Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Blaðsíða 9
MENNING Jól í Þjóðleikhúsinu Harmrœnt gjálífi Annaríjólum: Villihunang eftir Tsjekoff Guðbjörg Thoroddsen, Bessi Bjarnason, Helga Jóhannesdóttir og Hákon Waage í hlutverkum sínum í Villihunangi. A annan í jólum frumsýnir Þjóðleikhúsið gamanleikritið „Villihunang“ eftir Anton Tsjek- hoff, í nýrri leikgerð eftir Michael Frayn. Þýðinguna gerði Árni Bergmann, leikstjóri er Þórhild- ur Þorleifsdóttir, leikmynd og búninga gerir Alexander Vassi- liev og Iýsingu annast Páll Ragn- arsson. Með helstu hlutverk fara Arn- ar Jónsson, Helga E. Jónsdóttir, Sigurður Skúlasson, Guðbjörg Thoroddsen, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Pétur Einarsson, Ró- bert Arnfinnsson, Rúrik Har- aldsson, Bessi Bjarnason, Steinunn Jóhannesdóttir, Hákon Waage og síðast en ekki síst Þor- steinn Ö. Stephensen. í frétt frá Þjóðleikhúsinu um sýninguna segir að aðalhetja leiksins sé harmræn gjálífishetja, Platonoff, „sem er eins konar nýrri gerð af Don Juan og hefur óumræðilega sterk áhrif á allar konur sem hann umgengst, en er jafnframt of veikgeðja til að hafa stjórn á sér eða axla ábyrgð. Það er auðvitað fyrst og fremst rússneska leikskáldið Anton Tsjékhoff sem á heiðurinn af verkinu, en hann var einungis tví- tugur þegar hann samdi þetta mikla verk sem upphaflega var svo langt að nánast ógerningur var að sýna það óstytt, - það hefði útheimt sex til sjö klukku- tíma setu í leikhúsinu, - enda lagði hann verkið til hliðar. Handritið fannst ekki fyrr en árið 1920, eða 16 árum eftir dauða höfundar. A síðustu 30 árum eða svo hef- ur þetta verk. sem jafnan hefur gengið undir nafninu „Platonov" eins og aðalpersónan, verið sýnt víða í ýmsum styttri gerðum, en sú leikgerð sem hér er lögð til grundvallar er eftir breska verð- launaleikhöfundinn Michael Fra- yn, sem er einn helsti þýðandi Tsjekhoffs á Bretlandi." Frumsýningin verður, sem fyrr segir, þann 26. desember, önnur sýning verður 27. des. þriðjasýn- ing 28. des og fjórða sýning 29. desember. Miðasala hefst 15. desember. Listmunir og ýmislegt fágæti í Ossu, Kirkjustræti. Listmunir Ossa flutt í bœinn Verslunin Ossa, sem áður var í Glæsibæ, er nú komin ofaní mið- bæ, og má líta inn hjá eigandan- um, Oddnýju Ingimarsdóttur, í Kirkjustræti, og skoða þar iistmuni og gjafavörur. Mestan svip á verslunina setja vörur frá Austurlöndum, en einnig er þar úrval muna frá Mex- íkó og Evrópu. Þarna eru hand- unnin og sérhönnuð teppi, bæði á vegg og gólf, og rnottur úr pluss- og silkivefnaði, aðallega frá Pak- istan og Kína. Þá er í Ossu kín- verskt postulín, skartgripir og skrautmunir ýmsir. Oddný leggur áherslu á sér- hæfðar vörur, og segir hafa kom- ið í ljós að óhægt sé að reka slíka verslun í úthverfum, - slík versl- un sé best sett í miðbænum. Verslunin er þriggja ára gömul, en áður rak Oddný Bókabúð Glæsibæjar. -m Helgi Hálfdanarsson íslenskt mál Sem greiðust brú Hclgi Hálfdanarson gleður að- dáendur sína og áhugamenn um íslensku þetta haust með bókinni Skynsamleg orð og skætingur sem geymir greinar hans um ís- lenskt mál. Greinarnar eru flestar ritaðar í eitt morgunblaðanna og eru hin- ar elstu þeirra frá 1974. Þær eru tæplega fimmtíu talsins og um ýmisleg efni, mállýti, skáldskap, orðtök, örnefni, prentvillur, ein- hæfni í máli, tilgerð í máli, máls- tefnu og málrækt. Það „sýnir menningarstig hverrar þjóðar" segir Helgi „hversu annt hún lætur sér um að varðveita tungu sína", og til- gangur þeirrar varðveislu, mál- ræktar, er „að gera orð tungunn- ar og sambönd þeirra að sem greiðastri brú frá einum manns- huga til annars, gera talað og rit- að mál að sem nákvæmustum miðli þeirra erinda sem við eigum hvert við annað". Sigfús Daðason tók saman greinarnar og útgefandi er Ljóð- hús. T i hefðu átt að hækka i síðustu mánaðamót en við frestum því fram yfir áramót. Grípið tækifærið. Við höfum ákveðið að hafa . Ir mmmSm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.