Þjóðviljinn - 22.11.1985, Síða 5
VHDHORF
Að bjarga eða myrða þjóð
Eftir Þórarin Hjartarson, Tjörn.
„Íöðru lagi svara ég Gylfa Páli
til að minna hann og
hans sálufélaga á
að til er nokkuð sem heitir
sjálfsákvörðunarréttur þjóða... ”
Síhanúk fursti og fyrrum kon-
ungur í Kampútseu kom hingað á
dögunum að hitta og ræða við ís-
lensk stjórnvöld. f*á daga var
fjallað ögn um Kampútseu í blöð-
unum. Dálítið um hernaðará-
tökin þar nú en þó öllu meira um
stjórnartíð Pols Pots og Rauðra
Khmera árin 1975-79. Þjóðar-
morð, blóðvellir, land lík-
hauganna. Ég er líklega einn
þeirra fáu sem rengi þessar hryll-
ingsglósur og ekki bara óska Sí-
hanúks alls hins besta heldur
myndi bjóða Pol Pot margbless-
aðan ef hann kæmi í heimsókn.
Ég rakst um daginn á Pjóðvilja
frá 18. sept. og las þar grein eftir
Gylfa Pál Hersi: „Sihanouk og
fjöldamorðin í Kampútseu”.
Margt af því sem þar kemur fram
er góð og gild vara í íslenskum
blöðum og flest atriðin eru, held
ég, allútbreidd meðal fólks á
vinstri væng. Auk þess talar hann
skýrt og vafningalaust. Grein
hans er því kjörin til þess að taka í
skoðun - þótt fullyrðingum hans
verði mjög takmörkuð skil gerð í
einni blaðagrein.
Söguskýring
Gylfa Páls Hersis
Aðaltilgangur greinar Gylfa
Páls er að „lýsa andstyggð á
komu þessa „þjóðhöfðingja” (Sí-
hanúks), stuðningsmanns fjölda-
morðingja, og krefjast þess að
ríkisstjórn íslands hætti nú þegar
stuðningi sínum við stjórn Pols
Pots hjá Sameinuðu þjóðunum”.
Hann getur þess að stjórn þessi
undir forsæti Síhanúks sé „viður-
kennd sem eina lögmæta stjórn
landsins á þingi Sameinuðu þjóð-
anna. Það gerist einkum fyrir
stuðning Bandaríkjastjórnar og
leppa þeirra víðs vegar um
heim”. Bíðum við, förum gæti-
lega með stimplana! Þótt ný
Stjórn settist að í Phnom Penh var
stjórn Síhanúks studd sem rétt-
mæt stjórn landsins af 90 löndum
gegn 29 á umræddu þingi. Sam-
kvæmt stimpli Gylfa Páls verða
leppar Bandaríkjastjórnar með
því móti óþægilega margir.
Gylfi Páll Hersir gerir síðan
stutta sögulega úttekt á bylting-
unni í Kampútseu og íhlutun
Víetnama. Helstu atriðin eru
þessi: Böðlar Pols Pots drápu
þrjár af átta milljónum landa
sinna og skrúfuðu samfélagið aft-
ur á tíma frumstæðs þrælaskipu-
lags. Síðan kom Pol Pot upp
miklum her við landamæri Víet-
nams svo ávinningar byltingar-
innaí þar voru í hættu. Bandarík-
in og Kínverska skrifræðið stóðu
þar aukheldur á bakvið. Ríkis-
stjórn Hanoi sá sig tilneydda að
gera innrás, „innrásarhernum var
fagnað gífurlega og reyndist til-
tölulega létt verk að stökkva her
Pols Pots á brott. Við tók upp-
bygging efnahagsins, menntun
alþýðu og almenn endurreisn
landsins. Þrátt fyrir mikla erfið-
leika hefur þessu miðað vel”.
Tökum eitt fyrir í einu.
Hversu grimmur
var Pol Pot?
Sagan um Pol Pot og
milljónirnar þrjár er öll með
ævintýrablæ. Enda ekki hægt að
ræða hana í alvöru. Frá upphafi
voru líkhaugasögurnar mikið til
sögusagnir sem þjónuðu
heimsvaldahagsmunum og heiðri
Bandaríkjanna eftir niðurlægj-
andi ósigur 1975. Eftir innrás
Víetnama var sami söguburður
notaður þeim megin til að rétt-
læta innrásina.
