Þjóðviljinn - 16.11.1985, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Qupperneq 3
FRETTIR Trésmiðjan Víðir Gjaldþrot blasir við Fasteignir fyrirtœkisins eins og annarrafalla í verði og eru óseljanlegar. Greiðslustöðvunin bjargar engu. Iðnþróunarsjóðurfœr stœrsta skellinn Trésmiðjan Víðir fór sem kunnugt er fram á greiðslustöðvun í haust og gildir hún til áramóta. Átti að reyna að selja eignir fyrirtækisins til að bjarga því frá gjaldþroti. Það hefur mistekist, fasteignir Víðis, eins og aðrar fasteignir á íslandi Bjöm Þórhallsson, formaður Landssambands íslenskra versl- unarmanna. Geysilegt misræmi í laununum. -Sig.M. hríðfalla nú í verði og eru óseljanlegar, menn kaupa ekki fasteignir á íslandi í dag. Því blasir gjaldþrot við hjá fyrirtækinu. Það er Iðnþróunar- sjóður sem fær stærsta skellinn, hann lánaði fyrirtækinu 100 milljónir króna, aðrir skuldunautar eiga minna. í þessu sambandi er vert að rifja það upp, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn bjargaði fyrirtækinu frá gjaldþroti með því að láta rikið kaupa gamia Vfðishúsið við Laugaveg. Það hús var og er ónýtt. Enda hefur ekki enn, nærri 10 árum eftir kaupin, verið reynt að gera það upp. Það er dýrara en að byggja nýtt. Hann er að verða nokkuð langur slóðinn eftir Sjálf- stæðisflokkinn í misnotkun banka og ríkissjóðs við að bjarga fallandi einkafyrirtækjum. Haf- skipsmálið er bara það nýjasta en ekki eina. -S.dór Veðurofsinn Vandræða- ástand mjög víða Þetta er alveg hrikalegt ástand víða. Plötur eru fjúkandi út um allt og það er verst að lítið lát er á veðurofsanum, sagði Páll Liríks- son aðstoðaryfírlögregluþjónn í Reykjavík síðdegis í gær. Allt tiltækt lið lögreglunnar í Reykjavík var úti við að aðstoða íbúðareigendur, berja niður þakplötur og tína upp fjúkandi plötur. Starfsmenn borgarinnar voru einnig við björgunarstörf og hjálpar- og björgunarsveitir voru f viðbragðsstöðu. Mestur var veðurofsinn í Breiðholti. Svala- hurð fauk þar upp í einni íbúð og urðu stórskemmdir á innbúi. í Kópavogi og Hafnarfirði var ástandið ekki síður slæmt. Illstætt var á götum úti í Kópavogi og við Hamraborg fauk kona og fót- brotnaði. Ekki var vitað um önnur meiðsl á fólki að sögn lög- reglunnar þar. Hafnarfjarðarlög- reglan og starfsmenn bæjarins höfðu einnig í nógu að snúast. Bílar og jafnvel strætisvagnar fuku út af og þess voru dæmi að bflar hreinlega vöfðust utan um ljósastaura. Að sögn Svans Geirdal yfirlög- regluþjóns á Akranesi fuku þar girðingar og gróðurhús og rúður brotnuðu. Þakplötur fuku af hús- um. Hjálpar- og björgunarsveitin aðstoðuðu lögregluna við björg- unarsstörf. „Við erum lausir við meiðsl á fólki, en það er búið að vera annasamt," sagði Svanur. Akraborg gekk ekki nema hluta dagsins. A Snæfellsnesi var ástandið mjög slæmt. Þar rigndi mikið og víða varð nokkurt tjón. „Það hef- ur verið snarvitlaust veður í nótt og í dag, en við höfum ekki kom- ist til að kanna tjón til fulls,“ sagði Gísli Guðmundsson lög- regluþjónn á Grundarfirði. Á Hellissandi fauk hluti af húsþaki á haf út. Víða var mikill sjó- gangur. Annars staðar á landinu var ástandið mun skárra. lg/gg Verslunarmannaþing Karlamir yfirborgaðir Björn Þórhallsson: Nauðsynlegt að stéttafélögin hafi samflot ísamningum. Verðum að tryggja kaupmáttinn. Leiðrétta misrétti í launagreiðslum r | gær hófst á Hótel Esju 15. þing verslunarmanna. Á þinginu eiga 123 fulltrúar rétt til setu og var fundarsalurinn þéttskipaður í gær. Þjóðviljinn ræddi stuttlega við Björn Þórhallsson og spurði hann fyrst hver væru helstu mál þingsins. „Það sem helst er rætt á þessu þingi má segja að sé tvíþætt. í fyrsta lagi eru það auðvitað kjaramálin. í þeim efnum leggj- um við áherslu á að kaupmáttur- inn verði tryggður, að það sem samið verði um haldist. Þetta er stóra vandamálið í kjaramálun- um í dag. Það er áberandi hjá okkar félagsmönnum að laun eru greidd samkvæmt