Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 6
England Mæða hjá Man.Utd Bryan Robson, fyrirliði enska knattspyrnulandsliðsins og Manc- hester United, meiddist á ælingu í gær og verður enn að sitja utan vallar. Hann var að ná sér eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október. Gary Bail- ey, markvörður liðsins, hefur einnig orðið fyrir meiðslum og ekki er víst að hann geti leikið gegn Aston Villa í dag, og þá kom í Ijós að nýji Daninn, John Sivebeck, á við meiðsli að stríða og líklegt að Man.Utd hætti við að kaupa hann. Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í gær að ensk félagslið mættu á ný leika vináttuleiki hvar sem er. Þau eru þó áfram í banni frá Evr- ópukeppni. —VS/Reutei B-keppnin Tap gegn Tékkum íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði sínum þriðja leik í B-keppninni í Vestur- Þýskalandi í gærkvöldi, 14-28 gegn Tékkum. Áður hafði liðið tapað fyrir Ungverjum og Austurríki og leikur um 13.- lö.sæti á mótinu. Sund Þrjú til Hollands Þrír íslendingar verða meðal þátttakcnda í. Evrópubikarkepp- ninni í sundi sem fram fer í Hol- landi í dag og á morgun. Magnús Ólafsson keppir í 200 m skriðs- undi og 100 m flugsundi, Eðvarð Þ.Eðvarðsson í 100 m haksundi og Ragnheiður Runólfsson í 100 m bringusundi og 200 m fjórs- undi. Mótið er mjög sterkt og meðal keppenda er Vestur- Þjóðverjinn, Michael (>ross, sein af flestum cr talinn besti sund- maður heims. —VS ÍÞRÓTTIR Þorbjöm Jensson brýst í gegnum vöm Spánverja en skot hans var varið eins og svo möng önnur hjá íslenska liðinu. Ísland-Spánn Svipur hjá sjón Vantar 30prósentþegar vantar Kristján, segir Bogdan. Bitlaus sóknarleikur og 15-17 tap gegn slökum Spánverjum Það kom áþreifanlega í Ijós í gærkvöldi að án Kristjáns Ara- sonar er íslcnska landsliðið í handknattleik ekki nema svipur hjá sjón. „Liðið leikur 30 prósent verr án Kristjáns," sagði Bogdan Kowalczyck landsliðsþjálfari eftir 15-17 tapið gegn Spánverj- um í Laugardalshöllinni. ískvggi- Icga sönn orð — Kristján er eina vinstrihandarskyttan sem ísland getur teflt fram unt þessar mund- ir og hann er aðauki óhemju þýð- ingarmikill fyrir varnarleik og hraðaupphlaup liðsins. Það hefði ekki þurft nema Úrvalsdeildin Sanngjam sigur Hauka í Njarðvík JJnnu meistarana með tíu stigum meðalleik til að sigra slakt lands- lið Spánverja í gærkvöldi. Varnir liðanna og markvarsla réðu úr- slitum, þar höfðu Spánverjar vinninginn með sinn háa varn- armúr — Atli Hilmarsson var sá eini sem eitthvað hafði gegn hon- um að gera. „Við komum ekki skotum í gcgnum varnarmúrinn og það réði úrslitum. Atli var lokaður af og þar mcð var klippt á cinu veru- lcgu ógnunina. Eg gat ekki stilll upp sama liði og gegn Vestur- Þjóðverjum um síðustu helgi og því fór sem fór,“ sagði Bogdan. Varnarleikur íslenska liðsins var góður í fyrri hálfleik og þá fór Steinar Birgisson merkilega langt með að fylla skarð Kristjáns í vörninni. Island leiddi 1-0 og 2-1 en Spánverjar breyttu stöðunni í 3-5 um miðjan fyrri hálfleik eftir af hver sóknarmistökin höfðu rekið önnur hjá íslenska liðinu. Þá kom besti kaflinn, fimm ís- lensk mörk gegn engu á tíu mín- útum og staðan breyttist í 8-5. Á þessum kafla tókst íslenska liðinu að opna spænsku vörnina vel nokkrum sinnum og næla þannig í fjögur vítaköst. En Spánverjar áttu lokaorðið í hálfleiknum, 8-6. Fjögur fyrstu mörk seinni hálf- leiks voru spænsk. Vörnin datt niður hjá íslenska liðinu og sókn- in var gersamlega án ógnunar. Staðan breyttist í 8-10 og Einar Þorvarðarson færði síðan ís- lenska liðinu vonarneista með því að verja frá Ruiz í hraðaupp- hlaupi. Það virtist ætla að hrífa, ísland jafnaði, 11-11, og náði síð- an forystu með tveimur glæsi- mörkum Atla í röð, 14-13. Það var skammgóður vermir. Spán- verjar jöfnuðu. 