Þjóðviljinn - 31.10.1985, Side 2

Þjóðviljinn - 31.10.1985, Side 2
FRÉTTIR Litið yfir vinnslusalinn í frystihúsinu. Myndin er tekin nú í vikunni þegar enn var nóg að gera. Ljósm. Arnar. Jakobína Guðmundsdóttir: 9 ár í frystihúsinu. Reglu- leg og góð vinna fram að þessu. Við höfum enga aðra vinnu Litið inn ífrystihús Fiskiðjusamlagsins á Húsavík, en í dag verður togarinn Kolbeinsey vœntanlega seldur á uppboði og yfir200 manns missa vinnuna að er dauft í okkur hljóðið. Maður fer bara á atvinnuleys- isbætur. Það er ekkert annað sem bíður. Hér á Húsavík er enga vinnu að fá, sagði Bergþóra Guðjónsdóttir, þegar við spjöll- uðum við hana og fleiri starfs- menn í Fiskiðjusamlaginu á Húsavík, en þar var verið að vinna „síðustu þorskana” eins og einn starfsmanna sagði, nú í vik- unni. í dag átti að bjóða togarann Kolbeinsey upp og því útlit fyrir að langflestir þeirra 220 manns sem vinna hjá Fiskiðjusamlaginu myndu missa vinnuna. „Ég sé hér um bónusskráning- una,” sagði Jónas Sigurjónsson, en bónuskerfið hjá Fiskiðjusam- laginu er fast nýtingakerfi og sagði Jónas að launakjörin hjá þeim væru mun betri en annars staðar. „En það kemur að litlu gagni nú þegar togarinn hættir að landa. Og ég missi vinnuna rétt eins og annað starfsfólk hér,” sagði Jónas. Aðspurður hvernig Guðbjörg Jónsdóttir, 15 ár í frystihúsinu: Engin vinna framundan. Bergþóra Guðjónsdóttir, 13 ár í frystihúsinu: Atvinnu- leysisbæturnar bíða. honum líkaði að skrá bónusinn hjá starfsfólkinu sagði Jónas: „Það er ágætt, ef maður hendir sálinni og samviskunni,” og þar með var hann farinn að vinna. Hólmfríður Sigurðardóttir, verkstjóri sagði að 110 manns ynnu í frystihúsinu og myndu langflestir missa vinnuna nú strax eftir helgi. „Hér hefur verið mikil vinna og við misstum aðeins 3xh dag út í október. Þetta er þeim mun gremjulegra vegna þess að togarinn hefur aflað vel nú í allt haust. Ég er ein af örfáum starfs- mönnum sem væntnlega held vinnunni þótt hætt verði að verka fisk. Við verðum nokkrar hér í einhverju dútli um óákveðinn tíma,” sagði Hólmfríður. í verkunarsalnum var allt á fullu og unnið af kappi. Það tók nokkurn tíma að ná sambandi við verkafólkið, því flestir voru ný- búnir að fá þráðlaust útvarp í heyrnarhlífarnar og rás 2 á fullu. „Þú hefðir átt að sjá okkur á föstudaginn, þegar allir voru að hlusta á miðdegissöguna. Þá hló allur salurinn í kór að sömu setn- ingunum,” sögðu nokkrar ungar stúlkur, sem voru greinilega að hlusta á rásina þegar við komum inn í salinn. Jakobína Guðmundsdóttir var að vigta fisk og tók fús af sér heyrnarhlífarnar til að spjalla við okkur. Hún sagðist hafa unnið í 9 ár í frystihúsinu og líkaði vel. „Þetta er að mörgu leyti ágætur vinnustaður. Ég veit ekki hvað fólk tekur nú til bragðs, það verð- ur erfitt að fá hér vinnu og það verður líka erfitt að flytja héðan í burtu. Menn gera ráð fyrir að það verði erfitt að selja fasteignir hér á Húsavík, ef vinnan dregst mjög saman eins og fyrirséð er. Hér vinna aðallega konur í frystihús- inu og þær hafa yfirleitt enga möguleika á að fá sér aðra vinnu. Vinnan hefur verið jöfn og stöð- ug og oftast 8 tímar á dag. Nei, ég veit ekki hvað fólk tekur til brgðs,” sagði Jakobína. Guðbjörg Jónsdóttir var að hreinsa af kappi þegar við spurð- um hana hvað hún hygðist taka sér fyrir hendur, ef öllum yrði sagt upp í frystihúsinu: „Ég geri ekki neitt. Ég hef enga aðra vinnu. Það er enga vinnu að hafa hér í sýslunni,” sagði hún. þs Jónas og Hólmfríður á skrifstofunni: Allt stopp í næstu viku.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.