kauptaxta á meðan margir aðrir fá miklar yfirborganir á taxta og búa þar af leiðandi við mun betri kjör. Þarna er geysilegt misræmi sem þarf að leiðrétta. - Svo er það einnig sá mikli munur sem er á körlum í skrif- stofustörfum og konum í af- greiðslustörfum. Og yfirborgan- irnar eru mun meiri hjá körlun- um en hjá konum. Þessi mismun- ur er meiri á höfuðborgarsvæðinu en úti á landsbyggðinni. Það er auðvitað engin patentlausn á þessu máli en við ætlum að leita leiða hér á þessu þingi til að leiðréta þetta. Nú, í öðru lagi er mikið rætt um fræðslumál á þessu þingi. Mest áhersla er lögð á að auka starfs- fræðslu sem þá myndi tengjast samningum á þá leið að þar væru ákvæði um hækkun á taxta í sam- ræmi við námskeiðafjölda. Þetta kemur auðvitað báðum samn- ingsaðilum til góða þar sem aukin fræðsla gerir fólk hæfara til að sinna þeim störfum sem það tekur að sér.“ - Er rædd hér kröfugerð fyrir komandi samninga? „Það er rætt um að setja hér upp stefnumarkandi ramma sem síðan verði þá ræddur vítt og breitt á þinginu. Fulltrúar á þing- inu fari síðan með þær hugmyndir sem komið hafa hér fram og beri þær upp í félögum." - Verður farið til samninga sér eða í samfloti við ASÍ? „Það verður að ráðast af því hvernig kröfugerð kemur frá fé- lögunum. Það er hins vegar mín skoðun að það sé stéttarfélögun- um nauðsynlegt að þau fari í sam- floti til samninga.“ IH ísbúr Framsókn fjölmennust Verkafólk heldur áunnum réttindum hjá hinu nýja útgerðarfyrirtæki, Granda hf. r Eg tel ágætt í sjálfu sér að Þröstur Ólafsson sé í þessari stjórn, en ég vil leiðrétta það að hann sé frá því félagi sem mestra hagsmuna hefur að gæta, sagði Ragna Bergmann formaður Verkakvennafélagsins Fram- Urriðafoss upp í fjöru Eitt skipa Eimskips, Uitriða- foss, rak upp í fjöru hjá járn- blendiverksmiðjunni í Grundar- tanga í fyrrinótt. Leki er kominn að skipinu og skemmdir eru nokkrar. Þegar síðast fréttist hafði skipið ekki náðst á flot aftur. Að sögn Gylfa Geirssonar hjá Landhelgisgæslunni var veður- hraðinn gífurlegur á þessu svæði í gær og hamlaði það björgunarstörfum. Veðurhrað- inn við Grundartanga náði allt að 110 hnútum. Ekki urðu önnur útköll hjá Gæslunni vegna veðursins. gg sóknar þegar hún hafði samband við Þjóðviljann í gær. Ragna vitnaði til viðtals við Þröst Ólafsson vegna stjórnar- kjörs í Granda hf, sem birtist í blaðinu í gær. „Hjá Bæjarútgerð- inni hafa unnið um 200 konur í Verkakvennafélaginu Framsókn en um 20 Dagsbrúnarmenn,“ sagði hún, „eða 10%. Það er því ljóst hvort félagið hefur meiri hagsmuna að gæta.“ Ragna sagði að s.l. mánudag hefði hún ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni gengið á fund forsvarsmanna Bæjarútgerðar- innar vegna fyrirhugaðra breytinga á rekstrinum. Þar hefði m.a. komið fram að starfsfólkið myndi á næstu dögum fá upp- sagnarbréf en jafnframt ráðningu hjá hinu nýja fyrirtæki og héldi það öllum áunnum réttindum sín- um. „Ég fór fram á það að þegar endanlegar skipulagsbreytingar verða gerðar, fái verkafólk að kjósa sinn fulltrúa í stjórn fyrir- tækisins eins og verið hefur frá 1978 og á ekki von á öðru,“ sagði hún að lokum. -ÁI Vetrarskoðun 1. Vél gufuþvegin 2. Skipt um kerti 3. Skipt um platínur 4. Skipt um bensínsíu 5. Loftsía athuguð 6. Hreinsuð geymissambönd 7. Rafgeymir mældur 8. Rafhleðsla mæld 9. Startari mældur 10. Viftureim stillt 11. Kúpling stillt 12. Rúðusprautur stilltar 19. ísvari á rúðusprautur 14. Þurrkublöð athuguð 15. Frostlögur mældur 16. Olía á vél mæld 17. Vélarstilling 18. Ljósastilling 19. Hemlar athugaðir 20. Handhemill athugaður 0 Verð (með söluskatti): 2.280.- 2.925.- Innifalið í verði: vinna kerti platínur bensínsía ísvari á rúðusprautur VISA - EUROCARD Gildir frá 15. okt. - 31. des. f/^T 4 str. vél kr. 2.280.- f/^r 6 str. vél kr. 2.925.- Hordinn hf. Kópavogi S 72540 ember 1985 þjóÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.