Þjóðviljinn - 31.10.1985, Side 23
ÍÞRÓTTIR
Júdó
Tveir verðlauna-
hafar frá EM
Norðurlandamótið hér á laugardag
Tveir verðlaunahafar frá síð-
asta Evrópumeistaramóti verða
meðal keppenda á Norðurlanda-
móti kvenna í júdó sem fram fer í
íþróttahúsi Kennaraháskólans
um næstu helgi.
Tipi Kantajárvi frá Svíþjóð
hlaut silfurverðlaun í -52 kg
flokki á Evrópumeistaramótinu
sl. vor og landa hennar. Elisabet
Karlsson, hlaut bronsverðlaun í
-66 kg flokki.
Þetta segir sitt um styrkleika
mótsins, en samhliða er haldið
Norðurlandamót karla yngri en
21 árs. Keppendur verða alls 65,
frá Danmörku koma 8, 15 frá
Finnlandi, 12 frá Noregi og 16 frá
Svíþjóð, en íslensku keppend-
urnir verða 14.
Þetta er stærsta júdómót sem
haldið hefur verið hérlendis síðan
Norðurlandamót karla fór hér
fram fyrir þremur árum.
-VS
•/
HM
Sovétmenn
sextándu
Sigruðu Noreg naumlega ísnjó og
kulda. Létt hjá Frökkum
Marteinn Geirsson.
Fylkir
Enska knattspyrnan
Tottenham sneri
blaðinu við
Tottenham tókst að snúa blað-
inu við gegn 4. deildarliðinu Ori-
ent þegar Lundúnafélögin léku
frestaðan leik sinn úr 2. umferð
deildabikarsins í gærkvöldi. Ori-
ent hafði unnið fyrri leikinn mjög
óvænt, 2:0, en Tottenham náði að
sigra 4:0 á heimavelli sínum
White Hart Lane, og tryggja sér
sæti í 3. umferð.
Fjórir leikir úr þriðju umferð
fóru fram í gærkvöldi og urðu úr-
slit þessi:
Derby County-Nottm.Forest.....1:2
Leeds-Aston Villa.............0:3
Manch.City-Arsenal............1:2
Oxford-Newcastle..............3:1
Engin óvænt úrslit þarna og
Nottingham Forest, Aston Villa,
Arsenal og Oxford eru því komin
í 4. umferð ásamt Ipswich, Li-
verpool, Norwich, Manchester
United, Portsmouth, Everton,
QPR og Swindon.
V. Pýskaland
í skosku úrvalsdeildinni tapaði
Aberdeen óvænt 1:0 fyrir Hearts
í Edinborg og Clydebank tapaði
2:4 fyrir Hibernian.
- VS/Reuter
Marteinn
ráðinn
Marteinn Geirsson, fyrrum
landsliðsfyrirliði í knattspyrnu,
hefur verið ráðinn þjáifari 3.
deildarliðs Fylkis fyrir næsta
keppnistímabil.
Marteinn hefur þjálfað Víði úr
Garði sl. tvö ár og náð frábærum
árangri. Hann kom Garðsliðinu
uppí 1. deild og náði síðan að
halda uppi sl. sumar þvert ofaní
allar spár.
- VS
Sovétmenn urðu í gær 16. þjóð-
in til að tryggja sér sæti í loka-
keppni HM í knattspyrnu er þeir
sigruðu Norðmenn 1:0 í Moskvu.
Þetta var síðasti leikur þeirra í 6.
riðli og þeir máttu virkilega hafa
fyrir sigrinum.
Leikið var á snævi þöktum
velli, vindur gnauðaði og frostið
beit og Norðmenn voru fljótari
að venjast aðstæðunum. Peir
fengu nokkur ágæt færi í fyrri
hálfleik en Renat Dasayev mark-
vörður Sovétmanna bjargaði lið-
inu sínu frá áföllum. Sovétmenn
náðu svo betri tökum á leiknum
eftir hlé og Georgy Kondratyev
skoraði markið dýrmæta á 58.
mínútu.
