Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 8
BÆKUR
og aörar góðar bókmenntir.
Þetta er fjölskrúöugur sagna-
heimur og afar heillandi. Ef við
lítum í þessa útgáfu okkar verður
fyrst fyrir okkur Bandamanna-
saga sem er einskonar pólitísk
ádeila á höfðingjavald 11. aldar,
og ef til vill ekki síður ætlað að
útmála siðleysi, spillingu og
græðgi á ritunartíma sögunnar.
Næst í stafrófinu er Bárðarsaga
Snæfellsáss sem er allt öðruvísi,
kynja- og tröllasaga. Og þannig
koll af kolli, hver sagan er annarri
ólík og eiginlega eiga þær það eitt
sameiginlegt að vera skemmti-
legar bókmenntir.
Margar þjóðir eiga sér gullöld í
bókmenntum, þar nægir að
minna á grikki og rómverja. Við
höfum það hins vegar fram yfir
aðrar þjóðir að geta lesið gullald-
arbókmenntirnar á því tungumáli
sem þær eru skrifaðar á.“
Unglingar hrifnir
— En eru þessar sögur ekki til
þess eins fallnar að ala á hetju-
dýrkun og þjóðernisrembingi?
„Það er hægt að túlka þessar
sögur með ýmsum hætti. Fátæk-
linga dreymdi hér áður um hetjur
á borð við Gunnar á Hlíðarenda
og Guðrúnu Ósvífursdóttur, eða
þá dreymdi um að geta stungið
uppí höfðingja jafn snilldarlega
og Skarphéðinn eða Auður kona
Gísla Súrssonar. Þannig voru
sögurnar og hetjur þeirra fyrir-
mynd eða glæst fortíð sem gott
var að ylja sér við þegar hart var í
ári. Stundum hefur montið verið
ríkjandi. Ég held að þessar sögur
ali ekki á einu eða neinu eða fylli
okkur einhverri fyrirlitningu á
öðrum þjóðum og menningu
þeirra. Hver túlkar sögurnar eftir
sínu höfði, — og kannski veitir
okkur ekki af sambandi við for-
tíðina á þessum alþjóðlegu tím-
um.
íslendingasögurnar hafa lengi
verið kenndar unglingum í
skólum og það er almenn reynsla
kennara að þegar tekst að yfir-
vinna þá fordóma sem unglingar
hafa gjarnan gegn sögunum heill-
ast þeir af þeim. Þeim finnst þær
skemmtilegar, auðveldari aflestr-
ar en þeir héldu og ólíkar öllu
öðru sem haldið er að þeim. Þetta
eru ekki einfaldar bókmenntir á
borð við ísfólkið og annað í þeim
dúr, en samt eru þetta sögur um
ástir, bardaga, hetjur og skúrka.
En einfaldlega miklu betri bók-
menntir.“
Á tölvutœku
formi
— Hvaða vinnulag hafið þið
haft við gerð bókarinnar?
„í stuttu máli hefur þetta verið
þannig að ritstjórar velja þann
texta sem byggt er á og fara síðan
um hann höndum, setja greina-
skil og greinamerki, taka afstöðu
til þess sem orkar tvímælis,
leiðrétta ritvillur handrits, osfrv.
Þá er textinn settur á tölvu, próf-
arkir lesnar í þaula og loks prent-
að. Þetta hefur þann kost að allur
textinn er aðgengilegur á því sem
nefnist tölvutækt form. Það er
hægt að vinna með hann. Orða-
bók Háskólans hefur þegar feng-
ið nokkrar sögur á disklingum og
þar hafa menn ma. komist að
þeirri athyglisverðu niðurstöðu
að Einar Bragi skáld hefur fjöl-
breytilegri orðaforða en höfund-
ur Njálu.
Nú erum við að vinna í seinna
bindinu, það er þegar búið að
setja margar sagnanna sem þar
verða. Það ræðst svo af viðtökun-
um hvort áframhald verður á út-
gáfunni, hvort við gefum út meira
af íslenskum fornbókmenntum.
Við höfum áhuga á að gefa ann-
ars vegar út riddara- og fornald-
arsögur og hins vegar konunga-
sögur,“ segir Örnólfur Thorsson.
—ÞH
Ættfræðiáhugamenn! _
Fyrst var það
Ættarbókin
Nú eru það
Niðjatölin
Húsatóftaætt
Fyrsta niðjatalið í ritröð
Sögusteins
„íslenskt ættfræðisafri“
er komið út.
Aðrar bækur í ritröðinni
fyrir jól:
Gunnhildargerðisætt
og
Galtarætt í Grímsnesi.
Húsatóftaætt
Niðjatal
J6ns SæmundiMitur
og kvemu hans
Marjjréur 1‘otiiludóUur
og Valgcrðar ('ruAmundsdónar
%
hknúu /uffíiðúafn
NiAjauI
I.$
'V
H
Verið með frá byrjun.
Bækumar fast í bókaverslunum.
