Þjóðviljinn - 11.12.1985, Qupperneq 12
BÆKUR
Toppur ísjakons
Jóhanna Sveinsdóttir: íslenskir elsk-
hugar. Átján karlmenn ræða um
ástina, kynlífið, konuna og karl-
mennskuna.
Forlagið 1985.
Við teljum okkur mikla bók-
menntaþjóð, íslendingar, - og
erum það kannski að magni en
síður að gæðum. Það sem birtist
hér í blöðum, færi í ruslakörfuna
víðast hvar annars staðar, en það
sem þar yrði birt í dagblöðum,
kemur hér út á bók. Þessi sleggju-
dómur á einkum við nýjustu dell-
una í bókaútgáfu, viðtalsbækurn-
ar, sem hafa að sögn bjargað
Bókinni frá dauða. Sú lífgjöf ork-
ar þó tvímælis að mínu mati, því
að það hefur helst gerst, að dag-
blaðatexti er matreiddur í vönd-
uðu bandi. í stað þess að lesa
vandaða framhaldsþætti í sunnu-
dagsblöðunum, fá menn þetta á
einu bretti í bók. Ég segi bara
fyrir mig: ég tími yfirleitt ekki að
borga þúsundkall fyrir slík
greinasöfn,hvort sem hópur gam-
als fólks er spurður um liðna
tíð, afdankaðir stjórnmálamenn
ljúga um feril sinn eða þjóðkunn-
ar persónur draga aðeins frá
gluggatjöldin, svo að forvitnir ná-
grannar geti kíkt inn.
Það er öllum þessum bókum
sameiginlegt, að sögumönnum
gefst tóm til að laga til og gera
hreint áður en þeir draga frá. Við
sjáum aldrei fötin eins og hráviði
um gólfið eða merkishjónin að
slást. Allt er slétt og fellt. Blaða-
menn hérlendis búa ekki við þau
starfsskilyrði að þeir geti kafað
undir yfirborðið, heldur ekki
þegar þeir skrifa bækur. Hér telst
sá góður blaðamaður sem kemur
yfirborðsmyndinni vel á fram-
færi. Lesendur halda að þeir séu
einhverju nær, því að þeir fá stað-
festingu á þeim yfirborðskenndu
hugmyndum sem þeir höfðu
fyrir. Allt er með kyrrum kjörum
í plastheimi íslenska lýðveldisins.
Jóhanna Sveinsdóttir hefur
bætt einni blaðamennskubókinni
við á markaðinn, en að þessu
sinni á bókin þangað nokkurt er-
indi, því að Jóhanna fær 18 karl-
menn til að gera svolítið nýstár-
legt: segja frá tiifinningum sín-
um. Þess vegna er fengur að bók-
inni, þótt hún kafi ekki dýpra en
• •
SAGAN OLL
Fólkið framan við Elliheimilið situr á bekk og rær í
gráðið, raular fyrir munni sér. Breytast ekki lögin? Það
hefur verið á sextugsaldri þegar ég átti leið hér um
daglega. Á fuflu úti í þjóðfélagi sem nú er komið á
Elliheimilið.
Einn góðan veðurdag mætum við á þessa bekki.
Róum í gráðið og raulum rokklögin. Falla svo mörg vel
að þessu róðrarlagi:
And I try
And I try
And I try
I can’t get no!
No! No! No!
Hvernig eldumst við? Hvernig er hægt að lina takið á
lifinu, sleppa því? Móðgun við neysluhyggjuna að
eldast, hætta á túr, missa kynhvötina, hárið, tennurnar.
Eins og gölluð vara. Ef sækja á framleiðandann til
saka kemur í Ijós að vörumerkið er hvergi skrásett.
Maðurinn er eftirlíking af fölsun.
Sagan öll bls 215.
saga: N ÖL] L
Bókaútgáfan punktar Blönduhlíð 7 105 Reykjavík (91) - 17791
aðrar viðtalsbækur.
f formála segir Jóhanna nokk-
uð frá þeim skrifum, sem víða um
lönd hafa orðið um tilfinninga-
vanda karla í kjölfar kvenna-
hreyfinga. Með kvennabarátt-
unni tóku kynhlutverkin að rið-
last, og þar með neyddumst við
karlmenn til að endurskoða
sjálfsímynd okkar. Hvers vegna
grátum við sjaldnast, og er það
jákvætt? Þegar konur fara að
krefjast aukinnar nautnar í kyn-
lífi, - ástúðar, leiks, fullnægingar
og margs fleira - eigum við karlar
að taka því sem áskorun um
bætta frammistöðu í rúminu eða
kannski sem tilefni til að hugsa
um eigin kynnautn? Ótal slíkar
spurningar vöknuðu, og þeirra
sér stað í listrænum afurðum og
umræðu síðasta áratugar. Bók-
menntaverkin eru þó fyrst og
fremst_áþreifanlegur vitnisburð-
ur; hin eiginlega menningar-
sköpun hefur farið fram í daglegu
lífi, en hennar sér mun síður stað
á íslandi en í nágrannalöndum.
Bók Jóhönnu getur ýtt við
þessu nauðsynlega sköpunar-
starfi í hvunndagsmenningunni.
Jóhanna hefur haft uppi á mjög
ólíkum karlmönnum, en samt
sameina þeir svo til allir það sem
goðsagan telur ósamrýmanlegt:
þeir standa sig ágætlega í sínum
karlhlutverkum, og þeir eru
miklar tilfinningaverur. Geta
meira að segja orðað tilfinningar
sínar og rætt um þær. Sumir
þeirra þekkja tæpast annað en
hefðbundna hlutverkaskiptingu
kynja, en flestir hafa lent í því
ölduróti, sem hefur riðlað henni á
síðustu árum. Einstaka maður
brýst við með heiftúðugri vörn.
Aðrir leggja ótrauðir í þá löngu
leit sem fylgir höfnun á viðtekn-
um viðhorfum. Flestir mæta þó
nýjum tímum með yfirborðs-
GESTUR
GUÐMUNDSSON
kenndu frjálslyndi, þar sem undir
niðri glittir í gamla tilfinninga-
hnútinn. Homminn og sá bísex-
úali skera sig úr; þeir virðast
heiðarlegir og opinbera tilfinn-
ingavanda sinn - eru kannski þess
vegna á leiðinni að verða
heilsteyptari menn en hinir. Þeg-
ar á heildina er litið, fær þó hver
og einn að byggja upp þá mynd af
sjálfum sér, sem hann kýs, og
maður getur í mesta lagi lagi
leikið sér að því að lesa á milli
línanna. f þeim skilningi ristir
bókin ekki dýpra en viðtalsbækur
almennt. Hins vegar opnast hér
mun nkari heimur margslung-
inna tilfinninga en karlmenn eru
vanir að opinbera, hvort sem það
er á torgum, í einkasamræðum
eða jafnvel í hjónarúminu, að því
er mér skilst á konum.
Á undanförnum árum hafa
baráttukonur oft minnst á ein-
hvern reynsluheim kvenna, sem
ætti að vera okkur karlmönnum
lokuð bók. Samkvæmt þeim
kokkabókum hefur Jóhanna ráð-
ist í óvinnandi verk: kona reynir
að skyggnast inn í reynsluheim
karla. Þessi samlíking er þó út í
hött, því að flestir karlmenn eiga
auðveldara með að tala um til-
finningar sínar við konur. Meðal
viðmælenda Jóhönnu er þó
skemmtileg undantekning á
þessu, en það er 23 ára fjöllista-
maður sem á karlmenn að trún-
aðarvinum, og er reyndar hægt
að kalla hann eina fulltrúa „nýja
karlmannsins" í þessari bók.
Vonandi verður bókin fleiri karl-
mönnum hvatning til þess að tala
saman um tilfinningar sínar, í
stað þess að nota konur sem milli-
liði. Ætli slíkt gerist þó almennt,
fyrr en konur hafa náð jafnræði á
vinnumarkaðnum og sent karl-
ana heim í eldhúsin að ígrunda
tilfinningahnúta sína?
Ætli þessi bók seljist nokkuð
að ráði, nema konur gefi hana
mönnum sínum og karlvinum?
Hún gæti hins vegar orðið tilefni
til skemmtilegra umræðna og ef-
laust leitt til betra ástalífs hér og
þar.
Helga Einarsdóttir skrifar um barna- og unglingabœkur
Að sœttast við
sjálfa sig
Helga Ágústsdóttir
Ekki kjafta frá
Rv., Iðunn, 1985
Mikið er nú ánægjulegt að fá
eina íslenska barna- eða
unglingabók þar sem aðalpersón-
an er stelpa. Strákar hafa nefni-
lega verið aðalpersónur í öllum
þeim barna- og unglinabókum ís-
lenskum sem ég hef lesið í haust,
hvort sem þær hafa verið eftir
karla eða konur. En víkjum nú að
söguþræði bókarinnar.
Edda, aðalpersóna bókarinn-
ar, er 15 ára þegar sagan hefst.
Hún er í skóla og gengur ekki
nógu vel, hún flosnar upp úr vina-
hópnum, hún þolir ekki mömmu
sína. Eddu líður á allan hátt illa.
Smátt og smátt þroskast hún sjálf
og sér að ekki er allt sem sýnist,
og uppgötvar hvað í henni sjálfri
býr. í lok bókarinnar líður henni
orðið miklu betur, hún hefur
nálgast vini sína aftur - og þeir
hana - og hefur uppgötvað að
pabbi og mamma eru fólk eins og
aðrir, og samkomulagið hefur
batnað.
