Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 12
J Ó LAFÖSTU J ASS Eins og kunnugt er, gáfu þeir út plötu í haust „Ófétis“ strák- arnir. Til þess að kynna inni- hald hennar þeim sem ekki hafa nú þegar náð sér í eintak og okkur hinum sem aldrei fá nóg, héldu þeirtónleika í Nor- ræna húsinu þann 9. des.. Auk þess að leika lög af plötu- nni, leyfðu þeir okkur að heyra sýnishorn af því sem við megum eiga von á frá þeim í framtíðinni. Fyrsta nýja lagið sem við heyrðum var nafnlaus róleg og býsna falleg ballaða eftir Friðrik Karlsson gítarleikara, í hverju hann tók sér í hönd „Ovation" gítar og fór um liprum fingrum. Áður höfðu þeir leikið nokkur lög af áðurnefndri plötu, „Pessi ófétis jass“. Eyþór og Gunn- laugur virtust einna fyrstir í gang. Áttu nokkra ansi skemmtilega spretti. Eyþór er orðinn einn sá besti hér um slóðir. f seinni hluta tónleikanna, mætti Rúnar Sax Georgs, en þeir piltar höfðu dregið hann veikan úr rúmi. Þeir fóru nú samt vel með hann vinirnir. Gáfu honum fríífyrstu tveim lögunum. Annað þeirra var ný, ansans ári skemmtileg og þaulhugsuð (hlýtur að vera) melódía fyrir flygil og bassa, eftir Eyþór Gunn- arsson. Bassalínan hefði kannski mátt vera frjórri. Smekksatriði. Síðasta lag tónleikanna var ný- runnið úr penna Tómasar R. Ein- arssonar bassaleikara. Undir sjónum, heitir það. Gunnlaugur byrjaði snjóruðninginn með snjöllum trumbuleik. Smám sam- an kom í ljós það sem undir snjónum lá. Já, það leyndist ým- islegt skemmtilegt þar undir. „Ofétin“ sluppu ekki án auka- lags. Skelltu sér þá í villtan Stríðs- dans (af plötunni) með smá jólaí- vafi í lokin, svona rétt til að minna á, að það er einmitt svona tónleikar ásamt jólunum sem stytta skammdegið. Peir koma manni nefnilega alltaf í gott skap þessir snillingar. Þeir sem ekki hafa enn eignast eintak af plötunni „Þessi ófétis jass“ ættu að setja hana efst á óskalistann. Ég er handviss um að jólasveinninn bjargar því við. S. þorði varla að segja þér að þeir eru á ensku. Ég reyndi að snúa textunum yfir á íslensku, en varð aldrei ánægður, þetta eru róleg lög og þetta varð alveg hræðilega væmið hjá mér. Ég gafst sem sagt upp á íslensku textunum, annars er ég alveg sammála þér að við ættum heldur að syngja á ís- lensku, en hvað mig varðar finnst mér ég koma betur út sem söng- vari ef ég syng á ensku... ég er ekki að því til að ná inn á er- lendan markað.“ Þá vitum við það, en samt... Jólalög hafa oss borist á rúmlega 2 plötum. Skífan er með umboð fyrir Some day at Christmas sem hefur að geyma 6 þekkt jólalög sem Stevie Wonder söng 1966 og 1967, þá innan við tvítugt. Þetta er skemmtileg plata eins og við var að búast af svo góðum söngv- ara. Steinar senda oss Strumpana bjóðandi gleðileg jól. Þeir syngja líka þekkt jólalög, sum þau sömu og Stevie, en kunna íslensku og hafa með hjálp Jónatans Garð- arssonar aðlagað textana Strumpaþjóð. Undirspilið er er- lendis frá og ekkert sérstakt um það að segja, en Laddi sér um Strumparaddirnar með aðstoð Björgvins Halldórssonar í bak- röddum. Laddi hefði mátt vanda sig betur, en samt er þetta ansi sæt plata ...einnig hefði mátt láta Strumpatextana fylgja, því að platan mun miðuð við yngsta hlustendahópinn, enda þótt eldra fólki ætti ekkert að leiðast hún. Kór Melaskóla flytur eitt jólalag, Jólabarnið eftir Jóhannes úr Kötlum, á nýrri breiðskífu, sem gefin er út til minningar um Magnús Pétursson sem kenndi tónmennt um 20 ára skeið við Melaskólann. 