Þjóðviljinn - 31.10.1985, Side 16
Citroen Axel ávgeið'86
gieiðast mánaðarlega
Isumar kynntum við hjá Globus nýjan
bíl á óvenju hagstæðu verði: '86
árgerð af Citroén Axel fyrir aðeins
280.000,- kr. Nú bætum við um betur
og bjóðum þér að eignast Axel með
því að borga á borðið30% þeirrar
upphæðar og eftirstöðvarnar með
jöfnum mánaðargreiðslum á
skuldabréfi í alit að 24 mánuði.
Skuldabréfið er verðtryggt en vaxta-
laust.
Axel er vel búinn aukahlutum, svo
sem hlífðarpönnu undir vélinni,
læstu bensínloki og öryggisbelt-
um t aftursætum. Einnig er innifalið í
tilboðinu ryðvörn, nýskráningargjald og
bifreiðaskattur, skoðun eftir 1.000 km
akstur og stútfullur bensíntankur.
Greiðsludæmi:
Staðgreiðsluverð miðað við gengi 14.10............... kr. 280.000,—
30% útborgun ásamt stimpilgjaldi,
þinglesningu og umsýslu........................... kr. 89.300,—
Eftirstöðvar lánaðar á skuldabréfi með
mánaðarl. greiðslum í 24 mánuði, verðtryggt
skv. iánskjaravísitölu en vaxtalaust................... kr. 239.512,—
Mánaðargreiðsla .......................................... kr. 9.980,—
í eftirstöðvunum eru reiknaðar kr. 1.812,- í fjármagnskostnað á mánuði í 2 ár.
Citroén Axel er óvenju sterkbyggður
smábíll. Hann er framhjóladrifinn,
ótrúlega rúmgóður og búinn sjálfstæðri
fjöðrun á öllum hjólum sem gefur
hefðbundinni Citroén vökvafjöðrun lítið
eftir. Pað er hátt undir Axel og hann er
hreint frábær á mölinni. Einnig hefur
Axel diskahemla á öllum hjólum sem er
mjög óvenjulegt fyrir bíl í þessum
stærðarflokki. Sætin bera hönnuðum
Citroén bílanna fagurt vitni - en
Frakkarnir eru þekktir fyrir að koma
Ijúfustu stofuþægindum fyrir í bílunum
sínum. Pú ættirað líta innog reynsluaka,
þá veistu hvað við eigum við.
G/obusf SÍMI81555
CITROÉN *
BÍLAR
Á eftir að koma eitthvert sambland af þessum tveimur í framtíðinni?
Evrópa
Fiat og Ford
í eina sæng
Fiat og dótturfyrirtæki Ford f E vrópu
ræða sameiningu fyrirtækjanna á
ýmsum sviðum
Forstjóri Fiat verksmiðjanna,
Umberto Agnelli, sagði nýlega að
viðræður hefðu staðið yfir í nokk-
urn tíma við dótturfyrirtæki Ford í
Evrópu og hann byggist við að
þær viðræður leiddu til einhvers
konar samvinnu milli þessara
tveggja fyrirtækja.
Agnelli sagði þetta á ráðstefnu
sem haldin var á sama tíma og
Alþjóða bílasýningin í Frankfurt
í september.
„Viðræður hafa leitt í ljós,”
sagði Agnelli, „að þessi tvö fyrir-
tæki stefna að sömu hlutum og
það er nú undir stjórnum fyrir-
tækjanna komið hvort eitthvað
verður úr þessum viðræðum.”
Viðræðurnar hafa staðið yfir síð-
an í vor.
Agnelli sagði í ræðu sinni að
evrópsk fyrirtæki myndu eiga í
erfiðleikum ef ekki tækist að
koma á samstarfi í einhverri
mynd. Hann hvatti ríkisstjórnir
Evrópu til að losa um lög sem
hindra hringamyndun. Hann
sagðist ennfremur telja að fram-
tíð bílaiðnaðarins væri falin í
samstarfi stóru fyrirtækjanna
varðandi framleiðslu, hönnun,
markaðssetningu og varahluti.
Þokuljós
Halogen
m/perum.
Verð aðeins
kr. 1.290,- parið
Póstsendum
BILAVÖRUR SF.
SUÐURLANOSBRAUT 12, RViK. SIMAR 32210 - 38365.