Þjóðviljinn - 14.12.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Page 4
LEfÐARI Fiskeldið og framtíðin Mestu möguleikar íslensku þjóöarinnar til skjótrar verðmætaaukningar í atvinnulífinu liggja án nokkurs vafa á sviöi fiskeldis. í ná- grannalöndunum er þessi þýðingarmikla grein aö veröa ein mikilvægasta auösuppspretta heilla þjóöa, og þar hafa framsýn stjórnvöld af ýmsum pólitískum toga skipað svo til lögum aö hin unga grein geti dregiö af sem mestan og bestan stuöning. Hér á íslandi, þar sem land, sjór og vötn eru hreinni og betur til fiskeldis fallin en víðast ann- ars staöar á jarðkringlunni, ber hins vegar ekk- ert á því að stjórnvöld hugsi sér til hreyfings. í afar mikilvægum þáttum ríkir afskiptaleysi og vanræksla sem hefur þegar leitt til tjóns, og gætu í framtíðinni haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskt fiskeldi. Taka má tvö dæmi: Lítið sem ekkert er gert til aö koma á laggir brýnni aðstööu til aö sinna athugun og rann- sóknum í fisksjúkdómum. Ein mikilvægasta sérstaöa okkar í dag byggir þó einmitt á því aö viö erum aö mestu laus viö erfiöa sjúkdóma í eldisfiski, sem hafa upp á síðkastið búiö nág- rannaþjóöunum ærinn vanda. Viö veröum því aö leggja allt kapp á aö halda þessari sérstööu, einungis þannig getum viö til aö mynda gert okkur vonir um þær stórfelldu tekjur af seiöaútflutningi, sem réttmætar eru í dag. Hins vegar er staðreyndin sú, aö í dag er skammarlega búiö aö þeim sem fara meö fisk- sjúkdóma og varnir gegn þeim. Viö eigum af- buröa vel menntað fólk í þeim fræöum, sem numið hefur undir handleiðslu færustu manna á þessu sviði, en þetta fólk sárvantar nægilega aðstööu til aö sjá um fisksjúkdómavarnir af full- um þrótti. Enn sjást ekki merki þess aö þetta veröi bætt. En hér er um afskaplega þýðingar- mikið mál aö ræöa, sem stjórnvöld veröa aö sjá sóma sinn í aö bæta. Nú þegar eru dæmi þess, aö ekki hefur verið hægt aö Ijúka þýðingarmikl- um seiðasölusamningum vegna þess að vott- orö um sjúkdómaástand var ekki fáanlegt. Svona ástand er auövitaö með öllu óþolandi. í annan staö er það einnig staöreynd, aö fjárhagsleg fyrirg reiösla viö fiskeldisstöövar hér á landi er allt of lítil. Þetta á einkum við um minni stöðvarnar. Þær einfaldlega fá ekki rekstrarlán sem stjórnvöld þó lofuðu á sínum tíma. Afl- eiöingin er sú, aö eigendur stjóöanna verða í auknum mæli aö leita á náöir fjársterkra aðila erlendis, sem bíöa einsog gammar eftir því aö steypa sér yfir fiskeldisstöövar sem eru aö dragast upp vegna skorts á lánum til upp- hafsreksturs fyrstu árin. Þaö er einfaldlega vitaö, að norskir aðilar hafa hér umboösmenn með fullar hendur fjár, sem vilja kaupa sig inn í sem flestar íslenskar fiskeldisstöövar. Þaö hefur þeim tekist í svo miklum mæli, að í dag eru erlendir aðilar komnir í flestar stöövar á þeim svæöum sem eru best fallin til fiskeldis hér á landi. Þannig er innlent fiskeldi smám saman aö komast í erlendar hendur án þess aö nokkur taki eftir. Við því verður strax að stemma stigu. Þaö mætti auövitaö rekja langt mál um mögu- leika íslands til laxeldis. En hér verður aðeins lýst einu dæmi, sem sýnir betur en annað þá gífurlegu möguleika sem eru á stórkostlegri auösköpun meö útsjónarsamri nýtingu þessar- ar framtíöargreinar. Hér viö land er sjór hreinni en víðast annars staöar og smitfrírri. Floteldi í sjó hefur hins vegar takmarkast af skorti á vari, og þessvegnahefurflotkvíaeldi þróastseint. Nú er hins vegar komin á markaö fyrsta kynslóö japanskra kvía, sem eru miklu stærri en aðrar eldiskvíar og eiga aö þola úthafsöldu. Þessar kvíar henta aö líkindum íslenskum aðstæðum. Með framþróun þessara tækja munu veröa til enn stærri og sterkari kvíar, sem væntanlega munu henta enn betur til eldis viö strendur landsins. Sérhver þessara kvía mun kosta kom- in í sjó um sex miljónir króna og í hverri er hægt aö framleiða um 200 tonn af laxi. Meö því aö rannsaka aöstæöur mætti ugg- laust finna eitt hundrað staöi viö ísland á skömmum tíma, sem henta fyrir úthafskvíar af þessu tæi. Hundrað slíkar kvíar myndu kosta ríflega tvö togaraverð, eða um 600 miljónir. En með þeim mætti líka á tæpum tveimur árum framleiða lax í sjó, sem gæfi þjóöinni gjald- eyristekjur upp á sex miljarða! Efasemdarmenn og skammsýnir stjórnmála- menn munu vafalaust kalla þetta loftkastala. En þaö er rangt. Þetta er möguleiki, og þaö kostar ekki mikiö aö hrinda honum í framkvæmd og búa til gullnámu í sjónum. En það þarf framsýni, þor og dugnað. -ÖS Ó-ÁUT MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, ðssur Skarphéðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjórí: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Siaríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Ágústa Þórisdóttir, Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jána Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrlft á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.