Vestræn blöð sem eitthvað
hafa reynt að gera eigin rannsókn
á þessu máli, og yfir höfuð eru
marktæk, nefndu gjarnan tölur á
bilinu 100-500 þúsund um látna,
annars vegar í réttaruppgjöri við
pólitíska andstæðinga og hins
vegar af öðru harðrétti á valdaár-
um Rauðra Khmera 1975-78. En
einnig þær tölur byggjast að
miklu leyti á getgátum. Stríðið,
ringulreiðin og hungrið sem við
tók á eftir útilokaði alla hugsan-
lega talningu.
Gylfi Páll lætur sér hins vegar
nægja að éta upp eftir hernáms-
öflunum, Víetnömum, hvernig
það stjórnarfar var sem gerði
innrás þeirra nauðsynlega. Sem
rannsóknaraðferð í sagnfræði er
það mjög ófullnægjandi!
Hvað sem því líður mun valda-
taka Pol Pot-stjórnarínnar hafa
verið býsna blóðug. Ég er viss um
að mikill mannfjöldi var myrtur
eða beittur ofbeldi að ósekju. Af
hverju? Var það aðallega
grimmdaræði stjórnvalda? Bylt-
ingarforingjarnir í Kampútseu
hafa viðurkennt að ofbeldið hafi
orðið mun meira en efni stóðu til.
Af orsökum nefna þeir m.a. mik-
inn fjandskap og beiskju sem ríkt
hafi á milli fólks á landsbyggðinni
sem háði stríðið gegn Banda-
ríkjamönnum og leppum þeirra
og svo hinna sem bjuggu í borg-
unum, þaðan sem sprengjurnar
komu. Þeir nefna vandkvæði við
það að fæða þær þrjár milljónir
sem fluttar voru úr borgunum við
valdatökuna. Þeir nefna einnig
undirróðursstarf frá Víetnömum.
Og fleira.
Á árunum 1970-75 blésu stærri
borgir í Kampútseu út vegna
flóttamannastraums frá sveitun-
um. íbúum Phnom Penh hafði þá
fjölgað úr fáum hundraðþúsund-
um í 2-3 milljónir. Ástæð.a þessa
voru þær loftárásir sem dundu á
sveitunum. Til dæmis féll þar 200
nætur í röð á árinu 1970 það
djöfullegasta sprengjuregn sem
fallið hefur í veraldarsögunni. í
stríði Bandaríkjanna og leppa
þeirra gegn kampútseönsku
þjóðinni urðu fórnarlömbin á bil-
inu 700 þúsund til milljón. Það er
nálægt því það sama og í stríðinu í
Víetnam. Það er þó sá munur að
Víetnamar voru fyrir um 50
milljónir en Kampútseumenn að-
eins um 8 milljónir.
Þess var vart að vænta að eftir-
leikur svoleiðis stríðs yrð' eintóm
sátt og samlyndi. Uppskeran er
gjarnan í nokkru samræmi við
sáninguna.
Baráttuaðferð bandarísku
heimsvaldasinnanna gegn
bændabyltingunni var einfald-
lega sú að reyna að tæma sveitirn-
ar. Það var kostnaðarsöm aðferð.
f fyrsta lagi kostaði hún djöful-
dóm af sprengjum. í öðru lagi
þurfti að fæða borgirnar. Fram-
leiðsla var þar næsta lítil. Matur
og lífsnauðsynjar komu yfir
mikla „loftbrú” sem Bandaríkja-
menn héldu uppi. íbúar borg-
anna, þeir sem ekki unnu þjón-
ustustörf fyrir Lon Nol-stjórnina
og bandaríska yfirboðara henn-
ar, voru aðallega atvinnulaust
flóttafólk.
Sérstæð bylting
Eftir ósigur Bandaríkjanna og
Lon Nol-stjórnarinnar var fyrsta
verk byltingarinnar að tæma
Phnom Penh og aðra stærri bæi.
Hvað.a rök voru færð fyrir því?
Ein ástæða var þörfin á að ná
tökum á og sundra öflum fjand-
samlegum byltingunni sem hlutu
annars að gera usla, ekki síst af
því byltingaröflin stóðu veikast í
borgunum. Þetta var þó auka
ástæða. Aðalástæðan var nauð-
syn þess að leysa fæðuvandamál-
ið. „Loftbrúin” var horfin. Land-
búnaðurinn var hastarlega lim-
lestur eftir stríðið og engan veg-
inn fær um að bæta við sig fram-
leiðslu fyrir borgirnar. Með því
að flytja út í sveit gætu hins vegar
borgarbúar tekið þátt í fæðu-
framleiðslunni og hindrað hung-
ursneyð.