Lokastaðan í 6. riðli:
Sovétríkin.........8 4 2 2 13:8 10
Danmörk............7 4 12 13:5 9
Sviss..............7 2 3 2 4:9 7
Irland.............7 2 2 3 4:6 6
Noregur............7 1 2 4 3:9 4
Sviss-Noregur og írland-
Danmörk fara fram 13. nóvem-
Úrvalsdeildin
Loksins heimasigur
Haukar unnu ÍR í jöfnum leik í Hafnarfirði
Nýtt
nafn
ídag
Vestur-þýska knattspyrnufé-
lagið Kaiserslautern breytir um
nafn á leikvangi sínum í dag.
Hann hefur til þessa heitið Betz-
enberg en upp frá þessu verður
hann nefndur Fritz-Walter-
Stadion.
Ástæðan er sú að í dag er einn
frægasti knattspyrnumaður
Vestur-Þjóðverja, Fritz Walter,
65 ára. Walter var fyrirliði Kais-
erslautern sem varð meistari þrjú
ár í röð, 1951-53, og árið 1954 var
hann fyrirliði vestur-þýska lands-
liðsins sem varð heimsmeistari.
- VS-Reuter
Bílslys
Það hlaut að koma að því að
Haukar ynnu heimaleik i úrvals-
deildinni í körfuknattleik. Mót-
herjarnir í gærkvöldi voru
botnlið ÍR sem veitti kröftuga
mótspyrnu og játaði ekki ósigur
fyrr en Pálmar Sigurðsson kórón-
aði frábæra frammistöu sína með
3 stiga körfu og flautað var til
leiksloka. Haukar unnu 85:76 og
þær tölur segja lítið - það var
mesti munur á liðunum í
leiknum.
Haukar höfðu undirtökin
lengst af en ÍR náði samt að kom-
ast yfir af og til. Haukar gátu
alltaf bætt við sig og náð forystu á
ný og í heild var sigur þeirra sann-
gjarn.
En Haukarnir þurfa að leika
mun betur ef þeir ætla sér stóra
hluti í vetur. Stjörnuleikur Pálm-
ars og besti sóknarleikur ívars
Websters til þessa í vetur komu í
veg fyrir slæmt tap - flestir aðrir
léku langt undir getu.
ÍR-ingar eru með skemmtilega
bakverði sem bæta upp skortinn á
hæð í liðinu. Karl Guðlaugsson
átti mjög góðan leik, var geysi-
lega hreyfanlegur og hittinn, Jón
Örn stóð fyrir sínu og Hjörtur
Oddsson gerði góða hluti í fyrri
hálfleik. Ragnar var drjúgur
undir körfunni. ÍR getur gert
öllum liðum skráveifu í vetur en
það verður greinilega erfið bar-
átta hjá liðinu að halda sér í
deildinni samt sem áður.
- VS
Hafnarfjörður 30. okt.
Haukar-ÍR 85-76 (44-42)
12-13,26-18, 36-36,40-42,44-42, 51 -
53,57-53, 57-58,69-63, 73-72, 75-74,
79-76, 85-76.
Stig Hauka: Pálmar Sigurösson 39,
fvar Webster 24, Henning Hennlngs-
son 9, Ólafur Rafnsson 7, Viðar Vign-
isson 2, fvar Ásgrímsson 2, Eyþór
Árnason 2.
Stig IR: Karl Guðlaugsson 25, Ragnar
Torfason 18, Jón Örn Stefánsson 12,
Hjörtur Oddsson 8, Björn Steffensen
6, Jóhannes Sveinsson 5, Vignir Hilm-
arsson 2.
Dómarar: Kristbjörn Albertsson og
Kristinn Albertsson - góðir.
Maður lelksins: Pálmar Sigurðsson,
Haukum.
ber. Danir eru öruggir með ann-
að sætið.
Sex mörk Frakka
Frakkar styrktu stöðu sína í 4.
riðli með 6:0 sigri á Luxemburg í
París. Dominique Rocheteau
skoraði 3 markanna og þeir Jose
Toure, Alain Giresse og Luis
Fernandez gerður eitt hver. Stað-
an í halfleik var 4:0 og Frakkar
höfðu mikla yfirburði allan tím-
ann. Michel Platini náði ekki að
skora fyrr en of seint, flautað var
til leiksloka á meðan knötturinn
var á leið f netið eftir að hann
hafði lyft boltanum snyrtilega yfir
markvörð Luxemburgar!