12 önnur lög eru á þessari plötu sem heitir Við erum börn... og eru þau öll eftir Magn- ús, í hans léttleikandi stíl, og er 2. hliðin úr söngleik hans Litla stúlkan með eldspýturnar. Ég get ekki sagt að kóraplötur heilli mig en Melaskólastúlkurnar eru ágætar undir stjórn Helgu Gunn- arsdóttur, og Jónas Þórir hafði hönd í bagga með hljómsveitar- stjórn. Ágæta mynd á plötuum- slaginu gerði Pétur Ingi Þorgils- son 12 ára. A úr jólaflóðinu Hugmyndin að Eyjalagaplötunni kviknaði á skemmtikvöldum úti í Eyjum, þar sem þessi mynd er tekin. Þeir bræður „Hermann og Helgi Hermannssynir syngja þarna beggja vegna við Jónas Þóri og föðurbróður hans, Runólf Dagbjartsson, sem kvað hafa átt góðan leik í Nýju lífi hér um árið. Þeirsyngja margt gamalt þjóðhátíðarlagið á plötu sinm, en a plotu Lyðs Ægissonar er þjóðhátíðarlagið 1985, í skjóli fjalla. haldnir einhverjum óútskýran- lega sjarma. Auga í vegg er 7 laga skífa Rúnars Þórs Pét- urssonar fyrrum Rimlarokkara og sér hann sjálfur um sönginn og spilið fyrir utan bassaleik og svo hljómborð í 3 lögum og að söng- vararnir Eiríkur Hauksson, Sig- urður Sigurðsson og Bubbi Mort- hens syngja hér sitthvert lagið. Rúnar er ágætur lagasmiður, eiginlega bara eitt lag hér sem mér finnst ekki gott, Flikk flakk. Rúnar nær þar einhvern veginn ekki tökum á söngnum... hins vegar tekst honum vel upp í Friði, sem er reglulega fallegt lag. Bubbi Morthens stendur alltaf fyrir sínu og syngur hér Auga í vegg og Sigurður Sigurðs- son, gamall Eikari og Kjötsúpus- öngvari, er góður í Sjónvarpi, en Eiríkur Hauksson hefur nú verið sprækari en á Hlemmi. Auga í vegg er ekki plata sem legið hefur verið yfir í stúdíói, enda Rúnar ekki yfirlegutýpa, en fyrir bragðið kannski virkar hún skemmtilega hrá en ljúf í senn. Rúnar er rokkverkamaður og gengur í að spila á þau hljóðfæri sem þarf en stendur sig best með gítarinn og á með honum ágætar rispur. Það er á hreinu og heyrist vel að Auga í vegg er gerð af mikl- um áhuga og einlægni gagnvart rokkmúsikinni. Fugl dagsins er vísnaplatan hans Valgeirs Guðjónssonar og fær hér andi Spilverksins þjóðanna að ganga aftur og blása um ljóð Jóhannes- ar úr Kötlum. í stuttu máli sagt er þetta einstaklega eiguleg plata, vel unnin, útsett, flutt og skemmtileg. Ekki það að hún sé svo fjörug eða fyndin, hún er mikið til meira að segja bara al- varleg, sérstaklega hlið tvö, en á hrífandi og jákvæðan hátt. Diddú syngur eins og hún hefur best gert og ef eitthvað er með meiri styrk innan frá. Ævar Kjartansson þul- ur ljær plötunni virðuleikablæ með söng sínum og Valgeir sjálf- ur er í essinu sínu í lagasmíðum, söng og hljófæraslætti, þótt hann fari þarna útfyrir sitt sérsvið sem ryþmagítarleikari. Fugl dagsins í hendi er betri en flest í íslenskum jólafrumskógi plötuverslana þessa dagana, bæði þjóðleg og smart í senn. Ástin... heitir 10 laga rómantísk plata Jó- hanns Helgasonar. Þetta er fal- lega unnin plata og þægileg áheyrnar, enda Jóhann fær um að gera góðar melódíur. Hann syng- ur líka og leikur á kassagítar en flytjendur auk hans