Sögusteinn hf - bókaforlag
Týsgötu 8, Reykjavík
Opið virka daga kl. 14-18.
Pantanir í síma 28179
Sagon af Lilla
blaðbera
Hafliði Vilhemsson:
Beygur.
Skáldsaga, 191 bls.
Hlöðugil 1985
í þessari nýju skáldsögu Haf-
liða Vilhelmssonar segir á einum
stað frá tveimur ungum drengj-
um sem ákveða að byggja sér
kjarnorkubyrgi uppi í fjallshlíð til
að búa sig undir þá gereyðingar-
styrjöld sem hinir fullorðnu voru
búnir að útmála fyrir þeim. Öðr-
um drengjanna, sögumanni bók-
arinnar, hafði verið falið að gæta
yngri bróður síns en í ákafa sínum
skilja þeir hann eftir þegar þeir
halda af stað til að reisa byrgið.
Afleiðingin verður sú að bróðir-
inn verður undir skriðu sem
byggingarmeistararnir hrinda af
stað í því skyni að afla sér hleðslu-
grjóts.
I þessum atburðum er fólgið
eitt meginþemað í sögunni,
spurningin: Á maður að gæta
bróður síns? Þetta er eitt af mörg-
um atvikum úr fortíðinni sem
leita á huga sögumanns er hann
rifjar upp sögu sína og segir frá
feita blaðberanum og psorias-
sjúklingnum Lilla sem lifir heldur
drungalegri tilveru undir vernd-
arvæng yfirmáta umhyggju-
samrar móður sinnar í vestur-
bænum. Sögumaður játar að Lilli
sé í raun hann sjálfur en með því
að flétta frásögninni af honum
saman við sínar eigin endurminn-
ingar virðir hann lífshlaup sitt
fyrir sér frá tveimur sjónarhólum
og úr mismikilli fjarlægð. Þessi
frásagnarmáti gerir það líka að
verkum að hann á auðvelt með að
stökkva fram og aftur í tíma.
í upphafi bókarinnar segist
sögumaður skrifa einmitt svona
vegna biturra og sárra minninga
um fyrrverandi eiginkonu sína og
hjónaband þeirra: „Mér er nauð-
syn að mega deila byrði minni;
hatur mitt, ijúfum kærleik
blandað, er meginástæða þess að
ég skrifa þessa sögu“. (bls. 7-8).
Sögumaður/Lilli er niður-
lægður í hjónabandinu en eftir að
það leysist upp dregur hann sig
inn í skel sína, breytist í
mannfælið skringimenni sem er
fullt sjálfsvorkunnar og eyðir
tómstundum sínum í að smíða
líkön af úreltum drápstólum fyrri
stríða. Hreyfiafl sögunnar, ljúf-
lingslæðan Kúska, kemur honum
þó þegar fram líða stundir í sam-
band við ýmsar sérkennilegar
persónur sem eru hálf utangátta í
tilverunni eins og hann sjálfur.
Þau kynni eiga þátt í því að hann
rífur sig smátt og smátt upp úr
eymd sinni og gerir upp hug sinn
til sjálfs sín og veraldarinnar. Það
er ekki síst Gulla, hin holduga og
hispurslausa pönkdrottning úr
dreifbýlinu, sem dregur Lilla út
Fugl Nínu
Leikrit Ntnu Bjarkar Árnadóttur,
Fugl sem flaug á snúru, hefur nú verið
geftð út hjá Bókavörðunni.
Leikritið var sýnt síðastliðð vor hjá
Nemendaleikhúsinu. Um verk sitt
hefur höfundurinn sagt meðal ann-
ars: „Verkið er um fólk sem finnur
ástina, sem það er hrætt við að mega
ekki rækta..í verkinu fléttast nútíð
og fortíð, raunsæjar senur, táknrænar
senur. Ljóð og setningar tengja at-
riðin þar sem við á.“
Bókin er í litlu handhægu broti, í
einföldu bandi, en þó vel vandað til
prentunar og frágangs. „Leikrit Nínu
Bjarkar Árnadóttur hafa jafnan vak-
ið verulega athygli“ segir í frétt frá
útgefanda: „Það er trú okkar að í
þessu verki hafi hún náð einna lengst
á ferli sínum; að feta vandratað milli
ljóðræns táknmáls og raunsærrar
ádeilu."
harmur en dauði miljóna bara
statistikk" (191). Friðarsinninn
Gestur/Grímur „fer yfir lækinn til
að sækja vatnið en finnur það
ekki, hann þarf alltaf að leita
lengra og lengra“. Þó er lífið „lík-
lega fólgið í því að sækja vatn í
lækinn", en glæpur Lilla liggur
hins vegar í því að „hafa aldrei
farið út að læknum til að gæta að
hvort þar rynni vatn eða lækurinn
frosinn, í klakaböndum“ (181).
