Þjóðviljinn - 11.12.1985, Page 6
ÞJOÐMAL
Athugasemd
við frétt
Herra ritstjóri
Athugasemd við forsíðufrétt í
Þjóðviljanum 20.I1.’85, með
fyrirsögninni „Fáránlegt hjá Jóni
Baldvin“ eftir gg.
Ég undirritaður, Erlingur
Kristenssen, formaður Félags
ungra jafnaðarmanna í Hafnar-
firði, vil koma eftirfarandi at-
hugasemdum á framfæri í blaði
yðar, vegna áðurnefndrar fréttar.
Varðandi ályktun stjórnar
F.U.J. í Hafnarfirði, sem tekin er
til umfjöllunar í fréttinni, vil ég
segja eftirfarandi: Aðeins er birt-
ur inngangur að aðalefni ályktun-
arinnar. Meginhluta og aðalat-
riðum hennar er sleppt úr, þannig
að fréttin gefur rangar hugmynd-
ir um tilgang og innihald. Út frá
þessu er fréttin síðan skrifuð,
samhengislaus og færð til verri
vegar, samanber setninguna
„Hörð mótmæli á opnum fundi“,
sem er í undirfyrirsögn fréttar-
innar. Engin mótmæli voru höfð í
frammi á umræddum fundi.
Ályktunin í heild hljóðar þann-
ig:
„Fundur stjórnar F.U.J. í
Hafnarfirði haldinn 24. okt. 1985
varar eindregið við því, að for-
maður Alþýðuflokksins biðli til
helstu afturhaldsafla þjóðfélags-
ins, eins og skilja hefði mátt á
ummælum hans í ríkisfjölmiðlum
nýlega.
Fundurinn álítur, að jafnaðar-
stefna eigi enga samleið með
þeirri leiftursóknaráráttu aftur-
haldsins, sem mergsýgur hinn al-
menna launþega. Ennfremur
skal á það bent, að hinn nýi for-
maður Sjálfstæðisflokksins er
einmitt helsti talsmaður þessarar
stefnu, sem svo kallast.
Fundurinn leggur á það
áherslu, að samstarf Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks sé ein-
ungis hugsanlegt að því tilskildu,
að markmið og leiðir jafnaðar-
manna verði þar í öndvegi.
Hins vegar styður fundurinn
það heils hugar, að Alþýðuflokk-
urinn og stefna hans höfði til þess
stóra hóps jafnaðarmanna, sem
er í Sjálfstæðisflokki og öðrum
flokkum. Alþýðuflokkurinn
verði þannig í fararbroddi þeirrar
breiðfylkingar jafnaðarmanna,
sem að afloknum kosningum er
nauðsynleg til þess að mynda rík-
isstjórn er ber hag almennings
fyrir brjósti.
Til þess að sá árangur náist,
þurfa allir jafnaðarmenn að
leggja sitt af mörkum til samein-
ingar, en ekki sitja hver í sínu
horni, eða jafnvel fara í fýlu.
Takmarkið skal vera samein-
ing til baráttu fyrir „jafnrétti,
frelsi og bræðralagi“, svo al-
menningur geti lifað
mannsæmandi lífi, laus við niður-
rifs- og níðslustefnu núverandi
stjórnvalda".
Ályktunin fjallar eins og sést
við lestur hennar um sameiningu
allra jafnaðarmanna og von
ungra jafnaðarmanna um að tak-
ast megi að byggja upp öfluga
breiðfylkingu jafnaðarmanna úr
öllum flokkum, með Alþýðu-
flokkinn í broddi fylkingar.
Eins og af þessum lestri má sjá,
var ályktunin ekki samþykkt Jóni
Baldvin til höfuðs eins og lesa
mátti út úr fréttinni, heldur sem
jákvætt og heilbrigt innlegg í bar-
áttu hans fyrir jafnaðarstefnuna
og Alþýðuflokkinn.
Hann varðar mínar persónu-
legu skoðanir á hugmyndinni um
nýja viðreisnarstjórn, þá vísa ég
til ályktunarinnar og hefur
skoðun mín ekkert breyst frá
samþykkt hennar. Enda voru
drög að henni borin fram af
undirrituðum.
Talandi um fáránleika frá Jóni
Baldvin eins og stendur í fyrir-
sögn fréttarinnar, þá finnst mér
frjálst með farið og vísa því alfar-
ið á bug. Fáránleikinn liggur í því
að ef undirritaður hefði í um-
ræddu samtali verið meðmæltur
nýrri viðreisn, þá hefði það verið
fáránlegt, því það væri ekki í sam-
ræmi við efni ályktunarinnar sem
fréttin fjallar um.
f lok fréttarinnar er talað um
mýkingu orðalags. Þar mun átt
við að í drögum sínum að álykt-
uninni viðhafði undirritaður
mjög gróft orðalag um stefnu nú-
verandi stjórnvalda og var því
breytt á betri veg með hans sam-
þykki.
Að lokum vill undirritaður
minna Þjóðviljamenn á að í sama
sjónvarpsþætti og biðlað var til
Sjálfstæðisflokksins var einnig
biðlað til Alþýðubandalagsins,
en með öðrum hætti. Einnig vill
undirritaður að lokum þakka
þann áhuga er málefnum ungra
jafnaðarmanna er sýndur á blað-
inu og vonar að framhald verði
þar á.
Með baráttukveðju og
fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Erlingur Kristenssen,
form. F.U.J. Hafnarflrði.
Útboð
Könnun
Verkamannabústaðir í Kópavogi eru að kanna mögu-
leika á að bjóða út íbúðabyggingar með heildarútboði.
Hugmyndin er að útboðið innifeli alla hönnun, bygg-
ingu og frágang lóða 70-80 íbúða. Þeir verktakar sem
áhuga hafa á að taka þátt í útboði, af þessu tagi, ef til
kemur, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu VBK
í síma 45140, fyrir 17. desember n.k.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar
Guðrúnar Pétursdóttur
frá Húsavík.
Hólmfríður, Katrín, Jóhanna og Hulda Jónsdætur.
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu mér samúð og
vináttu við andlát og jarðarför
Ástu Björnsdóttur.
Lárus Magnússon. f
Framtíðarverkefni fyrir íslenskan hátækniiðnað? Nei, takk!
Kvennalisti
Höfnum íslenskri
vopnaframleiðslu
Varað við hugmyndum um að íslendingargerist
þátttakendur í vígbúnaðarbrjálœðinu
Þingmenn Kvennalistans hafa
lagt fram á alþingi tillögu til
þingsályktunar um bann við
hönnun og framleiðslu hergagna
eða hluta þeirra hér á landi. Til-
lagan er flutt vegna nýlegra hug-
mynda um að Islendingar selji
hugvit sit í þágu vígbúnaðar og
gerist þar með þátttakendur í
þeim gereyðingaráformum sem
vopnaframleiðslu fylgja.
Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að lýsa yfir
andstöðu við hugmyndir um að
íslenskt hugvit verði nýtt til há-
tækniiðnaðar sem tengist vígbún-
aði þannig að íslendingar gerist
þátttakendur í þeim gereyðingar-
áformum sem vopnaframleiðslu
fylgja. Alþingi ályktar að lýsa því
yfir að á Islandi verði ekki smíð-
uð kjarnorkuvopn eða svonefnd
varnarvopn gegn þeim, - að hér-
lendis verði hvorki hönnuð né
smíðuð nein þau tæki sem eru
hluti af kjarnorkuvopnaútbún-
aði, kjarnorkuvopnakerfi eða
svonefndu varnarkerfi gegn
þeim, - að á íslandi verði hvorki
reknar neinar þær rannsóknir
sem tengjast hönnun, samsetn-
ingu eða smíði kjarnorkuvopna
né heldur svonefndra varnar-
vopna gegn þeim.“ í greinar-
gerð er minnt á umræður sem
urðu í kjölfar nefndarálits um
hátækniiðnað á íslandi. Þar
komu m.a. fram hugmyndir um
að nýta hernaðarlega legu lands-
ins og „varnarsamninginn“ við
Bandaríkin til að fara fram á hlut-
deild íslendinga í þeim hátækni-
iðnaði sem „varnarliðið" notar.
Sterk andmæli komu strax fram
gegn þesum röddum m.a. frá her-
stöðvaandstæðingum og frá
landsfundi Alþýðubandalagsins
þar sem varað var við hugmynd-
inni.
