Þjóðviljinn - 11.12.1985, Síða 9

Þjóðviljinn - 11.12.1985, Síða 9
Stúlkan á bláa hjólinu Frönsk metsölubók ísafoldarprentsmiðja hf. hefur sent frá sér skáldsöguna Stúlkan á bláa hjólinu eftir frönsku skáld- konuna Régine Deforges. Bókin gerist í Frakklandi á árum síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Sagan hefst árið 1939. Þar segir frá Leu Delmas sem er 17 ára heimasæta á óðalsjörðinni Montillac í hjarta vínræktarhér- aðs í nágrenni Bordeaux. Hún er falleg, lífsglöð og áhyggjulaus. Stríðið skellur á og fyrr en varir kasta örlögin Leu út í hringiðu þess. Brátt verður hún þekkt sem stúlkan á bláa hjólinu, mikilvæg- ur sendiboði á milli hins her- numda og hins frjálsa hluta Frakklands. Ástríður vakna og veita gleði eða valda vonbrigðum. Hvaða aðdráttarafl höfðu þeir á hina til- finningaríku Leu, menntamaður- inn Laurent, æskuvinurinn Matt- hías, heimsmaðurinn Francois og homminn Raphael?... Stúlkan á bláa hjólinu heitir á frummálinu frönsku La bicyclette bleue og hefur selst í Frakklandi í yfir 2 milljónum eintaka. Þá hef- ur hún verið þýdd á fjölmörg tungumál og hvarvetna hlotið geysigóðar viðtökur. Gagnrýnendur hafa verið sam- mála um að Régine Deforges sé góður sögumaður og að lýsing hennar á tíðarandanum í frönsku samfélagi stríðsáranna sé frábær og raunsönn. Höfundurinn Régine Deforges er væntanleg hingað til lands fyrir miðjan desember til að kynna bók sína og mun þá árita hana í bókaverslunum. Dalla Þórðardóttir þýddi bók- ina. Ástkonan Út er komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Astkona franska lautinantsins eftir breska höfund- inn John Fowles, í þýðingu Magnúsar Rafnssonar, og er hér um að ræða nýtt bindi í heimsbókmenntaröð forlagsins. John Fowles er meðal þekkt- ustu núlifandi höfunda Breta. Fyrsta skáldsagan hans, Safnar- inn (The Collector) kom út 1963, en margir munu einnig kannast við aðra skáldsögu hans, The Magus. Astkona franska lautin- antsins er þó langsamlega þekkt- asta bók Fowles, en hún kom út árið 1969. Sögusvið hennar er England Viktoríutímans og segir þar af ástum aðalmannsins Char- les Smithson og kennslukonunn- ar Söru Woodruff, en í bakgrunni er dregin upp mynd af þjóðfélagi og hugmyndaheimi 19. aldar. Ástkona franska lautinantsins var nýlega kyikmynduð og lék Meryl Streep aðalhlutverkið. Helsti rithöfundur Argentínu Út er komin hjá Forlaginu skáldsagan Göngin eftir einn fremsta rithöfund Argentínu á þessari öld, Ernesto Sabato. Hann var einn virtasti kjarneðlis- fræðingur heims er hann sneri baki við vísindunum og hóf að rita skáldsögur. Göngin er eitt af sígildum verk- um suður-amerískra bókmennta og á síðasta ári hlaut Ernesto Sa- bato virtustu bókmenntaverð- laun spænskumælandi þjóða fyrir list sína - Cervantesverðlaunin. Guðbergur Bergsson þýðir sög- una úr spænsku og ritar ítarlegan eftirmála um höfundinn og verk hans. Listmálari nokkur myrðir ást- konu sína. Á yfirborðinu spenn- andi og óhugnanleg morðsaga en undir niðri hin eilífa saga um ör- væntingu þess sem ferðast einn um sín eigin dimmu göng. „Því manns eigin göng eru ekki göng annarra. Þótt tveir séu fæddir af sömu móður og fari gegnum sömu leggöng móti lífinu tryggir það ekki samræði eða skilning beggja,“ segir Guðbergur Bergs- son m.a. um verkið í eftirmála bókarinnar. Verðlaunasaga Norðurlandaráðs Setberg hefur gefið út verð- launabókina Dagur í Austurbotni eftir finnska rithöfundinn Antti Tuuri, sem hlaut fyrir hana bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs í ár. „Sagan gerist á sólheitum júlí- degi í Kauhava í Austurbotni og héraðinu í kring“. Segir í frétt um bókina: „Allfjölmenn fjölskylda hefur safnast saman til að skipta með sér lítilfjörlegum arfi. Fljót- lega kemur í ljós innri spenna milli þessa fólks, enda hefur því vegna mismunandi vel í lífinu, en jafnframt sterk samheldni. f forg- runni sögunnar eru