Það kennir margra grasa í þess-
ari sögu. Smátt og smátt tengir
lesandinn saman í huga sér hin
sundurlausu minningarbrot sögu-
manns og þá atburði sem verða í
lífi Lilla. Allur þessi efniviður
rennur saman í eina heild. Þannig
opinberast míkrokosmos sög-
unnar í gjöf Gullu til Lilla sem
inniheldur líkön af nútímastýri-
flaugum, „andstætt makrókosm-
os sem er heimur sem Lilli vill
ekki vita af“ (156).
Höfundur hefur gott vald á
máli og segir skemmtilega frá.
Bókin er uppfull af spaugilegum
mannlýsingum og kostulegum at-
burðum sem skapa nokkurt mót-
vægi við siðferðilegan undirtón
sögunnar. Útkoman er litrík og
margslungin frásögn þar sem rak-
in er saga af lífsháska einstakl-
ings, krydduð ríku skopskyni og
glúrnum athugasemdum um
menn og málefni. Ég skemmti
mér vel við lestur þessarar sögu.
Takk, Hafliði.
Sölulisti Þjóðviljans
Þórarinn
efstur
16 ára... og Bara stœlar efstar á lista yngri
kynslóða
Margsaga Þórarins Eldjárns er í fyrsta sæti á lista sem Þjóðviljinn tók
saman eftir sðiu-upplýsingum frá fimm bókabúðum, - en næstu tvær
voru Þórarni mjög ámóta í stigareikningi: síðara bindi ævisögu Guð-
mundar Kjœrnested og pólitísk saga Vilmundar Gylfasonar, Löglegt en
siðlaust. Þessar bækur voru ofarlega á blaði í öllum bókaverslunum.
Listinn er þannig:
1. Margsaga/Þórarinn Eldjárn
2. Löglegt en siðlaust/Jón Ormur Halldórsson
3. Guðmundur skipherra Kjærnested/Sveinn Sæmundsson
4. Njósnir á hafinu/Alistair McLean
5. Skilningstréð/Sigurður A. Magnússon
6. Sögur og Ijóð/Ásta Sigurðardóttir
7. Gerður/Elín Pálmadóttir
8. Olíubylgjan blakka/Hammond Innes
9. Lífssaga baráttukonu/lnga Huld Hákonardóttir
10. Birtan að handan/Sverrir Pálsson
Verslunarstjórar bókabúðanna voru beðnir að nefna sérstaklega
þær barna- og unglingabækur sem best seldust, og lítur sá listi þannig
út:
1. 16 ára í sambúð/Eðvarð Ingólfsson
2. Bara stælarl/Andrés Indriðason
3. Jólasveinabókin/Rolf Lidberg
4. Gunnhildur og Glói/Guðrún Helgadóttir
5. Blómin á þakinu/lngibjörg Siguröardóttir og Brian Pilkington.
Við þennan lista Þjóðviljans
verður að gera marga fyrirvara:
fyrst og fremst þann að þessi
könnun er engan veginn fræði-
lega traust, og niðurstöður gefa í
besta falli vísbendingu. Einnig
þann að enn eru að koma út
bækur, sem hafa ekki náð athygli
og sölu.
Hinsvegar sýnist úrskurður al-
menna listans um þrjár efstu
bækurnar nokkurn veginn óyggj-
andi, og allar bækurnar á barna-
og unglingalistanum virðast eiga
þangað erindi, þótt okkur skjöpl-
ist ef til vill á röðinni.
Þess er rétt að geta að von er á
lista bóksala og Kaupþings innan
fárra daga.
Þessar bókaverslanir fá þakkir
fyiir vinsamlegt framlag upplýs-
inga til listans: Bókadeild Hag-
kaups, Bókabúð Máls og menn-
ingar, Bókabúð Jónasar Jó-
hannssonar Akureyri, Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar,
Bókabúð Lárusar Blöndal.
úr skel sinni og opnar augu hans
fyrir mannlífinu í kringum hann.
Hér eru sagðar margar litlar
dæmisögur um grimmd og skiln-
ingsleysi í garð manna og mál-
leysingja og vangaveltur um
skyldur manna gagnvart þeim
sem næst honum standa eru ofar-
lega í huga sögumanns. Eldri
bróðir sögumanns/Lilla, Grímur/
Gestur, sem höggvið hefur á öll
tengsl við bernskuheim sinn og
dvalið árum saman erlendis,
berst hins vegar fyrir björgun
miljónanna. Hann snýr aftur til
ÁRNI
ÓSKARSSON
fósturjarðarinnar sem Messías og
boðar frið á jörðu. Hámarki nær
sagan á mikilli friðarhátíð þar
sem Gestur er aðalræðumaður og
tekur dæmi af bróður sínum sem
hafi heldur viljað stökkva undir
vörubfi en lifa við þá skelfilegu
ógn gjöreyðingar sem heimurinn
er ofurseldur.
Lilla ofbýður þessi hagræðing
sannleikans í þágu hugsjónanna
og sögumanni verður ljóst að það
sem skilur þá bræður að sé „sú
staðreynd að dauði eins manns er
8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN