, Karl
Guolaugsson 13, Björn Steffensen 11,
Jóhannes Sveinsson 7, Hjörtur Odds-
son 8, Bragi Reynisson 6, Jón Jöru-
ndsson 5, Jón Orn Guömundsson 4,
Benedikt Ingþórsson 2, Hafþór Ósk-
arsson 2.
Dómarar: Ómar Scheving, Bergur
Steingrímsson - góðir.
Maður leiksins: Isak Tómasson.
UMFN.
Janus Guðlaugsson landsliðs-
maður úr FH gerist að öllum lík-
indum ieikmaður með svissneska
2. deildarfélaginu Lugano. Liðið
er á toppi 2. deildarinnar í Sviss
og hefur löngum leikið í 1. deild.
Janus lék í nokkur ár með vestur-
þýska 2. deildarfélaginu Fortuna
Köln en kom heim sl. vor og lék
maður ÍR-inga, lék mjög vel í
vöm og sókn. Jóhannes Sveins-
son stóð sig einnig ágætlega,
Annars voru ÍR-ingar ekki sann-
færandi og þeir byrjuðu leikinn af
mikilli hörku sem síðan kostaði
þá villuvandræði þegar á leið.
-SÓM/Suðurnesjum
Staðan
í úrvalsdelldlnnl í körfuknattlelk:
UMFN..........3 3 0 247:216 6
(BK...........4 3 1 303:309 6
Haukar........2 1 1 139:131 2
Valur.........3 1 2 214:210 2
ÍR............4 1 3 306:324 2
KR............4 1 3 289:308 2
Stigahæstir:
RagnarTorfason, |R...................83
BirgirMikaelsson, KR.................82
Valur Ingimundarson, UMFN............80
Jón Kr. Gíslason, IBK................77
Guðjón Skúlason, IBK................ 74
Valur og Haukar leika í Seljaskóla á
sunnudagaskvöld kl. 20.
með 'FH í síðari umferð 1.
deildarkeppninnar. Janus verður
þriðji íslenski landsliðsmaðurinn
til að leika í Sviss í vetur og sá
fjórði á árinu. Teitur Þórðarson
lék þar sl. vetur og þeir Sigurður
Grétarsson og Guðmundur Þor-
björnsson leika með liðum í 1.
deildinni. - VS
Knattspyrna
Janus til Sviss!
Valsmenn „léttir í lund“ halda
hið árlega Herrakvöld sitt að Hót-
el Loftleiðum, Víkingasal, föstu-
daginn 1. nóvember. Salurinn
verður opnaður kl. 19 og borð-
hald hefst kl. 20.
Eins og undanfarin tvö ár
munu skemmtiatriði vera í hönd-
um valinkunnra Valsmanna.
Ákveðið er að ágóða þessa
Herrakvöids verði varið til end-
urbyggingar á gamla íbúðarhús-
inu á Hlíðarenda. Miðar verða til
sölu í íþróttahúsi Vais á Hlíðar-
enda, sími 11134. Einnig verður
tekið á móti borðapöntunum á
sama stað.
Fimleikar
Agætt
í Belgíu
Hanna Lóa Friðjónsdóttir og
Hlín Bjarnadóttir kepptu á al-
þjóðlegu fimleikamóti i
Antwerpen í Belgíu fyrir
skömmu. Hlín varð í 14. sæti og
Hanna Lóa í 17. af 25 keppendum
í áhaldafimleikum. Ágætur ár-
angur hjá báðum tveimur.
Fimleikar
Ársþingið
Ársþing Fimleikasambands Is-
lands verður haldið dagana 15.-
16. nóvember í hinum nýju og
glæsilegu húsakynnum Iþrótta-
sambands íslands í Laugardal.
Dagskrá verður samkvæmt
lögum.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN