Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 13
BvEKUR
Djásn af allri gerð
35 íslenskir fuglar í myndum og máli
Sigurður A. Magnússon
áritar bók sína
Bókaútgáfan Bjallan hefur
nokkrasérstööu meðal ís-
lenskra útgáfufyrirtækja.
Heita má að hún helgi sig því-
nær einvörðungu útgáfu bóka
fyrir börn og unglinga. Og
Bjallan hefur lagt í það metn-
að sinn að vanda þessar
bækur sínar bæði að efni og
frágangi svo að verðskuldaða
athygli hefur vakið, og hvergi
horft í kostnað við að gera
þær á alla grein sem best úr
garði.
Nýlega kom út hjá Bjöllunni
bókin Fuglarnir okkar. Hefur
Stefán Aöalsteinsson samið text-
ann en Grétar Eiríksson tekið
myndirnar utan fimm, sem tekn-
ar eru af þeim Erling Ólafssyni,
Sigurgeiri Jónssyni og Skarp-
héðni Þórissyni. Friðrika Geirs-
dóttir hannaði bókina, Valdimar
Sverrisson litgreindi en Prent-
stofa G. Benediktssonar annaðist
setningu og prentun.
í bókinni er fjallað um 35 ís-
lenska fugla og er það um helm-
ingur þeirra fugla, sem talið er að
verpi að staðaldri á íslandi. Eru
þetta sjö spörfuglar, einn hænsn-
fugl, sjö vaðfuglar, þrír ránfuglar
og sautján sundfuglar.
Stefán Aðalsteinsson kveðst
einkum hafa haft þrjú sjónarmið í
huga er hann valdi fugla í bókina.
í fyrsta lagi að þeir væru algengir.
í annað stað þeir fuglar, sem telj-
ast mega sérstæðir fyrir ísland.
Og loks fuglar, sem eru fulltrúar
fyrir skyldleika- eða kjörlendis-
hópa. Þarna er t.d. fjallað um
fugla, sem verpa hvergi í Evrópu
nema á íslandi og Þórshanann,
sem fer ískyggilega fækkandi og
verpir orðið hvergi hérlendis
nema við Breiðafjörð. Lýst er út-
liti fuglanna og einkennum, lifn-
aðarháttum þeirra, varpi, útung-
un, fæðuvali, kjörlendi o.fl. Inn í
frásögnina er svo fléttað þjóðtrú
og þjóðsögnum tengdum fuglum
og hátterni þeirra, - bæði í
bundnu máli og óbundnu. Allt er
þetta sett fram á einkar látlausan,
skýran og skemmtilegan hátt eða
eins og Stefán sagði sjálfur:
„Meginmarkmiði var að gera
textann aðgengilegan hverjum
Sagan öll
Pétur Gunnarsson.
Bókaútgáfan PUNKTAR hef-
ur sent frá sér nýja skáldsögu
eftir Pétur Gunnarsson: SAG-
AN ÖLL.
SAGAN ÖLL er lokaverk í
bálkinum sem hófst með PUN-
KTUR PUNKTUR KOMMA
STRIK. SAGAN ÖLL segir af
tilraunum Andra Haraldssonar
til að fóta sig í Nútímanum og
örvæntingarfullri leit hans að
sjálfum sér. Leikurinn berst frá
Kaupmannahöfn til Konstantin-
ópel þar sem örlögin grípa í
taumana.
„En jafnhliða því sem saga
Andra er rakin áfram, er hún rak-
in upp,“ segir í frétt frá forlaginu.
„í ljós kemur að Andri Haralds-
son er ekki allur þar sem hann er
séður, á bak við hann leynist fyr-
irmynd: Guðmundur Andri Har-
aldsson, kallaður Manni. Hann
er heimilisfaðir og sagnfræðingur
sem þjáist af minnisleysi og á í
brösum með að koma veröldinni
heim og saman. Með vasabók að
vopni reynir hann að fá dagana til
að nema staðar og fortíðina til að
enduróma í ritvélinni..."
SAGAN ÖLL er fimmta bók
Péturs Gunnarssonar, 273 bls. og
fæst bæði innbundin og í kilju.
Nœturflug
Sagan vellur áfram í yndislegri
óreiðu, segir bókaútgáfan Lífs-
mark um verk Guðmundar
Björgvinssonar, Næturflug í sjö-
unda himni, þar sem lýst er 1001
degi í lífi Halldórs Guðbrands-
sonar.
„Öllu mögulegu og ómögulegu
ægir saman, ævintýrum, goð-
sögnum, mataruppskriftum,
lífsreglum, spakmælum, klisjum,
blaðagreinum, viðtölum og
hversdagslegum atburðum“.