fjórir bræður, ólíkir að eðlisfari, sem eru þó allir klofnir af ytra styrk en innri veik- leika. Með breytni sinni þennan dag leysa þeir úr læðingi öfl sem þeir ráða ekki við og leiða til of- beldis og skelfinga. Þýðandi er Njörður P. Njarðvík. FORLAGSFRÉTTIR Göngin - saga eftir Ernesto Sabato Ernesto Sabato, einn virtasti rithöfundur Argentínu, hlaut á árinu 1984 virtustu bók- menntaverðlaun spænsku- mælandi þjóða fyrir list sína - Cervantesverðlaunin. Göngin er eitt af sígildum verkum suður-amerískra bókmennta, á yfirborðinu óhugnanleg og spennandi morðsaga en undir niðri hin eilífa saga um örvæntingu þess sem ferðast einn um sín eigin dimmu göng. „Því manns eigin göng eru ekki göng annarra. Þótt tveir séu fæddir af sömu móður og fari gegnum sömu leggöng móti lífinu tryggir það ekki samræði og skilning beggja,” segir þýðandi sög- unnar, Guðbergur Bergs- son, m.a. í ítariegum eftir- mála sem hann ritar um höfundinn og verk hans. „Göngin er skáldsaga sem rúmar mikið þótt hún sé ekki löng,” segir Jóhann Hjálmarsson m.a. í ritdómi. „Menn geta lesið hana eins og morðsögu og lagt hana frá sér sem slíka. Hún fullnægir að mínu viti þörf slíks lesanda. En um leið og henni er lokið byrja aðrar sögur að fara sínu fram. Það sannar að hér er á ferð sjald- gæft meistaraverk, bók sem allir þurfa að lesa...” FORLAGIÐ^ FBAKKASTÍG 6A.SÍM19I-25I88 •<> á íslensku Á þessu ári gefur Forlagið út nokkur erlend öndvegisrit í íslenskri þýðingu. Þeirra á meðal eru skáldverk tveggja meistara frá Suður-Ameríku og ný skáldsaga breska rithöfundarins Fay Weldon. í sagnaheimi Márquez Af jarðarför Landsmóður- innar gömlu nefnist skáld- verk eftir Nóbelsverðlauna- hafann frá Kólumbíu, Gabri- el Garcia Márquez. Þorgeir Þorgeirsson þýðir verkið af einstakri snilld. Fáir rithöf- undar okkar tíma hafa hlotið jafn verðskuldaða athygli og aðdáun og Márquez en þetta er fjórða skáldverkið eftir hann sem út kemur á íslensku. Söguheimur verksins er kunnur úr fyrri sögum höf- undarins: Makondó, heimur stöðnunar, uppgjafar og úr- kynjunar. Andrúmsloftið mettað raka og hitasvækjan óbærileg. íbúar Makondó skapa enga sögu, þeir þrauka aðeins og bíða. Höfundurinn afhjúpar marg- ræðni mannlífsins af hlífðar- leysi og írónískri glettni. Hann yrkir um grimmdina og siðleysið og bregður upp ó- gleymanlegum myndum af þeim sem sporna við niður- lægingunni þótt uppreisn þeirra sé vanburða og næst- um ósýnileg. Af meist- aralegri íþrótt fléttar Gabriel Garcia Márquez saman sögu þjóðar sinnar, hvunn- dagsleika hennar, kjafta- sagnir og goðsagnir. Sagnaheimur hans er allt í senn, jarðbundinn og smá- munasamur, fullur af undr- um og stórmerkjum. „Hér leyna sér ekki tök snillings í frásagnarlist og blæbrigðaríkum persónu- lýsingum. Góður inngangur að fjölbreytilegum heimi Márquez, kannski með vandaðri bókmennta- verkum sem koma út fyrir jól,” segir Jóhanna Krist- jónsdóttir í ritdómi um verk- ið. Ævi og ástir kvendjöfuls Svo nefnist ný bók eftir bresku skáldkonuna Fay Weldon, höfund Praxis sem á sínum tíma fór sigurför meðal íslenskra lesenda. Sagan segir frá Rut, heiðar- legri húsmóður sem verður fyrir því að eiginmaðurinn kallar hana kvendjöful og tekur saman við aðra konu. Hvað getur Rut gert - ófríðari en amma skrattans - með undurfagra skáld- konu að keppinaut? Auðmýkingin kallar á hefnd en hvaða tilgangi þjónar hefndin? Það er ein hinna miskunnarlausu spurninga sem Fay Weldon spyr les- endur sína í þessari meinfyndnu og djöfullegu satíru. Bókin hlaut einróma lof lesenda og gagnrýnenda þegar hún kom út. Gagnrýnandi Publishers Weekly segir m.a.: „Það er ómæld skemmtun að þess- ari beittu satíru. Fay Weldon svífst einskis í gagnrýni sinni og fyndni hennar er misk- unnarlaus. Þetta er einstök skáldsaga.” Elísa Björg Þor- steinsdóttir þýðir söguna. Miðvikudagur 11. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.