Þjóðviljinn - 31.10.1985, Qupperneq 1
31
251. tölublað 50. örgangur
október
1985
fimmtu-
dagur
DJÚÐVIUINN
BILAR
BUSYSLAN
MANNLIF
HEIMURINN
íslandssiglingar
Einokun
aðsigi?
Eimskipafélagið á íþreifingum um kaup á Islandsdeild Hafskipa. Kaupverð 5-600 miljónir.
Skiptar skoðanir meðal eigenda Hafskipa. Utvegsbanki og Seðlabanki þrýsta á um kaupin.
Tíuprósentfragthœkkun ískjóli einokunargœfi Eimskip kaupverðið á tveimur árum
Hörður Sigurgestsson forstjóri
Eimskipafélagsins hefur af
hálfu félagsins stýrt óformlegum
viðræðum sem undanfarið hafa
átt sér stað við Hafskip, um kaup
Eimskips á íslandsdeild Haf-
skipa. En þarmeð myndi Eim-
skipafélagið nánast ná einokun á
íslandssiglingum. Kaupverðið
hefur verið nefnt í kringum 5-600
miljónir króna. Með því að
hækka fragtgjöld um 5 til 10 prós-
ent er talið líklegt að Eimskip
gætu í skjóli einokunar náð fjár-
útlátum sínum til baka á tveiinur
árum. Útvegsbankinn, sem Haf-
skip skulda stórfé án nægilegra
veða, þrýstir mjög á um að af
kaupunum verði. Mjög skiptar
skoðanir eru á samningaviðræð-
unum meðal eigenda Hafskipa,
sem óttast einokunarstöðu
Eimskipafélagsins. Ragnar Kjart-
ansson, sUórnarformaður Haf-
skipa, og Ólafur Ólafsson útgerð-
armaður hafa verið í forsvari í
þreifingunum við Eimskip.
Heimildir Þjóðviljans herma,
að Seðlabankinn þrýsti mjög á að
Útvegsbankinn komi viðskiptum
sínum við Hafskip „á hreint
borð“ eins og einn viðmælandi
blaðsins orðaði það í gær. En
fyrir Seðlabankanum vakir að
sameina Útvegsbankann öðrum
banka, en það er ekki hægt fyrr
en vafasamar skuldir, einsog
Hafskip eiga við bankann, eru úr
sögunni.
Dalatangi
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans eru uppi mjög skiptar
skoðanir innan Hafskips á vænt-
anlegri sölu til Eimskipa. Margir
af stærstu eigendum Hafskipa eru
henni algerlega mótfallnir, en
áhrifamenn í stjórn Hafskipa á
borð við stjórnarformanninn
Ragnar Kjartansson leggja kapp
á að samningar takist. Hafskip
var upphaflega stofnað til að
sporna gegn einokunarveldi Eim-
skipa, og margir óttast að sú ein-
okunarstefna, sem kaupin á ís-
landsdeild Hafskipa færðu fé-
laginu, myndi leiða til hækkunar
á fragtgjöldum.
íslandsdeild Hafskipa veltir nú
miljarði og Eimskip veltir 2,4
miljörðum. Yrði af kaupunum
myndi tíu prósent hækkun gefa
Eimskipum aukatekjur uppá 700
miljónir á tveimur árum, eða
meir en nemur kaupverðinu.
Margir telja hins vegar ólíklegt
að Eimskip myndu hækka fragt
svo mikið.
Af hálfu Eimskipa hefur verið
sett sem skilyrði að Hafskip færu
aldrei aftur í íslandssiglingar.
Slík einokunarstaða ásamt mjög
sterkri stöðu Eimskipa í Flug-
leiðum myndi gefa Eimskipa-
valdinu allt að því einokunarað-
stöðu á öllum samgöngum til
landsins. _ós
Bandaríski herinn á Miðnesheiði minnti á veru sína í gærmorgun. Ögrun segir sovéska sendiráðið. Myndin sýnir F-15 orrustuþotur Kanans en til hægri eru
utanríkisráðherrarnir á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum skömmu áður en för þess sovéska var teppt.
Heimsvaldaátök
Gamli vitinn
gerður upp
Verið er nú að endurbyggja
gamla vitann á Dalatanga, sem
Óttó Wathne lét byggja og gaf
íslendingum fyrir 90 árum.
Ljósabúnaðurinn í Dalatangavit-
anum mun hafa verið fluttur í vit-
ann á Brimnesi og farið þar for-
görðum í brimróti. Verður hann
varla heimtur úr þeirri helju.
Sjá bls. 7.
Herþotur í vegi Sjeverdnadze
Sovéska sendiráðið: Ögrunfrá hendi bandaríska hersins.
Flugmálastjóri: Algjör tilviljun. Enginn kvartað til mín.
Ráðuneytið: Þoturnar voru að verða bensínlausar
leg afskipd bandaríska hersins
Flugmálastjóri á Keflavíkur-
flugvelli segir að alger tilviljun
hafi ráðið því að flugvél sú, er
fiutti Sjeverdnadze utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna brott af
landinu í gærmorgun, varð að
bíða eftir flugtaksheimild í 10
mínútur á flugbrautinni, á meðan
6 bandarískar herþotur komu inn
til lendingar úr æfingarflugi og
óku fram fyrir vél sovéska ráð-
herrans.
„Okkur sem vinnum hér finnst
þetta ekki til að gera veður útaf,
en þetta virðist vera orðið tölu-
vert mál. Reglan er alveg skýr,
vél sem er á flugi á ávallt réttinn
gagnvart þeirri sem er á jörðu
niðri. Ég spurði sérstaklega eftir
því hvort flugstjórinn á vél ráð-
herrans hefði kvartað vegna þess-
arar seinkunar en svo var ekki og
mér hafa ekki borist neinar kvart-
anir“, sagði Pétur Guðmundsson
flugmálstjóri í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Fulltrúi sovéska sendiráðsins
lýsti því hins vegar yfir í gær að
hér hefði verið um að ræða frek-
Nauðungaruppboðsskipin
Forgangur heimamanna afnuminn?
Allt bendir tilþess að ekki verðistaðið viðþau loforð sjávarútvegsráðherra aðþau byggðarlög
sem tapafiskiskipum sínum á nauðungaruppboðum vegna dollaralánafái forgangsrétt
á að kaupa þau aftur. Kolbeinsey á uppboð ídag.
Þjóðviljinn hefur fyrir því
heimildir sem hann telur ör-
uggar að ekki verði staðið við það
loforð sjávarútvegsráðherra frá í
fyrra að þau byggðarlög, sem
missa fiskiskip sín á nauðungar-
uppboðum vegna dollaralána,
hafi forgang við að kaupa þau aft-
ur. Það er Fiskveiðasjóður, eða
réttara sagt stjórn hans, sem hef-
ur ákvörðunarvald í þessum mál-
um.
Húsavíkurtogarinn Kolbeins-
ey verður boðinn upp í dag á
Húsavík og má búast við að tog-
arinn verði sleginn Fiskveiða-
sjóði. Er þá alls óvíst hvort Hús-
víkingum tekst að fá skipið til sín
aftur.
Heimildir blaðsins herma að
Fiskveiðasjóður ætli að selja
skipin þeim aðilum sem fjársterk-
astir eru og hafa sterkastar trygg-
ingar. Þetta mun aftur á móti
þýða það að sum sjávarpláss eins
og til að mynda Ólafsvík, Grund-
arfjörður og Húsavík og sjálfsagt
fleiri leggjast í rúst í atvinnulegu
tilliti.
Þjóðviljafólk var á ferð á
Húsavík og var fiskverkunarfólk
þar m.a. spurt álits á hvað tæki
við ef Kolbeinseyin yrði seld frá
staðnum. -S.dór
Sjá bls. 2.
garð gests íslenska ríkisins. Það
sem flugmálastjóri kallar tilviljun
er því orðið hápólitískt mál milli
stórveldanna enda telja margir
sem Þjóðviljinn ræddi við í gær að
með þessari uppákomu á Kefla-
víkurflugvelli hafi átt að sýna sov-
éska utanríkisráðherranum
hverjir það eru sem hafa undir-
tökin hérlendis. Utanríkisráðu-
neytið gaf í gær út þá yfirlýsingu
að bandarísku herþoturnar hefðu
skyndilega orðið bensínlausar.
Starfsmaður flugumferðarstjórn-
ar minntist hins vegar ekki á þá
skýringu í samtali við blaðamann
Þjóðviljans.
Sjeverdnadze átti stuttan fund
með Geir Hallgrímssyni og Hall-
dóri Ásgrímssyni í gærmorgun í
Ráðherrabústaðnum. Mál
Tarkovski-fjölskyldunnar bar
þar á góma en sovéski ráðher-
rann vísaði á sendiráð sovét-
manna hérlendis. Á örstuttum
blaðamannafundi bar Sjeverdna-
dze fram árnaðaróskir til íslend-
inga sem hann sagði iðjusama
þjóð er ætti sér merka sögu.
-*g-