Staðan í 4. riðli:
Búlgaría..........7 5 1 1 12:3 11
Frakkland.........7 4 1 3 13:4 9
A.Þýskaland.......7 4 0 3 14:8 8
Júgóslavía........7 3 2 2 7:6 8
Luxemburg.........8 0 0 8 2:27 0
Lokaleikirnir fara fram 16.
nóvember. Þá mætast Frakkland-
Júgóslavía og A.Þýskaland-
Búlgaría og í ljós kemur hvort
Frakkland, A.Þýskaland eða
Júgóslavía fylgir Búlgaríu í loka-
keppnina í Mexíkó.
Albanía og Grikkland gerðu
jafntefli, 1:1, í 1. riðli. Úrslitin
skiptu ekki máli en þetta var
lokaleikur riðilsins. Pólland og
Belgía fengu 8 stig hvort en Al-
banía og Grikkland 4 hvort.
- VS/Reuter
Stadan
f úrvalsdelldinnl í körfuknattleik:
UMFN.............6 6 0 544:455 12
Valur............6 3 3 460:435 6
Haukar...........6 3 3 456:454 6
IBK..............6 3 3 443:483 6
KR...............6 2 4 463:487 4
IR...............6 1 5 461:513 2
Stlgahæstir:
Valur Ingimundarson, UMFN....178
Pálmar Sigurðsson, Haukum.....130
Ragnar T orfason, f R........117
Birgir Mikaelsson, KR.......111
Jón Kr. Gíslason, IBK.......107
UMFN og Haukar leika annað
kvöld, ÍBK og ÍR á laugardag og
Valur-KR á sunnudag.
Elkjær
heppinn
Hinn frægi danski landsliðs-
maður í knattspyrnu, Preben El-
kjær, slapp ómeiddur á ótrúlegan
hátt úr umferðaróhappi á Ítalíu í
gærkvöldi. Hann lenti í árekstri
við vörubíl - bifreið Elkjærs
eyðilagðist gjörsamlega en Dan-
inn fékk ekki skrámu og talsmenn
Verona sögðu að hann myndi
mæta á æflngu í dag eins og ekk-
ert hefði í skorist.
- VS/Reuter
Pálmar Sigur&sson lék frábær-
lega með Haukum gegn ÍR í gær-
kvöldi og skoraði 39 stig.
Fimmtudagur 31. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23
Víkingur-Teka
„Víkingar eiga
góða möguleika“
segir Sigurður Gunnarsson sem hefur útvegað Víkingum
miklar upplýsingar um spœnskafélagið. Leikið í Höllinni á
sunnudagskvöld.
Sigurður Gunnarsson lands-
liðsmaður í handknattleik og
fyrrum leikmaður Víkings hefur
orðið sínum gömlu félögum að
miklu liði í undirbúningi þeirra
fyrir leikina gegn Teka Santander
frá Spáni í Evrópukeppni bikar-
hafa.
Sigurður leikur með Tres De
Mayo á Spáni og þekkir því vel til
liðs Teka. Hann hefur sent Vík-
ingum miklar upplýsingar um lið-
ið og einnig myndbandsspólu frá
leik þess í spænsku 1. deildinni.
Víkingar eiga góða möguleika
gegn Teka, að mati Sigurðar, en
segir liðið samt mjög skeinuhætt.
Það keypti tvo júgóslavneska
leikmenn fyrir þetta keppnis-
tímabil og auk þess Eduard Sala
frá Barcelona en hann lék gegn
Víkingum í undanúrslitum
keppninnar sl. vor. Teka leikur
hraðan og skemmtilega hand-
knattleik og er með hættulega
horna- og línumenn. Sex núver-
andi og fyrrverandi landsliðs-
menn eru í liði Teka en aðeins
hornamaðurinn Julio Ruiz er
fastamaður í spænska landsliðinu
þessa stundina - er reyndar einn
lykilmanna þess.
Fyrri leikur Víkinga og Teka
fer fram í Laugardalshöllinni á
sunnudagskvöldið kemur, 3.
nóvember, og hefst kl. 20.30. Það
er mikilvægt að Víkingar fái þar
góðan stuðning áhorfenda því
þeir þurfa helst að fara í seinni
leikinn á Spáni með nokkur mörk
í forskot.
-VS