Þjóðviljinn - 31.10.1985, Síða 15
BILAR
í Suöur-Kóreu er framleiddur
bíll sem heitir Hyundai. Það hefur
fariö lítið fyrir þessum bíl á ís-
lenskum markaöi en þaö gæti
verið aö á því yrði einhver
breyting í náinni framtíð. í Kana-
da er Hyundai Pony, sem er smá-
bíll, mestseldi bíllinn af innfluttum
bílum.
Hyundai er nú að fara inn á
bandaríska markaðinn og ætlar
sér ekki að vera í einhverju sam-
floti við ameríska bílaframleið-
endur eins og svo margir jap-
anskir framleiðendur gera þar við
sölu á sínum bílum.
Hyundai gerir ráð fyrir að á
Hyundai Excel, suður-kóreanski smábíllinn sem á að „keyra" inn á bandarísk-
an markað.
Nýr bíll
Hyundai ryðst inn
á Ameríkumarkað
Sudur-koreönskum smábíl erspáð bjartri framtíð á Norður-
Ameríkumarkaði
fyrsta árinu muni þeir selja þar
allt að 100.000 bíla af Hyundai
týpu sem þeir nefna Excel og er í
lágum verðflokki. Þetta er að
gerast um leið og einangrunar-
sjónarmið verða æ meir áberandi
í Washington, sérstaklega gegn
Japönum sem stöðugt hafa aukið
markaðshlutdeild sína í Banda-
ríkjunum.
„Kórea er talin vera hið næsta
Japan hvað varðar sölu á bílum í
heiminum í dag,” var haft eftir
bflasérfræðingi nýlega.
Það sem gerir stöðu suður-
kóreanskra bílaframleiðenda svo
sterka er auðvitað sú staðreynd
að fyrirtækin þar borga verka-
mönnum lágt kaup, jafnvel lægra
en gerist hjá japönskum fyrir-
tækjum. Þó er sagt að fram-
leiðslukostnaður á japönskum
bflum sé 2000 dollurum lægri á
hvern bíl en hjá amerískum fram-
leiðendum. Forseti Hyundai,
Chung Se Yung, var nýlega á ferð
um Bandaríkin og sagði þá að fyr-
irtæki sitt hefði lítinn áhuga á því
að vera talið aðeins enn einn út-
lendi bílaframleiðandinn sem
færi í samkeppni á amerískum
markaði. Á sama tíma segir hann
að þeir ætli ekki að fara í samflot
við ameríska framleiðendur eins
og svo margir aðrir framleiðend-
ur frá Suður-Kóreu hafa gert í
Bandaríkjunum. Sem dæmi um
þetta samflot má nefna að Gener-
al Motors ætlar að flytja inn til
Bandaríkjanna lítinn bfl frá fyrir-
tækinu Daewoo og mun Pontiac
deild fyrirtækisins sjá um sölu á
þeim bíl. Ford hefurgert samning
við KIA um innflutning og sölu á
smábílum. Og Chrysler fyrirtæk-
ið hefur einnig gert samning við
Samsung fyrirtækjasamsteypuna
um innflutning og sölu á vara-
hlutum.
Hyundai Excel bfllinn verður
framhjóladrifsbfll með fjögurra
strokka vél og kemur til með að
fást í þremur gerðum. Þeir hjá
Hyundai segja að í lok næsta árs
muni þeir hafa náð sér í 200
bandaríska sölumenn til að selja
bíla á verðinu frá 5.000 upp í
7.000 dollara.
Sérfræðingar segja að í náinni
framtíð muni sala á smábílum
fara upp í V/2 milljón bíla á ári.
í smábílasölunni fær Hyundai
samkeppni frá júgóslavneskum
smábíl sem kallast Yugo. Það er
bfll sem kemur frá Zastava í Júg-
óslavíu. Áætlað er að smásölu-
verð á þessum bíl verði tæpir
4.000 dollarar.
Hyundai hefur orðið fyrir
mikilli gagnrýni vegna áforma
sinna um að „ráðast” inn á
norður-ameríska markaðinn.