Þingmenn Kvennalistans
benda á í greinargerð sinni að ís-
lendingar hafi um aldur verið
fyrst og fremst matvælaframleið-
endur og hafi aldrei borið vopn á
aðrar þjóðir. Þær minna á þings-
ályktun um stefnu íslendinga í af-
vopnunarmálum sem samþykkt
var s.l. vor og lýsa andstöðu við
hugmyndir um að íslendingar
gerist þátttakendur í vígbúnaðar-
kapphlaupinu sem ógnar öllu
mannkyni.
MINNING
Anna Guðmundsdótdr leikkona
Kveðja frá Þjóðleikhúsinu
Anna Guðmundsdóttir leik-
kona lést á laugardagsmorguninn
30. nóvember s.l. Anna fæddist á
Skálanesi í Vopnafirði 19. apríl
árið 1902 og var dóttir hjónanna
Stefaníu Benjamínsdóttur og
Guðmundar Ólafssonar,
veitingamanns á Seyðisfirði. Hún
fluttist til Reykjavíkur með for-
eldrum sínum árið 1917 þá 15 ára
gömul og hefur búið í Reykjavík
alla tíð síðan. Anna giftist Páli
Þorleifssyni bókhaldara árið 1927
en hann lést í janúar 1961, þeim
varð ekki barna auðið.
Áhugamál Önnu voru fjöl-
mörg á lífsleiðinni og margt sem
hún lagði gjörva hönd á. Hún
lærði ljósmyndagerð ung að
árum, þá stundaði hún fimleika
af kappi og fór meðal annars
margar ferðir til útlanda með sýn-
ingarflokki sínum í fimleikum.
Anna var mikil söngmanneskja
og söng t.d. í Dómkirkjukórnum
í rúm 40 ár. Þá var hún hagmælt
vel og las oft upp Ijóð sín við há-
tíðleg tækifæri.
En það var leiklistin sem
heillaði hana mest enda gerði hún
hana að lífsstarfi sínu. Fyrsta
hlutverk hennar var í revíunni
„Spánskar nætur" árið 1924. Hún
stofnaði ásamt fleirum Leikfélag
templara en á annan í jólum 1929
stóð hún fyrst á svið Leikfélags
Reykjavíkur í „Flóninu“ eftir
Chahning Pollock þar sem hún
lék frú Thornbury. Hún lék hjá
Leikfélagi Reykjavíkur allt frá
þessum tíma og þar til Þjóðleik-
húsið var stofnað árið 1950.
Ferill hennar hjá Þjóðleikhús-
inu er orðinn býsna langur eða 35
ár og auðvitað lét Anna sig ekki
vanta í afmælissýningu Þjóðleik-
hússins „íslandsklukkuna" sem
var frumsýnd á 35 ára afmæli
leikhússins í aprfl skömmu eftir
að hún sjálf varð 83 ára. Hlutverk
hennar hjá Þjóðleikhúsinu urðu
um 85 á hennar listamannsferli og
25 hjá leikfélagi Reykjavíkur.
Hún lék í „Fjalla-Eyvindi" og
„íslandsklukkunni" við opnun
Þjóðleikhússins og hún stóð nú í
síðasta sinni á leiksviði þann 6.
október s.l. í sýningu á „Islands-
klukkunni“ skömmu áður en hún
veiktist.
Anna Guðmundsdóttir var
ákaflega traust leikkona og leysti
hún æfinlega hlutverk sín af
hendi með miklum sóma. Hún
var vinsæl í hópi starfsfélaga
sinna og oft fjör í kringum hana
þar sem margt bar á góma. Hún
hafði mikinn áhuga á félagsmál-
um leikara og var einn af stofn-
endum Félags íslenskra leikara
1941, hún gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir félag sitt og
var meðal annars gjaldkeri þess
um árabil.
Það er með söknuði sem við
kveðjum Önnu Guðmundsdóttur
leikkonu en jafnframt með þakk-
læti og stolti yfir því sem hún hef-
ur lagt af mörkum í þágu leiklist-
arinnar.
Ættingjum hennar færum við
hugheilar samúðarkveðjur.
Gísli Alfreðsson
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. desember 1985