Skiljanlega vöktu þessar að-
gerðir óánægju og gremju veru-
legs hluta borgarbúanna sem
þóttu umskiptin slæm. Svo snögg
og umfangsmikil umskipti gátu
ómöguiega gengið harmkvæla-
laust fyrir sig. Ofurróttækni virð-
ist hafa verið útbreidd meðal
byltingaraflanna og legið t.d. í
því að skilgreina sem fjand-
samleg öfl mikinn hluta þess fólks
sem vann þjónustustörf fyrir Lon
Nol-stjórnina. Tortryggni í garð
menntafólks var hluti af því
sama. Þetta hefur skerpt þær
andstæður sem voru þó nægar
fyrir.
Byltingin var frá upphafi tví-
þætt að eðli. Annars vegar
bændabylting gegn landeigenda-
aðli og embættismannakerfi kon-
ungsstjórnarinnar. Hins vegar
gegn heimsvaldasinnum - og sá
þáttur fékk algjöran forgang eftir
að Síhanúk var steypt 1970 og
myndaðist þá mjög breið þjóð-
fylking gegn kvislingastjórninni.
f þeirri fylkingu stóðu róttækustu
öflin sterkast er sigurinn vannst
1975 og því tók byltingin afar rót-
tæka stefnu og um margt óvenju-
lega. Fyrsta boðorðið var
„treystum á eigin krafta”. Losa
skyldi landið alveg af klafa
heimsvaldastefnunnar og skorið
á viðskiptatengslin við heims-
markaðinn. Efnahagurinn skyldi
byggður upp á eigin fótum frá
grunni. Grunnurinn var landbún-
aður. Samyrkjuvæðingu til sveita
var lokið fyrir töku Phnom Penh.
Höfuðverkefni samyrkjubúanna
var áveitugerð fyrir hrísgrjóna-
rækt.
Ekki meira nú um stefnu bylt-
ingarinnar. En ég verð að nefna
það hér að það er loddaralegt
skrök hjá Gylfa P. Hersi að segja
að Pol Pot hafi m.a. beitt hungr-
inu í starfi sínu við að drepa þjóð-
ina. Hinum ýmsu ólíku gestum
sem ferðuðust um Kampútseu á
árunum 1975-78 bar nefnilega
saman um eitt: hungrinu hafði
verið útrýmt. Fólkið át sig mett.
Það er betra en almennt gerist í 3.
heiminum, jafnvel þar sem friðar
nýtur. Flagið eftir sprengjurnar
hafði verið ræktað á ótrúlega
skömmum tíma. Malarían var
horfin, ólæsi hraðminnkandi.
Framtíðaráætlanirnar lýstu stór-
hug.
Björgunar-
leiðangur Víetnama
Víetnam stóð ógn af Kampúts-
eu og neyddist til að gera innrás.
Þessa staðhæfingu heyrði ég líka í
myndinni „Blóðvellir” um dag-
inn. Merkilegt! Víetnamar segja
þetta. En er það þá ábyggilega
satt? Þeir gætu kannski skrökvað
því. Kampútsea hafði 60 þúsund
manna fremur illa vopnaðan her.
Víetnam eina milljón þungvopn-
aða af nýmóðins sovéskum vopn-
um. Sautján manns á móti ein-
um.
Kampútsea er frjósöm og hef-
ur meira af ræktarlandi en hún
getur nýtt sem stendur. f Víet-
nam eru hins vegar mikil land-
þrengsli. Samskipti landanna
undanfarnar aldir hafa byggst á
stöðugri útþenslu Víetnama og
vörn Khmeranna. Franskir ný-
lenduherrar héldu gjarnan fram
að þeir hefðu á 19. öld bjargað
Khmerunum undan tortímingu
frá sínum hræðilegu nágrönnum
(Víetnam og Thailandi).
Eftir 1960 greindu erlendir
heimildarmenn í Víetnam frá að
Hó Chí Mính og félagar töluðu
um einn flokk, eina byltingu og
eitt ríki í öllu Indó-Kína. Eftir
sigrana 1975 hefur sýnt sig að
þetta var ekkert marklaust hjal.
Stofnun „sambandsríkis” í Indó-
Kína var á dagskrá og skyldi
komið á með góðu eða illu. En
Khmeraþjóðin er óskyld þeirri
Víetnömsku og tortryggir hana.
Tungumálin eru gjörólík. í Kam-
pútseu hefur hugmyndin um sam-
bandsríki alltaf átt sér formæl-
endur fáa.