14-14, og síðan varði Zunica vítakast frá Sigurði Gunnarssyni. Melo kom Spáni yfir, 14-15, ogEinargerði enn sitt til að bjarga heiðri Islands með því að verja skot úr hraöaupp- hlaupi. En það dugði ekki til, Su- arez skoraði fjórurn mínútum fyrir leikslok, 14-16, og 25 sek. fyrir leikslok tryggði Ruiz endan- lega sigur Spánar er hann skoraði úr hraðaupphlaupi, 14-17. Þrumumark Atla á síðustu sek- úndunni var smá sárabót — lok- atölur 15-17. Einar og Atli stóðu uppúr í ís- lenska liðinu og hafa þó báðir leikið betur. í heild skilaði liðið varnarleiknum ágætlega, og átti yfirleitt í fullu tré við ósannfær- andi sókn Spánverja. En þarna var enginn Kristján, enginn Sig- urður Sveinsson og enginn Al- freð Gíslason. íslenska landsliðið má ekki við því að vera án slíkra stórskytta. Mörk íslands: Atli Hilmarsson 6(1 v). Sigurður Gunnarsson 4(3v), Páll Ólafsson 2, Bjarni Guömundsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1 og Steinar Birgisson 1. Mörk Spánar: Suarez 6, Melo 3(1 v), de la Puente 2, Ortis 2, Ruiz 2, Garcia 1 og Marinez 1. Sænsku dóntararnir Bromann og Bladento dæmdu af röggsemi og þokkalega, Bromann er alltaf jafn litríkur, og ekki er hægt að segja að íslenska liðið hafi tapað á dómgæslu þeirra. Liðin mætast aftur í Digranesi í Kópavogi í kvöld kl.20. —VS HM U21 m m Oruggur sigur á Sviss unnu með 7. Leika um J.sœtið á morgun Haukarnir voru sannfærandi og sigruðu sanngjarnt þegar þeir mættu UMFN í toppslag úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi. Það var aðeins framanaf fyrri hálfleik sem Njarðvíkingar hötðu undirtökin, Haukar komust yfir fyrir hlé og héldu sínum hlut nokkuð örugglega í scinni háltlcik þótt meistararnir næðu að minnka muninn í eitt stig seint í leiknum. Haukar gáfu í á ný og unnu 72-62. Pálmar var í aðalhlutverki hjá Haukunum að vanda. Hann lék ntjög vel, hitti frábærlcga og skoraði nær helming stiga liðsins. Ólafur átti góð- an leik og Ivar Webster hirti mikið af fráköstum og í heild var liðið jafnt og sterkt. Helgi var bestur Njarðvik- inga, Ingimar lék ágætlega og Valur var virkur í fráköstunum en skoraði óvenju lítið. Dálítill kæruleysissvipur var yfir Njarðvíkurliðinu og það hef- ur oftast leikið betur en í gærkvöldi. —SÓM/Suðurnesjum Njarðvík 13.des. UMFN-Haukar 62-72 (35- 39) 8-8, 26-18, 29-30, 35-39 - 39-39, 49-56, 60-61, 60-69, 62-72. Stig UMFN: Kristinn Einarsson 12, Isak Tómasson 10, Ingimar Jónsson 10, Jóhannes Kristbjörnsson 10, Helgi Rafnsson 7, Valur Ingimundarson 5, Hreiðar Hreiðarsson 4, Ellert Magnús- son 4. Stig Hauka: PálmarSigurðsson 35, Ólafur Rafnsson 15, Kristinn Kristins- son 6, Reynir Kristjánsson 5, ívar We- bster 5, Henning Henningsson 4, Ivar Ásgrímsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson — góðir. Maður leiksins: Pálmar Sigurðs- son, Haukum. Þurftu 4 mörk en íslenska landsliðið í hand- knattleik, skipað leikmönnum 21- árs og yngri, er komið í úrslit um 7.sæti heimsmeistarakeppninnar á Ítalíu eftir góðan sigur á Sviss í gær, 23-16. Island varð að sigra með fjórum mörkum til að kom- ast uppfyrir Sviss og í fjórða sæti milliriðilsins. Sviss hafði undirtökin framan- af en ísland jafnaði á ll.mínútu. Eftir það var jafnræði með liðun- um til lcikhlés en þá hafði ísland forystu, 11-10. íslensku piltarnir náðu lljótlega fjögurra marka forystu í seinni hálfleik og bættu síðan við síðasta hluta leiksins. „Það var góð liðsheild og frábær markvarsla Magnúsar Stefánssonar sem voru á bakvið þennan sigur. Is- lenska liðið hefur sótt sig mjög eftir því sem liðið hefur á mótið og með betri undirbúningi hefði það náð lengra," sagði Friðrik Guðmundsson fararstjóri í samtali við Þjóðviljann í gær. Hermundur Sigmundsson og Vald- imar Grímsson skoruðu 6 mörk hvor, Júlíus Jónasson 5, Jakqb Sigurðsson 2, Snorri Leifsson 2, Árni Friðleifs- son 1 og Geir Svcinsson 1. fsland leikur um 7.sætið við Spán eða Dan- mörku á morgun, sunnudag. Svíar fengu lOstigíriðlinum. V.Þjóðverjar 7, A.Þjóðverjar 5, íslendingar 4, Sviss 4 og ítalir ekkert stig. —VS wi—Miiiii iiiiiiiiiiiii'iii iiiiii miiwi'i iii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.