Þetta er önnur skáldsaga Guð-
mundar, sem vinnur jöfnum
höndum að ritstörfum og mynd-
list.
Miftvikudagur 11. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Skilningstréð
og aðrar bœkur sínar í versluninni á morgun
fimmtudaginn 12. desember milli kl. 17.00 og
18.00.
manni og lífga upp með skemmti-
legu efni. Eg er enginn sérfræð-
ingur í fuglum, varð því að lesa
mér mikið til og naut góðra
leiðbeininga fuglafræðinga". í
bókinni er skrá yfir atviksorð og
staðanöfn. Þó að þessi fallega og
vandaða bók sé ætluð börnum og
unglingum öðrum fremur þá mun
þeim, sem eldri eru, einnig þykja
að henni mikill fengur. Myndirn-
ar eru allar í lit, meistaralega
teknar og hin mestu djásn.
Samstarf Stefáns Aðalsteins-
sonar og Bjöllunnar á sér orðið
nokkra sögu. Það byrjaði með
því að Bjallan leitaði til Stefáns
um samningu bókarinnar
„Sauðkindin - landið og þjóðin".
Sú bók hlaut svo góðar viðtökur
að ákveðið var að stíga annað
skref. Þá komu „Húsdýrin okk-
ar“, sem unnin var sameiginlega
af þeim Stefáni og Kristjáni Inga
Einarssyni, ljósmyndara. Hlaut
sú bók sérstaka viðurkenningu
Námsgagnastofnunar sem úrvals
fræðslurit fyrir börn og unglinga.
Ekki dró það úr áhuganum og hóf
Stefán að vinna að fuglabókinni
fyrir um það bil hálfu öðru ári.
Óg nú er bókin komin og gefur, á
sinn hátt, hinum fyrri ekkert
eftir. „Mættum við fá meira að
heyra“ - og sjá.
-mhg
Sendum í póstkröfu
BÓKAVERSLUN
SNÆBJARNAR
Hafnarstræti 4 sími: 14281
Góð bók gleður
I Mál og menning
ASTKONA FRANSKA
IAUriNAN'lSlKS
John Fowles:
Ástkona franska
lautinantsíns
Nýtt verk í heimsbókmenntaiöð
Máls og menningar
Yashar Kemal:
Memed mjói
- saga um uppreisn og ást
Ástkona franska lautinantslns er tvímælalaust
þekktasta skáldsaga John Fowles, sem er einhver
fremsti og umtalaðasti skáldsagnahöfundur
Englendinga um þessar mundir.
Ástkona ffanska lautinantsins er öðrum þræði
mögnuð ástarsaga um aðalsmanninn unga,
Charles Smithson, og kennslukonuna dularfullu,
Söru Woodmff, sem þorpsbúar kaía ástkonu
franska lautinantsins. Hér segir frá ástríðu-
þrungnu sambandi þekra og því stríða og
ólgandi tegindjúpi sem skilur þau að. Sögusviðið
er England Viktoríutímans með stéttskiptingu
sinni, trúarkreppu og siðferðilegri hræsni.
En Ástkonan er stór bók og ekki ö!l þar sem hún
er séð: Kunnáttusamleg notkun Fowles á
brögðum og vitneskju 20. aldar höfúndar gefúr
henni aðra vídd og aukna dýpt.
Ástkona franska lautlnantsins er þýdd af
Magnúsi Rafiissyni. Eftir henni var nýlega gerð
mjög vinsæl kvikmynd með Meryi Streep í
aðalhlutverid.
Verð: 1375.-
Ný bók í heimsbókmenntaröð
Máls og menningar
Sagan um Memed mjóa, stigamanninn unga, er
hörkuspennandi aevintýri um alþýðu og útlaga í
Tyrklandi á fýrri hluta þessarar aldar eftir fremsta
og frægasta núlifandi höfund Tyrkja, Yashar
Kemal. Söguhetjan elst upp í þorpi ríkismannsins
Abdi aga sem hefúr sölsað undir sig landardgn
fólks í fimm þoipum á Tsjúkuróvasléttunni og
drottnar með harðneslgu. Strax á unga aldri gerir
Memed misheppnaða tilraun til að rísa gegn Abdi
aga, og þegar hann hefúr fengið nasasjón af
annars konar lífi ákveður hann að ræna unnustu
sinni og flýja. En armur valdsins er langur og
hefúr lögin sín megín, þótt Memed öðlist hins
vegar ást og aðdáun alþýðunnar.
Þórhildur Ólafsdóttir þýddi bókina úr tyrknesku
og skrifar eftirmála.
Verð: 1487.-
Uglu-verð: 788.-