Þjóðviljinn - 16.11.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Side 4
LEIÐARI Trausta kaupmáttartryggingu! Það er vissulega ánægjuefni, að þau drög að kröfugerð sem hafa komið fram til þessa hafa einmitt lagt mjög þunga áherslu á að í næstu samningum náist dugandi kaupmáttartrygging. Formaður BSRB, Kristján Thorlacíus, hefur þannig sagt að kaupmáttartrygging verði höfuðatriði af hálfu BSRB í samningagerðinni á komandi mánuðum. Sama hef- ur Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands- ins sagt, og í viðtali við Þjóðviljann á forsíðu í dag tekur Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins í sama streng. Mikilvægi þessa verður ekki ítrekað nógsamlega. Það er vissulega munur á skoðunum manna innan verkalýðshreyfingarinnar um hvernig samninga beri að gera. Sá munur er þó ekki meiri en svo, að þess er að vænta að innan skamms verði komin full sam- staða um sameiginlegar kröfur. Og yfirlýsingar Guð- mundar J. Guðmundssonar í Þjóðviljanum í dag sýna að það er þegar full eining um mikilvægasta atriðið: trausta kaupmáttartryggingu. Það er því rétt að samtök atvinnurekenda geri sér fullkomlega Ijóst, að verkalýðshreyfingin stendur al- gjörlega sameinuð um þetta atriði og að það er einfaldlega út í bláinn að ætla að freista þess að knýja í gegn samninga, sem gera ráð fyrir öðru. -ÖS Ó-ÁLiT Um áramótin renna núgildandi kjarasamningar út og framundan er harðvítug samningalota. Samtök innan verkalýðshreyfingarinnar eru um þessar mundir í óða önn að móta kröfugerð sína. Þannig eru tvö voldug sambönd, Verkamannasambandið og Landssamband verslunarmanna, með þing sín um helgina. Á báðum verður stefnan í kjaramálum tekin til rækilegrar umfjöllunar. Þegar kröfur eru meitlaðar verða menn að horfa til þeirrar staðreyndar, að núverandi ríkisstjórn er búin að gera ísland að láglaunalandi. Hún er búin aö innleiða meiri fátækt en hér hefur verið til um áratuga skeið. Forsíðufrétt Þjóðviljans í gær lýsti ástandinu betur en nokkuð annað. Þar var greint trá því, að aldrei hefði fólk sótt um aðstoð til Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur í jafn miklum mæli og nú. Fjöldi þeirra sem ekki komast af án opinberrar aðstoðar í borginni hefur undir núverandi ríkisstjórn aukist um þriðjung. Og það færist í vöxt, að fólk sem er fullfrískt og í fastri vinnu á sér einskis úrkosta annars en að leita á náðir borgarinnar. Launin hrökkva einfaldlega ekki lengur fyrir nauðþurftum. Svipað ástand er vafa- laust annars staðar á landinu. í Ijósi þessara staðreynda er óhjákvæmilegt ann- að en út úr næstu kjarasamningum komi raunveru- legar kauphækkanir. Nú eru líka allar efnislegar for- sendur til þess að hækka kaupið verulega. Það blas- ir við að á árinu verður metafli, og því Ijóst að það verður meira til skiptanna. Það er einnig alveg Ijóst að misréttið í þjóðfélaginu hefur stóraukist á síðustu árum, og tekjuskiptingin breyst verulega launafólki í óhag. í næstu samningum verður því tvennt að ger- ast: annars vegar verður að tryggja að launafólk fái sinn réttmæta skerf af þeim aukna þjóðarauði sem felst í vaxandi afla, og hins vegar verður í samning- unum að stíga skref sem miðar að því að draga úr því mikla misrétti sem hér hefur skapast á síðustu árum. Hinu skulu menn líka gera sér grein fyrir, að það þýðir ekki að hrópa á sem hæstar krónutöluhækkan- ir. Reynslan sýnir ótvírætt, að það sem skiptir mestu máli er að í samningum sé einhvers konar trygging fyrir því að kaupmáttur haldist. Og sú trygging verður að vera algerlega held. Það nægir ekki, að ríkis- stjórnin taki að sér að ábyrgjast með loforðum á- kveðinn kaupmátt. Slíkt loforð var gefið af forsætis- ráðherra við samningana í sumarbyrjun, og svikið áður en sumar var úti. Launafólk ætlast þvítil þess af atvinnurekendum og forystu verkalýðshreyfingar- innar, að nú verði svo búið um hnútana, að um- samdar hækkanir hverfi ekki í vetfangi eins og dögg fyrir sólu. Þess vegna verður í næstu samningum að ná traustri kaupmáttartryggingu. PJÚÐVUHNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Frótta8tjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, hór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarfcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljó8myndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Ágústa Þórisdóttir, ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Sfcrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbrelðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útfceyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reyfcjavífc, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Laugardagur 16. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.