Þjóðviljinn - 31.10.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 31.10.1985, Side 8
Minningakort Sjálfsbjargar i Reykjavík og nágrenni fást á eftirtöldum stööum. Reykjavik: Reykjavíkur apótek, Austurstræti 16. Garös apótek, Sogavegi 108. Vesturbæjar apótek, Melhaga 20-22. Bókabúöin, Álfheimum 6. Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ v. Bústaðaveg. Bókabúöin Embla, Drafnarfelli 10. Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58-60. Bókabúöin Úlfarsfell, Hagamel 67. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsiö. Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra, Þverholti. Minningarkort fást einnig á Skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Sjálfsbjargarhúsið heilsuræktarstööina sækir fjöldi manns heilsubót og þrek. Fatlaðir Ema Hreinsdóttir kemur reglulega í æfingar í endurhæfingarstöðinni. Ferðaþjónusta fatlaðra, ætluð þeim íbúum Reykjavíkur, Kópa- vogs og Seltjarnarness sem eru blindir eða hreyfihamlaðir er einnig til húsa í Hátúni 12. Ferðir til vinnu, skóla og lækninga ganga fyrir en fjöldi einkaerinda er takmarkaður við 18 ferðir á mánuði. Á fyrstu hæð C-álmu eru skrif- stofur landsambandsins, vinnu- og dvalarheimilisins og Sjálfs- bjargar. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga frá kortér fyrir níu til fimm en lokaðir í hádeginu milli tólf og eitt. Nýr vinnustaður Sjálfsbjörg vinnur nú að stofn- un verndaðs vinnustaðar í Reykjavík og hefur fengið starfs- leyfi fyrir vinnustað með 25 stöðugildum. Þar verða framleidd ílát úr plasti, prentað á umbúðir og ým- islegt fleira er þeirri framleiðslu fylgir. Áætlað er að framleiðslan geti hafist upp úr miðju ári 1986. Vinnustaðurinn mun sinna því hlutverki að þjálfa upp einstak- linga í að sinna störfum við fram- leiðslu, og þeir sem því valda verða síðan aðstoðaðir við að fá vinnu úti í atvinnulífinu. Gert er ráð fyrir að tíu störf verði fyrir slíka endurþjálfun og einnig er reiknað með nokkrum hlutast- örfum þannig að flestir geti feng- ið störf við sitt hæfi. í framhaldi af þessari fram- ieiðslu á plastílátum er gert ráð fyrir að koma á laggirnar öðrum vinnustað með 10 til 15 starfs- mönnum eftir því sem verkefnin þróast. Eins og stendur eru plast- umbúðimar fluttar inn og er von- ast til að geta sinnt öllum innan- landsmarkaði á þessu sviði þegar fram líða stundir. íbúðir eru á fórum hæðum í C-álmu. Á hverri hæð eru þrjár tveggja herbergja íbúðir og sex einstaklingsíbúðir. íbúðirnar eru ætlaðar fólki á aldrinum 16-60 ára sem að mestu eða öllu leyti getur séð um sig sjálft. íbúðirnar eru hannaðar með hliðsjón af þörfum fatlaðra og húsaleigu stillt í hóf. Á þriðju og fimmtu hæð eru setu- stofur fyrir íbúa og bókasafn á fjórðu hæð. Einnig eru í húsinu tvær gestaíbúðir til afnota fyrir fatlað fólk í skamman tíma og tvö gestaherbergi voru tekin í notkun í sumar. Sjálfsbjargarhúsið að Hátúni 12 í Reykjavík er byggt af Sjálfs- björg, landssambandi fatlaðra og var fyrsti hluti hússins tekinn í notkun árið 1973. í húsinu búa að staðaldri um 90 manns. Þar er endurhæfingarstöð þangað sem fjöldi manns sækir þjálfun, sund- laug, skrifstofur landssambands- ins og Sjálfsbjargar í Reykjavík og margt fleira. Húsið er hannað með þarfir fatlaðra, lyftur milli hæða, breiðar dyr, engir þrösk- uldar, rúmgóð salerni og fleira mætti telja. Endurhæfingarstöðin sem er til húsa á fyrstu hæð í B-álmu er vel búin alls kyns þjálfunartækj- um. Stöðin er opin íbúum vinnu- og dvalarheimilisins og öðrum þeim sem þurfa á endurhæfingu og þjálfun að halda. f tengslum við endurhæfingar- stöðina er sundlaug, 16 og Vi metri á lengd og 7 metra breið. Handrið eru meðfram bökkum og lyftur fyrir þá sem ekki komast hjálparlaust ofan í laugina. Sund- laugin er opin öllum fötluðum vissa tíma á dag og hún er einnig opin ýmsum hópum á mismun- andi tímum. Heilsuræktarstöðin Stjá starfar í húsakynnum endurhæfingar- stöðvarinnar og þangað geta menn sótt sér heilsubót og þrek milli klukkan hálfimm til níu á kvöldin. Á vinnu- og dvalarheimilinu dvelur mikið fatlað fólk á öllum aldri. Á heimilinu er hjúkrunar- og læknisþjónusta. Heimilið er á þremur efstu hæðum B-álmu og á hverri hæð eru 15 einsmannsher- bergi. Vinnu- og dvalarheimilið rek- ur föndurstofu með vinnuað- stöðu á fyrstu hæðinni. íbúar heimilisins sækja þangað vinnu eftir getu, ráða sínum vinnutíma sjálfir og fá greitt eftir afköstum. Unnið er fyrir ýmis fyrirtæki en starfsmaður skipuleggur vinnuna og er íbúunum til aðstoðar. Á dagvist Sjálfsbjargar er rúm fyrir 30 manns í einu en 42 vist- menn eru skráðir að jafnaði. Dagvistin er opin frá klukkan hálfníu til hálffimm en sumir vist- menn dvelja aðeins hluta úr degi. Allir þeir sem eldri eru en 16 ára geta sótt um pláss. í dagvistinni er föndrað, rabbað, sungið, spil- að, farið í sund og hópleikfimi. Guðrún Guðmundsdóttir, einn a< íbúum Sjálfsbjargarhússins. Eldhús og borðsalur eru á ann- arri hæð í B-álmu fyrir íbúa. starfsfólk og þá sem dvelja á dag- vist eða alls um 230 manns. í and- dyri hússins er Litla búðin. Þar fást blöð, sælgæti, tóbak og fleira. í félagsheimili Sjálfsbjarg- ar á fyrstu hæð C-álmu fer mest öll starfsemi félagsins fram, svo sem föndurvinna, námskeið, opið hús, og stjórnarstörf. Lítill samkomusalur er notaður fyrir ýmiss konar félagsstarf, spila- kvöld, tónleika, þing og fundi á vegum Sjálfsbjargar f Reykjavík, landssambandsins eða íbúa húss- ins. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUJINN Flmmtudagur 31. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.