eru Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Bri- em, Skúli Sverrisson, Björn Thoroddsen, Friðrik Karlsson og Magnús Kjartansson. Útsetning- ar sáu Eyjrór og Jóhann um. Sá galli finnst mér þó á Ást... Jó- hanns að allir textarnir eru á ensku, m.a.s. hefur verið gerður enskur texti við hið fallega lag Jóhanns Hiti og þungi úr kvik- myndinni Okkar á milli sem var bara ekkert athugavert við á ís- lenskunni (eftir Hrafn Gunn- laugsson). Eg átti smárabb við Jóhann símleiðis og gaf hann þá svofellda skýringu á ensku textunum: - Já, þetta er efni sem orðið hefur til allt frá 1970... og ég Alda Ég vildi geta sungið þér... nefnist ný hljómplata með 10 Vestmannaeyjalögum reyndar líka fáanleg á snældu. Allt eru þetta þekkt lög eftir Oddgeir Kristjánsson, nema Minning um mann eftir Gylfa Ægisson og Kvöldsigling Gísla Helgasonar, og hér á ferð ekta þjóðhátíðar- plata og Vestmannaeyinga-. Hitt er svo annað mál að þeir bræður Helgi og Hermann Ingi Her- mannssynir eru ekki góðir söng- varar, sá fyrrnefndi þó skárri, og öll hafa þessi lög verið flutt miklu betur áður á hljómplötum, t.d. af Hljómsveit Ólafs Gauks sem gat státað af sérstæðum söng Rúnars heitins Gunnarssonar. Semsagt ekki gott hjá Vestmannaeyingum þótt Jónas Þórir hafi reynt að bjarga hlutum með því að fá með sér fagmenn úr popprokkinu í undirleikinn. Venjulegur maður nefnir Bjartmar Guðlaugsson sína aðra breiðskífu og liggur þar margt á hjarta í textagerðinni... og móraliserar þar víða um vora íslensku og spilltu smáborgara- sál. En Bjartmar nær því ekki að vera eins yndislega fyndinn og með Sumarliða fullum í fyrra, enda kannski von; Sumarliði skilinn og orðinn hundleiðinlegur og bitur karl sem fær a.m.k. ekki mig til að halda kjafti að þessu sinni og hlusta á sig. Líklega verður þó að telja þessa skífu betri músiklega séð í heild en þá í fyrra, en hún er bara ekki eins skemmtileg; einhver drungi yfir þessu rokki þrátt fyrir góða stráka í undirspilinu: Björgvin Gísla gítar-, hljómborðsleikara og upptökustjóra, Tryggva Húb- ner gítar- og fiðluleikara, Þor- stein Magnússon gítarleikara og trommarana Sigfús Örn Óttars- son og Ásgeir Óskarsson. Nei, það er ekki auðvelt að vera með perlur eins og Sumarliða fullan á bakinu... hætta á að fólk búist við öðru jafngóðu a.m.k. frá Bjartmari. En hver veit nema Sumarliði eigi eftir að lenda á öðru góðu fylleríi þegar hann hef- ur jafnað sig á skilnaðnum? Ljósbrot er plata með 10 lögum Lýðs Æg- issonar skipstjóra og Gylfabróð- ur í Vestmannaeyjum og tveim textum, hinir 7 eru eftir Guðjón Weihe sem kann vel að búa til þjóðhátíðarlegar vísur. Lýður gerir alveg ágætis lög í Vestmannaeyingastíl, en hann hefði átt að syngja meira... erdá- lítið líkur Gylfa bróður, einkum í ágætum söng um Bréf úr Daln- um. Rafn Sigurbjörnsson, sem mest garvar í öllu á þessari plötu í hljóðfæraleik og útsetningum, er ekki lipur söngvari, og jafnvel enn síður Ágúst Ragnarsson gít- arleikari sem honum er helst til aðstoðar hér. Auk þeirra syngur svo Pálmi Gunnarsson ljúflega vögguvísuna Góða nótt og Rut Reginalds kemur líka ágætlega við sögu á þessari skífu. Dálítil sparnaðarlykt er af Ljósbroti, en lögin Lýðs koma í veg fyrir leiðindi. Þeir Ægissynir eru báðir 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.