Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 12
BÍLAR Önnur öld bílsins Þrátt fyrirýmsar tækninýjungar er vegurinn framundan holótturfyrir aldargamlan bílinn Bíllinn er um þessar mundir u.þ.b. hundrað ára gamall og í Evrópu hefur verið haldið upp á það afmæli með viðhöfn. En í og með hefur verið deilt um það hver það var nákvæmlega sem fann bílinn upp og hvenær. Frakkar fullyrða að fyrsti bíllinn hafi farið út á vegina í Frakklandi, á síðasta ári hafi verið öld síðan. Vestur- Þjóðverjar eru hins vegar harðir á því að aldarafmælið sé á næsta ári, þá sé öld síðan einkaleyfi var gefið út fyrir undanfara Benz, bíl Karl Benz, árið 1886. Þeir sem hafa ekki getað sýnt fram á að fyrsti bíllinn sé þeirra hafa bara farið milliveginn og halda upp á afmælið í ár. Bílaframleiðendur um víða veröld hafa ekki af þessu neinar verulegar áhyggjur, svo lengi sem umferðin er stöðug í sýningar- sölunum. Gæsa- og rjúpnaskyttur. Hér er hann kominn, veiðibíll ársins, Flakkarinn, Trabant 601. SUZUKI Við kynnum nýjan og stærri Suzuki Swift, 5 dyra og fáanlegan með sjálfskiptingu. Komið og kynnið ykkur sparneytnasta bíl sem fluttur er til (slands, og nú á verði sem keppinautarnir öfunda okkur af. Eyðsla frá 3,8 Itr. pr. 100 km. (sparakstur BÍKR). Verð frá kr. 328.000 (gengi 20/10 85). (3d. GL) SUZUKI SVEINN EGILSSONHF. Skeifunni 17. Sími 685100 Framþróun Frá sjónarhóli neytandans er útlitið bjart: á undanförnum 12 mánuðum hefur komið fram mik- ill fjöldi nýrra bíla þar sem sjá má geysilega framþróun á tæknilega sviðinu. Úrval af fjórhjóladrifbfl- um eykst stöðugt, eins er með rafmagnsstýringu á bremsum. Tölvur eru í auknum mæli notað- ar í stjórntækjum bifreiðar, gír- skiptingu og hemlunarbúnaði. Miklar framfarir hafa orðið í tengslum við öryggishlið bflanna, sérstaklega vegna tilkomu tölv- unnar við hönnun og prófun á ýmsum nýjungum. Meðal þeirra nýjunga sem búast má við í tengslum við tölvubyltinguna er n.k. „anti-árekstursradar“. Við- gerðir og bílaþjónusta öll fer minnkandi vegna aukinnar endi- ngar bílanna. BMW ætlar t.d. að kynna nýja bifreið á næsta ári sem þeir segja að muni þurfa að- eins Ví þess tíma sem venjulega fer í viðhald. Og Audi hefur til- kynnt að bílar sem þeir setja í framleiðslu á næsta ári muni geta ekið 32.000 km án allsherjar- skoðunar. Má kannski segja að við lok þessa áratugar verði litlu verkstæðin í útrýmingarhættu? Tækni- kapphlaup Hraðinn á þessum nýjungum þeirra er slíkur að talið er að eftir aðeins fimm ár megi hágæðabíl- aframleiðendur á Vesturlöndum fara að vara sig ef þeir ætla ekki að verða á eftir í tæknikapph- laupinu. Sérfræðingar í bflaiðn- aðinum halda því fram að árið 1988 verði markaðshlutdeild bandarískra bflaframleiðenda á eigin heimamarkaði fallin úr 75% í 60%, sem er ansi mikið. Á með- an þessu fer fram fylgjast „innfæddir“ evrópskir bflafram- leiðendur með japönskum og bandarískum kollegum sínum og hafa áhyggjur af: Það samninga- makk sem þar fer fram, sjá þeir sem ögrun við sig. Og þessi vefur alþjóðlegra samskipta er orðinn svo flókinn að Ford í Evrópu, sem ætíð hefur litið á sig sem ábyrgan evrópskan framleiðanda (þrátt fyrir sam- skipti sín við Mazda) er kominn langt í viðræðum við Fiat um ein- hvers konar bræðing þeirra á milli. Ef þessi tvö fyrirtæki sem eru leiðandi í Evrópu hvað varð- ar sölu á fjölda seldra bifreiða, ná saman, má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir aðra framleiðendur. Það eru margir vegartálmar framundan, ekki bara fyrir bíla- framleiðendur heldur einnig fyrir ríkisstjórnir um allan heim. Það virðist því sem það sé holóttur vegur á annarri öld bflsins. w&semammssm mmmmmmmmmmommmsíæmmmMMmmmmmsssaaemmm 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.