Þjóðviljinn - 11.12.1985, Page 16
ALÞÝÐUBANDALAGHE)
AB Selfoss og nágrennis
Almennur félagsfundur
verður haldinn laugardaginn 14. desember kl. 17.00 að Kirkjuvegi 7 Sel-
fossi. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Forval fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar.
Stjórnln
Kvennafylking AB
Starfið - skemmtikvöld
Fimmtudaginn 12. desember kl. 20.30 verður framhaldsaðalfundur Kvenn-
afylkingarinnar að Hverfisgötu 105.
Fundarefni: 1) Framsaga og umræður um vetrarstarfið. 2) Valin ný
miðstöð.
Fundinum lýkur á léttari nótum. Guðrún Helgadóttir les upp, Kristín og
Margrét Pála skemmta með söng. Léttar veitingar á vægu verði.
Alþýðubandalagskonur og stuðningskonur í Reykjavík og nágrenni
hvattar til að fjölmenna.
Undirbúningshópur
Alþýðubandalagið Kópavogi
Bæjarmálaráðsfundur
ABK boðar til bæjarmálaráðsfundar í Þinghóli miðvikudaginn 11.
desember kl. 20.30.
Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun Kópavogskaupstaðar.
2) Önnur mál.
Stjórnin
AB í Keflavík og Njarðvík
Bókmenntakynning
og tónlistarkvöld verður haldið í KK húsinu við Vesturbraut laugardaginn
14. desember kl. 15.00.
Eftirtaldir listamenn koma fram: Sigurður A. Magnússon les úr bók
sinni Skilningstréð, Jónas Árnason les úr nýútkominni viðtalsbók sinni,
Karvel Ögmundsson les úr nýútkominni bók sinni, Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson les úr bók sinni Jarðljóð, Einar Kárason les úr bók sinni
Gulleyjan. - Kristín Ólafsdóttir syngur lög af nýútkominni plötu sinni.
Steinar Guðmundsson leikur létta tónlist á pianó.
Léttar veitingar og piparkökur. Aðgangseyrir 100 kr.
Menningar- og fræðslunefnd AB í Keflavík
ÆSKULÝÐSFYlKfNGIN
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
Jólin koma! (og fara!!!)
Jólasveinar einn og átta... Nei, nei, nei það er ekki verið að tala um
borgarstjórnarmeirihlutann rétt einu sinni. Við erum að auglýsa hið frábæra
jólaglögg Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík. Verður það haldíð í flokks-
miðstöðinni þann 13. desember, þ.e. á föstudaginn kemur. Undirbúningur
er vel á veg kominn. Auglýst betur næstu daga.
Jólaglöggsnefndin
ÆFAB og ÆFR
Komandi kjarasamninga
tökum við fyrir næsta laugardag 14. des. kl. 14.00 á opnum fundi með
Ásmundi Stefánssyni, Birni Arnórssyni o.fl. Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir upp á efstu hæðina á Hverfisgötu 105.
Verkalýðsnefndir ÆFAB og ÆFR
Lestu
odeins
stjómorblöðin?
DJOÐVIUINN
Höfuðmálgagn
stjórnarandstöðunnar
Áskriftarsími (91)81333
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda.
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein-
dagi launaskatts fyrir mánuðina ágúst, september og
október er 15. desember n.k. Sé launaskattur
greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til við-
bótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og af-
henda um leið launaskattskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
SKÚMUR
ÁSTARBIRNIR
----------^
Óska eftir að
kynnast fallegum
birni sem...
Byrjaðu strax.
FOLDA
(txlífl®
í BLÍDU og stríðu
2 I 4 8 ? 7
• 1
9 1Ó □ 11
12 13 14
• G 18 18 ' m
18 m 18 20
Í1 I 22 Í3 m
24 m 28
KROSSGÁTA
Nr. 78
Lórótt: 1 skvamp 4 hangs 8
ræktarleysið 9 gæfu 11 kámað
12 beituna 14 guð 15 bit 17 and-
varp 19 espi 21 þræll 22 biti 24
púkar 25 vegur.
Lóðrétt: 1 nabbi 2 hljómur 3
veikur 4 stólpi 5 fara 6 ofnar 7
hagræða 10 góðar 13 tæp 16
lokka 18 kvenmannsnafn 20 hvíli
23 einnig.
Lausn á síðustu krossgátu
Lárétt: 1 glys 4 ítök 8 slysinu 9
átta 11 öflug 12 svikul 14 gg 15
anda 17 snari 19 för 21 enn 22
ræll 24 lind 25 fang.
Lóðrétt: 1 glás 2 ysti 3 slakar 4
ísöld 5 tif 6 önug 7 kuggur 10
tvinni 13 undir 17 sel 18 ann 20
öln 23 æf.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. desember 1985