Þjóðviljinn - 01.12.1985, Síða 10

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Síða 10
Nokkrir úr Rauðhólavinnuhópi Æskulýðsfylkingarinnar. Þar má kenna m.a. Harald Steinþórsson, Lárus Bjarnfreðsson og Herdísi Óiafsdóttur. Allir félagarnir tókuundiríVagla- skógi sumarið 1947ÍÆskulýðs- fylkingarferðalagi þegarNallinn var sunginn... Með íþrótta- bandalagi Isa- fjarðar í Noregs- ferð 1957. Stjórn Fram árið 1958 með formanninn Harald Steinþórsson í öndvegi. Frá v. Carl Bergmann, Sveinn Ragnarsson, Jón Sigurðsson, Axel Sigurðs son, Haraldur, Böðvar Pétursson, Hannes Sigurðsson, Jón Þorláksson, Sigurður Hannesson og Guðbjörg Pálsdóttir. það 1960 að Sigurður, sem þá var kosinn inná alþingi á þátt í því að mynda viðreisnarstjórnina með Sjálfstæðisflokknum. Það líkaði okkur vinstri mönnum mjög illa og stilltum við Kristjáni Thorlaci- us upp sem formanni í kosning- unum á BSRB-þinginu 1960 gegn Sigurði. Við höfðum kosning- una, Kristján fékk 63 atkvæði en Sigurður 62, - það munaði mjóu. Þessi kosning Kristjáns var byggð á traustu samstarfi vinstri manna og á formlegum málefnasamn- ingi, sem ég tel mig hafa verið allan tímann að vinna eftir sem stjórnarmaður og síðar fram- kvæmdastjóri BSRB. Mannréttindi heimt - Þessi málefnasamningur hef- ur hvérgi verið birtur áður, en í honum segir að jafnframt því sem vinstri menn sameinist um upp- stillingu til stjórnar BSRB, vilji þeir beita sér fyrir framgangi ým- issa mála. - Dæmi: Unnið verði að því með öllum tiltækum ráðum að opinberir starfsmenn fái samn- ingsrétt um kaup og kjör, m.a. með því að stuðla að flutningi frumvarps til laga á alþingi um þetta efni. Þar voru ákvæði um mótmæli við lífskjaraskerðingu þáverandi rfkisstjórnar, hækkun söluskatts, vaxtaokri og gengis- fellingu. Um markvissa baráttu fyrir styttingu vinnutímans og af- nám lægstu launaflokka. Lýst stuðningi við óskerta landhelgi og brottför hersins af landinu. Undir þetta sögulega plagg rit- uðu nafn sitt sósíalistarnir Har- aldur Steinþórsson, Þórhallur Pálsson og Þorsteinn Óskarsson, - og Framsóknarmennirnir Krist- ján Thorlacius, Svavar Helgason og Einar Ólafsson. - Til þess að pólitísk átök yrðu ekki til að veikja samtökin var samt ævinlega leitað víðtæks samkomulags manna úr öllum stjórnmálaflokkum um skipan 'stjórnarinnar og innan BSRB hefur einmitt skapast hefð um skiptingu stjórnarinnar milli stærstu aðildarfélaganna. Hins vegar voru átökin ævinlega um oddaaðstöðuna í formennskunni. Og KTlstján Thorlacius fékk þannig fyrsta áratuginn ævinlega framboð á móti sér, - allt til 1970. - Eftir að viðreisnarstjórnin leið undir lok og eftir að allir stóru stjórnmálaflokkarnir hafa skipst á að sitja í ríkisstjórnum tóku flokkspólitísku áhrifin að þverra í þessum slag. Og skipt- ingin sem komið var á um 1960 er nú gjörsamlega horfin. Mér skilst meiraðsegja að á síðasta þingi BSRB hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið eini stjórnmálaflokkurinn sem kallaði á sína fulltrúa og stillti saman strengi. - Ég tel mig hafa unnið eftir málefnaplaggi vinstri manna frá því árið 1960. 1962 verð ég vara- formaður í BSRB og hef staðið í þessu að fullu síðan. Þetta var orðið gífurlegt vinnuálag hjá mér, svo ég varð að hætta kennsl- unni 1973, enda þá kominn í fulla vinnu hjá BSRB fyrir löngu. - Það varð að ráði að fela mér og Guðjóni Baldvinssyni að undirbúa fyrstu kröfugerð sam- takanna sem leysti af hólmi úrelt launalög frá 1955. Og ég verð fyrsti starfsmaður Kjararáðs sem sá um samningsgerðina á árunum 1963-1970 og oftast málflytjandi fyrir dómstólum, bæði Kjara- dómi og Kjaranefnd. Margir áfangasigrar - Opinberir starfsmenn bjuggu við óréttlát launalög. En samn- ingsréttarlögin 1962 færðu okkur verulegar kjarabætur í fyrstu samningunum 1963. 