Ekki veit ég hvað það er sem er
svo hrífandi við þessa bók. Ef til
vill er það hversu sönn og látlaus
hún er. En staðreyndin er að þótt
ytri atburðir séu ekki stórvægi-
legir þá leggur maður ekki bók-
ina frá sér fyrren henni er lokið,
þó að klukkan sé orðin 2 að nóttu
og vinnudagur að morgni. Og
maður leggur hana ánægður frá
sér að lestri loknum.
Stíll bókarinnar er sérkenni-
legur. Sagan er til skiptis sögð í
þriðju persónu, atburðirnir séðir
utanfrá blandað samtölum Eddu
og annarra, og í fyrstu persónu í
dagbók Eddu. Málfar er lfka tví-
skipt, annars vegar venjulegt lip-
urt talmál í framsögn, hins vegar
slangur, „táningatalmál", tals-
vert enskuskotið, í samtölum
unglinga og í dagbókinni.
Eg býst við að einhverjir reki
hornin í unglingamálið og finnist
það ljótt og alls ósæmilegt, eða
jafnvel tilbúið. Mér finnst það
heldur ekkert fallegt, en ég tel að
það sé rétt og sannferðugt. Ung-
lingar tala svona. Þetta byggi ég á
reynslu minni sem móður ung-
linga og langri og mikilli um-
gengni við mikinn fjölda ung-
linga. Að vísu er mál Eddu og
vina hennar í bókinni lítið eitt
enskuskotnara en ég á að venjast.
En áður en við hneykslumst
mikið á unglingunum skulum við
hugsa aðeins til þeirra sem eldri
eru. Hvert okkar hefur ekki heyrt
fólk um fimmtugt segja „bæ, bæ“
í kveðjuskyni?
Þetta er þroskasaga Eddu. í
huga og líkama 15 ára stúlku eru
heil ósköp að gerast, ýmsar
kenndir vakna og þunglyndi get-
ur verið á næsta leiti. Edda verð-
ur skotin, vinir bregðast, foreldr-
arnir verða óþolandi afskipta-
samir og hræddir um unglinginn,
þeir gera kröfur sem ekki er hægt
að uppfylla o.s.frv. Auðvitað er
mamma miklu verri en pabbi,
hún sinnir meira uppeldinu og
dóttirin þarf meira að slíta sig frá
henni. Unglingurinn vill losa sig,
vera fullorðinn, láta treysta sér,
en er þó jafnframt í sárri þörf
fyrir ástúð, þörf fyrir að foreldr-
arnir tali við hann, að þeim standi
ekki á sama, að hann skipti máli.
Foreldrum hættir í sögunni (og
raunveruleikanum) til að taka
unglinginn ekki alvarlega, ekki
ræða „sín“ vandamál. Foreldr-
arnir krefjast trúnaðar og hlut-
deildar í erfiðleikum unglinga en
veita ekki sjálf. Hér er það mál
dánu systurinnar, Huldu, sem
ekki má tala um og sem meira og
minna eyðileggur fjölskyldulífið.
- Og hér er ekki verið að skrifa
um vesalings fátæka fólkið. Fjöl-
skylda Eddu er vel stæð og býr í
eigin húsi. Það er ánægjulegt að
ekki skuli sett jafnaðarmerki
milli fátæktar og fjölskylduerfið-
leika. En þó get ég ekki neitað
því, að mér finnst vanta svolítið í
þjóðfélagsmyndina þegar fjár-
hagsbasl og bágindi, sem svo
áberandi eru núna í daglega líf-
inu, kom hvergi við sögu.
Ekki má gleyma stóra bróður í
þessari bók, einu persónunni sem
er dregin alveg í hvítu. Hann er
bara góður, ljúfur og skynsamur.
Hann upplýsir Eddu um Huldu-
málin, hann faðmar systur sína og
kallar hana kríli þegar hún þarf á
því að halda, hann skilur möm-
mu...
Ég sagði hér á undan að þetta
væri þroskasaga. Þroski Eddu
felst í því að sættast við sj álf a sig -
og þar með aðra, - finna eigin
hæfileika - og eigin fegurð - og
öðlast skilning á foreldrum sín-
um. Hún viðurkennir að þau eru
manneskjur með holdi og blóði,
þau hafa hvatir, þrár og veikleika
eins og „fólkið í bíómyndunum".
Bókin er 119 síður. Letrið er
skýrt, ég fann aðeins eina prent-
villu, pappír er fallegur, brot og
frágangur snyrtilegt. Engar
myndir eru í bókinni, en kápu-
myndin held ég ætti að vera að-
Iaðandi fyrir unglinga.
Bókin er fyrir u.þ.b. 12 ára og
eldir.
Helga Einarsdóttir.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðyikudagur 11. desember 1985