Sem svar við þessari gagnrýni
hafa Hyundai menn sett upp
verksmiðju sem framleiðir vara-
hluti í Ontario, rétt norður af
Toronto. Fyrirtækið hefur einnig
áætlanir um að setja upp eigin
samsetningarverksmiðjur þar í
landi og gera þeir ráð fyrir að slík
verksmiðja skapi þúsundir nýrra
atvinnutækifæra. Það sama
hyggjast þeir gera í Bandaríkjun-
um. Yung, forseti Hyundai segir:
„Við erum að vona að eftir þvi
sem viðskiptin þróast og vaxa
munum við geta lagt til í amerískt
efnahagslíf góðan skerf af því fé
sem við græðum hér nú.” Svo
mörg voru þau orð.
Vetrarskoðun
1. Vél gufuþvegin
2. Skipt um kerti
3. Skipt um piatínur
4. Skipt um bensínsíu
5. Loftsía athuguð
6. Hreinsuð geymissambönd
7. Rafgeymir mældur
8. Rafhleðsla mæld
9. Startari mældur
10. Viftureim stillt
11. Kúpling stillt
12. Rúðusprautur stilltar
13. ísvari á rúðusprautur
14. Þurrkublöð athuguð
15. Frostlögur mældur
16. Olía á vél mæld
17. Vélarstilling
18. Ljósastilling
19. Hemlar athugaðir
20. Handhemill athugaður
Verð (með söluskatti): 2.280,-
2.925.-
Innifalið í verði: vinna
kerti
platínur
bensínsía
ísvari á rúðusprautur
VISA - EUROCARD
Gildir frá 15. okt. - 31. des.
f/CT' 4 str. vél kr. 2.280.-
§i^T 6 str. vél kr. 2.925.-
R 4* l«m Itt r Smiðjuvegi C 24
D O rO III VI III . Kópavogi S 72540
þjónusta
Sérhæfum okkur í viðgerðum á
Lada og Fiat bifreiðum.
Bílaverkstæðið
Auðbrekku 4, Kópavogi.
Sími 46940.
NOACK
RAFGEYMAR
FYRIR ALLA BÍLA OG TÆKI
Sænsku bilaframleiðendurnir VOLVO, SAAB og SCANIA
nota NOACK rafgeyma vegna kosfa þeirra.
DREIFING: Bilanaust h.f.
vSiöumúla 7-9, simi 8 27 22
#nausth.f
Siðumúla 7-9, Sími 82722.
I^PIatinulausa^Jransistorkveikjan^
Mótleikur
við
hækkandi
bensín-
verði
★ STAÐREYND: Frá því augna-
bliki, sem nýjar platínur eru
settar í kveikjuna, þá byrja þær
að brenna og platinubilið að
breytast. Ástandsbreyting á
platínum er langalgengasta or-
sök orkutaps og aukinnar
bensíneyðslu.
* STAÐREYND: Með notkun
LUMENITION er „veikasti
hlekkur" kveikjurásarinnar
(platínur og þéttir) endanlega
úr sögunni. Að þessu leyti
tryggir LUMENITION hámarks
orku- og bensinnýtingu, sem
helst óbreytt.
★ STAÐREYND: Slæmt ástand
á platínum er algengasta orsök
þess að vélin fer ekki í gang,
sem oft hefur i för með sér að-
keyptan akstur og vinnutap.
★ STAÐREYND: Slit eða gallar
á kveikjuknöstum hafa engin
áhrif á gang vélarinnar með
notkun LUMENITION. Jafnvel
slit á tóðringum hefur ekki trufl-
andi áhrit.
★ STAÐREYND: Missmíði eða
slit á kveikjuknöstum, svo og
slitnar kveikjutóðringar, hafa
mjög truflandi áhrif á gang vél-
arinnar. Jafnvel nýjar vélar geta
haft slípunargalla á kveikju-
knöstum.
★ STAÐREYND: LUMENITION
kveikjubúnaður er ónæmur
• gagnvart raka.
* STAÐREYND: í LUMENITION
eru engir hlutir sem slitna eða
breytast við núning.
★ STAÐREYND: Platínulaus
kveikjubúnaður var lögleiddur
i Bandaríkjunum 1975 eftir að
opinber rannsókn sannaði, að
óþörf mengun ( = bensíneyðsla)
vegna ástandsbreytinga á plat-
ínum var úr sögunni með notkun
slíks búnaðar. Nýir bílar frá
ýmsum löndum koma í vaxandi
mæli með platínulausum
kveikjubúnaði. Kröfur neytenda
knýja þar á.
Á B E RG H
SKEI FUNN I 5A, S\N II: 91-8 47 88