1 samning- unum 1965 kom talsvert aftur- hvarf, en með starfsmati 1970 tókst að nýju að ná nokkrum jöfnuði við aðra, - en aftur reyndist skammt í afturhvarfið 1971-72. Einnig má geta þess að í starfsmatssamningunum var inn- leidd 40 stunda vinnuvika hér á landi - sem síðan var lögfest hjá öðrum í kjölfarið. - Viðbrögð okkar voru þau 1973 að fá samningsréttinum skipt milli BSRB og félaganna í aðalkjarasamning og sérkjara- samning. Heildarsamtökin fjöll- uðu um launastiga og vinnutíma, en félögin um röðun starfsheita og einstaklinga í launaflokka. Þó hélst það ranglæti að verkfalls- réttur gilti hvorki um aðalkjara- samning né sérkjarasamning, bæði í samningunum 1974 og 1975. - Við svo búið mátti ekki standa. Óánægja magnaðist sí- fellt með Kjaradóm og svar okk- ar BSRB-manna hlaut að vera krafan um verkfallsrétt. Sá áfangi náðist fram 1. apríl 1976 fyrst eftir víðtæka skoðanakönnun og hótanir í kjölfarið. Verkfallsvopninu beitt - Þeir áfangar sem ég hef hér rakið skiluðu verulegum kjar- abótum í samningum þeim sem í hönd fóru. En strax árið 1977 vorum við neydd til að nota verk- fallsréttinn. Við lentum í hörku- átökum, þriggja vikna verkfalli, sem færði okkur um síðir veru- legar bætur í aðalkjarasamningi. - í rauninni tel ég þá samninga vera þá bestu, sem við höfum gert. I fyrsta lagi vegna þess, að þá náðist fram sérstök hækkun á lægstu launaflokkunum. Okkur tókst að skapa visst fordæmi fyrir önnur stéttasamtök, en fram að þessum samningum hafði því jafnan verið öfugt farið. Án verk- fallsréttar fengu opinberir starfs- menn allir kauphækkanir í kjölf- ar harðrar stéttabaráttu Dags- brúnar og annarra verkalýðsfé- laga - en í þessu fyrsta verkfalli tókst okkur að gjalda að nokkru gamla þakkarskuld með mikilli hækkun lægstu launanna. Þá náðust einnig fram veru- legar bætur fyrir miðbik launa- stigans þarsem fjölmennustu hóparnir í BSRB eru, í stað sam- þjöppunar og kyrrstöðu sem flestir félagar okkar höfðu orðið að þola lengi. - Þegar stjórnvöld gripu til þess ráðs að kippa samningnum úr sambandi í ársbyrjun 1978, - þá tókst samstaða um harðvítug- ar mótmælaaðgerðir meðal verkalýðssamtakanna í mars. Ég hafði vænst að þessi samstaða yrði upphafið að nánara sam- starfi heildarsamtaka launafólks, - en það hefur því miður brugð- ist. Hjúpað huliðshjálmi - Því er ekki að neita að samn- ingsgerð stéttarfélaga hefur löngum verið sveipuð huliðs- hjálmi, þarsem yfirborganir og launaskrið hafa tekið völdin af samstilltri baráttu fyrir betri launakjörum. Og þegar svo stjórnvöld ganga á lagið með eft- irlætis áróður sinn um að verð- bólga og léleg hagstjóm þeirra sé til komin vegna samninga launa- fólks, þá er ekki von á góðu. Og einmitt þetta, að stjórnvöld reyna sífellt að sýna fram á gagns- leysi samtakamáttar einsog þau gerðu 1977 og ekki síður eftir verkfallið 1984, - verður til að veikja traustið á stéttabaráttunni og persónu- og starfshópapot t’ekur völdin. - Þetta er einn þátturinn í þeim vandkvæðum sem BSRB á við að et j a í dag, - og er í raun staðreynd hjá öllum stéttarsamtökum undir niðri. - Flestir samningar verkalýðs- hreyfingar eru með sömu ein- kennum og ísjakinn, þ.e. að yfir- borðið sýnir aðeins lítinn hluta, en kjarabæturnar eru fólgnar undir yfirborðinu, - þá er eitthvað meira en lítið að. Það er því afar hlálegt að skipulag stétt- arfélaga og heildarsamtaka skuli aldrei hafa verið rætt, hvorki milli BSRB og ASÍ eða t.d. BSRB og BHM. Og við erum meira að segja í málaferlum um, hvort félagafrelsi skuli ríkja hér á landi eða gömul forgangsréttar- ákvæði. Hreinskiptin umrœða - gjörbreytt skipulag - Ég held að heildarsamtökin þurfi að taka upp beinar og hreinskiptnar umræður um þessi vandamál. Það gæti einnig verið þarft málefni fyrir verkalýðs- flokka og málgögn launafólks að fjalla á gagnrýninn hátt um skipu- lagsmál. Þar hefur verið þagað þunnu hljóði um skipulagsmál og starfshætti bæði í Þjóðviljanum og annars staðar. - Það er eitt einkenni á skipu- lagi BSRB sem ég tel mjög þarft og öðrum til eftirbreytni, - þ.e. sú kvöð að allsherjaratkvæða- greiðsla skuli fara fram um samn- inga og tilheyrandi fundahöld um allt land. Og ég vil vekja athygli á því, að allsherjaratkvæðagreiðsla hefur farið fram átta sinnum á síðastliðnum átta árum. Það er Haraldur í útilegu með Æskulýðsfylkingunni á ísafirði sumarið 1946. nauðsynlegt að fólk sem á að lifa af umsömdum launum, leggi það á sig að kynna sér kjarasamninga og móta afstöðu til þeirra. - í mörg ár hef ég viðrað þá hugmynd að hér verði gjörbreytt um skipulag, þannig að samning- ar fari meira eftir stofnunum og vinnuveitendum. Ég sé t.d. ekki þörfina á því að samningar við ríkið og ríkisstofnanir séu gerðir af tugum stéttarfélaga, þ.e. BSRB, BHM, Sambandi banka- manna og ótal félögum í ASÍ. Það sem tengir þau öll saman er mun þýðingarmeira en það sem sundrar þeim. - Síðan ættu þessi samtök að finna sér skipulagsform og sam- vinnugrundvöll sem styrkir þau sem viðsemjendur við atvinnu- rekendur. Við skulum gæta að því, að staða opinberra starfs- manna hefur mjög breyst. Ráðn- ingaformið hefur breyst þannig að æviráðningin gamla er úr sög- unni, gagnkvæmur uppsagnar- réttur ríkir einsog á svokölluðum „frjálsum markaði”. Þegar svo við þetta bætist að einkageirinn er kominn í auknum mæli á opin- bert framfæri verða skilin milli stéttasamtaka opinberra starfs- manna og annarra félaga enn ó- ljósari. - Fjölmiðlar hafa æ mikilvæg- ara hlutverki að gegna í okkar þjóðfélagi. Mér finnst þeir um of bundnir starfi einstakra forustu- manna svo og verkfallsátökum, en fjalli síður um innihald samn- inga og árangur þeirra, og hvern- ig t.d. stjómvöld ætíð leitast við að eyðileggja árangur samninga. Það gengur líka illa að leiðrétta hvers konar misrétti, einsog t.d. þegar bent er á með réttu að op- inberir starfsmenn hafi dregist afturúr, þá gerist ekkert. Það fást engar úrbætur þótt öll rök mæli með slíkum leiðréttingum. Það þarf sannarlega að hvessa þessa baráttu á öllum vígstöðvum. Hverf glaður af vettvangi - Það er langt síðan ég ákvað að hætta strax og ég fengi rétt til, þó svo ég fái ekki með því móti hæstu prósentutölu á lífeyri. Það er nú orðinn aldarfjórðungur frá því við vinstri menn gerðum „byltinguna” 1960 og ég hef auk framkvæmdastjórastarfans verið ritstjóri Ásgarðs í yfir 20 ár. Þessi störf hafa aukist og vaxið einsog BSRB sem samtök. Ég er líka þeirrar skoðunar að það sé alls ekki gott fyrir stéttasamtök að sömu mennirnir séu í forystu svo áratugum skipti, - þannig að ég er afskaplega sáttur við að hætta núna. - Blessaður vertu, ég vil ekkert láta uppi hvað ég tek mér fyrir hendur, - það er enginn hörgull á áhugamálum, það er víst, sagði Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri íbygginn að lok- um. Og Þjóðviljinn óskar þeim manni, sem hóf starfið fyrir verkalýðshreyfingu og sósíalisma í æsku, hjartanlega til hamingju með afmælið og óskar honum velfamaðar. -óg HflNS PETERSEN HF Umboösmenn um land allt Kort með umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd. skemmtil þinni eigi upphæö. Taktu mynd sem fyrst eöa veldu eina góöa úr safninu og við sjáum um aö gera úr henni kort sem stendur upp úr jólakortaflóöinu í ár. Allt sem viö þurfum er filman þín. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.