Helstu leiðtogar Víetnama
hafa, að því er virðist, alla tíð
verið meiri þjóðernissinnar en
marxistar. Þjóðernisstefna þeirra
var framsækin meðan hún
beindist gegn heimsvaldasinnum,
og þá veittu þeir þjóð sinni
trausta forystu í baráttunni við
bandarísku hernaðarófreskjuna.
En jafnframt bjuggu þeir (a.m.k.
sumir) yfir afturhaldssamri þjóð-
rembu sem miðaðist að drottnun
yfir hinum þjóðum Indó-Kína.
Því hafa þeir nú leitt þjóð sína úr
öskunni í eldinn, úr frelsisstríði í
drottnunarstríð. Sú þróun er ná-
tengd heimsvaldabrölti Sovét-
ríkjanna en því máli verð ég að
sleppa hér.
Gylfi Páll Hersir er sjálfum sér
samkvæmur og lýsir innrásinni
sem björgunarleiðangri. Björgun
undan Pol Pot, Bandaríkjunum
og Kína. En það gengur ekki
óskapalaust að bjarga heilli þjóð.
í lok ársins 1979 (innrásin hófst í
árslok 1978) reiknuðu alþjóð-
legar hjálparstofnanir með að
eftir árs stríð lægi ein milljón í
valnum, 500 þúsund í blóði sínu
og 500 þúsund hungurmorða. Og
flóttamannastraumurinn bar því
sem næst aðra heila milljón, mest
til Thailands (til samanburðar
flúðu um 30 þúsund til Thailands
í stjórnartíð Pols Pots).
Innrásin er stór í sniðum. Tvö
hundruð þúsund manna velvopn-
aður her. Noregur var tekinn af
sjö þúsund Þjóðverjum 1940, ef
ég man rétt, og hefur vörn Norð-
manna oft verið rómuð. En Ví-
etnamar hafa enn meiri verkefni í
Kampútseu en þeir sjá fram úr.
Þá er að nefna það eina sem er
frumlegt í grein Gylfa Páls.
„Kampútseumenn verða einkum
að reiða sig á aðstoð Víetnams,
Sovétríkjanna ogKúbu”. Maður-
inn hlýtur þó að sjá að aðstoðin er
í fullum gangi. Víetnamar og So-
vétmenn hjálpa eins og mest og
best þeir geta. Og Kúbumenn eru
víst þarna líka, við ráðgjafar-
störf. Hvað vill hann hafa það
betra? Jú, meðan nokkur Khmer
er uppistandandi má gera betur.
Ekki láta neinn sleppa.
Skakkur
sökudólgur
Að lokum. Ég svara Gylfa Páli
Hersi m.a. til að andmæla þeirri
útbreiddu skoðun að valdatími
Rauðra Khmera hafi verið mesti
ógæfutíminn í lífi Kampútseu í
seinni tíð. Það var gerð bænda-
bylting í landinu og þær vilja
verða harðneskjulegar. Ógæfa
Kampútseu liggur hins vegar í yf-
irgangi nágrannans og hroðalegri
árás beggja risaveldanna á lítil-
magnann. f öðru lagi svara ég
Gylfa Páli til að minna hann og
hans sálufélaga á að til er nokkuð
sem heitir sjálfsákvörðunarréttur
þjóða. Sú hugsun virðist víðs-
fjarri í hans máli. Heimsvalda-
sinnar, vestrænir sem austrænir,
troða stöðugt á þeim rétti. Mál-
svarar heimsvaldasinna eru
auðþekktir á því að þeir hafa lágt
um rétt kúgaðrar þjóðar ef það
eru þeirra menn sem kúga. Hins
vegar eru þeir iðnir við að sverta
málstað þess sem kúgaður er. f
þriðja lagi skrifa ég til að minna á
að stríðið í Kampútseu er alveg
óútkljáð og afstaða annarra
þjóða mun ráða nokkru um úr-
slitin. Það ætti að hræra hjarta
smáþjóðar hér nyrðra að heyra
um smáþjóð þar syðra sem berst
svo bókstaflega fyrir tilvist sinni
sem þjóð. Með hverri þjóð sem
tapar því stríði versnar staða okk-
ar íslendinga.
Þórarinn Hjartarson.
Þórarinn Hjartarson á Tjörn er
búandi kennari á ættaróðalinu.
Hann hefur lagt gjörva hönd á plóg
í atvinnulífi landsmanna.
Greinin taföist illa vegna mis-
taka og er beðist velvirðingar á
seinkun birtingar.
Föstudagur 22. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5